Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚNI 1978 33 íslendingar taka þátt í að setja alþjóðlega matvælastaðla NÚ HAFA öðru sinni hafist nefndarstörf á íslandi. sem munu stuðla að því. að Islendingar taki þátt í að skrá alþjóðlega matvæla- staðla. eða Codex Alimentarius. Codex Alimentarius er staðla- skrárráð. sem 114 þjóðir eru nú aðilar að. Ráð þetta var stofnað af Matvæla- og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna og Al- þjóðaheilbrigðisstofnuninni árið 1962 til að sjá um matvæiastöðl- un. Tilgangurinn var að vernda heilsu neytenda og tryggja sóma- samlega verzlunarhætti með mat- væli. Stofnaðar voru nefndir fyrir hvern tiltekinn flokk matvæla og fyrir hvern þeirra altæku efnis- þátta. scm taka til ailra flokk- anna. Af vörustaðlanefndum má nefna nefndir, sem fjalla um fisk og fiskafurðir, kjöt. hraðfryst matvæli og matvæli í sérþarfir. Sérþáttanefndir sjá um máiefni eins og merkingu matvæla og heilbrigði matvæla. Nú starfar 21 staðlaskrárnefnd. en hver nefnd kemur saman einu sinni á ári í landi formanns hennar. Árið 1967 var íslenzk staðla- skrárnefnd skipuð og starfaði hún undir yfirstjórn og á kostnað sjávarútvegsráðuneytisins. Sigurður Pétursson, gerlafræðing- ur, var formaður en auk hans voru Bergsteinn Á. Bergsteinsson, fisk- matsstjóri, og Einar Jóhannsson, eftirlitsmaður, í nefndinni. Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir, var skip- aður í nefndina 1971. Norðurlondin hafa haft með sér samvinnu og skipað nefndir em- bættismanna eða staðlaskrárráð, og undirnefndir ríkisstofnana og samtaka einkaaðila. Haldnir eru áriegir fundir og sótti Sigurður Pétursson fund í Stokkhólmi árið 1971 fyrir hönd íslands. Sigurður sat fundi staðlaskrárnefndar fyrir fisk og fiskafurðir frá upphafi, 1964—1976. Einnig voru nokkrir nefndarfundir sóttir hjá staðla- skrárnefndum, sem fjalla um heilbrigði kjöts og merkingu matvæla. Islenzka nefndin var leyst frá störfum 1972, en Sigurður Péturs- son sá um störf hennar upp frá því. Nú hefur utanríkisráðuneytið komið á fót nýrri staðlaskrárnefnd hér á landi. í nefndinni eiga nú sæti aöiiar sem gagn hafa af störfum Codex Alimentarius. Þeir eru: Rannsóknastofnun landbúnað- arins, Rannsóknastofnun fiskiön- aðarins, Rannsóknastofnun iðnað- arins, Framleiðsiueftirlit sjávar- afurða, Heilbrigðiseftirlit ríkisins, Matvælarannsóknir ríkisins, . Raunvísindastofnun háskólans, Yfirdýralæknirinn á Islandi, Eiturefnanefndin á ísiandi og FAO-nefndin á íslandi. Staðlaskrárnefndin hélt sinn fyrsta fund 9. maí 1977 og kaus sér þá formann, Björn Sigurbjörns- son, forstjóra Rannsóknastofnun- ar landbúnaðarins, en hann er einnig formaður íslenzku FAO-nefndarinnar. Aðild að nefndinni er að öðru leyti ekki persónubundin. Nefndin fer með yfirstjórn þeirra mála hériendis, sem varða Codex Alimentarius, og er gert ráð fyrir að hún komi saman að minnsta kosti tvisvar á ári. Á árinu 1977 tók ísland þátt i tveimur fundum staðlaskrár- nefnda erlendis. Annar var um viðbótarefni í matvælum, en hinn MYNDAMÓTHF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTR/ETI l -SÍMAR: 17152-17355 í um fisk og fiskafurðir, sem um staðlaskrárgerð fyrir fisk og fjögurra manna nefnd sótti. Þarna fiskafurðir með aðild bæði ríkis- skapaðist sjálfkrafa undirnefnd stofnana og sölusamtaka. Aðalfundur Sjóvátryggingafélags íslands h/f., verður haldinn í húsakynnum félagsins á 8. hæð Suðurlandsbrautar 4, Reykjavík, föstudaginn 9. júní 1978 og hefst kl. 3 síödegis. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórnin Þýski borðbúnaðurinn kominn 6. geröir fyrirliggjandi. Litlö við í verzlun okkar. Gjafaúrvalið hefur aldrei verið fallegra. RAflflAGERÐIN Hafnarstræti 19 Station Sunbeam 1600 árgerð 1974. til sölu. í góöu lagi en þarfnast málningar neöan tii. Upplýsingar í síma 21195. Eftirprentanir heimsfrægra málara, mjög gott úrval. Þeir sem hafa pantað gjöri svo vel að vitja pantana strax, þar sem upplag sumra tegunda er mjög li'tið. Kauphöfn s.f. ' Vesturgötu 3, sími 19520. Radsófasett Áklaeöi: rifflaö flauel 3 litir Hagstaett verö Hjónarúm Margar geröir Verö vid allra haefi Einstaklingsrúm Hagstætt verö irumarkaðurinn hf. núla 1A. Simi 86112.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.