Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JUNI 1978 Oskar Eggertsson —Minningarorö Hinn 26. maí lést að heimili sínu í Kópavogi Óskar Eggertsson, fyrrum bústjóri og síðar húsvörð- ur. Óskar var fæddur að Staðar- hrauni í Hraunhreppi á Mýrum 2. apríl 1897. Foreldrar hans voru Agata Eyjólfsdóttir og Eggert Magnús- son bónda í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi, af hinni kunnu Birtingarholtsætt. Óskar ólst upp í Hraundal í sömu sveit til 8 ára aldurs. Þá giftist faðir hans Guðríði Guð- mundsdóttur frá Ánastöðum, og hófu þau búskap í Hjörsey. Tóku þau drenginn til sín og reyndist Guðríður honum sem besta móðir. Síðar fluttust þau á Einholtum í Hraunhreppi og bjuggu þar til dauðadags. Þar búa nú Gunnlaug- ur og Kjartan Eggertssynir hálf- bræður Óskars. Óskar giftist árið 1926, Guðrúnu Einarsdóttur frá Hjarðarnesi á Kjalarnesi, mestu ágætiskonu, og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust fjóra syni, en misstu einn þeirra á barnaaldri, Jóhann Stefán. Hinir eru: Magnús kennari við búvísindadeildina á Hvanneyri, Einar byggingameist- ari og Guðmundur, bílstjóri hjá Kópavogskaupstað. Fyrstu árin bjuggu þau hjón í Hraunhreppum, að Staðarhrauni, Saurum og Einholtum. Ég heyrði Óskar oft minnast á sínar æsku- stöðvar og voru þær honum kærar. Fyrir nokkrum árum fór ég ásamt fleirum, um nokkurn hluta Hraun- hrepps, með honum, og komum við þá að Staðarhrauni, sem þá var komið í eyði, en þar hafði Óskar verið um tveggja ára skeið sem ráðsmaður, hjá frænku sinni Jóhönnu Magnúsdóttur og sr. Stefáni Jónssyni presti þar. Ég minnist þess er við gengum um túnið þar og litum niður yfir Mýrarnar að Óskar brosti og sagði: „Margar minningar á maður héðan." Árið 1931 verður breyting í lífi Óskars og Guðrúnar. Þau flytjast suður og tekur Óskar við starfi bústjóra Kópavogsbúsins, sem þá var rekið af Kvenfélaginu Hringn- um, en ríkið átti jörðina. Síðar var svo búið rekið af ríkinu. Hér í Kópavogi var þá engin byggð, nema gömlu býlin, Digra- nes, Fífuhvammur og Kópavogur. Nóg voru verkefnin. En Óskar ungur og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann sá síðan um búið árum saman og tók að rækta og slétta túnið, en ekki voru á þeim tíma fljótvirk tæki til slíkra framkvæmda. Hann vann að búinu sem væri það hans eigið og kappkostaði að láta ailt bera sig fjárhagslega. Það var oft eftir því tekið og umtalað á bústjórnarár- um Óskars, að þótt önnur ríkisbú væru rekin með tapi, skilaði Kópavogsbúið ágóða. Er byggð tók að vaxa hér, á árunum fyrir stríð, og á stríðsár- unum, komu upp ýms' vandamál sem leysa þurfti. Fyrst varð fólkið að leita til yfirvalda í hinum gamla Seltjarnarneshreppi, en síðan var stofnað hér sjálfstætt hreppsfélag og að lokum kaupstað- ur. Það kom í hlut Óskars að vera í forystu með nokkrum ágætum mönnum til að leysa vandamál íbúa byggðarlagsins. Hann var kosinn í hreppsnefnd hér, og fleiri trúnaðarstörf. Allt gerði hann eftir bestu getu og af stakri samviskusemi. Óskar var líklega einn fróðasti maður um alla uppbyggingu hér í Kópavogi frá fyrstu þéttbýlis- byggð, til þessa dags. Það er miður að allur fróðleikur slíkra manna .skuli glatast, þyí mér er ekki kunnugt um að Óskar hafi skráð neitt um þetta. Öskar minntist oft þessara ára hér í Kópavogi. Það voru ár átaka um menn og málefni, og ekki allir sammála um hvernig standa skyldi að hlutunum. Ég trúi því að Óskar hafi þar' komið fram til sátta ef að líkum lætur. Sigþrúður Helgadótt- ir — Minningarorð Arið 1959 hefst nýr þáttur í lífsstarfi Óskars. Hann hættir bústjórn á Kópavogsbúinu eftir áralangt starf þar, og gerist húsvörður við Kársnesskólann í Kópavogi, sem þá var nýlega tekinn til starfa. Náin kynni okkar qg samstarf hófst þar. Það sagði Óskar mér að hann heföi orðið að segja ráðamönnum ríkisbúsins í Kópavogi oftar en einu sinni að hann væri að hætta sem bústjóri. Þeir tfúðu ekki að hann segði lausu svo ágætu starfi, að þeirra mati, eftir öll árin, sem hann var Framhald á bls. 23 Stefán Þórðarson —Minningarorð Þegar mín góða tengdadóttir hringdi í mig og tjáði mér að faðir sinn væri látinn setti mig hljóðan, þó að ég vissi að hverju stefndi. Stefán var búinn að vera veikur um nokkurt árabil, haldinn þeim vágesti er hrjáð hefur marga á síðustu áratugum. Það eru 15 ár síðan ég kynntist þeim hjónum Sigríði og Stefáni, eða þegar dóttir þeirra Bryndís og sonur minn, ung að árum, tengd- ust trúnaðarböndum. Ég man vel_ þegar ég og kona mín sáluga komum fyrst í heimsókn til Stefáns og Sigríðar, og gleymi ég aldrei þeirri hlýju sem þau hjónin sýndu okkur allt frá okkar fyrstu kynnum. Eftir að ég missti eigin- konu mína kom ég oft til þeirra hjóna bæði á Framnesvegi 7 og einnig í sumarbústað þeirra, en þar áttu þau hjónin margar góðar stundir með vinum og vandamönn- um. Börn þeirra, tengdabörn og barnabörn voru þar tíðir gestir og oft naut ég þess að eiga þar ánægjustundir. Get ég aldrei fullþakkað þeim Sigríði og Stefáni fyrir þá ást og vináttu sem þau sýndu mér og börnum mínum. Barnabörnin hafa misst mikið þegar Stefán afi er nú horfinn yfir móðuna miklu og veit ég að ástvinir Stefáns munu sakna hans, en sagt er að tíminn lækni öll sár, það hefi ég reynt sjálfur og get sagt að tíminn mildar missinn, en góður lífsförunautur gleymist aldrei. Stefán giftist fyrir 48 árum síðan Sigríði Halldórsdóttur og t Móðir okkar, GUOBJÖBG JÓNSOÓTTIR, Njilsgötu 102, lézt á Sjúkrahúsi Selfoss, 1. júní. Börn hínnar litnu. t Innilegar þakkir lærum vio öllum þeim, er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför, PÁLMARS SIGURÐSSONAR, rafvirkja, Fálkagölu 28, Halldóra Pilmarsdóttir, Óskar Pilmarason, Sigfríður Pilmarsdóttir, Helgi Pilmarsson, Hulda Pilmarsdottir, Gunnar Pilmarsson, tengdabom, barnabörn og barnabarnaböm. eiga þau þrjú börn, Þóru gifta Jóhanni Ágústssyni, Valdimar sem kvæntur er Erlu Ingímagns- dóttur og Bryndísi gifta Kolbeini Pálssyni. Hjónaband þeirra var mjög ástríkt, og var heimili þeirra opið öllum enda var þar oft margt um manninn. Stefán var einn af þeim sem við eldri köllum af vesturbæjaraðlinum, fæddur við Framnesveg og bjó þar alla sína ævi. Um margra ára bil stundaði hann sjósókn, var togarasjómaður um langan tíma og tel ég að Stefán hafi verið dæmigerður sjómaður af gamla skólanum. Vinnutíminn var þá 18—20 stundir á sólarhring og það voru ekki nema þeir hraustustu sem þoldu slíka vinnu- þrælkun. Eftir að Stefán hætti sjómennsku vann hann hjá Slipp- félaginu meðan heilsan leyfði og veit ég að þar undi hann sér vel og var mjög vel látinn af sam- starfsmönnum sínum. Stefán var ekki sem kallað er augnþjónn, hann var hraustmenni, þar til hann tók þann sjúkdóm ar lagði hann að lokum, ákveðinn í skoðunum um menn og málefni og óhræddur að láta þær í ljós og oft bar hann við góðlátlegri stríðni. Aðalsmerki Stefáns voru heiðar- leiki og hreinskilni. Nú þegar ég kveð þennan góða vin minn vil ég þakka honum fyrir allt sem hann var mér og fjöl- skyldu minni. Ég veit að Sigríður á erfitt með að sætta sig við að hafa misst sinn góða maka en ég veit að hún er sterk og á sína góðu trú á þann sem yfir okkur vakir, hann mun veita henni, börnum hennar og öðrum ættingjum styrk eins og öllum sem til hans leita af ein'ægni. p.g_ Fædd 12. nóvember 1915. Dáin 26. maí 1978. „M eik í stormu hrynur háa. því hamrabeltin skýra fri, en þegar fjólan felíur bláa, það fallið enginn heyra mi, en ilmur horfinn innir fyrst. hvers urtabyggðin hefir minst." Bj. Th. Þéim fækkar nú óðum, sem maður hefur átt samleið með lengri eða skemmri tíma ævinnar. Það er svo hlutskipti þeirra, sem eftir lifa, að í senn „sakna og þrá" meðan „endurminningin merlar æ í mánaskini, hvað sem var." Gr. Th. Nýlátin er hér í Reykjavík kona, sem öllum, er kynntust henni, mun minnisstæð, sökum rausnar og reisnar; Sigþrúður Helgadóttir, eiginkona Ingimars Guðmunds- sonar Snorra, kaupmanns, frá Þverdal í Aðalvík, sem árum saman var „prímus mótor" í Atthagafélagi Sléttuhrepps. Erum við ótaldir, sem munum Ingimar frá miklu og fórnfúsu áhugastarfi í þágu þessa einstæða félagsskap- ar, og minnumst nú með söknuði og þakklæti í huga konu hans, þegar hún er öll, svo samhent og höfðingleg sem þau hjón voru í öllum samskiptum sínum við félagsmenn. Kom umhyggja þeirra og ástúð jafnt fram, hvort sem var á smekklegu og Iistrænu heimili þeirra hér syðra, á skemmtunum og samkomum félagsins eða sam- eiginlegum ferðalögum, ekki sízt fyrir norðan, þar sem „slegið var upp" rausnargarði á ættaróðalinu gþverdal fyrir gest og gangandi. Frá þessum vettvangi bjarmar yfir margri minningunni og mun gera framvegis. Nöfnum margra ættmenna Ingimars, lífs og lið- inna, skýtur jafnframt upp í huganum, ekki sízt föður hans, sem unun var að umgangast. Sigþrúður Helgadóttir var fædd í Reykjavík 12. nóvember 1915, dóttir Sigurborgar gojarnadóttur Thorlacius og Helga Steinbergs Þórðarsonar. Ung var hún tekin í fóstur af þeim hjónunum Bryndísi Guðjónsdóttur og Bjarna Guð- mundssyni frænda sínum og ólst upp hjá þeim fyrst í Efra-Seli, Hrunamannahreppi, og síðar á Galtafelli, og fluttist að lokum með þeim til Reykjavíkur. Ung giftist Sigþrúður fyrri manni sínum, Þóri Tryggvasyni framkvæmdastjóra, bróður hinnar frægu listakonu Nínu og þeirra systkina. Þau eignuðust tvö börn: Nínu, gifta Katli Péturssyni húsa- smiði hér í borg og Friðrik bifreiðastjóra, búsettan í Ólafs- firði, kvæntan Ingigerði Guð- mundsdóttur. Þau hjón, Sigþrúður og Þórir, slitu samvistum eftir 10 ára sambúð. Seinni manni sínum, nefndum Ingimar, kvæntist Sig- þrúður 25. september árið 1943. Þau eignuðust tvo syni: Ingimar Hauk, arkitekt, kvæntan Kristínu Mjöll Kristinsdóttur sem einnig er arkitekt og Guðmund Snorra, lækni, starfandi í Svíþjóð, kvænt- an Kolbrúnu Finnsdóttur. Barna- börn Sigþrúðar eru orðin tíu, og er það því myndarlegur hópur, sem út af henni er kominn. Hún var börnum sínum mikil móðir og amma. Ingimar maður Sigþrúðar er bráðduglegur og starfhæfur mað- ur og setti ekkí fyrir sig að gegna hinum sundurleitustu störfum. Það var fyrst eftir að þau hjón höfðu tekið að sér húsvörzlu í Sambandshúsinu í kringum 1950, að ég kynntist þeim að ráði. Bæði báru þau með sér aðlaðandi þokka, þrifnað og myndarskap í öllum háttum, svo athygli hlaut að vekja. Má með sanni segja, að þau hafi lyft djúpt niðurgrafinni húsvarð- aríbúðinni upp á hæðir hússins. Það er nú einu sinni svo, að það er ekki tegund starfanna, sem gefur þeim gildi, heldur það fólk, er rækir þau. Nefndu húsvarðarstarfi sinntu þau hjón í nokkur ár við miklar vinsældir. Eftir það fer Ingimar að sinna kaupsýslustörfum í æ ríkari mæli, en glæsilegt heimili þeirra hefur nú um 20 ára skeið verið að Dalbraut 3 hér í borg, þar sem þau eignuðust stórt íbúðar- og verzlun- arhús. Þangað hafa sótt þau heim í stríðum straumum ekki aðeins vinir og vandamenn, heldur fjöl- margir aðrir og ófáir hjálparþurfi. Var þar oft glatt á hjalla og mikið sungiö við hátíðleg tækifæri. Öllum hefir verið tekið af sömu gestrisninni og alúðinni, sem hjá þeim hjónum fór aldrei í mann- greinarálit. Þar fór saman góður efnahagur, rausn og hjartahlýja húsráðenda, sem ekkert aumt máttu sjá án hjálpar. Hver var hlutur hvors þeirra, veit ég ekki — hitt þori ég að fullyrða, að ekki stóð upp á Sigþrúði í neinu því, er gerði samvistir við þau hjón eftirsóKnarverðar. Hún var óvenju aðlaðandi, listræn og gáfuð, og naut óskipts atbeina manns síns til allra góðra hluta. Ég og mitt fólk naut mannkosta þessara elskulegu hjóna sérstak- lega um nokkurra ára skeiö. Fyrir það erum við þakklát og minnumst nú hýrra brosa, útbreidds faðms og hlýrrar handar, sem átti til að þerra tár af lítilli brá, ef svo bar undir. I hugleiðingum mínum nú um liðin ár, sóttu á mig í sambandi við andlát Siggu þessi frægu og títt ívitnuðu eftirmælaorð Bjarna Thorarensen, sem standa framan- við þessar fátæklegu línur mínar. Hún var ein þessara hljóðlátu kvenna, sem ennþá telja sér ekki vansæmandi að vinna flest sín verk innan veggja heimilisins og í skauti fjölskyldunnar, þar sem hlúð var að börnum og blómum. Því sakna margir nákomnir vinar í stað, því skarð er nú fyrir skildi. Öllum þeim votta ég samúð. Þreyttum og sorgbitnum eigin- manni hennar, vini mínum og bróður Ingimar, sem svo fagurlega auðsýndi henni ást sína og um- hyggju til hinztu stundar, bið ég blessunar á komandi tíð. Ég veit, að harmur hans er mikill og söknuðurinn sár — hann hafði svo mikið að missa. Sigþrúður heitin var bókhneigð og ljóðelsk, og féll það vel að alhliða eðlislægri listhneigð henn- ar. Þegar tóm gafst til, auðgaði hún anda sinn, hug og hiarta af lestri góðra bóka í leit sinni að kjarna lífsins og tilgangi þess, því hún var leitandi sál. Eg vona og trúi, að henni opnist nú nýjar og greiðar leiðir til ljóss og til lausnar á lífsgátunni, eftir að henni eftir langvinnt og þungbært helstríð hefir hlotnazt kærkomin hvíld. Blessuð sé minning hennar. Baldvin Þ. Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.