Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1978 25 Efnt til þjóðræknisráð- stefnu hérlendis næsta ár „Á næsta ári verður að öllum líkindum efnt til ráðstefnu á íslandi, sem fulltrúar allra þjóð- ræknishópanna í Kanada munu sitja. Á ráðstefnunni verður fjallað um framtíðarmöguleika þjóðræknishópanna vestra og verkefni þeirra í framtíðinni.“ Þannig fórust séra Braga Frið- rikssyni orð á blaðamannafundi sem boðað var til á miðvikúdag í tilefni af skýrslu um störf nefnd- ar utanríkisráðuneytisins, sem fjallar um samskipti íslands og Vestpr-íslendinga. í nefndinni áttu sæti auk séra Braga Heimir Hannesson og Árni Bjarnason en Sverrir Haukur Gunnlaugsson var skipaður ritari hennar. Við starfi Sverris tók síðan Þorsteinn Ingólfsson. Bragi sagði að nú væru starf- andi í Kanada og Bandaríkjunum fjölmargir hópar Vestur-íslend- inga, og væru sumir þeirra innan þjóðræknisfélagsins, en aðrir utan. Sagði Bragi að ætlunin væri að bjóða fulltrúum hinna ýmsu hópa að sitja ráðstefnuna og hefðu þeir sem haft hefði verið samband við lýst miklum áhuga á henni. Meginmál ráðstefnunnar verður blaðið Lögberg-Heimskringla, sem út kemur í Kanada, en blaðið hefur ekki náð sem skyldi til Vestur-ís- lendinga. Þá verður fjallað um það hvernig hægt verður að sameina íslendinga í Vesturheimi og á íslandi til átaka, auk þess sem rætt verður um möguleika á ferðum frá íslandi til Kanada og öfugt. Loks verða útgáfumál tekin fyrir á ráðstefnunni og hvernig stuðla megi að auknum áhuga Vestur-íslendinga á íslenzkum bókmenntum. Utanríkismálanefnd var skipuð 1976 til fjögurra ára og skyldi hlutverk hennar vera að samræma allar aðgerðir, sem horfa til aukinna samskipta við Vestur-ís- lendinga. Meginverkefni nefndar- innar og jafnframt það brýnasta hefur verið stuðningur við útgáfu vikublaðsins Lögberg-Heims- kringla. Sá stuðningur hefur verið tvíþættur, annars vegar ráðning ritstjóra blaðsins í samráði við útgáfustjórn og hins vegar fjár- hagslegur stuðningur. I samráði við Blaðamannafélag íslands var Fríða Björnsdóttir blaðakona ráð- in sem ritstjóri blaðsins í fjóra mánuði frá 15. september 1976. Þann 15. marz 1977 tók síðan Jón Ásgeirsson fréttamaður við rit- stjórnarstörfum og var hann nýlega ráðinn til 1. nóvember í ár. Fullyrða má að Lögberg-Heims- kringla er í dag orðin áhrifameiri tengiliður milli Vestur-íslendinga sjálfra en áður. Þá má geta þess, að þann tíma sem Fríða og Jón hafa starfað við blaðið hefur arðbærum áskrifendum fjölgað um 25% og arðbærum auglýsing- um um 40%. Er blaðið nú gefið út í 3.800 eintökum, og þar af eru um 1.000 seld hérlendis. Mikilvægasti stuðningur nefndarinnar við blaðið hafa verið greiðslur á kostnaði vegna rit- stjórastöðunnar. Lætur nærri að 80% af umráðafé nefndarinnar, eða fjórar milljónir, hafi á árinu 1977 farið í þann kostnað. Önnur vekefni nefndarinnar á liðnum starfsárum hafa m.a. verið styrkveitingar til ýmissa aðila í því skyni að varðveita upplýsingar um ýmis' mál og fróðleik sem hætta er á að fari forgörðum svo og styrkir til að treysta menn- ingarleg tengsl og varðveita ís- lenzka tungu í Vesturheimi. Styrk- irnir sem nefndin hefur veitt eru eftirfarandi: Styrkur til Árna Björnssonar, starfsmanns Þjóð- háttadeildar Þjóðminjasafnsins, til að safna þjóðháttalegu efni meðal Vestur-íslendinga, að upp- hæð krónur 150.000. Ferð þessa fór Árni í júní/ júlí 1977 og dvaldist í Kanada í þrjár vikur. Styrkur til Ölafs Hjartar, deildarstjóra í Landsbókasafni íslands, til að ljúka skráningu á íslenzkum bókum, blöðum og tíAiaritum sem gefin hafa verið út í Kanada og Bandaríkjunum að upphæð kr. 85.000. Ólafur fór ferðina í júlí og ágúst 1977 og tók Landsbókasafnið jafnframt þátt í kostnaði verkefnisins. Styrkur til Kvennakórs suð- urnesja vegna söngferðalaga kórs- ins til Islendingabyggða í Kanada sumarið 1977. Styrkur vegna kostnaðar við komu söngkórs Manitoba-háskóla í Winnipeg til Islands síðla sumars 1977, að upphæð kr. 50.000. Styrk- ur vegna kostnaðar við komu sex vestur-íslenzkra ungmenna til Islands á vegum Þjóðræknisfélag- anna á Akureyri og í Reykjavík, að upphæð kr. 200.000. Kostnaðarhlutdeild nefndarinn- ar vegna komu dr. Valdimars Eylands til íslands sumarið 1977 til að taka við heiðursdoktorsnafn- bót við Háskóla Islands nam kr. 30.000. Að lokum má geta þess að komið hefur til tals að útvarpað verði íslenzkri dagskrá í útvarpstöð í Winnipeg. Yrði þar aðailega um að ræða kynningu á íslenzkri tónlist, auk smáfrétta og léttara tals inn á milli atriða. Óformlegar viðræður hafa hafist í Ottawa í Kananda um að Kanadastjórn styrki menningar- starfsemi Islendingahópsins í Kanada, og er þá útvarpið innifal- ið í þeirri meinningarstarfsemi. Gert er ráð fyrir að kostnaður við rekstur útvarpsins yrði uw þrjú þúsund Kanadadoiiarar á ári. Þorsteinn Ingólfsson, Heimir Hannesson, séra Bragi Friðriksson og Árni Bjarnarson á blaðamannafundinum á miðvikudag. Utankjörstaðakosning Utankjörstadaskrifstofa Sjálfstæöisflokksins or Valhöll, Háaleitisbraut 1 — sfmar 84751,84302,84037. Sjáifstiwoisfólk! Vinsamlega látiö skrifstofuna vita um alla kjósendur, sem veröa ekki heima á kjördegi. Utankjörstaöakosning fer fram í Miöbæjarskólanum alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnudaga kl. 14—18. Eigum fyrirliggjandi: ÞURRKAÐUR HARÐVIÐUR: eik, iroko, mahogni, ramin, teak, pitch pine, amer, redwood, amer, hnota, beyki (óþ.). Væntanlegt: abachi, orgeon pine. PLÖTUR: Rásaóur krossviöur (oregon pine, marsawa, western red cedar, fura og greni). Sléttur krossviöur, Mótakrossviöur, Gipsonit/ Gyproc, Harötex, Spónaplötur, Plasth. spóna- plötgr, Haröplast. SPÓNN: eik, fura, amer, hnota, koto, teak, gullálmur. Einnig 1,5 mm. spónn. PÁLL ÞORGEIRSSON & CO. Ármúla 27 — símar 34000 og 86100. ^mmmmmmmm^mmmmmaml \ OPIÐ UM HELGAR Grillréttir r Pottréttir Smáréttir I_____________ VEITINGAHÚSIÐ Kiuklingar ^eBERfi 0.f 1. ÁRMÚLA 21 S.86022 SENDUM HEIM NÆG BÍLASTÆÐI REYNIÐ VIÐSKIPTIN Innbakaö lambaiæri, Budley , með bökuðum kartöflum, korni, grænum baunum og rjómasveppasósu. i Kr. 1870-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.