Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1978 De rerum natura BLAÐINU hefur borist rit Vísindafélags Framtíðarinnar (skólafélagsins í M.R.), „De rerum natura", tölublað 18. árgangs. í ritinu eru margar greinar um raunvísindaleg efni og ein mál- vísindalegs eðlis: Þróun orðsins mjólk í indógermönskum málum. — Fimm greinar eru um stjörnu- fræðileg efni. „Utþensla alheims- ins“ heitir grein eftir Ágúst Lúðvíksson. Um dulstirni skrifar Skúli Sigurðsson. Þá er greinin „Bakgeislun í geiminum" eftir Kristin Andersen. Steinþór Skúla- son fjallar um þá spurningu hvort líf sé utan sólkerfisins og Sæmundur Þórðarson um myndun frumefnanna. Um náttúrufræðileg elni skrifa GuðrúrT E. Baldvins- dóttir (Vöðvaorka). Jón Atli Árna- son ritar ágrip af sögu ísl. flóru og þá er grein um leifturfiska eftir Olaf Guðmundsson. Ritstjórn „De rerum natura" er skipuð þessum mönnum: Friðbirni R. Sigurðssoni, Ólafi Guðmundssyni, Kristni Andersen og Ágústi Lúðvíkssynj. Ábyrgðarmaður er Einar Guð- mundsson. Tímaritið er fjölritað. Það er gefið út í Menntaskólanum í Reykjavík — M.R. KRON: r - Alagning búvara stendur aðeins undir hluta af kostnaði við sölu þeirra AÐALFUNDUR KRON 1978 var haldinn á Hótel Sögu sunnudaginn 16. apríl s.l. Fundinn sóttu um hundrað fulltrúar. Fundarstjórar voru Sigurður Guðgeirsson og Guðmundur Illugason, en fundar- ritarar Árni Böðvarsson og Helgi Skúli Kjartansson. Ragnar Ólafsson, vormaður félagsins, og Ingólfur Ólafsson, kaupfélagsstjóri, fluttu skýrslur um starfsemi félagsins á liðnu ári. í skýrslum þeirra kom m.a. fram, að verslunarárferði 1977 hefði verið., óhagstætt, einkum síðari hlutá ársins. Lögð var fram nýgerð athugun á arðsemi vöruflokka, sem sýndi að álagning landbún- aðarvara stendur aðeins undir hluta af kostnaði við sölu þeirra. Heildarvelta félagsins árið 1977 varð 1.777 milljónir króna og jókst um 35% miðað við árið á undan. Fram kom að eigið fé félagsins er 58% af heildareignum þess, sem telja verður góða stöðu miðað við íslenskar aðstæður. Heildarfjár- festingar á árinu voru rúmar 100 milljónir króna, en stærstur hluti þeirra var vegna nýbyggingarinn- ar við Skemmuveg 4a í Kópavogi. Félagsmenn KRON eru nú um 14.500. Á fundinum flutti nýráðinn fræðslufulltrúi félagsins Elfar Loftsson, stjórnmálafræðingur, erindi um félagsmál. Rakti hann ítarlega vandkvæði félagsstarfsins og benti á ýmsar leiðir til úrbóta. I stjórn voru endurkjörin: Adda Bára Sigfúsdóttir, Böðvar Péturs- son og Ólafur Jónsson. Endurskoðendur voru kjörnir: Gunnar Gímsson og Björn Jóns- son. Fulltrúar á aðalfundi Sam- bandsins, sem haldinn verður dagana 29.—30. júní voru kjörnir: Ingólfur Ólafsson, Ólafur Jónsson, Hallgrímur Sigtryggsson, Frið- finnur Ólafsson, Hrefna Júlíus- dóttir, Jóhann Bjarni Kristjáns- son, Guðmundur Hjartarson, Ólafur Ragnar Grímsson, Monika Ágústsson, Helgi Skúli Kjartans- son, Böðvar Pétursson, Ásgerður Ágústsdóttir, Björn Teitsson og Haukur Hafstað. Varafulltrúar: Björn Kristjánsson, íris Björns- dóttir, Jóhann Jónsson, Páll Berg- þórsson, Gunnlaugur Þórhallssön, Steingrímur Ingólfsson, Reynir Ingibjartsson, Sigurberg Sigurðs- son, Hólmar Magnússon, Elís R. Helgason, Hermann Pálsson og Ása Ottesen. Utankjör- staða- atkvæða- greiðslan Utankjörstaðaatkvæðagreiðsl: vegna alþingiskosninganna stendur nú yfir í Miðbæjarskólan um. Á föstudagskvöld höfðu 437 greitt þar atkvæði, en aðeins 56 á sama tíma við borgarstjórnar- kosningarnar. Við alþingiskosn- ingarnar 1974 höfðu aðeins fleiri greitt atkvæði utankjörstaðar en nú. Kjörstaðurinn í Miðbæjar- skólanum er opinn í dag, sunnu- dag, frá kl. 2—6 e.h. Aðalfundur S.H. gagnrýn- ir fræðslu- kerfi landsins A AÐALFUNDI Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna kom fram tölu- verð gagnrýni á fræðslukerfi þjóðarinnar og í ályktun frá fundinum segir, að allri fræðslu í skólakerfi landsmanna um fram- leiðsluatvinnuvegi þjóðarinnar og mikilvægi þeirra sé áfátt. „Með tilliti til þýðingar þess, að allur almenningur fái réttan skilning á, hverjar séu raun- verulegar forsendur fyrir tilveru þjóðarinnar og góðum lífskjörum, er óumflýjanlegt, að óhlutlæg kennsla fari fram um fiskvinnslu og veiðar á öllum stigum skóla- kerfisins,“ segir í ályktun fundar- ins. — Græn- lendingar Framhald af bls. 1 Allar líkur benda til þess að heimastjórnarlögin verði sam- þykkt ý. næsta þingi þannig að kosningar geti farið fram til grænlenzka landsþingsins í apríl 1979 og að landstjórnin geti tekið við völdum í maí 1979. En áður fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla á Grænlandi í haust um heima- stjórnarfyrirkomulagið og niður- stöður hennar verða ráðgefandi. Það er talið skipta meginmáli að grænlenzka þjóðin gefi sjálf til kynna að hún sé fylgjandi heima- stjórn. Yfir stendur gífurleg upp- lýsingastarfsemi til að kynna heimastjórnina á Grænlandi. Grænlenzkir stjórnmálamenn gera ráð fyrir því að vera á faraldsfæti í allt sumar til þess að kynna kjósendum í öllum byggðar- lögum fyrirhugaða heimastjórn á Grænlandi. þúflýgufí vestur til New York. Svosuður á sólarstrendur Florida. - w ágr ^— ► ' Flatmagar á skjannahvítri Miami ströndinni eða buslar í tandurhreinum sjónum. Tekurí hendina á Mikka mús á fimmtugsafmælinu. Snæðir safaríkar amerískar steikur. (Með öllu tilheyrandi). Býrð á lúxus hóteli í tveggja manna herbergi, með eða án eldunaraðstöðu, eða í hótelíbúð. Skoðar Cape Kennedy Safari Park, Everglades þjóðgarðinn og hin litríku kóralrif Florida Keys. Slærð til og færð þér bílaleigubíl fyrir 19-23 þúsund kr. á viku. Ekkert kílómetragjald. íslenskur fararstjóri verður að sjálfsögðu öllum hópnum til halds og trausts. NÆSTU 3JA VIKNA ferðir verða: 9. júní (Uppseld). 7. júlí, (Konoverhótel og íbúðir) 4. ágúst, (Ivanhoehótel m/eða án eldunaraðstöðu) 1. september (Konoverhótel og íbúðir) Sem dæmi um verð fyrir ferðir og gistingu má nefna kr. 174.800 þann 7/7 og 1/9, og kr. 189.000 þann 4/8. FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR LSLANDS »«.*.«#«* Nánari upplýsingar: Söluskrifstofur okkar Lækjargötu 2 og Hótel Esju, sími 27800, farskrárdeild, sími 25100, skrifstofur okkar úti á landi, umboðsmenn og ferðaskrifstofur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.