Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1978 19 Fjölbreytt dagskrá sjómannadagsins á Fáskrúðsfirði Fáskrúðsfirði 6. júní SJÓMANNADAGURINN var haldinn hér hátíðleKur að vanda. Hátíðarhöldin hófust með því að skuttogararnir Ljósafell og Hof- fell fóru með börn og fullorðna í skemmtisiglingu um fjörðinn, en síðan var gengið í gegnum bæinn f skrúðgöngu og til kirkju, þar sem sóknarpresturinn, séra Þor- leifur K. Kristmundsson, mess- aði. meðal annars knattspyrnuleikur milli skipshafna á Ljósafelli og Hoffelli, og bar á sérstökum tilþrifum margra skipverja. Leikn- um lauk án þess að liðunum tækist að koma knettinum í netið. Á sjómannadaginn var blíðuveð- ur á Fáskrúðsfirði, og um kvöldið fór fram dansleikur í félagsheimil- inu Skrúð, og fór hann vel fram. Albert. Keppt í belgjahoppi á sjómannadaginn á Fáskrúðsfirði. Ljósm.i Albert í upphafi guðsþjónustunnar var Sigrún Sigurðardóttir heiðruð af sjómannadagsráði fyrir langt og gott starf að slysavarnamálum, en hún er ein af stofnendum slysa- varnadeildarinnar Hafd-ísar á Fá- skrúðsfirði, og hefur verið formað- ur deildarinnar í 18 ár. Á síðasta ári var Sigrún kosinn heiðursfélagi Hafdísar og á 50 ára afmæli SVFÍ var hún gerð þar að heiðursfélaga. Eftir hádegi var kappróður, sigurvegari varð sveit Kára Jóns- sonar og sona hans. Kári og synir hans sigruðu nú í kappróðrinum þriðja árið í röð og þar með róðrarbikarinn til eignar. Að kappróðrinum loknum fóru fram skemmtiatriði á íþróttavellinum, Iðnþróun- arstofnun gefur út nýjan staðal Iónþróunarstofnun íslands hef- ur nýlega gefið út staðal, „Ofnar fyrir miðstöðvar og hitaveitu- kerfi ÍST 69. I“, hluti I. - stálofnar. Hinn nýi staðall er þannig til kominn að undanfarin ár hefur oft komið til ágreinings milli fram- leiðenda, innflytjenda og notenda um mat á gæðum miðstöðvarofna, m.a. vegna samanburðar á varma- afkastagetu. Hafa framleiðend- urnir til skamms tíma notað mismunandi prófunaraðferðir á varmaafköstum, þannig að raun- hæfur samanburður hefur tæpast verið mögulegur. Unnið hefur verið að undirbún- ingi þessa nýja staðals um nokkurt skeið og hafa tveir íslenzkir framleiðendur nú skilað full- nægjandi töflum um varmaafköst. Þess er vænst að hinn nýi staðall muni stuðla að bættum sam- keppnisháttum og aukinni vöru- vöndun. (Fréttatilkynning). Mæðraheimilinu verði ekki lokað Aðalfundur Handalags kvenna samþykkti á aðalfundii Aðalfundurinn vill beina þeirri eindregnu ósk til borgarstjórnar Reykjavíkur. að Mæðraheiinilið að Sólvallagötu 10 verði ekki lagt niður, nema hliðstæð þjónusta komi til. í greinargerð segir: Fundurinn minnir borgaryfirvöld á, að stofn- un mæðraheimilis var baráttumál Bandalagsins um árabil og telur stofnun heimilisins hafa verið lausn á erfiðu vandamáli. Fundur- inn harmar því, að fram hafa komið hugmyndir um að hætta rekstri þess. Nú hýrnar heldur betur yfir Herrahúsinu. Sumarið er komið. Húsið er fullt af vönduðum sportfatnaði sem hentar jafnt eldri sem yngri í ævintýri og ferðalög komandi mánaða, hvort sem er innanlands eða utan. BANKASTRÆTI 7. SIMI 29122. AÐALSTRÆTI 4. SÍM11500'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.