Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1978 Kristín Bjömsdótt- ir—Minningarorð Það var á vordegi fyrir hér um bil hálfri öld. Sá dagur er mér enn í minni, því að Kristín systir mín var að koma heim til okkar frá Danmörku, þar sem hún hafði dvalizt undanfarin ár, og það voru fagnaðarfundir meiri en fólk getur nú skilið, þegar heimurinn er orðinn eins og hálft kálfskinn. Ég geymi alltaf í huga mér minning- una um þessa ungu stúlku í blóma aldurs síns, hrausta, glaða og frjálsmannlega, gædda miklum viljastyrk og gáfum til munns og handa. Fyrir alþýðu manna var lífið á þessum árum ekki neinn dans á rósum, og ungarnir yfirgáfu hreiðrið snemma til þess að sjá sér sjálfir farborða. Systur mínar voru allar fullorðnar og fjölskyld- an tvístruð, nema hvað ég kúrði ennþá undir væng móður minnar og systur. Hallfríður Kristín, en svo hét hún fullu nafni, hafði snemma farið úr foreldrahúsum til að vinna fyrir sér, og ég vissi að hún var talin afburða dugleg og vel verki farin og mjög sótzt eftir henni til allra starfa. Hún var heima einn sumartíma, en hélt síðan til Reykjavíkur og vann í lítilli búð á Bragagötu. Þar kynntist hún manni sínum, Geir Gunnlaugssyni, sem bjó á Setbergi við Hafnarfjörð, en var síðar kenndur við Eskihlíð, en það býli keyptu þau 1934 og hófu þar búskap með litlum efnum, en ærnum stórhug. Fljótt kom í ljós, hvað í húsfreyjunni bjó. Hún var vakin og sofin í störfum og umhyggju fyrir búi sínu, og voru þau hjón samvalin í því efni. Búskapur þeirra varð brátt stór í sniðum og annríki óx utan húss og innan. Var þar_ jafnan fjölmenni mikið og ýmis störf hlóðust á húsfreyj- una, raunar meiri en því verði trúað, en smám saman þrengdi höfuðborgin að þeim hjónum, og fluttu þau þá suður í Kópavog, sem enn var lítt numinn. Býli sitt nefndu þau Lund. Bjuggu þau þar stórbúi síðan. Kristín var stillt kona og prúð í framgöngu. Góð var hún og nærgætin við allan þann fjölda verkafólks, sem vann á búi þeirra hjóna og naut fyrir það virðingar og vinsælda. Lengi annaðist hún matseld og þjónustu allra heimil- ismanna, en við borð hennar sátu oft fleiri en heimamenn og voru sjálfboðnir og velkomnir, þó að ekki væru það alltjend þessa heims höfðingjar. Þeim Kristínu og Geir varð þriggja barna auðið. Börnum sínum reyndist hún bezta móðir. Hún þreyttist aldrei í umhyggju fyrir þeim, enda var velferð þeirra og mönnun verkalaun hennar. Þau eru: Friðrika Gunnlaug, teikn- ari, gift Leifi Þorsteinssyni ljós- myndara, Gunnlaugur Björn lækn- ir, giftur Rósu Magnúsdóttir og Geir Gunnar bóndi á Vallá, giftur Hjördísi Gissurardóttur. Börnin bera foreldrum sínum og uppeldi fagurt vitni. Sambúð þeirra Kristínar og Geirs var í alla staði til fyrir- myndar. Þó að þau væru á ýmsan hátt ólík, voru þau framúrskar- andi samhent í lífi sínu og starfi Móöir okkar, ÞORBJORG SAMÚELSDÓTTIR, Gaukshólum 2, andaðist í Landakotsspítala aö morgni 7. júní. Gísli B. Jónsson, Kristjén Sveinsson Sonnia Sveinsdóttir. lézt 6. júní. + GUÐLAUG BJÖRGVINSDÓTTIR, Álfabrekku við Suöurlandsbraut, Vandamenn. Móðir okkar, tengdamóöir og amma, MARÍA JÓNSDÓTTIR, frá Gautastööum, Höróadal, veröur jafösett frá Fossvogskapellunni, föstudaginn 9. júní kl. 10.30. Ingiríður Ingimundardóttir, Hjörtur Guómundsson Ingi Ingimundarsson Hólmtríóur Jóhannesdóttir Sigurvin Eliasson Jóhanna Björgvinsdóttir og barnabörn. + Eiginmaður minn og faðir okkar, HÖRÐUR SIGURGEIRSSON, Blöndubakka 12, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 9. júní kl. 13.30. Guórún Loftsdóttir og börn. Innilegar þakkir sendum viö þeim sem vottuöu okkur samúö viö andlát og útför mannsins míns, fööur og tengdasonar GUNNARSJÓNASSONAR Grettisgötu 51, sérstakar þakkir sendum viö starfsfólki á deild 4A á Borgarsþítalanum. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Eva Jónasdóttir. og mátti hvorugt sjá af hinu. Vinnusemi og starfsgleði tengdi þau órjúfandi böndum. Þau héldu áfram búskap og umsvifum löngu eftir að venjulegt fólk hefur fengið nóg af slíku. Víst er um það, að Kristínu var aldrei uppgjöf i hug, en þegar kallið kom tók hún því með sama æðruleysi og kjarki, sem einkennt hafði allt hennar líf. Hún unni vorinu og hafði yndi af ræktun og gróðri. Hún andaðist 26. maí síðastliöinn eftir stutta legu. Hún dó inn í vorið, sem hún hafði svo oft fagnað. Kristín var fædd 14. febrúar árið 1900. Ævi hennar var orðin löng og starfsdagar margir. Hún hafði svarað hverju kalli og kröfu lífsins og aldrei látið bugast. Hugir eiginmanns hennar og barna, systkina og vina eru fullir þakklætis fyrir líf hennar og starf. Hún var vammlaus kona, sem skilur eftir sig einungis- góðar minningar hjá öllum sem henni kynntust og kveðja hana nú að liðnum degi. Andrés Björnsson Minning: Þorbjörg Biering F. 21. ágúst 1935. D. 29. maí 1978. Hinn 29. maí síðastliðinn lést að heimili sínu í Reykjavík Þorbjörg Biering. Hún var fædd 21. ágúst 1935. Foreldrar hennar voru Sig- ríður Biering og Pétur W. Biering sem lést 19. febrúar 1963. Bobba eins og hún var kölluð var elst af okkur sex systkinunum. Æskuár- um sínum eyddi Bobba mikið til sjós, því að ferðalög og útivera var hennar líf og yndi. Bobba systir var mjög trúuð kona og sótti mikið kirkjur. Hún var í hópi þeirra sem öllum vildi hjálpa sem bágt áttu. 23 ára gömul giftist hún Árna Elfari hljóðfæra- leikara og eignuðust þau einn son Árna Þór fæddur 7. júlí 1958. Þau slitu samvistum eftir 5 ár. 22. ágúst 1976 giftist Bobba seinni manni sínum Jóni Sturlaugssyni og unni hún honum mjög. 15. janúar síðastliðinn var mikill gleðidagur í lífi Bobbu; þá eignað- ist hún sitt fyrsta barnabarn og var hann skírður Árni Jóhann. Að leiðarlokum viljum við þakka alla þá vináttu sem hún hefur ávallt sýnt okkur og systkinabörn- um sínum. Við biðjum algóðan guð að veita eiginmanni og syni, móður og barnabarni hennar styrk í þeirra þungu sorg. Hvíli hún í friði. Kveðja frá systkinum. Mér andlátsfregn að eyrum berst, éK út í stari bláinn ok huKsa um það sem hefur Kerzt til hjarta mér sú freKnin skerst hún móAir mín er dáin. Ilve vildi éK móðir minnast þín. en má þó sitja hljóður, mér finnst sem tun^an fjötrist mfn. mér finnst hver huKsun minnkast sín því allt er minna móóur. K>ú vart mér ástrík, einlæK. sönn, mitt athvarf lífs á brautum þinn kærleik snart ei tímans tönn hann traust mitt var í hvíld ok önn í sæld ok sorK ok þrautum. Ék veit þú heim ert horfin nú ok hafin þrautir yfir svo mæt ok KÓð. svo tryKK ok trú svo látlaus. falslaus reyndist þú. éK veit þú látin lifir. Ei þar sem standa leiðin láK éK leita mun þíns anda * er lít éK fjöllin faKurblá mér finnst þeim ofar þÍK éK sjá í bjarma skýja banda. (Steinn Sigurðsson) Hinsta kveðja írá syni og sonarsyni. Minning: Katrín Guðmunda Einarsdóttir Fæddi 2. október 1895 Dáini 18. maí 1978 Hún var fædd \ Svefneyjum, Breiðafirði, og ólst þar upp fram að tvítugu, en þá bjuggu foreldrar hennar í Svefneyjum. Foreldrar hennar voru Halldóra Finnsdóttir og Einar Jónsson og varð þeim fjögurra barna auðið. Börn þeirra voru: Katrín Guðmunda, Finnlaug, Lára og Elín. Frá Svefneyjum fluttu þau Éinar Jónsson og Halldóra Finnsdóttir til Flateyjar, Breiðafirði, og bjuggu þar uns Halldóra andaðist. Eftir andlát konu sinnar hélt Einar áfram að eiga heima í Flatey til æviloka. Katrín átti eina systur á lífi þegar hún dó, Elínu Einarsdóttur. Áríð 1919 fór Katrín Einarsdóttir vinnukona aö Stað Reykjanesi, til séra Jóns Þorvaldssonar og Ólínu Snæbjarnardóttur, sem var dóttir Snæbjarnar Kristjánssonar hreppstjóra í Hergilsey. Á Stað í Reykhólasveit kynntist hún Þor- valdi Péturssyni, bróður mínum frá Selsskerjum í Múlasveit (1919). Hann var þá ráðsmaður hjá presthjónunum á Stað. Þau gengu svo í hjónaband á Stað 26. júní 1920 og áttu þar heima fyrst um sinn, en fluttust að Miðhúsum 1921 og bjuggu þar til fardaga 1926, er þau fluttust að Kletti í Gufudals- sveit. Þar bjuggu þau í eitt ár en fluttu þá að Múla, Skálmarnesi, Múlasveit, og bjuggu þar til 1931, en fluttu þá til Flateyjar á Breiðafirði og bjuggu þar uns Þorvaldur andaðist 21. marz 1942. Ári • síðar flutti Katrín Einars- dóttir mágkona mín til Reykja- víkur með börnin sín og átti heima í Reykjavík til dauðadags, 18. maí 1978. Þau Katrín Einarsdóttir og Þorvaldur Pétursson eignuðust átta börn en fjögur börn misstu þau skömmu eftir fæðingu. Þau sem upp komust eru Ólína Kr., Halldóra, Sigríður og Þórður, sem nú er lögregluþjónn í Hafnarfirði og býr þar. Sigríður Þorvalds- dóttir giftist ekki. Tvö börn Katrínar búa í Reykjavík sem eru Ólína og Sigríður, Halldóra býr í Sandgerði, en Þórður í Hafnarfirði eins og fyrr segir. Barnabörn Katrínar Éinarsdóttur og Þor- valds Péturssonar eru 14 að tölu, en barnabarnabörn þeirra eru nú 16. Þegar Katrín og Þorvaldur fluttu að Miðhúsum í Reykhó.a- sveit fór móðir mín, Sigríður Bjarnadóttir, til þeirra og var að kalla hjá þeim uns hún andaðist árið 1940. Þar undi móðir mín sér ágæt- lega vel. Ég er í óbættri þakkarskuld við Katrínu og Þor- vald bróður minn fyrir alla þá umönnun sem þau sýndu móður minni öll þau ár sem hún var hjá þeim. Auðvitað féll það mest í hlut Katrínar mágkonu minnar aö annast móður mína frá degi til dags, sem hún leysti af hendi með mikilli prýði sem nú er í djúpi hugar míns sem bjartur bjarmi líknarhandar sem engin gat betur af hendi leyst en Katrín Einars- dóttir mágkona mín. Móðir mín var þá komin á efri ár og búin að vera árum saman rúmliggjandi áður en hún fór til Katrínar og Þorvaldar. Móðir mín var þá búin að búa öll sín búskaparár á Selsskerjum, í 36 ár. Eftir andlát föður míns, Péturs Þorkelssonar, 1907, bjó móðir mín með börnum sínum til fardaga 1916, en þá byrjaði Magnús bróðir minn að búa á Selsskerjum, 1916—1919. Foreldrar mínir áttu ellefu börn. Árið 1942 andaðist Þorvaldur bróðir minn. Fyrir sjö árum varð Katrín mágkona mín að flytja á Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Hún var þá farin að heilsu, sjónin að hverfa uns hún varð alveg blind seinni árin þar. Eftir að Katrín fór á Dvalarheimili aldraðra sjómanna komu oft til hennar börn hennar, vinir og vandamenn en dóttir hennar Sigríður, og dótturdóttir hennar, Katrín, hjúkrunarkona komu til hennar hvern einasta dag eftir að hún varð alveg ósjálfbjarga. Eiga þær miklar þakkir skilið fyrir fórnfýsi og líknarhug. Minningarnar um Katrínu mína og Þorvald mann hennar geymast í hugum okkar og minna okkur á hvernig fegurst mannlíf getur orðið. Til þeirra var alltaf gott að koma og heimili þeirra ætíð glatt og skemmtilegt. Ég veit ekki til þess að nokkur hafi haft jafn miklu láni að fagna með hjú sín eins og Þorvaldur og Katrín. Til þeirra komu að Miðhúsum Sigurjón Kristjánsson og Sigurlína Þórðardóttir frá Börmum. Hún var systir Lárusar Þórðarsonar kennara. Þau unnu hjá þeim af trú og dyggð óslitið til 1931, að Þorvaldur og Katrín fluttu til Flateyjar. Eftir það únnu þau þó alla tíð ígripavinnu hjá þeim en þá fór Sigurjón að vinna sem skósmiður. Hánn hafði numið þá iðn fyrir löngu síðan í Hólma- vík, Strandasýslu. Vináttuböndin milli húsbænda og hjúa í þessu tilviki voru traust. Að endingu vil ég þakka hjúkrunarliði á Hrafn- istu frábæra umönnun Katrínu Einarsdóttur til handa. Ég og fjölskylda mín sendum börnum og barnabörnum Katrínar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar guðs. Böðvar Pétursson frá Selsskeijum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.