Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1978 — Farmenn Framhald af bls. 43. sjónvarpi eða annað efni. Ég get ekki séð að þessu fylgi mikill kostnaður en þetta er samt eitt brýnasta hagsmunamál okkar sjómanna sem stendur. „Launin á fiski skipunum óvissari“ Frammi á dekki var einn hásetanna að undirbúa opnun lesta skipsins. Hann kvaðst heita Sigurgeir Jónsson og vera úr Reykjavík. Sigurgeir lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1974 og við spurðum hann fyrst hvað hefði orðið þess valdandi að hann fór á sjóinn? — Kannski hef ég verið orð- inn latur við lærdóminn. Ég er búinn að vera á fiskibátum en sl. ár hef ég verið á farskipum og er búinn að vera hálft ár á Laxánni. Nei, ég er ekki búinn að ákveða neitt um framtíðina og þá hvort ég fer nokkuð í skóla en eitt er þó víst að allavega verð ég til frambúðar á sjónum. — Þessu starfi fylgir viss tilbreyting en hún verður þó minni með hverjum túrnum, þegar alltaf er siglt á sömu hafnir. I fyrstu fara menn gjarnan í þetta til að prófa eitthvað nýtt en endast kannski ekki nema takmarkað á sjónum og því er ekki að leyna að menn geta haft það eins gott í landi og eru þá *heima. Um borð er ekki margt við að vera nema þá helst að menn lesa og spila. — Hvers vegna ég hætti á fiskiskipunum og fór á farskip- in? Launin á fiskiskipunum eru mun óvissari en á farskipunum en þau eru ekki endilega minni. Aðstaðan á farskipunum er líka allt önnur en á bátunum. Kannski var það líka einhver ævintýraþrá, sem ýtti á eftir, sagði Sigurgeir að síðustu. — Kerfið sífellt Framhald af bls. 46. þjóðfélagi. Það er t.d. hugsan- legt að gera þessa báta út á línu, en það yrði erfitt að manna bátana út á línu eins og nú er ástatt. Þó væri það engin goðgá ef við fengjum fiskverð eins og Norðmenn. I dag vissi ég af þremur norskum línuveiðurum úti í kantinum hér út af Eyjum, en þeir fá svo gott verð greitt fyrir fiskinn að þeir þurfa að veiða mun minni afla en þarf á okkar skip.“ „Hvað finnst þér um þróunina í íslenzku þjóðfélagi?" „Ég er klár á því að ef við ætlum okkur að lifa á sjó- mennsku og fiskveiðum í þessu landi þá verður að eiga sér stað stórkostleg hugarfarsbreyting hjá þjóðinni. Hvort sem við köllum þá fræðinga eða eitthvað annað þá sem munu vinna við fiskvinnslu þá verður að gera margt raunhæft tril þess að þessum höfuðatvinnuvegi okkar verði sýnd sú virðing sem eðlilegt er hjá þjóð sem byggir afkomu sína á fiskveiðum. Stefnan í dag er í vonlausa átt þar sem kerfið og ríkisbáknið er orðið svo þungt í vöfum að allir venjulegir menn hreinlega gef- ast upp á því og þjónustukerfið er alltaf að verða fjarskyldara og fjarskyldara okkar aðalat- vinnuvegi. Stjórarnir koma út úr skólakerfinu og þekkja ekk- ert til þjóðaratvinnuvegs okkar í reynd, því verkreynslan er það dýrmætasta sem um er að ræða í þessum efnum og það er fyrst og fremst hún sem ræður úrslitum um hvort þessi at- vinnugrein plummar sig eða ekki. í fyrirtækjum þar sem menn með góða verkreynslu stjórna gengur yfirleitt alltaf vel svo fremi að einhver rekstr- argrundvöllur er fyrir fyrirtæk- inu og það má nefna sem dæmi Bæjarútgerð Reykjavíkur, Ög- urvík og Útgerðarfélag Akur- eyrar. I þessum tækjum eru menn við stjórnvölinn sem eru gamalreyndir sjómenn og þekkja það sem þeir eru að fást við. Það er ljóst að við höfum látið fiskvinnsluna sem atvinnugrein sitja á hakanum í okkar skóla- kerfi og þannig er um margt sem lýtur að verkmenntun. Þar er um að ræða hjáleigur við æðra skólakerfið í landinu sem nær eingöngu þjálfar fólk fyrir almenna þjónustu þar sem hver virðist eiga að lifa á því að selja öðrum skrifborðsvinnu. Það alvarlegasta í okkar þjóðfélagi á líðandi stund er þó verðbólgan, hún stefnir með okkur beina leið í svaðið og ef við ætlum að vera sjálfstæð þjóð í þessu landi þá þýðir ekki lengur að taka á verðbólgunni þeim puntvettlingatökum sem gert hefur verið um árabil." - á.j. —Hefði alveg eins . . . Framhald af bls. 46. „Skapa þarí sjó- mönnum tómstunda- aðstöðu á skipunum“ — Eitt mest aðkallandi úr- lausnarefni meðal sjómanna er að skapa mönnum aðstöðu til að verja tómstundum sínum á sjónum. Þegar menn eru kannski á siglingu 9 eða 10 daga yfir hafið, þá verða menn að hafa eitthvað við að vera, því að það er ekki skemmtilegt, þegar menn húka hver í sínu horni, lokaðir inni í klefum sínum. Við í áhöfninni á Goðafossi keyptum sýningarvél en það gengur ekki of vel að fá góðar myndir til að sýna — helzt eigum við kost á fræðslumyndum en þær geta fæstar talist spennandi. Ég held að það, sem best gæti leyst úr þessu, væru hinar svokölluðu sjónvarpskasettur. Aðstaðan um borð hjá okkur er ekki sem verst því við höfum sameigin- legan matsal fyrir undirmenn og setustofu. — Víða erlendis eru ýmsir, sem reyna margt til að létta sjómönnum fjarveruna frá heimalandinu. í Nordfolk er t.d. starfandi prestur á vegum norsku sjómannakirkjunnar og við í áhöfninni komum stundum til hans en hann hefur verið að reyna að útvega íslensku blöðin en þó ekki tekist það enn þá. Óneitanlega drægi það okkur að, ef við vissum að við gætum lesið íslensku blöðin þar. — Eimskipafélagið hefur tek- ið vel í þær hugmyndir, sem við höfum komið með í þessu sambandi, en það verða náttúr- lega að vera áhafnirnar sjálfar, sem koma með hugmyndirnar. Við getum ekki ætlast til að aðrir hugsi fyrir okkur. í heild er mesti vandi sjómanna nú mest seldi bíllinn... Síðastliöið ár og það sem er af þessu ári, er LADA mest seldi þíllinn. Það er vegna þess að hann er á mjög hagstæðu verði, og ekki síst, að hann er hannaöur fyrir vegi sem okkar. Nú eru allir LADA bílar með höfuöpúðum, viðvörunarljós- um ofl. ofl. LADA station er hægt að fá með 1200 cm3 eða 1500 sm3 vél BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR SUOURLANDSBRAUT 14, S(MI 38600 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUCiLÝSINíí A- WÍVIIMV F.R* * 22480 mm Mosfellingar og ferðamenn Athugið, verzlunin Kjörval er opin: Mánudag—Laugardag 9.00—22.00. Sunnudaga frá kl. 10.00—19.00. Kjöt, fiskur, mjólk, brauö og allar nýlenduvörur. Kjörval, verzlunin sem alltaf er opin og síminn er 66656. hvað félagsmál þeirra snertir eins og ég sagði áðan, hvað menn tjá skoðanir sínar lítið. Um borð eru menn alltaf að ræða málin og ef marka má tal okkar þá erum við heimsins bestu stjórnendur og ættúm fyrir löngu að vera teknir við stjórn landsins. Þegar að landi kemur verður minna úr öllu. Við stöndum uppi sundraðir og getum ekkert gert, sagði Þor- steinn að lokum en allar líkur voru til þess að hann og skipshöfn hans yrðu ekki í Reykjavík á sjómannadaginn að þessu sinni. r — Utkoman hefur . . . Framhald af bls. 45. flytja milli hafna margvíslegt dót fyrir Bandaríkjamenn. Við vorum að flytja vörur í land á fleka en vélin í bátnum stöðvað- ist. Mér var sagt að halda í tógið til að forða því að það færi í skrúfuna, er vélin yrði sett í gang. Ég vissi ekki fyrr en ég skaust allt í einu út fyrir borðstokkinn og hélt dauðahaldi í tógið. Vélin hafði þá farið snögglega í gang og ég flaug með tóginu útbyrðis sem byssu- kúla. — Ég hef kunnað vel við mig á sjónum og hvernig sem á því stendur hefur útkoman alltaf orðið betri hjá mér, þegar ég hef verið á sjónum heldur en í landi. Og lífið er víst þessi eilífa spurning um afkomuna, sagði Jón að lokum. — Afhendum okkar ráð... Framhald af bls. 34. miðstöð fynr aldrað fölk, sem hægt er að koma með til rannsóknar og meðferðar við sjúkdóma, sem hrjá eldra fólk. Þarna verður sundlaug, sjúkra- þjálfunar- og æfingasalir. Góð aðstaða verður fyrir lækni og boðið verður upp á rannsóknar- aðstöðu fyrir þá sem vilja rannsaka öldrunarsjúkdóma. Meðferð fólks sem þarna kemur er oft ekki margþætt né tímafrek, en það getur dvalið við tómstundastörf, lestur og spjall- að við kunningja og vini. Heilsugæzlustöð — Það hefur verið óskað eftir því við okkur af aðiljum innan heilbrigðisþjónustunnar, að við bjóðum í þessum áfanga aðstöðu fyrir heilsugæslustöð fyrir hin fjölmörgu íbúðarhverfi í vestur- og norðurbæ Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Bessastaða- hrepps, en að sjálfsögðu verður öll þessi starfsemi ekki aðeins fyrir þessi sveitarfélög heldur einnig fyrir öll sveitarfélög á Reykjanesi, því ljöst er að Reykjavíkurborg stefnir hrað: byri að því marki að geta veitt öldruðum fullkomna þjónustu í borginni. — Slík hjúkrunar- og þjón- ustumiðstöð fyrir aldraða er að sjálfsögðu ofviða fátækum sveitarfélögum og því hafa okkar samtök boðið þeim aðild að þessum framkvæmdum. Undirtektir hafa að vísu ekki verið miklar ennþá, og reiknum við almennt ekki með svörum fyrr en síðar á þessu sumri, en við höfum rætt þessi mál við ráðuneytisstjóra og heilbrigðis- ráðherra. í sambandi við fyrsta áfangann má geta þess, að fyrir utan það mikilsverða framlag sem er lóð undir Hrafnistu, frá Hafnarfirði og Garðabæ, þá hefur eitt sveitarfélag verið með beina aðild að byggingunni frá upphafi, en það er Grindavík og með sínu framlagi tryggja Grindvíkingar sér rými fyrir ákveðinn fjölda fólks á heimií- inu á sama hátt og mörg félög og hreppsfélög gera á Hrafnistu i Reykjavík og njóta alls þess sem þar er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.