Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 1
116. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hunguraneyð í Eþíópíu Lundúnum, 3. júní. — Reuter — AP ÚTVARPID í Addis Abeba skýrði frá því í dag, að allt að ein milljón manna í Welo-héraði, sem er í norð- austur af höfuðborginni, svelti heilu hungri. Hafi fjöldinn allur veikzt alvar- lega af því að leggja sér til munns eitraðar jurtir, og hafi 47 manns þegar látizt af þeim sökum. Þurrkar hafa verið miklir á þessum slóðum að undanförnu, en þegar síðasta alvarlega þurrktíma- bil kom fyrir fimm árum létust tugþúsundir í hungurs- neyð þar. Að sögn útvarps herfor- ingjastjórnar Mengistus í Eþíópíu eru hafnar umfangs- miklar hjálparaðgerðir, sem meðal annars felast í gerð þriggja flugvalla sem eiga að greiða fyrir matvælaflutn- ingum til hinna hrjáðu byggða. Egyptaland: WAFD-flokkur- inn leystur upp Kaíró, 3. júní. Reuter HINN nýstofnaði íhalds- >> „Eins og glataði sonurinn — segir Barnard um hvíta í S-Afríku Nairobi — AP SAFRÍSKI hjarta- skurðlæknirinn Christian Barnard segir í viðtali við blað í Kenya, að meira sé gert á hluta þjóðar hans, þar sem minnihlutastjórn hvítra er við vb'ld, en hún geri á hlut annarra. „Við erum eins og glataði sonurinn", segir Barn- ard. „Við hó'fum villzt af leið <iií við höfum syndgað, en nú erum við farnir að iðrast. Við sjáum eftir því sem við höfum gert, en öfugt við það sem gerðist hjá glataða syninum, þá vill enginn fyrirgefa okkur, enginn vill taka okkur í sátt. Okkur finnst við hafa verið yfirgefnir í eyðimörkinni, og Framhald á bls. 31 flokkur í Egyptalandi, WAFD, var í dag leystur upp, en flokkurinn hefur verið fjölmennasta stjórnmála- hreyfing landsins, sem verið hefur í andstöðu við stjórn Sadats. Það voru íhaldsmenn sjálfir, sem leystu flokks- böndin í mótmælaskyni við ráðstafanir Sadats forseta sem miðuðu að því að útiloka kommúnista frá þátttöku í stjórnmálum landsins. Ný- lega bundust íhaldsmenn og vinstri sinnar samtökum um að hafna ráðstöfunum Sadats, en þær hlutu stuðn- ing 98% kjósenda í þjóðar- atkvæðagreiðslu nýlega, og voru staðfestar sem landslög fyrir tveimur dögum. Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur í 41. skipti í dag. Fjölbreytt hátíðarhöld verða víða um land og væntanlega verða sem flest skip í landi. Starfandi sjómenn á fiskiskipaflotanum eru nú um 5.320 og á íslenzka kaupskipaflotanum eru 450—500 manns og á varðskipunum 120 manns að jafnaði, þannig að starfandi sjómenn á íslandi eru nærri 6000. — Myndina tók Snorri Snorrason á nýliðinni vetrarvertíð af Hraunvík GK 68 á leið inn í höfnina í Grindavík. Grænlendingar fá heimast jórn að ári Byrlaði varafor- sætisráðherrann Hua eitur? Tókýó — 3. júní — AP Á VEGGSPJÖLDUM í Peking er frá því skýrt í dag, að fjórir háttsettir menn innan hersins hafi gert tilraun til að byrla Hua formanni og fleiri leiðtogum eitur. Meðal hinna sakfelldu er Chen Hsi-Lien, einn varaforsætisráð- herra landsins, en hann er æðsti yfirmaður kínverska hersins í Peking, jafnframt því sem hann á sæti í stjórnmálanefnd kommún- istaflokksins. Framhald á bls. 31 Frá frótfaritara Mhl. í kaupmannahotn. TUTTUGU og fimm ár verða liðin á mánudag síðan danska ríkinu var skipt í Danmörku, Færeyjar og Grænland og á þessu afmælis- ári hafa Anker Jörgensen for- sætisráðherra og Jö'rgen Peter Hansen lagt fram á þingi frunr varp um grænlenzka heima- stjórn. Sérstök heimastjórnarnefnd undir forsæti prófessors Isi Foighel, skipuð grænlenzkum og dönskum stjórnmálamönnum og sérfræðingum, hefur fjallað um heimastjórnarfrumvarpið og rætt í smáatriðum tilhögun heima- stjórnar á Grænlandi. Á það hefur fyrst og fremst verið lögð áherzla að koma á laggirnar stjórnskipunarkerfi sem geti búið svo í haginn að Grænlendingar geti fengið heimastjórn. Samkomulag hefur náðst um að komið verði á fót landsþingi sem íbúar hinna þriggja kjördæma á Grænlandi kjósi. Landsþingið vel- ur úr hópi þingmanna fimm landstjórnarmenn sem munu jafn- gilda ráðherrum og landstjórnar- mennirnir kjósa úr sínum röðum landstjórnarformann sem mun jafngilda forsætisráðherra. Fyrst í stað verða skólar, kirkjan og menningarmál og auk þess vinnumarkaðurinn sett undir grænlenzka löggjöf og grænlenzka stjórn. Síðar verða atvinnu- lífið og Konunglega Grænlands- verzlunin einnig sett undir heima- stjórnina. Öll sérmál Græn- lendinga innanlands eiga að vera komin undir heimastjórnina í síðasta lagi 1981. Miklar umræður hafa farið fram um auðlindaréttindi á Græn-- landi en þær umræður hafa hljóðnað síðan ákveðið var að báðir málsaðilar skuli hafa rétt til að beita neitunarvaldi gegn hag- nýtingu málma og annarra náttúruauðlinda. Enn er ríkjasambandið í gildi og ein af forsendunum í lögunum er sú að sá fjármagnsflutningur sem hingað til hefur farið fram frá Grænlandi til Danmerkur haldi áfram. Úr honum verður aðeins dregið í samræmi við þær tekjur sem Grænlendingar kunna að afla sér af sölu og útflutningi á kolum, úrani og-hugsanlega olíu. Stjórn utanríkismála, varnar- mála og þar með landhelgisgæzl- unnar verður áfram í höndum Dana. Alþjóðasamninga á að virða á Grænlandi engu síður en í Danmörku. Viss vandamál geta risið ef Grænlendingar kjósa að standa fyrir utan Efnahagsbanda- lagið. Danir eru yfirleitt á því að veita Grænlendingum heimastjórn þótt skoðanir hafi verið skiptar á danska þinginu um form slíkrar stjórnar. Framfaraflokkur Mogens Glistrups telur til dæmis að fjármagnsflutningar eigi ekki að eiga sér stað til Grænlands. Vinstrisósíalistar telja að atvinnu- fyrirtæki á Grænlandi eigi ekki að vera í höndum einkaframtaks. Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.