Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978 Nýjar vörur—Nýjar vörur!! Kjólar - Pils - Blússur • Mussur - Bolir - Stutterma skyrtur • Mittisblússur - Heilsársjakkinn vinsæli - Canvas, Kakhi og riflaðar flauelsbuxur frá Bandido og Bullitt - Tweedbindi - Rifluð flauelsföt • Stakir Blazer jakkar • Sumarskór o.m.fl. TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS (USÍ KARNABÆR r AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi frá skiptiborði 28155 um.ysim; SÍMINN KR: 22480 Tölvur við fram- köllun mynda MYNDIÐJAN Ástþór h.í. hefur nýlena tekið í notkun sérstaka tölvusamstaeðu. sem auðvelda á framköllun mynda. Hinn nýi tækjabúnaður mun hafa í för með sér nokkra hagræðingu í sambandi við rekstur fyrirtæk- isins ok er sú hagræðing aðailega í því fólgin. að hægt verður að fækka starfsfólki talsvert. einnig mun fram- leiðslugeta fyrirtækisins auk- ast nokkuð. Tölvusamstæðan er fengin frá svissneska fyrirtækinu Gretag og kostar hingað komin um 75 milljónir króna og hafa fram- leiðendur veitt nokkra lánafyr- irgreiðslu. Hin nýja tækni er í því fólgin, að eftir að filma hefur verið Gullbrúðkaup framkölluð er hún sett í filmu- sjá tölvunnar sem skoðar fiim- una og skiptir hverri mynd á filmunni niður í 100 ferhyrn- inga. Upplýsingar tölvunnar fara jafnóðum á sérstaka kas- ettu sem fer með filmunni í kóperingu. Tölvan dekkir mynd- ina ef hún er oflýst en lýsir hana ef hún hefur verið tekin við ónóga birtu og á þannig að tO'ggja betri myndir. Framkvæmdastjóri Myndiðj- unnar, Ástþór Magnússon, tjáði Morgunblaðinu að vegna mikill- Framhald á bls. 20. Ástþór Magnússon framan við hluta af nýju tölvusamstæðunni. Ljósm.i Kristján. Hjónin í Haukadal á Rangár- völlum, Jónína Hafliðadóttir og Magnús Runólfsson voru gefin saman laugardaginn 2. júní 1928 og eiga því 50 ára hjúskapar- afmæli í dag. Haukadalur er næstefsta býlið á Rangárvöllum, aðeins Næfurholt er ofar, sem að vísu skiptist nú síðustu áratugina í tvær jarðir, Næfurholt og Hóla. Haukadalsbærinn lúrir sunnan og vestan undir Bjólfelli, sem er talsvert fjallkríli vestan Heklu- hrauns, formfagurt og áberandi þegar litið er inn til landsins neðan af Völlunum. Vestar og norðar rís Búrfeli upp af flatlend- inu, en þessi tvö fell eru eins konar systurfjöll og í þeim bjuggu systur til forna, landsfrægar tröllkonur. Bæjarstæðið í Haukadal er ákaf- lega fagurt. Jörðin er ekki stór og vikursandur og hraun frá Heklu rýra landgæðin. Víða eru þar þó fallega grónir blettir, skógarkjarr, rennandi kalt og tært vatn undan hraunjaðri; draumastaðir undir sumarhús borgarbúans. Magnús og Jóna hafa búið í Haukadal í 51 ár og búa enn góðu búi eftir aðstæðum. Aðalbústofn er sauðfé, því kúabúskapur er vart mögulegur enn á bæjum þar efra vegna þess hve vegasamband er lélegt og byggðin afskekkt. Enn er gert að allri mjólk heima. Jóna skilur og strokkar og gerir skyr. Smérið er gott og rjóminn þykkur, súrmatur frábær í keröldum, sviðakjammar og hrútspungar. Maður fær vatn í munninn þegar hugur hvarflar til búrsins hennar Jónu. Þau hjón eru bæði Rangæingar langt aftur í aldir, Jóna frá Fossi á Rangárvöllum, en Magnús er ættaður frá Mykjunesi í Holtum. Þrátt fyrir talsverðan aldur búa þau enn yfir mikilli lífsorku. Jóna ber aldurinn sérlega vel og mætti mörg yngri manneskjan vera ánægð með útlit hennar og þrek. Magnús var lengi vel eitilharður vinnugarpur, en á seinni árum hefur þrekið til átaka minnkað og á hann nú orðið erfitt með ýmis meiriháttar búverk. Kemur sér því vel fyrir hann að eiga ófúna konu til aðstoðar við útiverkin. En hress er Magnús og óvílgjarn og manna skemmtilegastur heim að sækja. Þau hjónin hafa orðið að þola missi tveggja barna sinna í blóma lífsins nú seinustu árin, þeirra Sigrúnar og Hauks, en tvö börn þeirra eru á lífi, Hafsteinn og Heiða. Hinir mörgu vinir og vanda- menn þeirra hjóna senda þeim hugheilar árnaðaróskir á þessum degi. Undirritaður þakkar þeim fyrir allt gamalt og mikið gott og vonar að efri árin verði þeim blíð og bærileg. Hrólfur Ásvaldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.