Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1978 7 eftir séra Jón Auöuns HUG- VEKJA í morgunsáriö stóðu þeir á ströndinni, allir heilir á húfi 276 menn, og horföu á skipið liðast sundur í brimgarðinum. Viö þessa mynd skildum við á sunnudaginn var og hetjusöguna af Páli postula. Hvaö hafði bjarg- að þessum mönnum úr bráðum lífsháska? Karl- mennska og hetjulund Páls postula, — já, en ekki hún ein. Vitrun hafði hann fengið, af vörum engilsins, sem birtist hon- um hina ægilegu nótt og boðaði honum þá óvæntu fer. Síöan Eva braut, góðu heilli, bann Gyðingaguðs- ins í Edensgaröi og ruddi þekkingarleit mannsins braut, hafa menn spurt og þráð að vita. Menn spyrja um sálrænu leiftrin, sem saga kynslóðanna geymir ótal vitnisburði um og sjóferðarsagan, eins og Lúkas segir hana í Post- ulasögunni, greinir eftir- minnilega frá. Menn eru ekki á einu máli um, og munu seint verða, hvernig skýra beri þessi fyrirbæri. Sú er biblíuleg trú og sann- frétti að sonur hans hafði deginum fyrr náð landi með menn sína heila eftir aö sigla yfir Breiöafjörð í. fárviðri. Þá sagöi gamli höfðinginn í Svefneyjum og horfði fast fram: „Því er öllu hlíft, sem Guö vill hlífa.“ Gat ekki slík oröiö lexía þeirra, sem vitrun Páls barg fyrir 19 öldum og stóðu allir heilir á strönd- inni í morgunsárið? Hver áhrif þessi dæmafáa ferð, og þá ferðalokin ekki sízt, hefur haft á þessa mörgu og sjálfsagt margvíslegu I morgunsárið — eftir myrka nótt björgun sem rættist. Menn efast, er þeir lesa þessa frásögu sjónar- vottar, sem söguna reit, en mun hópurinn stóri, sem á ströndinni stóð í morgunsáriö og horfði á skip sitt brotna í spón í brimgarðinum, mun hann hafa efast um þaö, hvaö hér haföi bjargaö? Sjálf- sagt hefðu margir þessara manna efast og brosað háðslega að „hégiljunni'* ef þeir hefðu heyrt þessa furðulegu sögu af annarra vörum, en hér höfðu þeir sjálfir séð og heyrt og reynt. Því er margoft haldið fram, aö lítiö mark megi taka á því, sem sorgbitiö fólk eða í sálarangist hugsi og álykti, því að sorgin sé ekki heilbrigt sálarástand. í nálega 50 ára prests- starfi hefi ég aö sjálfsögðu umgengizt ákaflega marga syrgjendur. Reynsla mín er sú aö flestir — ekki allir en flestir — veröi gáfaðri í sorg sinni en meðan gleðisólin hlær viö þeim, þeir hugsi skýrar og skilji sitt hvað, sem þeir skildu ekki áður og spyrji þess, sem þeir spurðu ekki áður um. í hinu magnaða leikriti, Kóngsefnin, lætur Ibsen Skúla hertoga spyrja ís- lendinginn Játgeir skáld, hvenær hann hafi orðið skáld, og Játgeir svarar: „Það varð ég, herra, þegai ég fékk gáfu sorgarinnar." Sorgin hafði gert íslend- inginn aö skáldi, hún hafði opnað augu hans fyrir mörgu, sem hann hafði verið blindur á áður, og kennt honum að spyrja. Vel sé þeim, sem þannig færing frumkristninnar allrar, að ein leiöin í handleiðslu Guðs sé sú, aö hann láti sendiboða sína frá æðri veröld vitrast jarðneskum mönnum og veita þeim leiösögn og hjálp. Og sú hefur einnig verið sannfæring fjöl- margra viturra manna. Einn þeirra var skáldiö á Bessastöðum, Grímur Thomsen, sem yrkir um þá sannfæringu sína, að „varðhaldsenglar voru gefnir í vöku mönnum bæði og svefni". Og eins er hann sann- færöur um það, að látinn maður geti vitjað jarðneskra vina, og yrkir í Stjörnuodda-draumi sínum: „Hér ef þú neðra ástvin átt, eftir að skilur við, í svip og í draumi svífa mátt sorgbitnum vin aö hliö.“ Ofan af þeirri „dultrú" hygg ég hvorki presta- stefnur né fundarsam- þykktir aðrar heföu getaö taliö Grím Thomsen. Mér koma til hugar sagnir af sjóhrakningum gömlu Breiöfirðinganna. Það er andlegt heilsubað að horfa á þetta gamla fólk í mannraunum þess á sjónum þegar jörmun- kraftar lorts og hafs kasta veikri bátskel á öldunúm eins og barnshönd leiki að léttum knetti. Mikiö af manndómi sínum átti þetta fólk aö þakka þeirri trú, sem lýsir sér í orðum Eyjólfs „eyjajarls“, er hann menn, veit nú enginn, sem ofan moldar er. Af því er engin saga skráö. f storminum, þar sem angistarvein dauða- skelfdra manna blönduöust ofsa vetrar- stormsins og hamslausu ölduróti Ránar, stóð hjá hinum aldna postula engill Drottins. Þú ert barn hins sama föður og Páll, og einnig þú kannt að hafa siglt þinn voöasjó, þótt á þurru landi væri. Er það þá líklegt að þú hafir verið látinn einn í mannraun þinni? Við siglum öll, þótt á þurru landi sé og siglum stundum þrönga leið milli lífs og dauða hamingju og hamingjuleysis, og bátur- inn er brothætt skel. „svo veik er súöin, sem oss ber um svefnþung dauöans höf“ (E.Ben.) Er þá ekki gagnleg lexía fólgin í sjóferðarsögu Páls postula? Hvað er þér í hug, þegar þú ert kominn úr eldraun þinni og stendur heill á húfi á ströndinni í morgunsáriö eftir myrka voðanótt. Finnur þú þá auðmjúkur og þakklátur til þess, að það var yfir þér vakað þegar boðar risu hátt, stormurinn hamaðist svo að brakaði og brast í þeirri veiku súð, sem bar þig? Veiztu, að þá var máttug hönd með þér í verki, hönd sem hafði mátt alheimsins til að vernda þig og valdi veg, sem þú vissir ekki, til aö leiða þig frá nóttinni inn í nýjan morgun? „Guð er sú hönd“. nálar BUÐIN SKIPHOLTI 19 R. SÍMI 29800 (5 LÍNUR) 27 ÁR í FARARBRODDI Skíöanámskeiö í Langjökli Unglinganámskeiðið í Langjökli sem hefst þann 15. júní kostar aöeins kr. 28.000.- Leiðbeinandi er Tómas Jónssom Feröaskrifstofa Guðmundar Jónassonar hf. SKYNDIMYNDIR Vandaöar litmyndir í öll skírteini. barna&fjölsk/ldu- Ijflsmyndir AJSTLRSrRÆn 6 3MI12644 NÝJUNG! VATNSNUDDTÆKIÐ FRÁ GROHE ER BYLTING Þaö er eins og aö hafa sérstakan nuddara í baðherberginu heima hjá sér, slik eru áhrif vatnsnuddtækisins frá Grohe. Frábær uppfinning sem er orðin geysivinsæl erlendis. Tilvalið fyrir þá sem þjást af vöðvabólgu, gigt og þess háttar. Hægt er að mýkja og herða bununa að vild, nuddtækið gefur 19-24 litra með 8.500 slögum á minútu. Já, það er ekkert jafn ferskt og gott vatnsnudd. En munið að það er betra að hafa „orginal" og það er GROHE. Grohe er brautryðjandi og leíðandi fyrirtæki, á sviöi blöndunartækja. BE BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331. (H. BEN. HÚSIÐ)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.