Morgunblaðið - 06.06.1978, Síða 37

Morgunblaðið - 06.06.1978, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNI 1978 37 2. júní. Lífið er einn sprettur, sagði einhver spekingur af einhverju tilefni. Þann sprett þreyta menn með ýmsu móti. Þessar gárur beina athyglinni að minni háttar spretthlaupum, sem fram fara um þessar mundir. Atta stjórnmálaflokkar þreyta sprettinn um þingsætin á alþingi í mánaðarlokin. Við að lesa auglýsinguna í blöðunum með nöfnum allra þessara fúsu kandidata í þingsæti Reyk- víkinga, liðu fyrir augu inn- römmuð starandi andlit á skjá. Bunandi út úr sér öllu því, sem ríkisstjórnin hefur á fjórum árum vel gert, eða öllu því, sem hún hefur illt aðhafst eða hefði átt að gera — í hlutföllunum tveir stjórnmálaflokkar á móti sex andstöðuflokkum. Tveir með og sex á móti í hinum eina sanna viðtekna lýðræðis- og jafnréttisanda. Sem einn af sjónvarpskandi- dötum sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkappræðunum á dögunum, þar sem liðlega helmingur borgarstjórnar (9 á móti 5) hafði M úr hverri klukkustund til að segja frá því sem gert hefði verið, á móti % til að rífa það niður, sé ég auðvitað á augabragði hve miklu meiri hraða þeir stjórnarflokka- menn þurfa að ná, ef þeir eiga að hafa við andsnúningum. Við borgarstjórnarfólk úr meiri- hlutahópnum sáluga létum okkur ekki muna um að afgreiða 2—3 málaflokka plús hvatningu á 3 eða 4 mínútum hvert. Kannski má segja, að á þessu vori sé háð mesta sjónvarpsmal- keppni í sögu þessa fjölmiðils. Magnið nákvæmlega mælt í sekúndum með skeiðklukku. Ekki að furða þó ræðumenn stari. Þeir þora vart að hugsa um annað en hraðann á taland- anum, því 10—20 sekúndur fram yfir hjá hverjum, getur skorið niður og limlest ræðu síðasta samherjans. Eftir slíka reynslu mun Gáruhöfundur ávallt horfa á sjónvarpskynningar frambjóð- enda með nýju hugarfari og ómældri samúð. Einbeita athyglinni að spretthörkunni í talandum. Skyldi hann hafa það á tíma? Já, jafnréttið er líklega eins og landslagið, dálítið misjafn- lega flatt. En í hléi milli kosningahryðja fáum við lista- hátíð. Gáruhöfundur hlakkar til að bragða aðeins á einhverju af þeim gómsætu réttum, sem þar eru á boðstólum, í þetta sinn laus við spretthlaupið við að ná í blaðaviðtöl við frægar stjörnur, sem þá rekur á okkar flugbrautir. Það kemur í annarra hlut. Og nú er komið að gagnrýn- endunum að taka sprettinn og afgreiða mikið magn á skömmum tíma. Margt hefur verið ljótt sagt um gagnrýnend- ur. Þeir vændir um að vera eins og súrt edik og jafnvel borið á brýn af fórnarlömbum sínum að pólitískar tilhneigingar kunni að skekkja kompás þeirra — og það alltaf þótt voðalega ljótt. Nú er öldin önnur. Listamaður biður um — já krefst beinlínis pólitískrar meðferðar um verk sitt í leikhúsgagnrýni. Að gagn- rýnendum verði nú uppálagt að setja kíkirinn fyrir blinda augað, eins og Nelson heitinn. „Að taka afstöðu“ nefnir leikkonan Bríet Héðinsdóttir greinina, sem hún birtir í Þjóðviljanum. Fjallar hún þar um leikdóm um leikrit Bertolds Brechts, „Vopn frú Carrar". I greininni er m.a. þessa klausu að finna: „A hinu hafa mér lengi leikið landmunir að vita, hvernig Þjóðviljinn getur sætt sig við skrif leiklistargagn- rýnanda síns, Sverris Hólmars- sonar. Eg mun ekki vera ein um þá skoðun, að lesendur Þjóðvilj- ans eigi nokkra heimtingu á því, að í blaði þeirra sé fjallað um listir, sem og önnur efni, frá sósíalístísku sjónarhorni. I landi þar sem borgaraleg hugmynda- fræði er nær alls ráðandi í öllum fjölmiðlum, er það varla til of mikils mælst, að það málgagn sósíalista, sem einhverri út- breiðslu hefur náð, fylgi yfir- lýstri stefnu sinni og standi við hana. Framámönnum blaðsins til glöggvunar á því, hvað ég á við með listagagnrýni frá sósíalísku sjónarmiði, bendi ég þeim á kvikmyndaumsagnir Ingibjargar Haraldsdóttur (Var hjá Castro á Kúbu, innskot höf.) sem að mínu viti fullnægja þeirri kröfu með ágætum. Hvort sem lesandinn er sammála henni eða ekki, þarf hann aldrei að fara í grafgötur um að þar heldur sósíalisti á penna og hin þöglu skoðanaskipti lesanda og greinarhöfundar fara einatt fram á þeim grundvelli. Slíkt er sjaldgæft gaman við lestur á ísleneku. En leiklistargagnrýn- andi sama blaðs er illu heilli svo gegnsýrður af smáborgara- legum hugsunarhætti og list- skilningi, að hann er löngu búinn að ganga fram af öllu róttæku leikhúsfólki og leik- húsunnendum." Jæja, þarna er línan handa rótækum fyrir listahátíð. Svona á að hlusta á þau Birgit Nilson, Rostropovitch og Oscar Peterson og alla hina — með hinu rétta hugarfari. Ekki treysta samt allir þeim pólitíska kompási — ekki hann Stefán minn Jónsson, alþingismaður, sem sýnilega telur að nú dugi ekkert nema almennileg rit- skoðun. Veikgeðja linlínumenn gætu líka látið það henda sig að hugsa eins og Káinn í leikhúsinu, er honum varð að orði: Opnum vonaraugum með allur starir fjöldinn. Gaman væri'að geta séð hvað gerist bak við tjöldin. Tillaga Stefáns birtist í Þjóðviljanum undir fyrirsögn- inni „Ekki um leikdóm heldur innlegg í kosningabaráttu". Hann er sár yfir því að Valmúa- leikrit Jónasar Árnasonar skuli ekki hafa fengið rétta pólitíska meðferð gagnrýnandans Sverris Hólmarssonar í Þjóðviljanum hans. Hann segir: „Rétt í svipinn liggur mér það á hjarta að biðja Sverri og aðra félaga í hreyfingunni að stilla sig um að stökkva á bakið á þeim okkar, sem standa núna í býsna hörðum sviptingum við þvernesinga í pólitíkinni — jafnvel þótt þeir kunni að hafa skrifað leikrit, sem þeim Sverri líkar ekki alls kostar“. Og síðar í greininni: „Þjóðviljann ætti ekki að þurfa að minna á, að hugsanlega kynni það að hafa áhrif á viðhorf alþýðu ef hann kæmi því inn hjá fólki að frambjóðendur Alþýðubanda- lagsins úti í kjördæmum landsins beri haturshug til róttæks æskufólks — það gæti nefnilega átt sér stað að dálítill hópur af því dýrlega fólki leyndist innanum og samanvið á Vesturlandi — ef ekki líka í Norðurlandskjördæmi eystra." Trúarbragða-frelsi fagna fólk í Montain kann; en heyra börnin bölva'og ragna „bítur“ andskotann. sagði nefndur Káinn um frelsið og vitnaði með orðunum bítur til enska orðsins „beat“, að slá, sigra, ganga fram af ... Það getur verið erfitt að lifa á svo viðkvæmum tímum. Jónas Árnason er í leiknum að gera gys að ungum dópista, sem getur ekki gert upp við sig hvort það er skilningsleysinu hennar mömmu eða uppeldinu hans pabba að kenna að hann á svona bágt í lífinu. Enda getur það verið voðalega vont að fá ekki hið rétta uppeldi. Ungur piltur í Bandaríkjunum er nú kominn í mál við foreldra sína og krefst skaðabóta fyrir að þau hafi ekki alið hann upp á réttan hátt. Um það er frambjóðandinn „úti í kjördæmum landsins“ sennilega ekki að fást. Annað er alvar- legra. Svona kjósandi gæti hugsanlega fundist á Norður- landi eystra eða jafnvel á Vesturlandi — og kjósendur á ekki að móðga. Það segir sig sjálft. Skítt þá með ritfrelsið. Það verður auðvitað að víkja. Það er þetta frelsi, sem getur flækst fyrir besta fólki. Ung- verski Nóbelsverðlaunahafinn Dennis Gabor, sem starfar í Bretlandi og hefur m.a. tekið Framhald á bls. 33 ([ og (lásenulir Rínaidals Dusseldorf stendur viö eina af þjóöbrautum Þýskalands — ána Rín. í Rínardalnum eru einhver frægustu vínræktarhéruö Evrópu og fjöldi bæja og borga, sem ferðamaður þræðir á leið sinni. Þar er t.d. Köln sú sögufræga borg sem kölluð hefur verið drottning Rínar. Skoðunarferðir með fljótabátum Rínar eru stundir sem aldrei gleymast. Þar ríkir andi aldagamallar menningararfleiðar, og fegurðin heillar líkt og Lorelei forðum. Dússeldorf - einn fjölmargra staða í áætlunarflugi okkar. FW^ÍLAC LOFTLEIDIR /SLAJVDS I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.