Morgunblaðið - 02.06.1978, Side 11

Morgunblaðið - 02.06.1978, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978 43 „Hef aldrei samið nótu nema af einhverju ákveðnu tilefni" Spjallað við Jón Pórarinsson tónskáld um tónleika með verkum hans í Norræna húsinu „Ég er ákaflega þakklátur fyrir þann sóma, sem Norræna húsið og Listahátíðarnefnd sýna mér með því að taka tónleika með verkum mínum á dagskrá, en ég lít fyrst og fremst á þetta sem yfirlýsingu um stefnubreytingu af nefndarinnar hálfu. að taka eigi meira fyrir íslenzka tónlist á þessum hátíðum í framtíðinni,“ sagði Jón Þórarinsson tónskáld í stuttu spjalli við Mbl., en þessir tónleikar verða í Norræna húsinu sunnudaginn 11. júní kl. 20.30. Jón Þórarinsson er í hópi okkar fremstu tónskálda og hefur verið um árabil. Hann stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum við Yaleháskóla hjá Paul Hindesmith og lauk þaðan meistaraprófi, en Hindemith var einn áhrifamesti tónsmiður, tónfræðingur og kennari á þessari öld. í grein, sem Atli Heimir Sveinsson ritaði fyrir Listahátíðarnefnd, segir: „Þegar Jón kom heim að loknu námi fylgdi honum ferskur og nýr andblær. Tónlist hans þótti nýstárleg og undarleg og menn voru ekki á eitt sáttir um gildi hennar. Á þessum árum, árunum eftir heimsstyrjöldina síðari, átti sér stað mikið endurmat í listum og ýmsar umbyltingar urðu. Atómskáldin með Stein Steinarr í broddi fylkingar endur- nýjuðu ljóðlistina, abstraktmálararnir Þorvaldur Skúlason og fleiri umbyltu myndlistinni og eitthvað svipað gerði Jón Þórarinsson á sviði tónsköpunar hér á landi. Miklar deilur stóðu um þennan hóp listamanna, sem nú eru löngu þagnaðar og við lítum nú til baka á þetta tímabil og sjáum að mikil gróska átti sér stað og fjör ríkti í listasköpun". Á tónleikunum í Norræna húsinu er boðið upp á gott yfirlit yfir verk Jóns. „Ég valdi sjálfur þau verk sem flutt verða og flytjendurna og eiga tónleikarnir að gefa nokkurt yfirlit yfir ýmis tímabil í tónsmíðum mínum þótt þeir séu ekki byggðir upp frá elstu til yngstu verka, eins og sjá má af því að elztu verkin eru síðast á dagskránni. Norræna húsið setur nokkuð þröngar skorður um efnisvalið því að þar er aðeins pláss fyrir verk sem ekki krefjast of margra flytjenda. Nefna má að á tónleikunum frumflytur Strokkvart- ett Kaupmannahafnar tvo þætti fyrir strengjakartett og einnig verður frum- flutningur á þremur íslenzkum man- söngvum, sem Kristinn Hallsson syngur við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Þá hafa tvö lög, við ljóð eftir Stein Steinarr sem Ólöf Harðardóttir syngur Jón Þórarinsson við undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur, ekki verið flutt áður og ég man ekki eftir að Alla Marcia fyrir píanó, sem Gísli Magnússon leikur, hafi verið flutt áður.“ Um þættina, sem Strokkvartett Kaup- mannahafnar frumflytur segir Jón: „Þetta verk á sér langa sögu. Þetta er inngangur og tvöföld fúga. Fúgan var eitt af prófverkefnum mínum til meistara- prófs og var samin 1947. Inngangurinn var saminn núna nýlega en upp úr gömlu efni frá þeim árum. Mansöngvarnir þrír eru nýtt verk og eru í rauninni þjóðlaga- útsetningar. Ég fór að fást við þjóðlög og útsetja þau, því mér fannst að margar þjóðlagaútsetningar, sem til voru, vera byggðar á nokkrum misskilningi og því þörf að setja þjóðlögin í nýjan búning. Menn hafa ekki alltaf gert sér grein fyrir eðli þeirra gömlu tóntegunda, sem þjóðlögin standa í. Menn voru aldir upp í ströngu kerfi dúr og moll og höfðu ekki tilfinningu fyrir hinum fornu kirkjutón- tegundum." Við spurðum Jón að lokum við hvað hann væri að fást þessa stundina og hann sagði: „Það er ekkert sérstakt eins og er. Það var talsverð vinna að snvrta verkin, sem flutt verða, og undirbúa það. Ég er heldur ekki sérstaklega afkastamikið tónskáld og þarf heldur að reka á eftir mér til að fá mig til að semja. Ég er í tímafreku starfi hjá sjónvarpinu en í rauninni hef ég aldrei samið nótu af einhverju tilefni, hef aldrei skrifað nótur til að safna í skrifborðsskúffuna." Kammarsveit Reykjavíkur, sem stofn- uð var árið 1974, heldur tónleika á Listahátíð sunnudaginn 11. júní kl. 16 í Bústaðakirkju og verða þá eingöngu flutt verk eftir Bach og þau ekki af verri endanum eins og segir í frétt frá Listahátíðarnefnd. Meðal verkanna eru tveir af Branden- borgarkonsertum Bachs, sem eru sígildir og einhver vinsælustu og aðgengilegustu verk meistarans. Kammersveitin heldur árlega 4 tón- leika, en hefur einnig leikið í útvarpi og sjónvarpi. Á síðustu Listahátíð flutti sveitin Söguna af dátanum eftir Strav- inski í samvinnu við Leikfélag Reykjavík- ur og vakti sýningin mikla athygli. Meðlimir Kammarsveitarinnar eru 15 talsins og starfa allir í Sinfóníuhljóm- sveitinni. Ýmsir þekktir listamenn hafa starfað með sveitinni m.a. Vladimir Ashkenazy, Jean-Pierre Jacquillat og bandaríski fiðlusnillingurinn Paul Zu- kofsky, sem mun leiðbeina henni við undirbúning tónleikanna á Listahátíð. Kammersveitin hefur jafnan lagt mikla áherzlu á að flytja verk íslenzkra tónskálda, enda hafa verið samin nokkur verk sérstaklega fyrir hana, en verkefna- valið hefur jafnan verið fjölbreytt og hún hefur jöfnum höndum flutt barokk-tón- list, rómantíska- og nútímatónlist. Tónleikarnir hefjast á 3ja Branden- borgarkonsertinum, sem er saminn fyrir strengjasveit með sambalundirleik. Kammarsveitin miðar hljóðfærafjölda sinn við þá sveit, sem Bach hafði til umráða og samdi sín verk fyrir, en í verkinu eru allir einleikarar eða enginn, eins og Rut Ingólfsdóttir komst að orði í samtali, sem verið hefur meðlimur í sveitinni frá upphafi og er nú formaður hennar. Því næst kemur konsert fyrir fiðlu, óbó og strengjasveit í c-moll Og eru þau Rut og Kristján Stephensen einleik- arar, en Kristján hefur einnig verið í sveitinni frá upphafi. Lokaverkið er svo 5ti Brandenborgar- konsertinn, sem af ýmsum er talinn glæsilegastur þeirra allra. Rut Ingólfs- dóttir leikur'einleik á fiðlu, Jón Heimir Sigurbjörnsson á flautu og Helga Ingólfs- dóttir á sembal. í stuttu samtali sögðu þær Helga og Rut, að oft væri erfitt að ná fólki saman til æfinga, starfið væri allt unnið í sjálfboðavinnu, en meðlimir kammer- sveitarinnar koma saman einn eftirmið- dag í viku til að æfa, en svo er æft á kvöldin að auki, er eitthvað stendur til. Birgit Nilsson Birgit Nilsson hefur verið kölluð „hetjusópran" og valkyrja. Hún er af sænskum bændaættum og fædd í Karup 17. maí 1918 og er þvi rétt sextug. Hún söng mikið í æsku og síðan stundaði hún nám við Konunglegu akademíuna í Stokkhólmi og Josep Hislop var aðal- kennari hennar. Hún þreytti frumraun sína á sviði Konunglegu óperunnar í hlutverki Agöthu í „Töfraskyttunum" eftir Weber og vakti ómælda hrifningu. Síðan tóku við hlutverk lafði Macbeth og Marshallin. Hún sneri sér mjög fljótt afdráttarlaust að hádramatískum verk- um og hún kom fyrst fram í valkyrjuhlut- verki árið 1948 í „Hollendingnum fljúg- andi“ eftir Wagner. Auk þess hefur hún leikið og sungið sem gestur víða um heim og enda þótt verkefnaskrá Nilssons sé mjög fjölbreytt er hún þó umfram allt talin ein fremsta Wagner-söngkona samtímans. En hún hefur einnig getið sér orð í Vínaróperunni og hún hefur sungið margvísleg hlutverk í helztu óperuhúsum Italíu. Síðan 1953 hefur hún komið reglulega fram í flestum þeim óperum sem þekktastar eru um allan heim. Rödd Birgit Nilsson býr yfir ótrúlegum sveigjanleika. Listrænt innsæi og radd- tækni hennar er slík að hún á auðvelt með að skipta frá hádramatískri valkyrju eins og Isolde í hina ljóðrænu Donnu Önnu í Don Giovanni Mozarts. Orð Beethovens: „Þar sem orðunum sleppir, tekur tónlistin við“ eru iðulega heimfærð upp á Nilsson. Ásamt Elisabeth Söderström er hún hirðsöngkona í Svíþjóð. Hún er arftaki Kirsten Flagstad, mestu Wagner-söng- konu sem fram hefur komið á þessari öld að margra dómi. Gabriel Climnra hljómsveitarstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.