Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JUNÍ 1978 — Við vorum á rækjunni í vetur ob það gekk alveg sæmi- lega, sagði Rafn Oddsson sjó- maður á ísafirði í samtali við Mbl„ cn nú erum við að búa okkur á skak sem við stundum fram á haustið. Bátur Rafns heitir Gunnar Sigurðsson, en hann er 11 tonna og keypti Rafn hann fyrir nokkrum árum. Með Rafni á bátnum cr Gunnar Sigurðsson, en þeir eru alltaf tveir á rækjunni. — Það var leyfilegt að veiða 6 tonn á viku í vetur og við náum þessu magni alltaf á styttri og styttri tíma og t.d. eru stærri bátarnir mun öflugri á rækju en við og á allan hátt er þægilegra að stunda rækjuveið- ár á stærri bátum, en þeir mega samt ekki vera yfir 30 tonn. Stærstu bátarnir hér eru rúm 29 tonn. En hvert sækið þið að sumr- inu? — Við höfum farið svona 60—70 mílur út bæði austur og vestur með og t.d. norður í Gott aógera út frá ísafirði — segir Rafn Oddsson Rafn Oddsson (t.v.) og Gunnar Sigurðsson. Rafn minntist á aö þegar væri orðið nokkuð þröngt um bátana f Sundahöfn á (safirði. Reykjafjarðarál. Það er auðvit- að betra að vera með stærri bát í þessum veiðum, en þetta er þó allt í lagi á sumrin. Við hættum þessu í september svona þegar fer að verða vön á alls kyns veðri, en ef tíðin er góð þá reynum við að vera lengur. Hvenær á að byrja? — Ætli við getum ekki byrjað strax eftir sjómannadag, við erum enn að mála og dytta að ýmsu, en við verðum búnir um helgina. Hvernig eru kjör ykkar samanborið við kjör sjómanna á skuttogurum? — Þau eru ekkert lakari nema ef miðað er við aflahæstu skipin en við getum ekki haldið í við þá. Skakið getur gefið meira af sér ef tíðin er góð, en það þýðir vart að reyna í slæmu veðri, þá vantar síli og aðra átu til að kveikja í honum, en' skuttogararnir og stærri bátar geta verið lengur að en við í slæmu veðri. Hefurðu lengi stundað sjóinn? — Það eru orðin nokkuð mörg árin, en ég kom hingað 1960 og þá smíðaði tengdapabbi minn bát fyrir mig, en síðan stækkaði ég við mig og keypti þennan, Gunnar Sigurðsson. Það er gott að gera út héðan frá ísafirði og samskipti við frystihús og rækjuvinnslu eru góð. Aður en Rafn kom ti ísafjarð- ar var hann á sjó á skipum Eimskipafélagsins, á togurum og sigldi með norskum skipum í ein 4 ár. Rafn er spurður um hafnaraðstöðuna á ísafirði: — Hún er nokkuð góð, þessi smábátahöfn, Sundahöfn, var gerð fyrir nokkrum árum, en það er eiginlega komið að því að það þurfi að stækka hana, því að það er þegar orðið nokkuð þröngt, sagði Rafn Oddsson að lokum og var mál til komið að leyfa þeim Rafni og Gunnari að halda áfram að mála og gera bátinn kláran fyrir næstu törn. Framleiðsluverð- mæti landaðs sjáv- arafla hefur held- ur rýrnað f rá 1969 Framlag einstakra framleiðslu- greina til vergrar þjóðarfram- leiðslu. og þar með til hagvaxtar, er mjög misjafnt. Sé verðmæta- sköpunin skoðuð í ljósi nýtingar á grundvallarframleiðsluþáttun- um kemur eftirfarandi í ljósi Ef litið er til ársins 1969 sést að hlutdcild sjávarútvegs, fiskveiða og fiskvinnslu í vergri þjóðar- framleiðslu var tæp 16%, og var hlutur fiskvinnslu ívið hærri, en almennt hafa framleiðsluverð- mæti landaðs sjávarafla heldur rýrnað frá árinu 1969. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Framkva'mdastofnun ríkisins. Á sama tíma voru um 24% af fastafjármunum atvinnuveganna bundin í sjávarútvegi, og rúmlega 14% af virku vinnuafli þjóðarinn- ar höfðu þá vinnu í þessum greinum, þ.e. það skilaði rúmlega 14% af heildarfjölda ársverka. Innan sjávarútvegs er hlutur fiskveiðanna af vergri þjóðarfram- leiðslu heldur minni en hlutur fiskvinnslunnar, en í fiskveiðunum er talsvert stærri hluti af fasta- fjármunum og ívið minna af vinnuafli. Það er í raun ekkert nýtt að fiskveiðar séu fjárfrekari en fiskvinnslan. Allt síðan uppbygg- ing veiðiflotans hófst eftir síðari heimsstyrjöldina hefur stærri hluti af fastafjármunum atvinnu- veganna verið'bundinn í tækjum og búnai fiskveiðanna en í tækjum og búnaði fiskvinnslunn- ar. Tii samanburðar er fróðlegt að geta þess að árið 1945 voru þessi hlutföll á allt annan veg. Þá lætur nærri að í atvinnutækjum og húsnæði fiskvinnslunnar hafi ver- ið bundið helmingi meira fjár- magn en í veiðiskipum og veiðar- færum landsmanna. Ef horft er til ársins 1975 og borið saman við 1969, sýnir sig að hlutdeild sjávarútvegs, í vergri þjóðarframleiðslu á markaðsvirði hefur heldur rýrnað, þ.e. niður í tæp 15%.. Þetta þýðir ekki endilega að framleiðsluverðmæti sjávaraf- urða hafi minnkað, heldur ræður það meiru að aðrar greinar hafi vaxið hraðar en greinar sjávarút- vegs. Vinnuafl í sjávarútvegi hefur heldur aukist, aðallega við fisk- vinnslu. Miðað við árið 1969 hafa verð- mæti landaðs sjávarafla heldur rýrnað eftir hámarksáriö 1970, en framleiðsluverðmæti fiskvinnsl- unnar hafa hins vegar breytzt lítið. Frá árinu 1968 hefur úr- vinnsla fiskaflans tvöfaldað verð- mæti hans, og hefur þetta hlutfall heldur aukist, allt til ársins 1975. Þetta er athyglisverð vísbending um efnahagslega þýðingu þess að vinna sem mest úr því hráefni sem á land berst hverju sinni. Hvað snertir vöxt fastafjár- muna í sjávarútvegi, þá er það Vís- bend- ing um að nýta beri betur þann afía sem á iand berzt hverju sinni FRAMLEIÐSLA, FASTAFJAÉMUNIR OG VINNUAFL í FRAM- LEIÐSLUGREINUM 1975. % Meimildir: Hagtidindi Rit Þjódhagsstofnunar K33 Hlutdeild í vergri þjódarframleidslu m Hlutfall af fastafjármunum atvinnuveganna E3 Hlutfall af heidarvinnuafli (ársverk) fyrst árið 1975, þ.e. eftir hina umfangsmiklu uppbyggingu tog- araflotans, að hlutfall fiskveiða af fastafjármunum atvinnuveganna fer fram úr hlutfalli landbúnaðar. Á tímabilinu 1945—1975 hefur landbúnaður lengst af haft stærsta hlutann af fastafjármun- um í íslenzku atvinnulífi. Árið 1972 nær svo iðnaðurinn yfirhönd- inni, og munar þar mest um stóriðju. Hlutfallsleg skipting fram- leiðsluverðmæta framleiðslugrein- anna árin 1969 og 1975 eftirfarandi: 1969 1975 Landbúnaður: Fiskveiðar: Fiskvinnsla: Iðnaður: var 12,7% 12,2% 15,8% 12,4% 30,7% 26,5% 40,8% 48,8%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.