Morgunblaðið - 07.06.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.06.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JUNÍ 1978 15 Þjófur festist í skorsteini Los Angeles 5. júní. Reuter. FRÚ DEAN Moordgnian var vakin af værum blundi á sunnudags- morgni viö hálfkæfð hróp um hjálp á spænskri tungu. Hún kvaddi lögreglu og slökkvilið á vettvang og eftir miklar tilfæring- ar og múrbrot barg lögregla tvítugum Spánverja, Lopez að nafni, út um skorsteininn á heimili hennar. Hann var fluttur til yfirheyrslu og grunaður um að hafa ætlað að brjótast inn. Það eina sem horfið er á heimili frúarinnar er skorsteinninn. Pólverjar halda fiski- bátnum 6. júní AP. Bonn. V-Þýzkalandi. PÓLVERJAR hafa hafnað beiðni v-þýzkra stjórnvalda um að sleppa v-þýzka fiskibátnum og þriggja manna áhöfn hans, sem tekinn var í' gær að meintum ólöglegum veiðum innan 200 mílna landhelgi Póllands. Báturinn Capella var ásamt nokkrum dönskum togurum á veið- um suðaustur af Borgundarhólmi þegar pólskt varðskip færði hann til hafnar í Kolobrzeg. Hafa Pólverjar lýst því yfir, að báturinn hafi verið að veiðum í pólskri fiskveiðiland- helgi, og að rannsókn á meintu broti hans sé hafin. Skipverjarnir munu dvelja í bátnum á meðan á þeirri rannsókn stendur. Sprenging í veitingahúsi Barcelona, Spáni 5. júní Reuter. SPRENGING varð í veitinga- húsinu E1 Desastre í Barcelona á Spárii á sunnudag og slösuðust tólf manns. Geysilegar skemmdir urðu á húsnæðinu. Um orsök þessa slyss var ekki vitað síðdegis í dag. Danska þjóðþingið kveður Karl Skytte Efri myndint Þegar forsætisráðherrann hafði lokið ræðu sinni gerðist sá fáheyrði atburður í danska þjóðþinginu að þingmenn risu úr sætum og hylltu Karl Skytte með lófataki. neðri myndin> Karl Skyttc þakkar Anker Jörgensen fyrir ræðuna. löng og góð samskipti við íslendinga og oft komið hér. Danska þingið kemur aftur saman 3. október í haust og fer þá fram nýtt forsetakjör, en eins og fram hefur komið í fréttum eru miklar líkur á því að þá verði fyrir valinu K.B. Andersen, sem um næstu mánaðamót lætur af starfi utanríkisráðherra. KARL Skytte, sem verið hefur forseti danska þjóðþings- ins og stjórnað fundum þess s.l. 10 ár, lét af þeim störfum á föstudag. Við síðustu embættisathöfn hans risu allir þingmennirnir úr sætum og hylltu hann fyrir vel unnin störf. Skytte hefur setið á þingi í rúma þrjá áratugi sem fulltrúi Róttæka vinstriflokksins, og gegndi m.a. embætti landbúnaðarráðherra í sjö ár. Anker Jörgensen, forsæt- isráðherra, hélt kveðju- og þakkarræðu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við þetta tækifæri og fór mörg- um fögrum orðum um störf hans og sagði hann hafa gegnt forsetastarfinu af óhlutdrægni, festu, vin- gjarnleika og kímni. Margrét drottning hefur veitt honum heiðurspening úr gulli í virðingar- og heiðursskyni fyrir forseta- störfin á þingi.' Aðeins 15 aðrir Danir hafa hlotið pening af þeirri gráðu, en hann er veittur þeim sem ekki vilja þiggja orður, en þeirri afstöðu sinni hefur Skytte nýlega lýst yfir í blaðaviðtali. Karl Skytte hefur á stjórnmálaferli sínum átt V, v g VEÐUR víða um heim Amsterdam 14 skýjaó Apena 19 heiðakírt Berlín 14 8Ólakin Briissel 15 akýjað Chicago 8 heiðakírt Frankfurt 18 rigning Genf 15 akýjað Helsinki 10 aól8kin Jóhannesarborg 2 sólskin Kaupmannahöfn 16 sólskin LÍBsabon 15 sólskin London 15 skýjað Los Angeles 17 skýjaö Madrid ekki vitað Malaga 26 heiðskírt Miami 23 rigning Moskva 7 heiðskírt New York 15 heiðskírt Ósló 15 skýjað Palma 24 skýjaö Paría 19 rigning Róm 14 skýjað Stokkhólmur 13 sólakin Tel Aviv 18 heiðskírt Tokyó 19 skýjað Vancouver 15 sólskin Vínarborg 14 heiðskírt SumuferdTSÍIÉ= MALLORCA $ / Dagflug á sunnudögum. Eftirsóttasta paradís Evrópu. Sjórinn, sólskinið og skemmtanalífið eins og fólk vill hafa það. Tvær Sunnuskrifstofur og hópur af íslensku starfsfólki, barnagæsla og leikskóli. Bestu og eftirsóttustu hótel og íbúðir, sem hægt er að fá, svo sem: Royal Magaluf, Royal Torrenova, Portonova, Antillas, Barbados, Guadalupe, Helios hótel og íbúðir, og Hótel 33 fyrir unga fólkið (Klúbb 32) Farið verður: 3. og 21. maí 1.-11.-18. júní - 2.-9.-23. 30. júlí 6.-13.-20.-27. ágúst 3.-10.-17.-24. sept. 1 >8.-15. okt. Einmg Sunnuflug tíl: COSTA DEL SOL dagflug á föstudögum COSTA BRAVA dagflug á sunnudögum ÍTALÍA dagflug á þriðjudögum KANARÍEYJAR dagflug á fimmtudögum PORTÚGAL dagflug á fimmtudögum GRIKKLAND dagflug á þriðjudogum SVNNA REYKJAVÍK: BANKASTRÆTI 10 - SÍMI 29322. AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 94 - SÍMI 21835

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.