Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚNI 1978 Slippstöðin end- urbyggir Breka Tryggingamiðstöðin hefur ákveðið að taka tilboði Slippstöðvarinnar á Akur- eyri í endurbyggingu togar- ans Breka sem stórskemmd- ist í eldi á Akureyri fyrir nokkrum vikum. Hljóðar verksamningur upp á 300 milljónir króna og á viðgerð að vera lokið eftir 4Ú2 mánuð. Eins og áður hefur komið fram í Mbl. bárust 6 tilboð í viðjíerð togarans, fjögur erlend og tvö innlend. Voru þau á bilinu 275 til 450 milljónir en tilboðin voru svo misjafnlega sett upp að upphæð- irnar eru ekki sambærilegar. Voru hæstu tilboðin frá Svíþjóð og Portúgal en þau íslenzku í hópi þeirra lægri. Sagði Gunnar Felix- son fulltrúi hjá Tryggingamiðstöð- inni við Mbl. í gær að íslenzku tilboðin hefðu reynzt fyllilega samkeppnisfær við hin erlendu. Þá sagði Gunnar að miklu hefði ráðið um valið á Slippstöðinni sú ósk eigenda togarans að viðgerðin færi þar fram vegna þess að togarinn var upphaflega smíðaður hjá Slippstöðinni. Kosningaskrifstofur á Hellu og Selfossi S.IÁLFSTÆÐISMENN á Scl- fossi og IIcllu hafa nú opnað kosningaskrifstofur vcgna væntanlcgra alþingiskosninga. Skrifstofan á Hellu er í Verkalýðshúsinu við Suður- landsveg og er hún opin daglega milli kl. 17 og 22 og einnig um helgar. Sími skrifstofunnar á Hellu er 5030. Kosningaskrif- stofa sjálfstæðismanna í Árnes- sýslu er að Tryggvagötu 8, Selfossi, og er opin miili klukk- an 9 og 19. Sími skrifstofunner er 1899. Á skrifstofunum eru veittar upplýsingar um utan- kjörstaðakosningu, kjörskrár og annað er varðar væntanlegar kosningar. Eru stuðningsmenn D-listans í Suðurlandskjördæmi beðnir um að hafa samband við skrifstofurnar. Launamálaráð BHM: Lýsir sérstakri ánægju með væntanlega ákvörðun nýja borgarstjórnarmeirihlutans Launamálaráð Bandalags háskólamanna hefur samþykkt ályktun. þar scm lýst cr sórstakri ánægju með þá væntanlegu ákvörðun hins nýja borgar stjórnarmcirihluta að hann greiði laun samkvæmt samningum og lýsir um lcið sérstökum stuðningi 28 hvalir veiddir TUTTUGU og átta hvalir hafa nú veiðzt. í gærmorgun kom Hvalur 8 með tvo hvali, langreyði og búrhveli, og Hvalur 6 kom í gær með langreyði. Slæmt veður var á hvalveiðimiðunum í gær. Er Morgunblaðið hafði samband við Rainbow Warrior í gær vörðust skipverjar allra frétta en samkvæmt pví sem beir gáfu upp í fyrradag munu beir ætla að taka lífinu með ró næstu tvo daga og æfa sig á gúmbátum og öðrum útbúnaði. við aðgerðir Vcrkamannasam- bandsins. Ályktun launamálaráðs BHM er svo hljóðandi: Launamálaráð lýsir yfir sérstakri ánægju með þá væntanlegu ákvörð- un hins nýja borgarstjórnarmeiri- hluta að hafa kaupránslögin, bæði þau fyrri og síðari, að engu ,og greiða öllum starfsmönnum borgar- innar umsamið kaup. Launamála- ráðið skorar á ríkisstjórnina að fella kaupránslögin nú með öllu úr gildi og fullvissar hana um,að launafólk hefur skilið efni þeirra prýðisvel — eins og dæmin sanna — frekari útskýringar á þeim eru með öllu óþarfar. Jafnframt lýsir launamálaráðið yfir sérstökum stuðningi við að- gerðir Verkamannasambandsins. Launamálaráð mun leita sam- vinnu og samráðs við stjórn BSRB um þátttöku ríkisstarfsmanna í væntanlegum aðgerðum samtaka launamanna, til þess að knýja fram endanlegt afnám kaupránslaganna. Luke Kelly, Jim McCann, John Sheahan og Barney McKenna létu veðrið ekki á sig fá og voru hinir hressustu þrátt fyrir að illa viðraði á Keflavíkurflugvelli í gær. írski þjóðlagaflokkurinn Dubliners: „Hefur alltaf langað að koma til íslands” ÞAÐ VAR hvasst en úrkomu- laust þegar írski þjóðlaga- flokkurinn Dubliners kom til Keflavíkurflugvallar í gær frá Glasgow. írarnir létu hvass- viðrið þó ekki á sig fá og stilltu sér þolinmóðir upp fyrir Ijós- myndara en því næst örkuðu þeir inn í flugstöðvarbygging- una. í kvöld klukkan 21.00 heldur þjóðlagaflokkurinn tón- leika í Laugardalshöll á vegum Listahátíðar og er ekki að efa að marga fýsir til að sjá kappana því tónlist þeirra er fjörleg og höfðar til allra aldurshópa; Mbl. náði tali af einum úr þjóðlagaflokknum, Jim McCann, og innti hann fyrst eftir því hvaðan þeir kæmu nú. „Við komum frá Dublin," svaraði MeCann. Sagði hann að þeir hefðu nýlokið hljómleikaferða- lagi um Vestur-Þýzkaland og Holland og verið vel tekið enda væru þetta þau lönd sem þeir væru vinsælastir í. „í Dublin héldum við síðast hljómleika í febrúar en við erum nú að undirbúa okkur undir plötuupp- töku sem við förum að öllum líkindum í í sumar. Hljómplata þessi ætti síðan að koma út seinna á árinu en við vitum ekki hvenær. Nei, þetta verður ekki hljómleikaplata en það hefur ekki endanlega vérið ákveðið hvaða lög verða á plötunni. „Þetta er í fyrsta sinn, sem ég kem til íslands, en hinir þrír hafa komið hingað einu sinni áður. Að vísu sáu þeir ekki mikið af landinu, því þeir millilentu hér á leiðinni yfir Atlantshafið fyrir nokkrum árum. En mig og reyndar okkur alla hefur alltaf langað til að koma hingað og ferðast um landið. Eiginlega má segja að þetta sé eina landið í heiminum fyrir utan Suður-Ameríku sem við höfum ekki haldið hljóm- leika í. Jú, við höfum heldur ekki haldið hljómleika í Sovét- ríkjunum eða öðrum löndum Austur-Evrópu. Við höfum kom- ið til austantjaldslandanna, og í eitt skipti er við vorum í Finnlandi stóð til að skreppa til Sovétríkjanna og halda þar eina hljómleika en ekkert varð úr. „Við þekkjum dálítið til Is- lands, vitum að fólki er raðað í símaskrána eftir fornafni og að konur halda eftirnafni sínu þótt þær gifti sig. Ég hef einnig lesið talsvert af íslenzkum bókmennt- um og tel mig þekkja ísland nokkuð vel af bókum. „Nei, ég hef ekki lesið fornsögurnar en mér skilst að það sé talsvert talað um Ira og Irland í þeim. Það eru til írskar fornsögur og þær hef ég lesið 'en það gæti verið gaman að lesa þær íslenzku líka. Islenzku veit ég að fáir tala utan Islands og finnst mér dálítið sérstakt að svona lítil þjóð skuli hafa sína eigin tungu. „Við verðum hér fram á laugardag og ætlum að reyna að skoða okkur aðeins um áður en við förum. Það væri t.d. gaman að fara austur að Geysi og sjá hinn eina sanna hver. Annars reynum við aðeins að nota tímann vel og sjá okkur sem mest um. „Er það satt að það sé hægt að leigja þyrlu og fljúga hring- inn í kringum ísland?“ skýtur Luke Kelly einn meðlima Dubliners, inn í og fullyrðir að hann hafi heyrt að svo væri. Það tók nokkra stund að sannfæra hann um að svo væri ekki en eitthvað þótti honum það miður að ekki skyldi vera hægt að skreppa í útsýnisflug yfir eyj- una. Dubliners eru nú komnir að bankanum í flugstöðvarbygg- ingunni og flýta sér að skipta pundum sínum yfir í krónur. Ekki höfðu þeir minnstu hug- mynd um verðlagið á íslandi og þegar blaðamaður sagði McCann að flaska af góðu viskíi kostaði jafnvirði 14 sterlings- punda kallaði hann upp: „Drott- inn minn dýri,“ og bætti svo við, „en ég kom með mitt með mér“ og benti á farangur sinn. Grieg Duo Tónleikarnir hófust á sónötu í B-dúr, K-378 eftir Mozart. Styrkleiki og ýmsar skreytingar voru með öðrum hætti í leik þeirra félaga en í frumtextanum og verkið í heild gjörsneytt öllum „sjarma“ og blæbrigðum. Annað verkið á efnisskránni er eftir Busoni. Hann var sérkennilegt sambland af píanósnillingi og tónskáldi og voru verk hans ýmist tækni- legar útfærslur eða alvarlegar tónsmíðar, sem þykja merki- legar fyrir ýmis heilabrot og tilraunir, þó frekar sem fyrir- bæri en tónlist. Sónötu nr. 2 í e-moll semur Busoni 32 ára og má þar heyra undanfara þeirra breytinga sem ein- Tónllst Á LISTAHÁTÍÐ V______________-S eftir JÓN ÁSGEIRSSON kenndu tónskáldskap hans síðar meir. Ole Bohn lék verkið víða mjög vel en leikur hans var þó furðumisjafn. Síðasta verkið var eftir Schu- bert, Fantasían í C-dúr, mjög fallegt verk. Það var eins með Fantasíuna og fyrri verkin að fiðluleikarinn gat gert margt mjög fallega. Tónmyndunin hjá honum er oft svo sérkenni- lega líflaus og „hás“, sérstak- lega í veikm leik. I hraðum leik krómantískum skölum og hljómagripum var leikur fiðl- arans við „ekki hægt“-mörkin. Ljósi púnkturinn á þessum tónleikum var píanistinn Einar Steen-Nökleberg og væri gaman að heyra hann leika einan við tækifæri. Það hefur sjaldan verið venja hjá undirrituðum að fjalla um flutning á aukalögum en eftir þessa tónleika léku þeir félag- ar þátt úr sónötu eftir Brahms. I þetta sinn lék fiðlarinn án nótna og var leikur hans allur með öðrum hætti en fyrr um kvöldið og bendir það tii þess að Ole Böhn geti gert betur en áheyrendur hafa orðið vitni að á tvennum tónleikum. Hvað svo sem því veldur. Jón Ásgeirsson. — Árásarmálið í Hrafnistu Framhald af bls. 44. pilturinn hélt áfram að veita manninum högg og félagi hans veitti honum einnig hjálp við verkið. Um síðir yfirgáfu piltarnir húsið sömu leið og þeir höfðu komið. Næturvörðinn skildu þeir eftir liggjandi í blóði sínu. Gat — Sáttatillaga Framhald af bls. 2 ið á leit við starfsfólkið að það hefji vinnu aftur ekki síðar en næstkomandi mánudag. Jafnframt því sem bæjarstjórn ítrekar þær forsendur sem fram komu í fyrri sáttatillögu hennar leggur hún áherzlu á að vinna byrji aftur í trausti þess, að sambúðarmál verkstjóranna og starfsfólksins þróist á næstu tveimur mánuðum í það jákvæða átt að viðunandi andrúmsloft skapist á vinnustaðn- hann kallað á hjálp. Reyndist hann bæði brotinn og marinn og var hann lagður inn á sjúkradeild Hrafnistu. Við yfirheyrslur hjá rannsókn- arlögreglunni í gærkvöldi gat pilturinn engar skýringar gefið á því hvers vegna þetta æði rann á hann. Vegna rannsóknar málsins upp- lýstust nokkur innbrot og tengjast allmörg ungmenni þeim afbrotum. um. Þá verði tryggt að eftirlits- störfum verði skipt á vissum tímabilum. Að liðnum tveimur mánuðum verði öll þessi mál endurskoðuð í ljósi fenginnar reynslu.“ Þessi tillaga var samþykkt með 7 atkvæðum bæjarfulltrúa sjálf- stæðismanna, Félags óháðra borgara og Framsóknarflokksins, en bæjarfuiltrúar Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins sátu hjá. Þá var samþykkt tillaga um að óska eftir því við verkalýðsfélögin að þau leggi þessa tillögu fyrir starfsfólkið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.