Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.06.1978, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1978 VlK> /£f)\ kafp/no 5 : «-’■ (0 sraL. kV-Jl GRANI göslari ©PIB CðPf NNACfN 'T T movle- Landssíminn er að spyrja um þij{! Lofaðu mér að hafa öryggis- hjálminn þinn. ViA ætlum að fara i steinaldarmanna-leik! Tónlistar- smekkur í voða? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson UM N/ESTU helj?i hefst Norræna Bridjjemótið á Hótel Loftleiðum. Er þetta í 16. skipti. sem keppt er um meistaratitla Norðurlanda. en í annað sinn, sem keppt er á íslandi. Arið 1966 unnu Norð- menn hér opna flokkinn en Sa-nsku konurnar unnu sinn flokk. Síðan þá hefur þriðji flokkurinn bæzt við. ynjjri flokk- ur. skipaður spilurum 25 ára oj? ynjfri. Spilið í dag er tekið úr mótsblað- inu 1966. Island gegn Norejji í opna flokknum. A-V á hættu, jyafari norður. Norður S. 1)4 H. ÁK65 T. D1083 L. 975 Vestur Austur S. ÁG972 S. 1083 H. 4 H. DG97 T. ÁK92 T. 74 L. K84 L. ÁG106 Suður S. K65 H. 10832 T. G65 L. D32 Islensku spilararnir sátu í norð- ur og suður en fjölmargir áhorf- endur fylgdust með spilinu á sýningartöflunni. Norður Austur Suður Vcstur pass pass pass 1 S dobl 2 S pass 1 S pass hrint'inn Norður tók fyrsta siaginn á hjartakóng en skipti síðan í tígul. Sagnhafi tók gosann með ás, tók á kónginn og trompaði tígul í borðinu. Hann svínaði síðan spaðágosa og norður fékk slaginn. Hann hélt áfram með tígulinn. Spilaði drottningunni, sem sagn- hafi trompaði með síðasta trompi blinds en suður þóttist öruggur með trompslag og lét því hjarta. Sagnhafi trompaði nú hjartá á hendinni, tók á laufkóng og ás og trompaði aftur hjarta heima. Síðan spilaði hann laufi. Suður fékk á drottninguna en þá voru tvö spil eftir á hendi. Hann átti aðeins tromp og spilaði lágu. Sagnhafi mundi, að suður yfirtrompaði ekki þegar norður spilaði tíguldrottn- ingunni. Hann tók því á spaðaás- inn og tapaði spilinu. Rétt athugað út.af fyrir sig. Sagnhafi gleymdi bara að norður hafði sagt pass í upphafi og gat því ekki átt spaðakónginn til viðbótar. c ) 11 Þetta er hjónaherbergi mín! hér er yðar herbergi, frú „Þetta ABBA-æði svokallaða fer eins og eldur í sinu yfir þjóðina. Það er kominn tími til að einhver mótmæli skriflega fyrir hönd meirihluta unglinga. Venju- lega hafa þessir ABBA-aðdáendur ekki þótt svaraverðir, en þetta er dropinn sem fyllir mælinn, sem heimta myndina um ABBA í þriðja sinn í sjónvarpið! ABBA er að gjöreyðileggja tónlistarsmekk þeirra sem nú vaxa úr grasi. Og til að fullnægja öllu réttlæti er kominn tími til að snúa sér að tónlist sem er þess virði að kallast tónlist og hugsandi fólk getur hlustað á án þess að fá hellu fyrir eyrun eða hreinlega hlusta- verk. Á ég þá við hljómlistarmenn eins og David Bowie, Zappa, Lee Rond, Nico, Megas og Bítlana, Santana, Pink Floyd, Þursaflokk- inn, Spilverkið og fleiri. Jafnframt fer ég þess á leit við sjónvarðið og þá listamenn er stóðu að sýningum á Grænjöxlum að þeir verði sýndir í sjónvarpinu. Ragnhildur Blöndal." • Kureisi áfátt? „Mig langar að koma á framfæri nokkrum orðum um starfsauglýsingar og svörum við þeim. Svo er mál með vexti að ég er húsmóðir, sem fram að síðustu áramótum vann fullt starf á skrifstofu og hefi þar marga ára reynslu. Um áramótin ákvað ég að hvíla mig í nokkra mánuði en leita síðan að hálfsdags starfi. Síðan í marzmánuði hefi ég hreinlega elt uppi hverja auglýs- ingu serti til greina hefur komið, en svarafátt hefur auglýsendum orðið. Hvers vegna geta auglýsendur ekki auðsýnt þá kurteisi að svara þeim umsóknum sem þeir fá? Þá vita þeir sem sótt hafa um starfið hvort þeir hafa fengið eða ekki fengið starfið. Annað í þessu sambandi er, hvers vegna geta auglýsendur ekki auglýst undir nafni? Og hvers vegna eru sömu auglýsingarnar endurteknar oft vikum saman? Vil ég hér með skora á auglýs- endur að koma hreinna fram í þessum málum: auglýsa undir nafni og svara hverri umsókn innan viku frá því að frestur rennur út. Örg." • Eftirgjöf fasteignagjalda? „Getur það verið rétt, sem ég las í blöðunum að fyrsta verk nýja vinstri meirihlutans í borgar- stjórn í Reykjavík hafi verið að ákveða að borga fasteignajyöldin fyrir Silla og Valda af lóð þeirra? Haft var eftir Öddu Báru eitthvað í þá áttina. Öðru vísi mér áður brá. I fyrstu fannst mér þetta dálítið spaugilegt — komið úr þessari átt. En kannski er það í rauninni ekki. Eg hefi ekki fengið eftirgefin fasteignagjöld af gamalli lóð, sem ég á og get illa greitt, sagt að slíkt sé aldrei gert, þar sem ég hafi of háar tekjur. Eru þær þó varla nema brot af því sem eignamenn hafa. En ef farið er að slaka á þessu, þá getum við hinir líklega farið af stað með okkar rök. Mér finnst þetta að minnsta kosti skemmtilegt fordæmi fyrir okkur lágtekjufólkið með lítið nýttar lóðir.“ MAÐURINN A BEKKNUM 61 Framhaldssaya eftir Georges Simenon Jóhanna Krístjónsdóttir islenzkaði — Ég sagði honum bara'cg hefði unnið í sirkus. —Og síðan? — Hvað viljið þér eiginlega fá að vita? — AHt. Stunduðuð þið inn- brot. — Nei, það var allt miklu flóknara. — Hverjum datt það í hug? — Honum auðvitað. Ég er ekkert snjali að láta mér detta neitt í hug. Ilaldið þér nú ekki þér væruð tilleiðanlcgur að gefa mér nokkra dropa til viðhótar. Maigret hellti aftur lögg í glasið. — Þctta hyrjaði allt þarna á hekknum. Hvað meinarðu með þvf? — Þegar maður situr alltaf á sama bekknum horfir maður í kringum sig og það gcrði hann líka. Ég veit ekki hvort þér munið eftir regnkápubúð- inni sem er á götunni. — Jú. ég kannast við hana. — Bekkurinn sem Louis hafði valið sér er beint á móti þeirri búð. Og án þess að hann hefði eiginlega ætlað sér það, hafði hann smám saman séð og aflað sér vitneskju um ferðir allra sem unnu í verzluninni. Það gaf honum hugmyndina. Þegar maður hefur ekkert fyrir stafni allan liðlangan daginn, hugsar maður sitt og gerir áætlanir. sem maður veit að maður framkvæmir aldrei. Einn daginn fór hann að tala um þetta. meira til að eyða tímanum að mér fannst. Hann sagði að það væri alltaf fjöldi manna í búðinni. Og allt fullt af regnkápum af öllum mögu- legum gerðum. fyrir karla, konur og börn. Þær hanga á stativum út um allt. Það eru líka regnkápur uppi á efri hæðinni. Vinstra megin við húsið er lítill undirgangur eins og víðar sem liggur inn í lítið port. — Viljið þér að ég teikni ' þetta fyrir yður? stakk hann upp á. — Nei, ekki að svo komnu. Áfram. — Louis sagði sem sagt við migi „Ég skil ekki að það skuli ekki einhverjum hafa dottið í hug að stela kassanum. Það er áreiðaniega mjög einfalt." — Og þú hefur lagt við eyrun? — Já. víst hafði ég áhuga. Hann sagði mér að kiukkan tólf. og ( allra síðasta lagi kortér yfir tólf, færu si'ðustu kúnnarnir úr verzluninni og starfsfólkið til hádcgisverðar. Ifka eigandinn sem alltaf borð- aði á litium stað i' grennd við Chope de Negre. — Ef einn af viðskiptavinun- um léti nú læsa sig inni, sagði hann. — Nei, þér skuluð ekki segja ncitt. Ég hélt líka í fyrstu að þetta væri ekki framkvæman- legt. En Louis hafði virt búðina fyrir sér vikum saman. Áður cn starfsfólkið fór í mat gerði það sér ekki það ómak að líta eftir í öll skot og bak við ailar regnkápurnar til að sjá hvort cinhver hefði orðið eftir. Maður býst ekki við því að viðskipta- vinur verði viljandi eftir. Eruð þér með á nótunum? — Og þar með skiljið þér mig. Þegar eigandinn fer læsir hann vendilega á eftir sér. — Og það hefur vænti ég verið þú sem lézt la>sa þig inni? Og síðan hefur þú brotið upp lásinn á peningakassanum og hrifsað fenginn. — Nei. þar skjátiast yður. Hérna komum við einmitt að því sniðuga. Jafnvel þótt þeir hefðu hrcmmt mig hefði ekki verið gjörlegt að da nia mig því að engin sönnun var gegn mér. Ég tæmdi að vísu peningakass- ann. en síðan gekk ég inn á salernið. Þar var örlítil glugga- bora. svo lítil að harn hefði ekki komist út. Öðru máli gegndi með seðiábunka. Glugg- inn sneri út að porti. Áf tilviljun var Louis svo auðvitað staddur fyrir neðan og tók bunkann. Ég beið svo rólegur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.