Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1978 23 Elísabet Stefánsdóttir Kemp - níræð á moigun Elísabet er fædd 5. júní 1888 að Jórvík í Breiðdal. Dóttir Stefáns Jóhannessonar pósts og bónda þar og konu hans Mensaldínu Þor- steinsdóttur. Giftist tuttugu og fjögurra ára gömul sveitunga sínum, Lúðvíg Rudolf Kemp frá Ásunnarstöðum. Sýnist ekki hafa verið neitt sérstakt flaustur við haft í þessum málum hjá hjónaefnunum, miðað við hraða fólks nú á tímum um þessa hluti. Þó virðist áhugann ekki hafa vantað, minnsta kosti frá hendi Lúðvígs ef marka má, sem fullyrt er af kunnugum, að hann hafi heitið á roskna einstæð- ingskonu þar í sveit, sem þurfandi var fyrir skjól og híýju, Þuríði að nafni, að ef honum lánaðist að festa sér fyrir eiginkonu Elísabetu í Jórvík, þá skyldi hann taka gömlu konuna að sér og ala önn fyrir henni til lokadægurs hennar ef hann liðfi hana. Málsaðilum varð að áheiti Lúðvígs, Elísabetu hreppti hann sem lífsförunaut og eru kunnugir ekkert undrandi þó hann vildi leggja allmikið undir að þessi málatilbúnaður hans lánað- ist, sem og varð. Staðið var við málin gagnvart Þuríði gömlu og mun Elísabet ekki hafa látið sinn hlut þar eftir liggja. Mikil kynni urðu milli mín og þeirra hjóna, sem færðu sinn starfsvettvang í nokkurt nágrenni við mig, þó í annarri sýslu væri lengst af, Skagafirði. Vil ég nú víkja nokkuð að þessu í tilefni merkisafmælis Elísabetar. Er við gluggum í þjóðarsöguna, sem mörgum okkar eldri er hvað hugstæðast lesefni, þá þurfum við ekki að líta ýkja langt til baka, ekki einu sinni heila öld, til þess m.a. að undrast um búsetu fólks- ins. Það húkti upp um allar dalaskorur landsins og út um ystu annes og voga. Framfleytti þar ótrúlega stórum fjölskyldum. Að vísu við mjög harðan kost, þegar hart var í ári. Þó kemur það í ljós, ef grannt er skoðað, að fæddir hafa verið og uppaldir á slíkum stöðum ýmsir af fyrirmönnum þjóðaronnar, sem sátu síðar á höfuðbólinu og ruddu sér braut sem valdamenn og burðarásar í þjóðfélaginu, eða afkomendur slikra náttúrubarna. Enda lætur skáldið lífsreyndan valdamann segja er hann vildi koma afkom- anda sínum í fóstur: „Hirðvistin mun holl ei reynast, hreinna er loftið upp til fjalla." Mér verða þessar hugdettur nærtækar, er ég finn hvöt hjá mér til að ávarpa vinkonu mína Elísa- betu frá Illugastöðum í tilefni Heiðursfélagi í Félagi áhugamanna um heimspeki Á aðalfundi Félags áhugamanna um heimspeki, sem haldinn var sunnu- daginn 28. maí s.L, var Brynjólfur Bjarnason ein- róma kjörinn heiðursfélagi félagsins. Brynjólfur Bjarna- son hefur sinnt heimspeki- legum viðfangsefnum af meiri alúð og um lengri tíma en nokkur maður íslenzkur, að því er segir í frétta- tilkynningu frá félaginu. Hann hefur ritað fjölda bóka um heimspeki, og var fyrsti skráði meðlimur félags áhugamanna um heimspeki á stofnfundi þess. Brynjólfur varð áttræður þann 26. maí 1978. níræðisafmælis hennar. Ekki svo að skilja að hún hafi verið fædd eða alin upp við sérstaka einangr- un þar í Breiðdalnum, eða þau hjón á Illugastöðum sköpuðu börnum sinum slíka aðstöðu í uppeldinu þar. Nei þó Ulugastaðir væru eitt af þessum fjölmörgu afdalabýlum þá hafði það nokkra sérstöðu, þar var eins konar alfaraleið um fjallgarðinn milli Húnavatnssýslu og Skagafjarðar norðanverðan, Þverárfjall, Kolugafjall og Gönguskörð. Líka var þar mikið landrými og haga- gróður, þar með miklir ræktunar- möguleikar, ef manndómur kæmi við sögu, sem og varð. Á þrjátíu ára búskapartíma gerbreyttu þau hjón býlinu, stóraukin ræktun og reistar miklar og vandaðar bygg- ingar, bæði fyrir fólk, fénað og verkfæri. Frábær snyrtimennska og búhyggni blasti við hvarvetna. Voru þetta í raun og veru verk hjónanna beggja og barna þeirra. Fiestar af þessum framkvæmdum voru gerðar á fyrri hluta búskap- artímans, þótt allt til enda væri vakað yfir að halda hlutunum við svo sem þörf var á, þótt ýmsir hefðu kunnað að láta slíkt danka. Þess má geta, að árið 1937, tíu árum áður en þau hjón brugðu búi, hlaut Lúðvíg heiðurslaun úr sjóði Kristjáns konungs IX. Þegar rætt er um Illugastaðabúskapinn og allar framkvæmdirnar, svo sem að framan er gert, verður ekki fram hjá því gengið, að eftirtektarverð- ar voru allar þessar athafnir, þegar vitað var, að húsbóndinn vann oft langdvölum utan heimilis sem verkstjóri við vegalagningar, hafnargerðir og fleira slíkt, enda var hann eftirsóttur verkstjóri. Gefur að skilja, hvað hlutverk húsmóðurinnar hefur vaxið gífur- lega við slikar aðstæður, enda þótl vinnukraftur væri yfirleitt ekk: skorinn við nögl. Ekki má heldui gleyma allri gestanauðinni. Bæð almennir ferðamenn yfir fjöllin og svo gangna- og útréttalið úr fleir; hreppum beggja sýslnanna. Þai um vorum við Enghlíðingar þátt- tökumestir. Gistum þar fjölmenn- ir vegna gangna og fjárleita vor og haust. Á ég og við fjölmargir ógleymanlegar minningar af allri þeirri fyrirgreiðslu og kynnum, bæði við húsbændur og börn þeirra. Var oft glatt á hjalla og jafnvel slegið upp smá balli á steinilögðu hlaðinu. En svo er til önnur minning sem ekki á neitt skylt við galsann á bæjarhlaðinu: Einhverju sinni um hávetur, húsbóndinn ekki heima, vetrarmaðurinn sem annaðist féð sendur af bæ nauðsynjaerinda og húsmóðirin ein í bænum með einhverja af drengjunum sínum innan fermingar. Féð hafði verið sett, sem oft var gjört, til beitar fram fyrir í átt að afréttinni. Nema nú skeður það, að yfir skellur veðurofsi á norðan með ærinni fannkomu. Móðirin þorir ekki að senda drengina til fjárins og tekur það djarfa ráð að fara sjálf með stálpaðasta drengnum. Féð hafði hrakið alllangt undan veðrinu svo vegalengdin þaðan sem hún náði því og heim að húsunum mun hafa verið um 4 km. En heim hafði hún það og þau mæðgin. Eins og áður greinir giftu þau sig, Elísabet og Lúðvíg, vorið 1912. Dvöldu þau svo á Sauðárkróki og Hafragili í Ytri-Laxárdalnum nokkur ár áður en þau fluttu að Illugastöðum. Bjuggu þar í kring- um þrjátíu ár, þ.e. tíl vors 1947. Níu börn eignuðust þau hjón. Öll eru þessi systkini mikið mann- dómsfólk og bera foreldrunum verðugt vitni. Mann sinn missti hún 1970. Þakka alla vinsemd og kynni. Guð gefi þér friðsælt ævikvöld. Þess biður af alhug Bjarni ó. Frímannsson Frá Eíri-Mýrum Hver skyldi trúa því að hún Elísabet verði níræð á morgun. En svona er þetta nú samt. Fædd í Breiðdal (austur) 5. júní 1888. Lítil deili veit ég á hennar ættum. En hún svarar sjálf fyrir sitt fólk með svip góðra og greindra forfeðra. Létt er hún og nett og ber furðu lítil merki níu áratuga, fylgist vel með, skap í konunni, glettin og segir sína meiningu þegar við á. Okkar kynni hófust fyrir 6 árum þegar við fluttum í sama hús og frá fyrsta degi hefur semjan verið góð. Oft er nú hávaði uppi, en hvað haldið þið að hún Elísabet segi þá: „Það er þó gott að heyra að það er fólk í. húsinu." Þetta segir nú níræð konan á þessum síðustu og verstu tímum, þegar flestir þola ekki nokkurn lifandi skapaðan hlut. En Elísabet þolir vel fólk — og margt annað. Hraust segist hún hafa verið alla ævi, en fyrir hálfu öðru ári varð hún fyrir því óláni að lærbrotna. Ekki sagði hún mikið annað þá en það, „að seint greri á gömlu hrossi". — Á fætur komst hún og einhverju sinni þegar ég var að hrósa henni fyrir dugnað- inn svaraði hún aðeins: „Það er mikil vinna að halda sér gangandi á sál og líkama og má aldrei slaka á.“ Þessi einföldu orð ættu margir að hugleiða. Elísabet giftist árið 1912 dugnaðarmanni og landskunnum hagyrðingi Lúðvíg Kemp, ættuð- um að austan. Reistu þau bú á Illugastöðum í Laxárdal í Skaga- firði. Eignuðust þau níu börn og frá þeim marga afkomendur og það sem ég til þekki er glaðlynt dugnaðarfólk. Elísabet hefur mik- ið átt og mikið misst, — og eftir því sem ég þekki hana hefur hún tekið — sorg með stillingu og gleði með gát. Það er ekki ætlun mín að rekja hér æviferil Elísabetar enda þekki ég ekki nægilega þar til. Heldur aðeins að nota tækifærið og senda henni hamingjuóskir míhar og fjölskyldu minnar á þessum tíma- mótum í lífi hennar og bið algóðan Guð að gefa henni heilsu til hinsta dags. Erla Hvað veistu um Werzalit ? Werzalit er sambland trjáviðar og gerfiefna. Nánar tiltekið spónaplötur, gagnvarðar og með húð úr melamin. Werzalit er veðurþolið, fúnar ekki og þarfnast ekki viðhalds. Werzalit hentar vel jafnt úti sem inni, sem sólbekkir, handriðalistar, bekkir, blómakassar og sem klæðningar á veggi, loft, bílskúrshurðir o.fl. o.fl. Werzalit er til í mörgum litum, gerðum og stærðum. m m mmmwm Kynnum Werzalit með sýningu í húsakynnum ■ okkar Skeifunni 19, dagana 6.—9. júní. Þar verða til viðtals sérfræðingar frá Werzalit verksmiðjunum til kynningar og ráðgjafa dagana 6.—7. júní. Verið velkomin á Werzalitsýninguna. M!?® vatai VMerzaWer Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 13, SÍMI 85244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.