Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978 Hraðmótí hand- bolta um helgina HANDKNATTLEIKSSAMBAND íslands gcngst 'fyrir firmakeppni í handknattleik dagana 2. tii 4. júni í íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Alls taka 16 lið þátt í keppninni og jafnmörg firmu, styrkja HSÍ með þátttöku. Fjárhagur sambandsins er mjög bágborinn um þessar mundir og er þetta einn liður í fjáröflun H.S.Í. Lciktimi er 2x15 mínútur. Tímasctning leikjanna er þessi. Föstudag 2. júní Kl. 19.00 Valur — Þróttur Kl. 19.35 Fylkir - ÍR Kl. 20.10 HK — Stjarnan Kl. 20.45 Fylkir — Valur Kl. 21.20 ÍR — Þróttur Kl. 21.55 KR — Haukar Kl. 22.30 Þróttur — Fylkir Kl. 23.05 Valur — ÍR Kylfing- ar á far- aldsfæti í SÍÐUSTU viku kom heim frá Skotlandi stór hópur íslenskra golfmanna. sem par hafói dvaliö í nokkra daga við golfleik á hinum ýmsu völlum. í lok ferðarínnar var haldiö stórt golfmót með pátttöku allra íslendinganna. Úrslit urðu þau, að Ingi Már Aðalsteinsson frá Hornafirði varð sigurvegari með forgjöf — lék á 71 höggi nettó. Einu höggi á eftir honum kom Tryggvi Guömunds- son, Akureyri og þriðji varö Óskar Friðþjófsson, Nesklúbbnum. í keppni án forgjafar sigraði Jóhann Benediktsson, Golfklúbbi Suðurnesja — lék á 81 höggi. Hjá Laugardagur 3. júni Kl. 13.00 KR - HK KI. 13.35 Haukar — Stjarnan Kl. 14.10 U.B.K. - U.M.F.A. Kl. 14.45 Stjarnan — KR Kl. 15.20 HK - Haukar Kl. 15.55 Ármann — Víkingur KI. 16.30 Fram - FH Kl. 17.05 Ármann — U.B.K. kvenfólkinu varð keppnin hörð. Þar urðu þær jafnar Kristín Þorvalds- dóttir, Nesklúbbnum og Sigurbjörg Guðnadóttir, Vestmannaeyjum, á 100 höggum og þriðja varð svo Karolína Guðmundsdóttir, Akur- eyri, á 101 höggi. íslenskir kylfingar láta sér ekki nægja að halda golfmót í Skotlandi þessa dagana. Þann 12. júní n.k. veröur haldið golfmót íslendinga í Dyflinni á írlandi og verða þar margir mættir. Þessa dagana eru nokkrir íslenskir kylfingar að fara til Dyflinnar á vegum Samvinnu- ferða og þann 10. júní er búist við fleirum þangað. Þá verða Sam- vinnuferðir með „hraðferð" til írlands, sem öllum er opin og nokkrir kylfingar ætla að nota sér. Haldiö veröur utan eldsnemma laugardaginn 10. júní og farið heim aftur þriðjudagskvöldiö 13. júní. Kostar þessi ferð innan við 50 þúsund krónur, sem þykir ekki oröið mikil upphæö fyrir feröalag til útlanda. Kl. 17.40 Víkingur - UMFA Kl. 18.15 Leiknir — ÍS Kl. 18.50 UMFA — Ármann Kl. 19.25 U.B.K. - Víkingur Sunnudagur 4. júní Kl. 10.30 Leiknir — Fram Kl. 11.05 Grótta - FH Kl. 13.30 FH - Leiknir Kl. 14.05 Fram — Grótta Tvö efstu lið í hverjum riðli komast í úrslit. Riðlarnir eru fjórir. I úrslitakeppninni verður útsláttarfyrirkomulag, þ.e. lið sem tapar er úr leik. Úrslitakeppnin hefst kl. 15. sunnudaginn 4. júní. • Stefán Jónsson sýnir tilþrif þar sem hann er kominn í gegn um vörn Ármanns í leik liðanna í íslandsmótinu. Bæði liðin taka þátt f firmakeppninni. Engin furðuúrslit, í bikarkeppni KSÍ ÁTTA leikir fóru fram á miðvikudagskvöldið í bikarkeppni KSÍ. Var hér um fyrstu umferð að raða. Segja má, að engin óvænt úrslit hafi orðið, nema hugsanlega sigur óðins gegn Leikni, en lítum nú á leikina. Iluginn — Austri 3—4 Leikið var á Seyðisfirði, en framan af léku gestirnir mun betur og komst Austri t.d. í 1—0 og síðan 3—1, en í síðari hálfleik tókst leikmönnum Hugins að jafna metin gegn annarrar deildar liðinu. I framlengingu tókst Austra síðan að tryggja sér sigur með marki Bjarna Kristjánssonar. Onnur mörk Austra skoruðu þeir Ágúst Ingi Jónsson með þrumu- fleyg af 30 metra færi, Björn > Árnason úr vítaspyrnu og Steinar Tómasson. Mörk Hugins skoruðu þeir Aðal- steinn S. Valgeirsson og Svein- björn Jóhannsson 2. Leiknir, Fáskrúðsfirði — Hrafn- kell Freysgoði, Brciðdalsvik 2—0 Lið Leiknis var heldur sterkara án þess þó að sýna nokkra yfirburði. Leikið var við afar erfiðar aðstæður. Mörkin skoruðu þeir Baldvin Reynisson og Svanur Kárason. AMAfcl LDo 5>lfe(OOOBL feio Ul_ 6v/íe>- OCt 1WX>A ÁFRAm te(=>f-vii. teASILlUMEWW æn M* Leu i T oPPF-OfeUAi ue’lVtA eiuo.UEKOCsivJtl'JM 'l /ATIAU&Avl>K5UÍTurMvjM f-es'iioA v—\ e e Mivc\\_ v=\efe.-s-,A A- &\gA<5iu\\uJMi,<K|uiv'iJM. e-sJ .-5AM.T Tfe\vri-t V VAV/A Au SvrciíA 1| ’> ll Xv - M ’ / v/oMlt Htjp K) o'c VJ C-T/V KVOtlJ dyrmætan gjaldeyrir og tíma melka Kaupið fatnaðinn fyrir sólarferðina hjá okkur. Jakkasett með síðum og stuttum buxum. AÐALSTR/ETI 4 VIÐ BANKASTRÆTI Höttur, Egilsstöðum — Einhcrji, Vopnafirði 0—5 Hér var um algera einstefnu gestanna að ræða og voru mörkin öll að sögn falleg og vel að þeim unnið. Það næsta því sem Höttur komst að skora, var er liðið misnotaði vítaspyrnu. Mörk Ein- herja skoruðu þeir Kristján Davíðsson 2, Baldur Kjartansson 2 og Steindór Sveinsson. Leiknir — Óðinn 2—2 (0—3 í vítakeppni) Leikur Reykjavíkurliðanna fór fram á Fellavelli í Breiðholti og má segja, að úrslitin hafi komið nokkuð á óvart. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 2—2, og hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni. Hófst þá víta- spyrnukeppni og er bæði liðin höfðu lokið þremur spyrnum, höfðu Óðinsmenn skorað úr öllum spyrnum sínum, en markvörður þeirra hafði hins vegar varið tvær spyrnur Leiknismanna og sú þriðja hitti ekki á rammann. Höfðu Óðinsmenn því unnið leikinn. Hekla — Þór (Þorlákshöfn) 6—2 Stjarna leiksins var Kristjón Kristjónsson, leikmaður með Heklu, en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm af mörkum liðs síns! Kjartan Magnússon skoraði sjötta mark Heklu, en þeir Stefán Gjarðarsson og Gunnar Herberts- son skoruðu mörk Þórs. Sclfoss — ÍK 3—0 Selfyssingar áttu í litlum vandræðum með gesti sína frá Kópavogi. Ólafur Sigurðsson, Heimir Bergsson og Óskar Marels- son skoruðu mörk heimamanna. Víðir — Fylkir 1—4 Fylkismenn tóku leikinn strax í sínar hendur og skoruðu fljótlega þrívegis og var þá öll spenna úr sögunni. Bæði lið skoruðu þó eitt mark er líða tók á leikinn. Mörk Fylkis skoruðu þeir Hilmar Sig- hvatsson, Kristinn Guðmundsson, Hörður Antonsson og Baldur Rafnsson, en eina mark heima- manna skoraði Guðmundur Knútsson. Grindavík — Afturelding 1—0 Mark Sigurgeirs Guðjónssonar tryggði heimamönnum áframhald- andi þátttöku í bikarkeppninni. áij/SS/-gg. Sundmót Setfoss SUNDMÓT Selfoss verður haldið í sundlauginni á Selfossi sunnudag- inn 11. júní n.k. kl. 15.00. (Upphit- un hefst kl. 14.00). Þátttökutilkynningar sendist á tímavarðakortum S.S.Í. til Sund- deildar Selfoss, Sundhöll Selfoss, v/Bankaveg, fyrir miðvikudaginn 7. júní. Þátttökugjald er kr. 1000 fyrir hverja skráningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.