Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1978 tJtvarpsráð krefst 12,5 milljóna kr. í lögbannstryggingu í GÆR lögAu lögmenn aðila í lögbannsmálinu „Umboðsmenn V-listans í Reykjaneskjördæmi gegn útvarpsstjóra f.h. útvarps- ráðs“ íram greinargcrðir og skjöl í fógetarétti Rcykjavíkur — en úrskurðar er að vænta í dag. Krafa gerðarbeiðanda. lista óháðra kjósenda. er sú að fram fari lögbann við þeim framboðs- Hverjir vilja styðja stefnu Alþýðu- bandalagsins?! í FLOKKAKYNNINGU Alþýðu- bandalagsins f sjónvarpinu í gærkvöldi sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður fram- kvæmdastjórnar Alþýðubanda- lagsins, að spurningin væri ekki um það með hverjum Alþýðu- bandalagið vildi vinna í nýrri ríkisstjórn, heldur mundi Al- þýðubandalagið við stjórnar myndun leggja fram alla sína stefnuskrá og spurningin væri um það hvaða aðrir stjórnmála- flokkar vildu styðja stefnu Alþýðubandalagsins! þáttum scm fyrirhugaðir eru í sjónvarpinu með þátttöku þeirra flokka cinna scm nú eiga menn á Alþingi. Ilér er um að ræða þættina „Setið fyrir svörum“ sem sjónvarpa á 13. og 14. júní, framhoðsfund í sjónvarpssal sem á að vera á dagsskrá 18. júni og hringborðsumræður á dagskrá 21. júní n.k. Þessi krafa er studd þeim rökum að hér sé um hreint mannréttinda- mál að ræða þar sem deilt sé um það hvort útvarpsráð sé bundið af skýrum Iagaákvæðum um hlut- leysi gagnvart flokkum og stefnum og hvort með því fyrirkomulagi, sem fyrirhugað er, sé virt 3. gr. 3. mgr. útvarpslaga um að í allri dagskrártilhögun skuli ríkisút- varpið fylgja lýðræðislegum grundvallarreglum. Lögbann sé heimilt þegar brotið er gegn rétti manna og í þessu tilviki hafi stjórnvöld ennfremur farið út fyrir valdsvið sitt. Rökstuðningur gerðarþola, út- varpsráðs, fyrir því að kröfunni um lögbann verði hafnað er m.a. sá að af bréfi gerðarbeiðenda til útvarpsráðs 26. f.m. megi ráða að þeir telji ekki óeðlilegt að þeim sé ætlaður nokkru styttri tími í Framhald á bls. 24. Þessi mynd var tekin í hléi á tónleikum Rostropovits í Laugardalshöllinni. Með Rostropovits á myndinni er buríður Pálsdóttir óperusöngkona en rússneska snillingnum er minnisstætt þegar hann lék með föður Þuríðar, dr. Páii ísólfssyni, í Dómkirkjunni í Reykjavík fyrir aldarfjórðungi. — Ljósm.. Friðþjófur. „Áherzla lögð á að hækka þær teg- undir mest sem við þurfum að auka sókn í” segir sjávarútvegsráðherra N ý sáttatiHaga í Hafnarfirði BÆJARSTJÓRN Ilafnarfjarðar hélt fund í ga-rkveldi. sem hóíst klukkan 21, um dcilu þá sem risið hefur milli starfsfólks fiskiðju- vers Bæjarútgerðarinnar og verkstjóranna en starfsfólkið hefur krafizt þess að verkstjór- arnir verði rcknir og lagt niður Vinnu til þess að fylgja þcirri kröfu eftir. Á fundinum lögðu ba'jarfulltrúarnir Árni Gunn- laugsson. Stcfán Jónsson og Markús Á Einarsson fram eftir farandi tillögu. „Með hliðsjón af þróun mála varðandi deilur milli verkstjóra og starfsfólks Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og mikillar nauðsynjar þess að starfræksla hefjist á ný í fiskiðjuverinu fer bæjarstjórn þess enn á ný eindreg- Framhald á bls. 20. „ÞAÐ er eftirtektarvert við fisk- verðsákvörðunina. að áherzla var lögð á að hækka þann fisk mest sem við viljum auka sókn í og þar á ég við ufsa. karfa og stcinbít.“ sagði Matthi'as Bjarnason sjávar- útvegsráðherra þegar Morgun- blaðið spurði hann út í fiskverð það sem Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað í fyrra- kvöld. Matthías Bjarnason sagðist •vilja bæta því við að með því að hækka verð á fyrrgreindum fisk- tegundum meira en á öðrum ætti hagur manna á SV-landi eitthvað að vænkast þar sem þeir sæktu nokkuð mikið í þessar tegundir. „En það er enginn og var enginn grundvöllur fyrir hækkun fisk- verðs að þessu sinni, nema síður sé. Ef fiskverð hefði ekki hækkað, hefði það bæði verið óheilbrigt og ósanngjarnt gagnvart sjómönnum og reyndar útgerðarmönnum líka,“ sagði sj ávarútvegsráðherra. Aðalfundur SJ.F. í dag: Samningar á næst- imni við Portúgali? Útflutningur frá Siglufirði Siglufirði, 7. júní SÓLBAKUR landaði hér 145 tonnum af þorski í gær og í dag kom Stálvík inn með 115 tonn en hcldur áleiðis til Englands í kvöld og á að selja í' Hull á mánudag. Hofsjökull lestaði hér í dag 4.000 kassa af freðfiski á Bandaríkja- markað og veitti ekki af því að allt var að verða- fullt. Þá lestaði Suðurland nokkur hundruð pakka af saltfiski sem eiga að fara til Portúgals. Á morgun verður haldinn bæjarstjórnarfundur og verður þá myndaður nýr bæjarstjórn- armeirihluti. — m.j. AÐALFUNDUR Sölusambands ísl. fiskframleiðenda hefst á Ilótcl Sögu kl. 10 árdegis í dag. Ljóst er að staða saltíiskframleiðslunn- ar verður mikið til umræðu á fundinum þar scm illa hcfur árað að þessu sinni af mörgum ástæð- um. Forráðamenn S.Í.F. eru nú nýkomnir frá Portúgal þar sem þeir hafa átt viðræður við þar- lenda um kaup á saltfiski frá Islandi en Portúgalir hafa um margra ára skeið verið helztir kaupendur saltfisks frá íslandi. Samkvæmt því sem Morgunblað- inu hefur verið tjáö hafa samning- ar við Portúgali ekki tekizt enn. Útlitið er þó ekki talið slæmt og eiga menn von á að samningar takizt á næstunni. Alþýðubandalagið: Stóð 12 sinnum að skerð- ingu eða tilraun tU skerð- ingar á kjarasamningum — í vinstri stjóm 1971—74 Á ÁRABILINU 1971-1974 skerti vinstri stjórnin eða reyndi að skerða kjarasamn- inga verkalýösfélaga 12 sinn- um. Björn Jónsson, forseti ASÍ, sem um skeið gegndi ráðherra- starfi í vinstri stjórninni skýrði frá því á fundi í Álþýðuflokksfé- lagi Reykjavíkur í marz 1973, að fram að þeim tíma hefði vinstri stjórnin gert 8 tilraunir til þess að skerða gildandi kjarasamninga. Á síðustu mán- uðum vinstri stjórnarinnar skerti hún fjórum sinnum til viðbótar þá kjarasamninga sem þá voru í gildi. Þessar staðreyndir þykir Morgunblaðinu rétt að rifja upp nú í tilefni af því að í forystu- grein Þjóðviljans í gær er riftun á gerðum kjarasamningum lýst scm „óheiðarleik og yfirdreps- skap“ sem „allir launamenn hvar í flokki sem þeir standa“ fordæmi. Eins og kunnugt er átti Al- þýðubandalagið aðild að vinstri stjórninni sem sat 1971—1974. Ráðherrar Alþýðubandalagsins í þeirri ríkisstjórn voru þeir Lúð- vík Jósepsson núverandi formað- ur þess og Magnús Kjartansson. Á síðustu mánuðum vinstri stjórnarinnar stóðu þeir Lúðvík Jósepsson, Magnús Kjartansson og allur þingflokkur Alþýðu- bandalagsins að eftirtöldum að- gerðum sem þýddu skerðingu á gildandi kjarasamningum: • Afengi og tóbak var tekið út úr vísitölunni. • Kostnaður við einkabifreið var tekinn út úr vísitölunni. • Um mánaðamótin maí — júní voru nokkur vísitölustig tekin af launþegum. • Hækkun söluskatts kom ekki fram í vísitölu. Allar þessar aðgerðir miðuðu að því að draga úr kaupgjalds- hækkunum til launþega. Haustið 1970 lýsti Magnús Kjartansson með þessum orðum hvað það þýddi að hans dómi að taka áfengi og tóbak út úr vísitölu í forystugrein í Þjóðviljanum: „í öðru lagi er grundvöllur vísitöl- unnar falsaður með því að taka út úr honum hækkun á áfengi og tóbaki...“ Við valdatöku vinstri stjórnar sumarið 1971 var áfengi og tóbak tekið inn í vísitöiu á ný. Rúmu ári síðar gerði vinstri stjórnin tilraun til þess að taka áfengi og tóbak út úr vísitöl- unni á ný. Björn Jónsson lýsti þeirri tilraun með svofelldum orðum skv. frásögn Alþýðublaðs- ins á fundi í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur í marz 1973: „Þegar hér var komið í ræðunni vék Björn að frumvarpi því er ríkisstjórnin hefur lagt fram um að taka áfengi og tóbak út úr vísitölugrundvellinum. Hann kvað sig og Karvel Pálmason hafa snúizt gegn þessum fyrir- ætlunum ríkisstjórnarinnar um enn eina breytingu á samningum verkalýðssamtakanna frá því í árslok 1971 auk þess sem Eðvarð Sigurðsson hefði einnig lýst sig andvígan þessum fyrirætlunum“. Þessi vfsitöluskerðing var hins vegar framkvæmd vetur- inn 1974. r Urskurðað- ur í gæzlu- varðhald og geðrannsókn MAÐURINN, sem handtek- inn var í fyrradag og játað hefur innbrot og nauðgun í húsi í vesturborginni um helgina, var í gær úrskurð- aður í 30 daga gæzluvarð- hald í Sakadómi Reykjavík- ur. Jafnframt var manninum gert að sæta geðrannsókn á tímabilinu. Rannsókn máls- ins er haldið áfram. Daglegir fund- ir með Loftleiða- flugmönnum SAMNINGAFUNDUR miili samninganefndar Fluglciða og samninganefndar Félags Loft- leiðaflugmanna var haldinn í gær og stóð í þrjár klukkustundir. Dciiumálin voru þar reifuð og í lok fundarins var ákveðið að •deiluaðilar hittust að nýju klukk- an 14.30 í dag. Eins og fram hefur komið hefur þegar náðst samkömulag milli Flugleiða og FÍA, Félags íslenzkra atvinnuflugmanna, sem er um- bjóðandi flugmanna hjá Flugfélagi íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.