Morgunblaðið - 03.06.1978, Side 5

Morgunblaðið - 03.06.1978, Side 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1978 Atkvæða- greiðsla erlendis MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá utanríkisráöuneytinu: „Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 25. júní n.k. getur farið fram á sömu stöðum og tímum og utan- kjörstaðaatkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna, sem getið er í fréttatilkynningu ráðuneytisins nr. 15, dags. 23. maí 1978, að frátöldum aðalræðisskrifstofunum í Tokyo, Singapore og Tel-Aviv. I fréttatilkynningu ráðuneytis- ins nr. 15. var ekki tekið fram hvenær utankjörfundarkosning hjá ræðismanninum í Tórshavn Færeyjum, gæti farið fram. Hann verður við til að taka á móti kjósendum vegna nefndra kosninga frá 5.-9. júní kl. 15—17. Safna fyrir litasjónvarpi UM ÞESSAR mundir gangast sjúklingar á bæklunardeild Land- spítalans, deild 12 A, fyrir fjár- söfnun til kaupa á litsjónvarpi fyrir deildina. Sjúklingarnir safna fénu með því að halda söfnunarbaukum sínum frammi í anddyri spítalans. Jámiðnaðarmenn mótmæla bráða- birgðalögunum Félagsfundur í Félagi járn- iðnaðarmanna, haldinn 30. maí 1978, mótmælir harðlega bráða- birgðalögum frá 24. maí s.l., þar sem lagasetningin er endurtekning á riftun og skerðingu löglegra gerðra og gildandi kjarasamninga verkalýðsfélaga við atvinnurek- endur. Lög um efnahagsráðstafanir nr. 3,17. febrúar 1978 og bráðabirgða- lögin frá 24. maí 1978, raska verulega grundvelli og uppbygg- ingu þeirra kjarasamninga, sem samningsaðilar hafa með frjálsri samningsgerð aðlagað óskum verkafólks og þörfum atvinnuveg- anna. Báðar þessar lagasetningar valda því m.a. að útreikningur kauptaxta er nú nær eingöngu á valdi sérfræðinga og að verkafólk getur vart lengur fylgst með útreikningi vinnulauna sinna. Fjórtán lista- menn sýna í Gallerí Suðurgötu 7 Afmælissýning aðstandenda og gesta Gallerí Suðurgötu 7 verður opnuð laugardaginn 3. júni klukkan 4 e.h. Fjórtán íslenzkir listamenn munu taka þátt í sýningunni. Auk þess taka að- standcndur gallerfsins þátt í sýningu í París um þessar mund- ir, og er það hluti afmælissýning- arinnar. Galleríið hefur nú starfað í rúmt ár og aðsókn að sýningum þess hefur verið góð. Innlendir og erlendir listamenn hafa sýnt verk sín. Lítil kvikmyndahátíð var haldin í galleríinu, og nýlega voru haldnir tónleikar með Evan Park- er. I sumar mun Gallerí Suðurgata 7 leggja áherzlu á að kynna verk erlendra listamanna. Afmælissýningin stendur fram til 18. júní og verður opin virka daga kl. 4—10 og kl. 2—10 um helgar. Þessir hvítu miöar eru vörumerkin ~ sem er sportfatnaöur hannaöur og fram- leiddur eftir ströng- ustu kröfum tískunn- ar. sportfatnaöur fæst i verslunum Karna- bæjar, svo og öllum verslunum sem hafa umboö fyrir Karnaþæ Ekki bara buxur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.