Morgunblaðið - 08.06.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 08.06.1978, Síða 1
44 SIÐUR 119. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kúbumenn sækja fram í Angóla að sögn UNITA London, 7. júní — AP FIMM þúsund manna lið Kúbumanna hefur hafið harða sókn gegn þeim skæru- liðum sem enn berjast gegn marxistastjórninni í Angóla að því er talsmaður UNITA skæruliðahreyfingarinnar sagði í London í dag. Sagði talsmaðurinn að Kúbu- mennirnir hefðu sér til styrkt- ar þyrlur og sovétsmíðaðar MIG herþotur. UNITA hreyf- ingin var önnur tveggja skæruliðahreyfinga sem beið ósigur fyrir MPLA hreyfingu Netos sem nú er forseti Angóla. Talsmaður UNITA, Tony Fernandes, sem er fulltrúi hreyfingar sinnar í London, sagði að framsókn Kúbumanna hefði hafizt á sunnudaginn og að margir óbreyttir borgarar Sovétríkin: Fjórir fyrir af- tökusveit Moskvu — 7. júní — AP. DÓMSTÓLL í rússnesku borginni Rostov við Don hefur dæmt fjóra menn til dauða fyrir að hafa liðsinnt nazistum í síðari heims- styrjöldinni að því er verka- lýðsblaðið Trud segir frá í dag. Mennirnir verða leiddir fyrir aftökusveit og skotnir til bana. í frétt blaðsins segir að þrír aðrir menn hafi fengið 15 ára fangelsis- dóma og annar 13 ára dóm. Mennirnir hlutu dómana fyrir að hafa aðstoðað Þjóð- verja í aðgerðum þeirra gegn andspyrnuhreyfingu Rússa á stríðsárunum. hefðu þegar beðið bana. þótt staðfesting á tölu þeirra hefði ekki borizt. Hann sagði að hreyfing sín hefði haldið áfram baráttu sinni frá því MPLA tók völdin í landinu og hefði hún nú tögl og hagldir í stórum hlutum landsins. Væri sókn Kúbumanna hin sjöunda frá því borgarastríðinu gegn UNITA lauk, og nytu þeir engrar aðstoðar stjórnar- hersins í Angóla. Egyptaland sendir Senegal hermenn Kinshasa 7. júní. Router. AP. EGYPTAR hafa ákveðið að senda vopn og menn til að kenna meðferð þeirra til Zaire til þátttöku í sameiginiegu gæzluliði Afríkuþjóða í Shaba héraði að því er skýrt var frá í Kinshasa. höfuðborg Zaire, í dag. Mun utanríkisráðherra Egyptalands. Mohammed Ibrahim Kamel, vera væntanlegur til Zaire til við- ra>ðna við stjórn Mobutus um ástandið í Shaba og á hvern hátt Egyptar geti helzt orðið að liði en hernaðarsendinefnd frá Egypta- landi hefur verið f landinu að undanförnu til undirbúnings komu Egyptanna. Stjórn Senegal tilkynnti einnig í dag að hún hefði ákveðið að leggja fram liðsmenn í gæzluliðið í Shaba en ekki var látið uppi hve margir hermenn það yrðu. Hermenn annarra Afríkuþjóða voru í dag að koma sér fyrir í Shaba-héraði á meðan fallhlífa- hermenn Belga og Frakka bjuggu sig til heimfarar. Bandaríski flugherinn aðstoðar við flutning frönsku herdeildarmannanna heim á leið og einnig við flutning á afrísku liðsmönnunum til Shaba. Mobutu Sese Seko forseti Zaire sneri í dag til Kinshasa eftir vikudvöl í Lubumbashi höfuðborg Shaba-héraðs en þar átti hann m.a. fund með Kenneth Kaunda forseta Zambíu í gær og fékk hann Karl 16. Gústaf Svíakonungur er í opinberri heimsókn í Sovét- ríkjunum og er myndin tekin á flugvellinum í Moskvu er Brczhnev forseti Sovétríkjanna tók á móti konungi og Sylvíu drottningu í gær. Sænsku konungshjónin verða í níu daga í Sovétríkjunum en í för með þeim er utanríkisráðherra Svía. Karin Söder. Sjónvarpað var frá komu þeirra um gervöll Sovét- ríkin í gær. í ra'ðu sem Brezhnev hélt í gærkvöldi í veizlu til heiðurs konungi hrósaði hann m.a. Svíum fyrir hlutleysisstefnu þeirra og hvatti þá til að styðja afvopnunartillögur Sovétmanna á afvopnunarráðstefnunni í New York. Svíakonungur fór lofsam- legum orðum um samvinnu Svíþjóðar og Sovétrikjanna á ýmsum sviðum. Karl Gústaf er fvrsti þjóðhöfð- ingi Svíþjóðar sem kemur til Rússlands í rúm hundrað ár. Valið milli sam- vinnueða andstöðu segir Carter Bandaríkjaforseti um sambúð stórveldanna Annapolis. Maryland. — 7. júní. AP. Router. CARTER Bandaríkjaforseti sagði í dag að Sovétríkin ættu á hættu versnandi sambúð við Bandaríkin nema þau sýndu alvarlega við- leitni til þess að draga úr spennu í heiminum. Hann sagði Banda- ríkjastjórn ákveðna í að fram- fylgja stefnu sem hefði að mark- miði að slaka á spcnnunni í samskiptum ríkjanna. „detentestefnunni“. en afskipti Sovétríkjanna af málefnum Af- ríku og hernaðaruppbygging þeirra í Evrópu væri þrándur í götu þess að árangur næðist. Carter sagði að Sovétmenn ættu tveggja kosta völ í samskiptum við Bandaríkin, annars vegar aukna samvinnu eða andstöðu. Væru Bandaríkjamenn reiðubúnir að mæta hvorum kostinum sem væri. Bandaríkjaforseti flutti ræðu sína við slit sjóliðsforingjaskólans í Annapolis og var efnis hennar beðið með nokkurri eftirvæntingu þar sem vitað var að hann mundi fjalla um samskiptin við Sovétrík- vopn og til Zaire til að lofa því að í framtíðinni yrði komið í veg fyrir umferð innrásar- manna frá Angóla um Zambíu. Belgíska stjórnin vísaði í dag úr landi í Belgíu einum talsmanna innrásarliðsins, Paul Roger Mo- kede, fyrir að hafa haldið ólögleg- an blaðamannafund í landinu. Brottvísun Mokedes er talin nokk- ur friðþæging fyrir stjórn Zaire sem kvartað hefur sáran undan því að Beigíumenn skytu skjóls- húsi yfir skrifstofur og talsmenn innrásarhreyfingarinnar. Er nú talið að sambúð Zaire og Belgíu sé að komast í sæmilegt horf eftir stirt samband að undanförnu í kjölfar atburðanna í Shaba. in, og vegna þess að nokkur ágreiningur hefur verið meðal ráðgjafa forsetans um stefnuna í garð Sovétríkjanna á næstunni. Carter gagnrýndi að nýju harð- lega framkomu Sovétmanna heirna fyrir í garð andófsmanna og án þess að nefna Youri Orlov með nafni gerði hann mál hans að umtalsefni og sagði að allir frelsiselskandi menn hvar sem væri í heiminum fordæmdu að- gerðir Sovétstjórnarinnar í máli þessu. Kína: Enn ráðizt á Lin Piao Tokýo 7. júní — AP TENG Hsiao-Ping. varaíor- maður kínverska kommúnista- flokksins og aðstoðaríorsætis- ráðherra landsins. hefur fyrir- skipað herafla landsins að taka upp að nýju baráttuna gegn Lin heitnum Piao fyrrum landvarnarráðherra Kína. Teng sagði að haráttuna gegn Lin Piao og glæpum hans ætti að tengja gagnrýni á „fjögurra manna klíkuna“ frá Framhald á bls. 25 F'orsetinn fordæmdi Sovétmenn harðlega fyrir afskipti þeirra í Afríku en bauð þá þó velkomna til Framhald á bls. 25. Úrslit £2 í gær URSLIT í Heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu í Argentínu urðu sem hér segir í gærkvöldi: Austurríki — Svíþjóð 1:0 Brasilía — Spánn 0:0 Skojland — Iran 1:1 Hoiland — Perú 0:0 Ítalía, Argentína og Austur- ríki hafa þegar tryggt sér sæti í 8-Iiða úrslitum keppninnar. Sjá nánar á íþróttasíðum blað- sins á bls. 18, 42 og 43. Eþíópíu- mönnum gerð fyrirsát khartoum — Nairohi — 7. júní. — AI* — Router. FJÖLDI eþíópí.skra hermanna beið bana og flutningabílar þeirra eyðilögðust þcgar þeir óku á jarðsprengjur í fyrirsát sem uppreisnarmenn í Eritreu gerðu stjórnarhermönnum. að því er talsmaður uppreisnarmanna sagði í Khartoum í Súdan í dag. Fyrirsátin var gerð til að koma í veg fyrir að stjórnarherinn gæti tryggt sér ákveðin landsva-ði og komið upp aðstöðu til að undir- búa stórsókn gegn uppreisnar- mönnum. Annars staðar frá í Eþíópíu berast m.a. þær fréttir að v-sómalskir uppreisnarmenn hafi að undanförnu mjög aukið skæru- árásir sínar á her Eþíópíumanna í Ogaden-auðninni þrátt fyrir Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.