Morgunblaðið - 06.06.1978, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 06.06.1978, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978 3 Vinstri stjómin hafði gert sam komulag umbrottför varn- arliðsins fyrir mitt ár 1976 Einungis stórsigur Sjálfstæðisflokksins vorið 1974 kom í veg fyrir þau áform LÚÐVÍK Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins, ritar grein í Þjóðviljann í fyrradag, þar sem hann fjailar um úrslit sveitarstjórnarkosninganna frá sjónarmiði Alþýðubanda- lagsins. Athygli hefur vakið, að í grein þessari er ekki minnzt einu orði á varnarmálin. Þar sem brottför varnarliðsins hef- ur verið baráttumál Sósíalista- flokksins og síðar Alþýðu- bandalagsins frá upphafi, er tekið að þögn formanns Al- þýðubandalagsins um varnar- málin f grein þessari stafi af því, að flokkur hans telji óheppilegt, að þau mál komi til umræðu f kosningabaráttunni, sem nú er að hefjast vegna alþingiskosninganna hinn 25. júní n.k. Úrslit sveitarstjórnar- kosninganna sýna hins vegar, að verulcgar líkur eru á því að vinstri stjórn verði mynduð eftir þingkosningarnar. Þess vegna þykir Morgunblaðinu ástæða til að rifja upp og minna á, að vinstri stjórnin, sem sat frá 1971 — 1974 hafði náð samkomulagi um brottför varnarliðsins f áföngum. Það samkomulag náðist f marz 1974 milli Framsóknarflokks, Al- þýðubandalags og SFV. Það var einungis stórsigur Sjálf- stæðisflokksins f kosningunum vorið 1974, sem komu í veg fyrir, að af þessu yrði. að ser Þeir flokkar, sem stóðu vinstri stjórninni komu saman um „drög að viðræðu- grundvelli um endurskoðun á varnarsamningi íslands og Bandaríkjanna“. Þau voru svo- hljóðandii „1. Varnarlið það, sem nú er á Islandi skal hverfa af landi brott í áföngum. Skal brott- flutningnum hagað þannig, að fyrir árslok 1974 verði fjórðung- ur liðsins farinn, helmingur fyrir mitt ár 1975, % fyrir árslok 1975 og síðasti hlutinn fyrir mitt ár 1976. — Hér er sem sagt gert ráð fyrir því, að varnarliðið hverfi brott af ís- landi í áföngum á tveimur árum. Síðan segir: 2. Til fullnægingar skuldbind- ingum Islands við NATO leggur íslenska ríkisstj. til, að eftirfar- andi háttur verði á hafður. a. Flugvélar á vegum NATO hafi lendingarleyfi á Keflavík- urflugvelli, þegar þurfa þykir vegna eftirlitsflugs yfir norður- höfum. Þó skal eigi vera hér föst bækistöð flugvéla. Um nánari ákvæði verði fjallað í samningn- um. b. Vegna slíkra lendinga hafi Vinstri stjórnin við lok stjórnartímabils hennar, eftir að Björn Jónsson hefur sagt af sér ráðherradómi. NATO heimild til að hafa á Keflavíkurflugvelli hóp manna, er ekki séu hermenn, til þess að sjá um eftirlit áðurgreindra flugvéla. Um tölu þessara tæknimanna fer eftir nánara samkomulagi, þó þannig, að aðeins verði um takmarkaða starfsemi að ræða. c. Eftir brottför varnarliðsins taka íslendingar við löggæslu á flugvellinum. Skulu Islendingar áður þjálfaðir í þeim sérstöku löggæslustörfum, sem þörf er á. d. íslendingar skulu leggja til þann mannafla, sem þarf til að veita þeim aðilum, sem samkv. framansögðu hafa dvöl á Kefla- vikurflugvelli, nauðsynlega þjónustu. e. íslendingar taka við rekstri radarstöðvanna á Suðurnesjum og í Hornafirði, þegar þjálfaður íslenskur mannafli er til taks. f. Farþegaflug skal vera al- gerlega aðskilið frá þeirri starf- semi, er samkv. framansögðu verður haldið uppi á Keflavíkur- flugvelli til fullnægingar skuld- bindingum íslands við NATO.“ Afdráttarlausar yfir- lýsingar Ólafs Jóhannessonar I umræðum á Alþingi um þessi drög gaf Ólafur Jóhannes- son, þáverandi forsætisráð- herra, mjög eindregnar yfirlýs- ingar um þau áform ríkisstjórn- ar hans, að varnarliðið skyldi hverfa af landi brott. Ólafur Jóhannesson sagði m.a.: „Hitt liggur svo í augum Framhald á bls. 30. SUNNA BÝOUR ALLTÞAD BESTA SEM TIL Efí Á GfílKKLANDI HÆGT ER AÐ SKIPTA GRIKKLANDSDVÖL MILLI ÞESSARA STAÐA OG UPPLIFA ÞETTA ALLT í EINNI OG SÖMU GRIKKLANDSFERÐINNI. AÞENUSTRENDUR * .............. ^ Glifada eftirsóttasti tískubaöstrandarbærinn. Öll Sunnuhótel og íbúðir meö elnkasundlaug og sólbaösgöröum. Fjölbreytt skemmtana og veitinga- húsalíf. Enda er Glifada baöstrandarbærinn, dvalarstaöur Onassis fjölskyldunnar og annarra þeirra sem kunna aö velja sér bestu dvalarstaöina í Grikklandi. VOULIAGMENI —Fyrir þá sem vilja dvelja á afskektum staö fjarri veitingahúsum og skemmtistööum. Þar býöur Sunna uþþ á hótel viö sjálfa baöströnd- ina, og aö sjálfsögöu meö góöri sundlaug og sólbaösaöstööu. Vouliagmeni er tilvalinn staöur fyrir þá sem kjósa kyrrð og rólegheit í sumarleyfinu. RHODOS blómaeyjan fagra Góöar baöstrendur, hótel og íbúðir, fjölbreytt skemmtanalíf. íslenskur fararstjóri Sunnu á Rhodos sér um fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferöir, m.a. yfir sundiö til Tyrklands. Rhodos er tollfrjáls eyja, þar sem fólk getur gert góö kauþ. Blómaeyjan Rhodos hefur lengi verið ein vinsælasta sólskins- þardís, frænda okkar á Norðurlöndum, enda er um helmingur allra feröamanna þar, Norðurlandabúar. SKEMMTISIGLING ^ meö 17000 lesta, fljótandi ævintýraborg á Miðjarðarhafinu. /Evintýriö sem alla dreymir um! Viðkomustaðir: Rhodos — Krít — Korfú — Júgóslavía — Feneyjar — Aþena Dagflug á Þriöjudögum. Þegar fullbókaö suma flugdaga, og aöeins örfá sæti laus flesta hina. Brottfarardagar: 27 júní — 18. júlí — 1. — 8. — 15. — 22. og 29. ágúst 5. — 12. og 19. sept. FERDASKRIFSTOFAN SUNNA BANKASTRÆTI 10,$ími29322

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.