Morgunblaðið - 07.06.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.06.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1978 23 Ályktanir Bandalags kvenna: Kapellur o g sjúkrahúsprestar Ályktanir á aðalfundi Banda- lags kvenna í Reykjavík um kirkjumál: 1. Aðalfundurinn ítrekar tillögu sína frá síðasta aðalfundi, þar sem minnst er á nauðsyn þess að bæta til muna aðstöðu við kirkju- og safnaðarheimilisbyggingar. Eðli- legt væri, að söfnuðir, ríki og sveitarfélög sameinuðust að jöfnu um framlag til kirkjubygginga. Jafnframt bendir fundurinn á nauðsyn þess, að komið verði á fót raunhæfri lánastofnun til áður- nefndra bygginga, þar sem hægt væri að fá lán til langs tíma með hagkvæmum vöxtum. 2. Aðalfundurinn beinir þeim tilmælum til forráðamanna sjúkrastofnana og elliheimila, að komið verði fyrir lítilli kapellu í þessum sjúkrastofnunum, þar sem unnt er að njóta friðar og bæna- stunda. Þá beinir fundurinn því til kirkjumálaráðuneytisins, að það hlutist til um, að skipaður verði sérstakur sjúkrahúsprestur. 3. Aðalfundurinn beinir þeim tilmælum til fræðsluyfirvalda að hlutast til um að koma á föstum kirkjuheimsóknum fyrir alla bekki grunnskólans a.m.k. einu sinni á vetri. Þar skyldi rætt um ýmislegt varðandi starfsemi kirkjunnar, guðsþjónustur, safnaðarstarf o.fl. 4. Aðalfundurinn beinir þeim tilmælum til presta í Reykjavíkur- prófastdæmi, að barnaguðsþjón- ustur séu ávallt haldnar í kirkjum, þar sem því verður við komið, og séu prestar hempuklæddir við barnaguðsþjónustur. í þeim söfnuðum, sem enn hafa ekki kirkjur skal farið með börn til guðsþjónustu í kirkju einu sinni til tvisvar á ári. 5. Aðalfundurinn beinir þeirri áskorun til biskupsembættisins að fólki er dvelur á sumardvalar- stöðum félagasamtaka sé gefinn kostur á að rækja guðsþjónustur á staðnum í nærliggjandi kirkjum. Meiri trjágróður „ÞAÐ á að leggja þá kvöð á fólk, sem fær úthlutað lóðum í Reykja- vík, að það sé skyldað til þess að rækta lóð sína og koma á legg einhverjum trjágróðri, sem til prýði er,“ sagði Þorbjörg Bjarna- dóttir, Stóragerði 22 í samtali við Morgunblaðið. Þorbjörg kvað margt hafa verið vel gert í Reykjavík, en henni finnst sárgrætilegt, þegar gengið er um gróin og falleg hverfi, þegar komið er að lóð einhvers amlóðans — eins og hún orðaði það — og varla sést nokkurt stingandi strá á lóðinni. Hún kvað 10 til 20 ára gömul hverfi í Reykjavík vera heldur berangursleg, trjáleysið og gróðurleysið algjört, og vildi því koma á framfæri þeirri ábendingu til borgaryfirvalda að kvöð yrði sett á lóðaeigendur, að þeir ræktuðu garðinn sinn og kæmu upp fallegum trjágróðri. Vitlaus mynd í Gárum í Gárum Elínar Pálmadóttur í blaðinu í gær flæktist vitlaus mynd. Sú mynd sem fylgja átti er teikning af Nelsan með kíkirinn fyrir blinda auganu, eins og átti við textann. Þar var hvergi minnst á danska dáta, aftan úr öldum sem tróðu sér þar inn á mynd, af einhverjum undarlegum misskilningi. w-listinn Reykjanesi Almennur fundur veröur haldinn í Stapa (minni sal) miövikudaginn 7. júníkl. 21. Efstu menn listans flytja stutt ávörp og fyrirspurnum svaraö. Allir velkomnir. Lotus: Frábært matar- og kaffistell hannað af Björn Wiinblad. Glasasett og hnífapör í sama stíl Lítið á gjafavöruúrvalið i Rosenthal verzluninni, — skoðið jólaplatta, mánaðardiska og postulin Rosentha! vörur Gullfaliegar — gulltryggðar A. EINARSSON & FUNK Laugavegi 85

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.