Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1978 „Verðum að fylgja öðrum eftir" — segir Óskar Vigfússon formadur Sjómannasambands ís/ands „Það, sem er efst á baugi hjá okkur um þessar mund- ir, er að taka þátt í þeim hrunadansi, sem þjóðin stíg- ur. Á meðan óðaverðbólga ríkir, geta sjómenn ekki gert annað en að reyna að fylgja öðrum eftir. Öðru vísi getum við ekki varið okkur, uppstokkun á kerfinu verð- ur að koma frá öðrum stöðum,“ sagði óskar Vig- fússon formaður Sjómanna- sambands íslands þegar Morgunblaðið ræddi við hann. „Úr því að okkur var ætlað á sínum tíma að fylgja eftir öðrum launþegastéttum í landi á sínum tíma, þá erum við að sjálfsögðu í sama vitahringnum og aðrir, og því miður erum við að súpa seyðið af þessu í dag. Hins vegar ætla ég ekki að leggja mat á það hverjir beri ábyrgðina á óðaverðbólgunni, hún er orðin það gömul." Morgunblaðið spurði Óskar hvað liði nýju fiskverði, sem átti að taka gildi þann 1. júní s.l.: „Staðan í Yfirnefnd er einfaldlega sú, að fiskkaupendur telja sig ekki standa á núlli heldur neðan við núll og því er staðan nú þannig að menn horfa hver á annan, en hins vegar verður einhver að skrifa upp á víxilinn. Þeir ágætu menn, sem eru okkar viðsemjendur, skilja okkar sjónarmið, hins vegar má deila um hvaða augum þeir líta á kröfur útgerðarinnar. Þunga- miðjan í þessari verðákvörðun er að sjálfsögðu krafa sjómanna- stéttarinnar um að fá í sinn hlut NÝIR HÖGCDEYFAR FRÁ meira öryggi aukin þcegindi betri ending fyrír flestar gerðir bífreióa nau Síðumúla 7—9 Sími 82722 Framkvæmdastjórn Sjómannasambands íslands, talið frá vinstri. óskar Vigfússon formaður, Guðjón Jónsson formaður Sjómannasambands Eyjaf jarðar, Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Hilmar Jónsson varaformaður Sjómannafélags Reykjavíkur, en hann er varamaðrur í framkvæmdastjórn, og Guðmundur Jónsson formaður sjómannadeildar Verkalýðsfélags Akraness. Á myndina vantar Jón Kr. Olsen formann Vélstjórafélags Suðurnesja. það sem vantar upp á til að sjómenn geti fylgt öðrum eftir í launaþróuninni í landinu. Við síðustu samninga náðum við því fram, að á bátaflotanum er nú uppgjör mánaðarlega. Reynslan af þessu fyrirkomulagi er upp og ofan. Hins vegar held ég að allir sjómenn séu sammála um að þetta hafi verið einn mikilsverðasti áfanginn, enda er ósköp eðlilegt að sjómenn fái greidd sín laun einu sinni í mánuði eins og aðrar starfsstéttir. Því miður er það svo að allmarg- ir útgerðarmenn hafa reynt að haga sér með uppgjör á sama hátt og áður, en ég vil taka það fram, að hér er um lítinn hóp að ræða, flestir útgerðarmenn reyna að fara í einu og öllu eftir samning- um. Við í Sjómannasambandinu vonum að þeir sem ekki hafa staðið við samningana taki sig á, svo við þurfum ekki að grípa til harðra aðgerða gegn þeim. Aðlög- unartími útgerðarmanna er orðinn nokkuð langur, eða eitt ár. Þá er ég þess fullviss að Landssamband isl. útgerðarmanna hefur hvatt sína menn til að fara eftir samningunum," sagði Óskar. „Félagsmálin eru alltaf vanda- mál hjá okkar, þar sem sjómenn eru mikið fjarverandi. Sjómenn fara á mis við margt, sem við í landi höfum, bæði í menningar- legu tilliti og félagslegu. Því miður er það þannig hjá okkur að fundarsókn er oft léleg, en það er líka einu sinni svo, að þótt sjómenn séu heima hjá sér, þá eiga þeir oft ekki heimangengt sökum þess að þeir þurfa að sinna heimilinu þegar þeir eru í landi. Ég vona engu að síður að sjómenn þekki vel sínar félagslegu skyldur og standi því vörð um sína hagsmuni. Að lokum vil ég svo senda sjómönnum hamingjuóskir frá Sjómannasambandi íslands," sagði Óskar Vigfússon. Öllum þeim, sem á níræöisafmæli mínu 20. apríl, glöddu mig meö heillaskeytum, gjöfum og heimsóknum, þakka ég innilega og biö guö aö blessa ykkur öll. Kristín Einarsdóttir, Prestshúsum. Verð Utborgun: ca. 100.000.- Tæknilegar upplýsingar 51 C, 47 transistor, 23 diod, 1 fet, útgangsorka 50 sinw eöa 80 músikw, 1% THD. Stærö: 64x16, 5x40 cm. Þungi 15 kg. Selgulband: hraöi 4,75 cm/s, stereo, dolby, Cr+2 Útvarp: L,M,S og FM stereobylgjur. Plötuspliari: Reikdrifinn, vökvalyfta, allir hraðar. Tveir hátalarar fylgja meö (2x35w). Eftirstöðvar: 6 mánuöir BUÐIN / Skipholti 19, sími 29800. Japanska Gæðavaran Crown

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.