Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.06.1978, Blaðsíða 1
44 SIÐUR OG LESBOK 115. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bandaríska sendiráðið í Moskvu: Rússnesk njósnatæki í húsinu um árabil Leifar langferða- bílsins sem sprengdur var í loft upp í Jerúsa- lem í gær. Lög- regluþjónn sést kanna leifarnar. (Símamynd AP) Moskvu, 2. júní. AP, Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN mótmælti í dag harðlega við Sovétstjórnina njósnum Rússa innan veggja bandaríska sendiráðsins í Moskvu, sem komizt var á snoðir um fyrir tilviljun í vikunni. Af opinberri hálfu í Moskvu hefur ekkert verið sagt um mál þetta. Njósnabúnaðurinn sem fannst er ekki talinn tengjast geislum þeim sem lengi hefur verið talið að Sovétmenn beini að sendiráðinu til að hindra fjarskipti Bandaríkjamanna. Marokkó sendir herlið til Zaire Rabat, 2. júní. AP, Reuter. MAROKKÓSTJÓRN tilkynnti í dag að hún hygðist senda herlið til Zaire til að aðstoða stjórn landsins í baráttu við uppreisn- armenn. í tilkynningu stjórnar- innar segir að Hassan konungur hafi ákveðið að senda flokk hermanna til styrktar her Zaire-stjórnar í kjölfar heimsókn- ar hernaðarráðgjafa Mobutus forseta Zaire til Marokkós. Marokkóstjórn sendi í fyrrasum- ar 1500 menn til Zaire þegar innrás var gerð í Shaba-hérað frá Angóla. Marókkóstjórn hefur þegar sent 50 tæknilega ráðgjafa I til Zaire, en ekki er vitað hve stór hópur hcrmanna verður sendur til landsins. Embættismenn í Rabat sögðu í dag að herliði Marokkómanna væri ætlað að vera hluti sameigin- legs liðsafla Afríkuríkja, sem yrði undir stjórn Einingarsamtaka Afríkurikja, en ekkert hefur komið fram um hvaða þjóðir aðrar munu leggja fram herstyrk í þessu skyni. Tilkynnt var í París í dag að frönsku fallhlífahermennirnir sem nú eru í Shaba-héraði yrðu kallaðir heim í næstu viku, en flestir þeirra eru nú i Lumumbashi í Shaba-héraði til verndar hvítum mönnum sem þar Framhald á bls. 25. Skæruliðar umkringdir París. 2. júní. Router. AP. ÖFLUGT lið hermanna úr land- her Chad hefur með aðstoð liðsmanna úr frönsku útlendinga- herdeildinni umkringt um eitt þúsund skæruliða á litlu sva'ði í um 500 kílómetra fjarlægð frá höfuðborg landsins, N'djamena, Framhald á bls. 25. Fyrir nokkru varð eldsvoði í bandaríska sendiráðinu og eyði- lagðist þá nokkur hluti byggingar- innar. Það voru sérþjálfaðir menn sem fengust við að endurbyggja húsið sem komust á snoðir um njósnatæki Sovétmanna innan þess en þau var að finna í stokk sem lá milli hæða í húsinu innan veggja og gekk niður í undirgöng sem síðan lágu yfir í nærliggjandi íbúðarblokk. Hodding Carter, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, sagði í dag að Bandaríkja- stjórn liti mál þetta mjög alvar- legum augum og hér væri augljós- lega um að ræða brot á alþjóðalög- um um friðhelgi diplómata. Njósnatæki hafa áður fundizt í sendiráðinu og árið 1964 komu þar í leitirnar 40 litlir hljóðnemar sem komið hafði verið fyrir á hinn haganlegasta hátt. Nokkrum árum áður funduzt þar einnig annars konar hlustunartæki. Þegar Bandaríkjamenn komust á snoðir um stokkinn og undir- göngin var einn manna þeirra sendur eftir göngunum og kom hann um siðir upp í herbergi í næstliggjandi húsi þar sem Rússi nokkur var önnum kafinn við að fylgjast með þeim merkjum sem tækjabúnaðurinn gaf frá sér. Flýði maðurinn þegar á brott er honum var ljóst að upp um starfsemi hans hafði komist. Hafa Bandaríkja- menn nú búnaðinn til rannsóknar og hafa jafnframt múrað upp í undirgöngin. Starfsmenn í sendiráðinu telja augljóst að Rússar hafi farið margoft inn í sjálft sendiráðið um undirgöngin og vafalaust haft þennan aðgang að því í langan tíma. Hús þetta var áður íbúðar- blokk en Bandaríkjamenn fengu það til umráða árið 1952. Vörður við sendiráðið og á þaki þess hefur nú verið efldur. Hluti af byggingu bandaríska sendiráðsins í Moskvu. Örin á myndinni sýnir hvar Rússar höfðu útbúið stokk með njósnatækjum sem lá niður í jarðgöng undir húsinu. (Símamynd AP). Sex farast í sprengingu í langferðabíl 1 Jerúsalem Jerúsalem. 2. júní. AP. Reuter. SEX MENN biðu bana og a.m.k. tuttugu særðust þegar sprengja sprakk 1 farangursgrind í lang- ferðabíl í Jerúsalem í dag. í bílnum var hópur rétttrúaðra Gyðinga á leið heim til sín til að halda hátiðlegan vikulegan helgi- dag Gyðinga, sabbatinn. Meðal hinna látnu voru tvær 15 ára stúlkur, tveir drengir, 13 og 18 ára, og einn bandarískur ferða- maður. Lögreglan telur að palestínskir skæruliðar hafi verið hér á ferðinni. Þegar sprengjan sprakk þeyttist sumt fólkið sem stóð í vagninum út um þakið en aðrir út um rúðurnar. Nokkrum tókst að bjarga sér út um rifur á bílnum sem talinn er gjörónýtur eftir sprenginguna. Sjónarvottar segja að gatan hafi verið þakin blóði drifnum líkum og æpandi fólki sem særzt hafði. Þegar sprengingin varð eyði- lögðust rafmagnslínur í nágrenn- inu og skemmdir urðu í nálægum fjölbýlishúsum. Lögreglan umkringdi strax svæðið og borgarstjórinn í Jerúsa- lem, Teddy Kollek, kom á vett- vang. Hann sagði þegar hann hafði séð vegsummerkin að þessi árás væri enn önnur „hetjudáð hryðju- verkamanna Araba“. Frelsishreyfing Palestínu- manna, hreyfing Yassirs Arafats, lýsti í dag yfir því að hún bæri ábyrgð á árásinni, sem er harka- legasta hryðjuverkaaðgerð í Jerúsalem það sem af er þessu ári. ***'*'’****«**» Bandaríkin og Kanada setja á fisk- veidibann Washington, 2. júní. Reuter. BANDARIKIN og Kanada hafa ákveðið að loka fiskveiðilögsög- um sínum hvort fyrir öðru þar sem viðræður þjóðanna um fiskveiðisamkomulag hafa farið út um þúfur. Samningamenn þessara þjóða hafa setið á rökstólum mánuðum saman og reynt að finna samkomulags- grundvöll en án árangurs. Fyrst og fremst er deilt um hvar rétt mörk 200 mílna Framhald á bls. 25. „Ný hetjudáð hryðju- verkamanna” í ísrael

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.