Morgunblaðið - 06.06.1978, Side 45

Morgunblaðið - 06.06.1978, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978 45 tt ^rrr" mje VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI i\y ujy\jn^K''aa'u n landsteinana og eyða þar gjaldeyri okkar, sem vissulega er aldrei nóg til af. Telja sumir aö ferðir til útlanda séu hinar mestu reiðileys- is- og eyðsluferðir sem beri að leggja af og næstum banna. Þessi hugsun finnst mér bera vott um að frekar skammt sé hugsað, því að hvaða þýðingu hefur það ekki í för með sér að geta haft samskipti við erlendar þjóðir? Og hvérnig mynd- ast erlend samskipti nema fyrir ferðir milli landa? Hafa verður og það í huga að erlendir ferðamenn streyma hingað og eyða sínum gjaldeyri, sem þýðir að við getum keypt hann og farið til útlanda fyrir. Eru það ekki nokkuð jöfn skipti? Því að vera með læti þó að nokkrir fari til útlanda? Það er líklega rétt að fara að slá botninn í þessi skrif því þau eru orðin nógu löng. Aldraður.“ • Móðgun við kjósendur? „Það er heilög helgi og stærsti lífsréttur hvers fulltíða manns að neyta atkvæðisréttar síns í lýð- frjálsu landi og ber að setja hátíðarsvip á kjörstaðinn með okkar fagra og tignarlega þjóð- fána. En nú skeði það lágkúrulega smánarathæfi á kjörstað, að illa útlítandi, sóðaleg flaggstöng stóð þar fánalaus. Beint á móti yfir- kjörstjórn. Þetta er sá mesti ósómi og virðingarleysi við kjósendur og þjóðartáknið sjálft og andlegur dofi fyrir notkunarreglum fánans. Ef fáninn hefði verið skorinn niður býst ég við að strax hefði verið sett á laggirnar rannsóknar- nefnd í málið. En af hverju var fáninn ekki dreginn upp? . . . Saknaði enginn þessara topp- manna hans? Hvað veldur því? Við þessu óskast svar. K.K.“ Þessir hringdu . . . • Hvaða fánar? Maður nokkur sagðist hafa tekið eftir að minjagripabúðir og aðrir aðilar flögguðu oft á sumrin hinum ýmsu fánum og veifum. Sagði hann að þessar veifur margar virtust vart þjóna neinum tilgangi og kvaðst vilja koma því á framfæri að reynt væri til dæmis að flagga kanadíska fánan- um í staö einhverra veifna og nefndi þann kanadíska sem dæmi því oft væru hér á ferð Vestur-ís- lendingar. • Góðir pistlar Kona> — Ég vil bara fá með örfáum orðum að koma á framfæri þakk- læti til sr. Árelíusar fyrir pistil hans í Mbl. á dögunum og annað sem hann hefur látið frá sér fara í ræðu og riti. Gamalt fólk hefur orðið fyrir oft mjög miklum ágangi og ónæði af völdum ung- linga, gamla fólkinu er ýtt til hiðar í verzlunum og verður fyrir ýmsum átroðningi á stundum. SKÁK Veldur þessu e.t.v. lítið uppeldi, og þyrfti að gera eitthvað í þessum málum t.d. fá unglingana til að vinna landinu gagn og gæti ekki kirkjan haft einhverja forgöngu um það mál? Þá vil ég þakka Morgunblaðinu fyrir að birta pistlana um svar Billy Grahams, þeir eru mjög góðir og þar er að finna ýmsar þarfar ábendingar og ráðleggingar. • Hásmæðra- orlofið Önnur kona hringdi og kvaðst vilja benda á, vegna skrifa hjá Velvakanda nú um helgina, að til væri nokkuð sem héti orlof fyrir húsmæður að Hrafnagili í Eyja- firði. Þar væri hægt að fá vikudvöl. eða lengri og nánari upplýsingar væri að fá að Traðarkotssundi 6. Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Róm í desember í fyrra kom þessi staða upp i skák þeirra Toth, Ítalíu, sem hafði hvítt og átti leik, og ungverska stórmeistarans Forintos 34. Hxe4! og svartur gafst upp. Eftir 34. .. • fxe4 35. Df7+ Kh8 36. e7 er hann varnarlaus. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1,—2. Vaganjan og A. Mikhailchisin (báðir frá Sovétr.) 8 v. af 11 mögulegum. 3. Mariotti (Ítalíu) 71/2 v. 4. Pfleger (V-Þýzkal.) 7 v. 5. Ostojic (Júgóslavíu) 6‘/2V. 6.-8. Toth, Tatai (Báðir frá Ítalíu) og Forintos (Ungverjalandi) 5'Av. HÖGNI HREKKVÍSI Ileppinn varstu að vera með öryggishjálminn þinn! m CATERPILLAP Til sölu „ jarðýta VÉLADEILD HEKLA HF Laugavegi 170-172, - Sími 21240 CaterpiMor, Cot.og CB eru skrósett vbrumerki 0 RR BYGGINGAVÖRUR HE^ Suðurlandsbrau t 4. Sími 33331. (H. Ben. húsið) ARCITECTURAL SOLIGNUM er besta fáanlega f úavarnamál n i ng i n á markaðnum í dag. B RR BYGGINGAVÖRUR HEB Suðurlandsbrau t 4. Sími 33331. (H. Ben. húsiö)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.