Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1978 5 Niðurgreiðslur, útflutnings- bætur, afurða- og rekstrar- arlán beint til bænda? ÞINGMENNIRNIR Eyjólfur Konróð Jónsson og Jóhann Hafstein fluttu á AlÞingi ■ vetur tillögu til Þingsályktunar Þess efnis aó fela ríkisstjórninni að hlutast til um að viðskiptabankar greiði rekstr- ar- og afuröalán landbúnaðarins beint til bænda. Verulegar um- ræður urðu um tillöguna á AlÞingi en allsherjarnefnd sam- einaðs AlÞingis klofnaði í afstöðu sinni til málsins. Tillagan hlaut ekki endanlega afgreiðslu fyrir Þinglausnir í vor. Meirihluti nefndarinnar, Þing- mennirnir Ellert B. Schram, Ólaf- ur G. Einarsson, Lárus Jónsson og Jónas Árnason, sagði í áliti sínu aö Þeir teldu Þá hugsun, sem að baki tillögunni lægi, allrar athygli verða og lögðu til að tillagan yrði samÞykkt með Þeirri breytingu á orðalagi að AlÞingi fæli ríkisstjórninni að hlutast til um að settar veröi reglur um rekstrar- og afurðalán landbún- aðarins sem tryggi að bændur fái í hendur Þá fjármuni sem Þeim eru ætlaðir um leið og lánin eru veitt. Jafnframt láti ríkisstjórnin fara fram athugun á Því hvernig heppilegast sé að koma við breytingu á greiðslum útflutn- ingsbóta og niðurgreiðslna Þann- ig að Þær nýtist betur. Minnihluti allsherjarnefndar, þeir Jón Helgason, Jón Skaftason og Magnús T. Ólafsson, vitnuðu í áliti sínu til umsagna ýmissa aðila um tillöguna og lögöu til aö henni yröi vísað frá meö rökstuddri dagskrá þar sem fram kaemu andmæli gegn tillögunni í þeim umsögnum sem nefndinni heföu borist. Eyjólfur K. Jónsson sagði í íramsöguræðu sinni fyrir tillögunni að Ijóst ætti að vera hverjum og einum að kjör bænda þyrfti að bæta. Það væri kerfið sem væri að keyra þá niður en ekki athafnaleysi þeirra eða úrræöaleysi. Bændur hefðu sjálfir bent á ýmsar leiðir en það hefði þó ekki verið nægilega undirstrikað hve þýðingarmikið það væri fyrir landbúnaðinn að fá þær greiðslur er honum bæri sem allra fyrst. Á tímum mikillar verðbólgu hefði það grundvallar- þýðingu að bændur fengju rekstr- ar- og afurðalánin eins fljótt og auðið væri og þeir gætu þá í vaxandi mæli rekið bú sín með eigin fjármagni og þyrftu ekki að sæta því að fé þeirra væri skert af Framhald á bls. 24. Lengst til vinstri er Iljalti Elíasson forseti Bridgesambands íslands. Hann hefur stjórnað undirbúningi Norðurlandamótsins hér. í miðju Svend Novrop, mjög þekktur keppnisstjóri frá Danmörku og Þórður Jónsson forsvarsmaður fyrir Island vegna mótsins. N orðurlandamót- ið í bridge hefst á laugardaginn Norðurlandamótið í bridge fer fram á Hótel Loftleiðum dagana 10.—15. júní. Er þetta í sextánda sinn sem mótið er haldið og tólf ár síðan það var síðast haldið á íslandi. Spilað verður í þremur flokkum, opnum flokki, kvennaflokki og unglingaflokki. í opna Ekið á bíl í Hafnarfirði SÍÐASTLIÐINN laugardag var ekið á bifreiðina R-58847 sem er Fiat sport 850 þar sem hún stóð við gatnamót Kirkjuvegar og Reykjavíkurvegar í Hafnarfirði. Gerðist þetta á tímabilinu 13—22. Hægra frambretti dældaðist. Það eru tilmæli Rannsóknar- lögreglunnar í Hafnarfirði að tjónvaldurinn og vitni gefi sig fram. flokknum verða spilarar frá öllum fimm Norðurlöndunum. í kvennaflokki verða Norð- menn ekki með og í unglinga- flokknum verða aðeins Norð- menn og Svíar meðal þátttak- enda auk íslands. Sérstakt blað verður gefið út daglega í sambandi við mót þetta. Þá verður um helgina og öll kvöld sýndur leikur á sýningartöflu. Verður reynt að gera aðstöðu áhorfenda sem bezta ekki síður en spilara. Spilin sem spiluð verða eru tölvugefin og verða sömu spil spiluð á öllum borðum. Einar Ágústsson utanríkisráð- herra setur mótið n.k. laugardag kl. 13. Keppnisstjóri mótsins verður danskur, Svend Novrup, en hann er þekktur keppnisstjóri og kunn- ur blaðamaður. Nánar verður sagt frá mótinu í bridgeþætti. Magnús Torfi Ólafsson: „Draumuriim um ný- sköpunarstjóm er úti” MAGNÚS Torfi Ólafsson, formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. ritar rit- stjórnargrein í nýútkomið tölu- blað Nýrra þjóðmáia og kemst þar að þeirri niðurstöðu. að nýsköpunarstjórn sé útilokuð eftir naestkomandi alþingis- kosningar. Magnús segir að það sé kjósenda að ákveða hvað við skuli taka, en fleira hafi farið forgörðum af bollaleggingum flokksforingja við úrslit byggða- kosninganna en áform Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks um endurnýjun stjórnar- samstarfsins. Magnús Torfi Ólafsson segir: „Draumurinn um nýja nýsköpunarstjórn er líka úti. Þótt sjálfseyðingarhvötin virðist sterk hjá Sjálfstæðisflokknum um þessar mundir, fremur hann ekki þá kviðristu sem það væri fyrir hann eftir úrslit borgarstjórnar- kosninganna í Reykjavík, að taka höndum saman við Alþýðubanda- lagið um landsstjórnina. — Óviss- an um hvað við tekur eftir kosningar til Alþingis er því í rauninni enn mfeiri en áður eftir byggðakosn i ngarnar." SSSStW EKKI BARA BUXUR EoMnnerki OQif Ttcirn I6iclcl urv jj,- t "" t ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.