Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1978 13 Fulltrúar Í.S.Í. ásamt stjórn og varastjórn íþróttafélagsins Eik. Sitjandii Pétur Pétursson og Aðalheiður Pálmadóttir, standandi f.v.. Jósteinn Helgason. Svanfríður Larsen. Guðrún Bergvinsdóttir, Stefanía Guðmann. Margrét Rögnvaldsdóttir og Sigurður Magnússon. A myndina vantar Þorgerði Fossdal. Fyrsta iþróttafélag þroskaheftra stofnað FYRSTA íþróttafélag þroska- heftra var stofnað á Akureyri hinn 16. maí s.l., og hlaut það nafnið íþróttafélagið Eik. Félagið er stofnað að frumkvæði íþróttasambands íslands í nánu samstarfi við Landssamtökin Þroskahjálp, en að stofnuninni stóðu Styrktarfélag vangefinna á Norðurlandi og Foreldrafélag barna með sérþarfir á Akureyri. Tæplega 50 manns sátu stofn- fund félagsins og sýndi Sigurður Magnússon skrifstofustjóri ISI norska kvikmynd um líkamsrækt þroskaheftra, sem Fræðslumynda- safn ríkisins hefur keypt og er til útlána. Stjórn félagsins var kjörin og er Margrét Rögnvaldsdóttir íþróttakennari formaður. Áformað er að stofna fleiri íþróttafélög þroskaheftra á þessu ári, bæði í Reykjavík og út um land. Stjórn Félagsstofnunar stúdenta framan við Stúdentahcimilið við Ifringbraut. Félagsstofnun stúdenta 10 ára UM ÞESSAR mundir eru tíu ár liðin frá stofnun Félagsstofnunar stúdenta við Háskóla íslands. Félagsstofnun stúdenta er sjálfs- cignarstofnun með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð. Aðild að stofnun- inni eiga menntamálaráðuneytið. Iláskóli íslands og allir skrásett* ir stúdentar innanlands. en hlut- verk hennar er að annast rekstur og bera ábyrgð á fyrirtækjum í þágu stúdenta og beita sér fyrir eflingu þeirra. Formlega tók Félagsstofnun stúdenta til starfa 1. júní 1968 en í dag rekur hún eftirtalin fyrir- tæki: Stúdentagarðana, Gamla og Nýja Garð, hjónagarða, Stúdenta- heimilið (Félagsheimili stúdenta), Hótel Garð, kaffistofur í Háskól- anum, Árnagarði og Lögbergi, Stúdentakjallarann, matstofu stú- denta, Bóksölu stúdenta, Háskóla- fjölritun, Ferðaþjónustu stúdenta, barnaheimilin Efrihlíð og Valhöll og fyrirhugað er að koma á stofn Kennslubókaútgáfu Háskólans. Félagsstofnun stúdenta er undir stjórn fimm'manna, sem skipaðir eru til tveggja ára í senn, einn af menntamálaráðuneytinu, einn af Háskóla íslands (Háskólaráði) og þrír af Stúdentaráði, þar af einn, er hefur lokið embættisprófi. Stjórn stofnunarinnar er þannig skipuð í dag: Ásgeir Daníelsson, kennari, formaður, Pétur Þor- steinsson, guðfræöinemi, Pétur Orri Jónsson, viðskiptafræðinemi, Stefán Svavarsson, löggiltur end- urskoðandi, tilnefndur af Háskóla Islands, og Stefán M. Gunnarsson, bankastjóri, tilnefndur af mennta- málaráðuneyti. Varamaður for- manns er Gísli Pálsson kennari en framkvæmdastjóri er Jóhann G. Scheving viðskiptafræðingur. Á blaðamannafundi sem hald- inn var í tilefni af tíu ára afmælinu kom fram að stofnunin hefur ekki bolmagn til að standa undir starfsemi sinni upp á eigin spýtur og hefur því þurft að leita á náðir ríkisvaldsins. Ríkisvaldinu þykir hins vegar lítið til starfsem- innar koma og hefur skorið talsvert niður fjárveitingar til stofnunarinnar. Illilega 'er því farið að sverfa að stofnuninni og ef ekkert verður að gert blasir við greiðsluþrot á þessu eða næsta ári að sögn Jóhanns G. Schevings. Ljóst er að Félagsstofnun stú- denta vantar 12 milljónir til að geta staðið í skilum fyrir árið 1978 og að sögn Jóhanns G. Schevings er ekki vitað hvaðan þær muni koma. Hann sagði að ríkisvaldið hefði stöðugt dregið úr framlagi sínu til stofnunarinnar og tók sem dæmi, að framlag ríkisins á hvern stúdent í dag væri um það bil 1/6 af því sem það var árið 1970. Norræn skipulags- ráðstefna í Ábo NORRÆN ráðstefna um skipu- lagsmál verður haldin í Ábo (Turku) í Finnlandi dagana 28. —30. ágúst í sumar. Að ráðstefnunni standa finnska arki- tektafélagið 'og samtök áhuga- manna þar í landi f samvinnu við tilsvarandi félagasamtök á Norðurlöndum öllum. Fyrsta ráðstefnan af þessu tagi var haldin í Ósló árið 1960, en síðan hafa þær venjulega verið haldnar á þriggja ára fresti. Ráðstefnur þessar leitast við að ná til þátttakenda úr hópi þeirra, sem fást við gerð skipulagsáætlana ásamt embættis- og sveitarstjórn- armönnum, sem um þau málefni fjalla. Viðfangsefnið að þessu sinni er „heildarskipulag og umhverfi" (den översigtliga planeringen och den fvsiska miljö) og verður fjallað um það bæði í fyrirlestrum og umræðuhópum, auk þess sem komið verður upp sýningu á dæmum um skipulag og fram- kvæmd þess á Norðurlöndum og farnar kynnisferðir um Ábo-svæð- ið. í lok ráðstefnunnar gefst þátt- takendum síðan kostur á hópferð- um til nokkurra borga í Finnlandi. Frekari upplýsingar um ~ ráð- stefnuna er að fá á skrifstofu Arkitektafélags íslands. Wang rafreiknar eru ekki aðeins fyrir lítil fyrirtæki Wang - rafreiknar eru amerísk gæðavara, framleidd undir einkunnarorðunum: Einfalt, sveigjanlegt, áreiðanlegt. Wang býður yður einfaldleika. Meðferð tækja og forrita krefst ekki sérmenntaðs starfsliðs, þjálfun fylgir með í kaupunum. Wang býður yður sveigjanleika. Veljið þann tækjabúnað, sem hentar fyrirtæki yðar í dag. Við fullvissum yður um, aö þér getið notað þann búnað, sem grunn til að byggja á frekari umsvif í gagnavinnslu eftir því sem fyrírtæki yðar stækkar, án kostnaðarsamra breytinga á forritum. Wang býður yður áreiðanleika. Sérþjálfaðir viðgerðarmenn ásamt nægum varahlutum, tryggja örugga viðhaldsþjónustu. Tilbúin forritasöfn á Wang - rafreikna fyrir verslunar og framleiðslufyrirtæki, verkfræðistofur, sveitarfélög, lífeyrissjóði og sparisjóði. Stuttur afgreiðslufrestur. Wang tölvur eru nú þegar í notkun hjá íslenskum fyrirtækjum. Hringið eða komið og skoðið Wang - rafreikni i tölvudeild Heimilistækja s.f. Wang lausn er ódýrari en þér haldið. heimilistæki sf TÖLVUDEILD, SÆTÚNI8 — SÍMI24000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.