Morgunblaðið - 07.06.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.06.1978, Blaðsíða 32
A! í.l,YSIViASIMINN KR: AKiLYSINíiASIMIXN ER: 22480 JWorxsunblfltiiö 118. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1978 V.M.S.Í. frestar yfirvinnu- banninu um óákveðinn tíma Kins o(í sanði í Mor({unblaðinu í (í«!r, voru tíð fundahöld um : yfirvinnubann Verkamannasam- bandsins, sem ákveðið var á formannaráðstofnu, scm haldin var á llótel Loftleiðum [>riðjuda({- inn .'10. maí síðastliðinn. Klukkan 10 í ({;er kom 10-manna nefnd ASI FRAMKV/EMDASTJÓRN Verkamannasambands íslands ákvað í gær að fresta yfirvinnubanni því, sem formannaráð- stefna sambandsins hafði skorað á aðildarfélög þess að boða dagana 10. til 30. júní næstkomandi, um óákveðinn tíma, en aðgcrð þcssi hafði sætt mikilli gagnrýni innan verkalýðshreyfingarinnar. Formlega voru engar upplýsing- ar gefnar um ákvörðun fundarins í gær, þar sem kynna þurfti formönnum félaga innan VMSÍ, sem ekki sátu fundinn, ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. saman til fundar o({ var þar staða kjaramálanna reifuð og sú þróun, sem orðið hefur undanfarna daga, þ.á.m. var rædd ályktun for- mannaráðstefnu VMSÍ. Fram- kvæmdastjórn Verkamannasam- bandsins kom síðan saman til fundar klukkan 14 og var þar samþykkt ný ályktun, sem Mor({unblaðið hefur heimildir fyr- ir að sé áskorun til aðildarfélaga sambandsins um að fresta boðuðu yfirvinnubanni um óákveðinn tíma. Ákveðið var að tilkynna ekki um niðurstöður fundarins, fyrr en forystumenn Verkamannasam- bandsins hefðu kynnt fulltrúum ýmissa aðildarfélaga þess, sem ekki sátu fundinn, niðurstöðuna. í gær klukkan 16 kom svo 10-manna nefnd ASÍ og miðstjórn ASÍ saman til fundar og tók afstöðu til ályktunar fram- kvæmdastjórnar Verkamanna- sambandsins. Kr þess vænzt að tilkynning verði gefin út um frestun yfirvinnubannsins um það leyti, er samninganefnd Verka- mannasambandsins hittir vinnu- veitendur á sáttafundi hjá sátta- semjara ríkisins í dag klukkan 14. Hljómsveitin Smokie á Keflavíkurflugvelli í gær. Talið frá vinstrii Terry Uttley, bassaleikari, Pete Spencer, trommuleikari,, Chris Norman, söngvari, og Alan Silson, gítarleik- ari. Skorinn upp við 600 krónum FIMMTÁN ára piltur í Vcst- mannaeyjum var skorinn upp um helgina við sex hundruð krónum. Aðdragandi málsins var sá. að á skemmtidagskrá sjómannadagsins i Kyjum var tiiframaður sem sýndi listir sínar við góðar undirtrktir unga fólksins. Síðar um kviild- ið hóf þessi ungi maður máls á þvi við félaga sína að hann ga-ti ha'glega leikið eftir listir tiiframannsins og þvi til siinn- unar spa-ndi hann i sig 50 kalla og tikalla. sem áhorfend- ur réttu að honum. bóttu tiifrahriigð hans með fáda'mum snjiill. en hins vcgar bar fljótlega á vanliðan hjá unga tiiframanninum og flutti liig- reglan hann í sjúkrahús Vest- mannaeyja. þar sem gera varð á honum stóra aðgerð til þess að ná aftur myntinni. Meðal annars hafði peningur festst í vélinda hans. en alls komu til skila um 600 krónur. Smokie-hljómleikar í Höllinni í kvöld BREZKA pop-hljómsveitin Smokie kom til íslands í gær, en hún heldur hljómleika í Laugardalshöll í kvöld klukk- an 21.00. Hljómleikarnir eru haldnir á vegum listahátíðar. og að sögn forsvarsmanna hátíðarinnar hafa selzt um 2000 miðar á hljómleikana. Iléðan kemur hljómsveitin frá Danmörku þar sem hún hélt nokkra hljómleika. Blaðamaður Mbl. hitti hljóm- sveitarmeðlimina að máli eftir komuna til Keflavíkurflugvallar og sögðu þeir, að hljómleikarnir í Danmörku hefðu verið liður í Framhald á bls. 18 14% fiskverðshækkun Viðmiðunarverð hækkar um 15% NÝTT fiskverð var ákveðið á fundi Yfirnefndar Verð- lagsráðs sjávarútvegsins í gærkvöldi. Hið nýja fiskverð er 13.5 — 14% hærra að meðaltali en það verð, sem gilti til maíloka. Nýja verðið var ákveðið er stjórn Verð- jöfnunarsjóðs fiskiðnaðar- ins hafði ákveðið nýtt við- miðunnunarverð, en það hækkar um 15% frá því sem áður gilti, en er þó aðeins fastbundið til tveggja mán- aða sökum erfiðrar stöðu sjóðsins. Handtekinn eftir ábend- ingu skyldmennis konunnar í frétt frá Verðlagsráði sjávar- útvegsins, sem Morgunblaðinu barst í gærkvöldi, segir, að fisk- verðshækkunin sé nokkuð breyti- leg eftir tegundum, þorskur hækk- ar um 12,7%, ýsa um 12,6%, ufsi um 26,9%, karfi um 15,3% og steinbítur um 18,6%. Aðrar tegundir hækka yfirleitt um 13—14% í verði, en verð á grálúðu hækkar þó minna. Auk þessara mismunandi verðbreyt- inga eftir fisktegundum voru gerðar nokkrar breytingar á inn- byrðis verðhlutföllum milli stærð- ar- og gæðaflokka, einkum að því er varðar verð á þorski og ýsu. Þannig hækkar verð á þorski og ýsu í fyrsta gæðaflokki meira en verð á sömu tegundum í öðrum og þriðja gæðaflokki. Verð á stórum þorski (70 sm og yfir) hækkar aftur á móti nokkru minna en verð á miðlungs stórum og smáum þorski. Segir í fréttinni, að þessar breytingar á verðhlutföllum taki Framhald á bls. 19 játaði að hafa ógnað konunni með hnífi og komið fram vilja sínum TÆPLEGA tvítugur Reyk- víkingur játaði við yfir- -teyrslu hjá rannsóknarlög- reglu ríkisins í gær að hafa brotizt inn í íbúð í vestur- borginni á laugardagsmorg- un og þar sett á sig grímu, síðan ógnað húsmóðurinni með hnífi og nauðgað henni. Einnig stal hann fé í íbúð- inni og skilaði hann tæplega 200.000 krónum aftur. en okki er fullvíst hve hárri uppha'ð hann stal. Maðurinn var handtekinn um hádegis- bilið í ga>r samkvæmt ábend- ingu skyldmennis konunn- ar, en hún gat gefið eftir atvikum góða lýsingu á þeim, er verknaðinn framdi. Af hálfu rannsóknarlög- reglu ríkisins var í gær sett fram krafa um allt að 30 daga gæzluvarðhaldi og geð- rannsókn á manninum. Atburður þessi varð á sjöunda tímanum á laugardagsmorgun. Maðurinn brauzt inn í íbúðina í gegnum eldhúsglugga að hann segir í þeim tilgangi einum að verða sér úti um fé, en hann kveðst ekki þekkja til þess fólks, sem þarna býr. Úr eldhúsinu fór maðurinn inn í stofu og leitaði þar í skrifborði, þar til hann fann peningana. Sá hann þá húsmóður- ina sofandi í svefnherberginu og barn í rúmi við hjónarúmið, en húsbóndinn var farinn að heiman til vinnu sinnar. Maðurinn kveðst þá hafa farið fram í eldhús, búið sér til höfuðgrímu úr klæði, sem hann fann þar, tekið sér í hönd eldhúshníf, sem hann síðan ógnaði konunni með. Barnið sem er tæplega ársgamalt vaknaði ekki. Atburðurinn var kærður til rannsóknarlögreglu ríkisins á laugardag og hefur stöðugt verið unnið að rannsókn málsins síðan. I gær sá skyldmenni konunnar mann, sem því fannst koma heim og saman við lýsingu á þeim, er verknaðinn framdi, og leiddi það til handtöku mannsins, sem við yfirheyrslu játaði á sig verknað- inn. Maður þessi hefur ekki orðið uppvís að alvarlegu afbroti áður. Stjórnarflokkarnir: Óbundnir eft- ir kosningar MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til þeirra Geirs Ilallgrímssonar, forsætis- ráðherra, og ölafs Jóhann- essonar, dómsmálaráð- herra, og spurðist fyrir um afstöðu Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar- flokksins til áframhald- andi stjórnarsamstarfs að kosningum loknum. I svör Framhald á bls. 18 Ólafur Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.