Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1978 Útgerðartæknideild Tækniskóla /s/ands: „Megin áherzlan lögð á rekstur og viðskiptamál Þjóð, sem um aldir notaði árar og segl og bjó hvorki við banka né sjóðakerfi, hefur nú með skjótum hætti eignast vélar til flestra þeirra verka, sem áður voru unnin hörðum höndum og komið sér upp flóknu viðskipta- kerfi með fjölda misjafnlega vel varðaðra krákustíga. íslendingar eiga dugiega fiskifræðinga, skip- stjórnarmenn og vélstjóra og si'ðast en ekki sízt sjálfmenntaða útgerðarmenn. Útgerð er þó löngu orðin svo flókin og vanda- söm að henni ber að gefa gaum með beinum og markvissum hætti í menntakerfinu. Rekstursfræðin hefur átt mikið og vaxandi rúm í starfsemi Tækniskólans allt frá því að þar var farið að brautskrá byggingar- tæknifræðinga með rekstur sem valgrein. Það var því eðlileg ráðstöfun, þegar menntamálaráð- herra á sínum tíma fól skólanum að hefja rekstur svonefndrar „útgerðartæknideildar". — Svo segir Bjarni Kristjánsson frá um upphafið að stofnun útgerðar- tæknideildarinnar við Tækniskóla íslands. í deildinni er megináherzlan lögð á rekstur og viðskiptamál en frumgreinar og stofngreinar stundaðar að því marki sem Þriðji skuttogarinn smfðaður hérlendis, Júlíus Havsteen ÞH 1, hjá Þorgeiri og Ellert hf. í náminu er lögð áherzla á, að fjalla um smíði skipa og viðhald þeirra. nauðsynlegt er svo að útgerðar- tæknar hafi nægilega gott vald á tungumálum og raungreinum. A þess eiga þeir að vera færir um að taka skynsamlegar ákvarðanir í sambandi við eiginleika skipa og 1Tnfi # Þess vegna er jógúrtin nu bæði þykkari og ávaxtaríkari en áður. Taktu jógúrt til bragðs, breytingin er fjr vel þess virði.t Jr j Nýjung: Enn ein breyting fyrir bragðið. Nú býðst kafTijógúrt, og ekki seinna vænna, því hún hefur lengi verið ein vinsælasta jógúrttegundin í Evrópu. Mjólkursamsalan í Reykjavík búnað þeirra. Þá er kennt um mismunandi gerðir veiðarfæra og kynntar alls kyns vélar og tæki varðandi fiskvinnslu. Þá segir Bjarni: „Ætla má, að í þessu þjóðfélagi sem breytist með síauknum hraða, verði áður en langt um líður fjöldi útgerðar- tækna sem framkvæmdastjórar útgerðarfyrirtækja en einnig sem eftirlitsmenn og ráðgjafar eða skipuleggjendur í opinberum stöð- um.“ Námi í útgerðartækni má í grófum dráttum skipta í tvo þætti, annars vegar í rekstrar- og viðskiptafræði og hins vegar í hreina útgerðarfræði. Rekstrar- reynslan spannar yfir mjög vítt svið og er reynt að veita nemend- um innsýn í flestar greinar. Helztu greinar rekstrarhiutans eru: Bókfærsla og skrifstofustörf, þar sem nemendum er gert að kunna skil á almennri bókfærslu, Framhald á bls. 21 // // Þótti þessi námsbraut þegar áhuga- verð í upphafi „Ég var búinn að vera um 12 ár á sjó þar af 5 ár stýrimaður þegar ákveðið var að fara af stað með þessa deid við Tækni- skólann. Mér þótti þetta strax áhugavert og ákvað að hefja þar nám þegar deildin tók til starfa. Ég taldi mig hafa góða þekkingu á málefnum sjávarút- vegs, almennt, þar sem ég var starfandi stýrimaður, en vant- aði einmitt þennan þátt, þ.e. rekstrarþáttinn,“ sagði Sigurð- ur Bergsveinsson nýútskrifaður útgerðartæknir við Tækniskól- ann í samtali við Mbl. „Ég er bara nokkuð ánægður með deildina í heild sinni. Hún er ung og því er ekki hægt að ætlast til að allir hlutir séu fullkomnir. Aðeins er um byrj- unarerfiðleika að ræða sem að mínu mati er ekki mjög erfitt að leysa í framtíðinni. Ég vil einnig taka fram að ég tel alveg nauðsynlegt að þeir sem hyggj- ast hefja þarna nám hafi virkilega góða þekkingu og reynslu 1 málum sjávarujtvegs- ins. Framtíðin er óráðin, en ég hef mestan hug á að vinna að einhverjum störfum tengdum sjávarútvegi. Ég kvíði engu í því sambandi þar sem þetta nám býður upp á svo fjölbreytt svið í starfi," sagði Sigurður að síðustu. //1 VHdi auka við stýri- mannaskóla- menntunina „Astæðan fyrir því að ég ákvað að setjast á skólabekk í utgerðartækni við Tækniskól- ann er sú, að mig langaði að auka við þá menntun sem ég hafði fyrir, það er stýrimanna- skólamenntunina," sagði Sigur- björn Svavarsson nýútskrifað- ur útgerðartæknir frá Tækni- skólanum í viðtali við Mbl. Sigurbjörn hefur verið 11 ár á sjónum þar af 5 ár sem stýrimaður. Til að sameina þau tvö sjónarmið að auka við menntun sína og starfa áfram við sjávarútveg taldi Sigur- björn þetta vera langhagkvæm- ustu leiðna sem völ var á. Hann taldi námið hafa komið sér mjög til góða í að auka víðsýni sína og þekkingu á málefnum sjávarútvegsins al- mennt. Það sem fyrst og fremst skorti á í náminu að mínu mati sagði Sigurbjörn var að fá til okkar gesti, sem eru starfandi í sjávarútvegi um allt land til að fá þeirra sjónarmið á þeim ýmsu þáttum sem voru til meðferðar í skólanum. Þá myndi með því skapast aukin tækifæri fyrir nemendurnar að kynnast þessum mönnum og kynna deildina fyrir þeim, því að hún væri tl þessa nær óþekkt fyrirbæri. Sigurbjörn taldi námið eiga fullan rétt á sér og myndi koma sér mjög vel ef þessir menn yrðu í framtíðinni notaðir sem skyldi í sjávarútvegi. Aðal- atriðið er þó að þarna fæst mikil viðbótarþekking við þá reynslu sem fyrir er. „Hvað tekur við hjá mér er óráðið, ég er um þessar mundir að leita mér að atvinnu," sagði Sigurbjörn að síðustu. FramleiAsla Hampiðjunnar skoð- uð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.