Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR, 4. JÚNÍ 1978 Leiksýningar á „Hallærisplani, 9 ÁKVEÐIÐ hefur verið í samráði við þýzka leikflokkinn Das Freies Theater MUnchen, að útilciksýn- ingar þeirra á stultum verði á Ilallærispianinu — eins og það er orðað í fréttatilkynninjíu frá listahátíð. Sýningarnar verða, með fyrir- vara um að veður verði mánudag 5. júní, tvær sýningar klukkan 14 og 19 og mánudagskvöldið 6. júní klukkan 19. Ein af myndum Morris Redman Spivack. Sýning að Ránar- götu 12 MORRIS Redman Spivack mun opna sýningu á verkum sinum, í Gistiheimilinu Vikingi að Itánar- götu 12. hinn 3. júní n.k. Sýnir hann þar 25 listaverk f stíl. sem hann nefnir „The cubism of ideas". Spivack er Bandaríkjamaður, en hann hefur unnið að verkum þessum hérlendis nú í vetur og vor. Sýningin verður opin kl. 16—18 alla daga frá 3.—17. júní. Lionsklúbb- urinn TÝR með flug- drekasölu Lionsklúbburinn Týr verður með sína árlegu flugdrekasölu f dag. Ágóðinn mun verða notaður til að koma upp sumardvalaraðstöðu fyrir börn með sérþarfir. Drekarnir verða seldir við Hafnarhúsið, við Hlemm, f miðbænum og í Breiðholti. Kórtónleikar Öldutúnsskóla í Hafnarfjarðarkirkju Kór Öldutúnsskóla efnir til tónleika í Hafnarfjarðarkirkju f dag kl. 17. Á efnisskránni eru bæði innlend og erlend lög, þar á meðal nýtt kórverk eftir Jón Nordal, tónskáld. Á myndinni er kórinn með stjórnanda sfnum, Agli Friðleifssyni. Myndlistarklúbbur Seltjarnarness opnaði málverkasýningu í gær, í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Þetta er 6. sýning klúbbsins og sýna nú 13 félagar 130 myndir. Leiðbeinendur klúbbsins í vetur voru þeir Jóhannes Geir, listmálari og Sigurður Kr. Árnason. Sýningin, sem er sölusýning, verður opin til 17. júní. — Ilandrit Maurers Framhald af bls. 32 vantaði þar sem væri m.a. ferð á Reykjanes og víðar e.t.v. — Þetta eru 400 þéttskrifaðar síður, sagði dr. Schier, en skriftin er mjög greinileg og góð þannig að auðvelt er að lesa hana. Ferðin hófst á Suðurlandinu, lagt var upp frá Mosfelli og farið til Þingvalla, Geysis, um sögustaði Njálu, norður yfir Sprengisand, Ljósavatn, Akur- eyri, Möðruvelli og í Skagafjörð, Húnavatnssýslur og víða um Vesti- firði, Breiðafjörð og til Mosfells aftur eftir dvöl á Borg á Mýrum og víðar í Borgarfirði. — í sögunni greinir hann frá því sem hann sá, fyrst nefnir hann sögulega atburði, síðan landlýsingu og mjög miklar upplýsingar, sem hefur hann haft frá viðræðum sínum við fólkið sem hann hitti, en þessi ferðasaga er rituð eftir dagbókunum. Það sem mér finnst eiginlega merkilegast við þessa sögu er m.a., að þarna er hann að tala um Island sem land sögunnar og líka sem lifandi land, ef svo má að orði komast, þ.e. hann ræðir jafnvel t.d. um landbúnaðinn og vandamál hans. Á leiðinni hefur hann einnig safnað þjóðsögum, sem hann skrifaði jafnóðum á þýzku, nema ýmis orð og orðtök sem hann ritaði á íslenzku. Dr. Kurt Schier segist minnast einnar sögu er Maurer nefnir en það var er hann var á ferð í Skagafirði og hittir ferjumann í Hegranesi: — Sá maður átti ekki mikið safn handrita og falast Maurer eftir þeim, en ferjumaður vill ekki láta. Vissi hann ekki þá hver ferðamaðurinn var, en þegar Maurer kemur aftur skömmu síðar á ferjustaðinn lætur ferjumaður- inn hann fá handrit sem Maurer telur eitt hið dýrmætasta er hann hefur fengið og þegar ferjumaður- inn lét hann fá þau, sagðist hann ekki vilja selja heldur gefa þau. Dr. Kurt Schier er sem fyrr segir prófessor í norrænu við háskólann í Munchen og hefur hann dvalið á íslandi, m.a. veturinn 1951—‘52 er hann var hér við nám. Hann segist hafa tapað nokkuð niður íslenzk- unni. — Ég les hana alltaf, en mig vantar alla talæfingu, segir hann. I ráði er að gefa út ferðabók Konrads Maurers og er nú unnið að vélritun handrits í Þýzkalandi. Ekki kvaöst dr. Schier vita náið hvenær bókin gæti komið út, e.t.v. á næsta ári, en þegar vélritun er lokið þarf að fá mann frá íslandi til að vinna að útgáfunni með þjóðverjum. Dr. Schier hefur verið hér á fyrirlestraferð, ræddi m.a. um Maurer og hyggst hann ferðast nokkuð um landið í leiðinni. y /•'y-TíV-'-sz-s—y— ítnít T’V Wj 'i?S) -. ’fr-*'*-£.( -c nt.Uj.... .c .Í—2 *■ -y------ --V*- ■**■</;p.-..•■r.y Síða úr handriti Konrads Maurers, en eins og sjá má er það mjög þéttskrifað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.