Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1978 13 Laxveiditíminn hófst í fyrstu ánum hinn fyrsta Þessa mónað- ar, en nokkru áður byrjuðu Þeir að reyta hann upp í netin í Hvítá í Borgarfirði. Fyrstar til aö opna fyrir stangveiði voru Þær Norðurá og Laxá á Ásum, fáum dögum síðar opnaði Þverá og á morgun, 10. júní hefst síðan veiði i mðrgum Þekktustu ánum eins og t.d. Laxá í Kjós, Elliðaán- um, Gljúfurá og mðrgum fleiri. Veiðihorfur hljóta aö teljast góðar, t.d. fróttum við að lax heföi sóst í Kerinu í Gljúfurá fyrir mánaðamótin og í byrjun vikun- ar höfðu 22 laxar gengið upp í kistuna viö Rafstöðina í Elliðaán- um og fyrir neðan Fossinn mátti ööru hvoru sjá sporða rísa úr straumlöðrinu. Mbl. mun fylgjast meö Næstu daga og vikur mun Mbl. fylgjast með laxveiðinni og einnig silungsveiðinni eftir föng- um, en í Þessum fyrsta Þætti fjöllum við aðeins um Það sem borist hefur okkur til eyrna, en ekki beinharöar aflatölur. Veiðin fór vel af stað í Norðurá og Þar veiddust um 20 laxar fyrsta daginn. Hojur vejðjn Þar veríö að sögn merkilega góð miðaö við hve vatnið er enn kalt. Laxinn er eins og vorlaxinn er ávallt, mjög vænn, yfirleitt 8 — 13 pund. Þá hefur veiðin einnig byrjað vel í Laxá á Ásum og Þar fréttum við af einum veiðimanni sem fékk 15 laxa á tveimur dögum. Þá hafa einnig borist góðar fréttir frá Þverá, en eins og fyrr segir, mun nánari frétta að vænta síðar. Silungur er einnig fiskur Vatnasilungsveiði hefur víða verið í gangi síðan 1. maí og sjóbirtingsveiði síðan fyrsta apríl. Það er ávallt erfitt að fá upplýsingar um silungsveiði í tölum, en við höfum heyrt kitlandi veiðisögu frá Elliöavatni, Meðalfellsvatni og Hrauni í ölfusi. Nú er hægt aö kaupa sér sumarkort í Elliðavatni og fyrir veiðimenn, sem oft skreppa Þangaö, Þó aö ekki sé nema kvöldstund, hlýtur Það að borga sig, vegna Þess að veiðileyfið kostar Þar orðið 1000 krónur fyrir hálfan dag. Það er ærinn starfi að fylgjast með veiðinni í Þekktari vatnasvæðum landsins og Þess vegna vill Mbl. hvetja veiöiréttareigendur og leígutaka lítt Þekktari svæöa til Þess að senda okkur línu með upplýs- ingum um veiði á sínum svæð- um. Merkja má bréfin „Laxveiði- fréttir" Morgunblaðiö Reykjavík. Þá sláum við ekki hendi á móti veiðisögum. Og aö lokum Nýlega fengum við í hendur nýjasta tölublaö tímaritsins „Veiðimaðurinn" og kennir Þar að vanda margra grasa. M.a. er { ritinu aö finna veiðiskýrslu frá Stóru Laxá i Hreppum, sem spannar yfir átta ára tímabil. Á efsta svæði árinnar er veiðistað- ur sem heitir „Tregur" og síðustu átta árin hafa veiðst Þar ekki færri en einn lax. Þaö hafa Því verið hugvitsmenn sem skýröu Þennan „veiðistað." „Leikur ad læra á gítar” GÍTARSKÓLI Ólafs Gauks hefur sent frá sér gítarnámskeiðið „Leikur að læra á gítar“. Kennsluefnið er á 52 síðna litprentaðri bók og auk þcss á tveimur kasettum (snældum) 90 mínútum að lengd. I fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a.: „Námskeið þetta er algjört nýmæli á Islandi, en slíkar kennsluaðferðir hafa gefizt einkar vel í öðrum löndum. Nýja nám- skeiðið er ætlað fyrir byrjendur, og þá, sem eitthvað hafa lært af sjálfsdáðum. Allt kennsluefnið er miðað við og sérsamið fyrir Islendinga, og lögin í bókinni og á kassettunum til að leika með, samtals 23 að tölu, alkunn á Islandi, mörg þeirra íslenzk og öll með íslenzkum textum, að einu undanskildu. Með þessu námskeiði er auðvelt og fljótlegt fyrir hvern sem er, ungan jafnt sem eldri, að læra hvernig skuli leikið á gítar. Kennd eru 14 grip og kynntar nótur á öllum strengjum. Fjölmargar skýringarmyndir, stuttir lesmáls- textar, munnlegar leiðbeiningar á kassettunum, lög og skemmtilegar æfingar gera námið að leik, og svo aðgengilegt ?em mögulegt er, bæði ánægjulegt og fjölbreytt." Bókin „Leikur að læra á gítar" er prentuð í Svansprenti í Kópa- vogi, kassetturnar teknar upp hjá Tóntækni í Reykjavík, en fram- leiddar af Mifa-tónböndum á Akureyri. Aðeins er hægt að fá nýja gítarnámskeiðið keypt hjá útgefanda. ... ekki alltaf ... PRENTVILLA varð í grein dr. Odds Guðjónssonar í blaðinu í gær. Orðið „ekki“ féll niður í setningu sem var innan sviga en þannig á setningin að hljóða: kom oft til önnur fréttaþjónusta (sem að vísu var ekki alltaf hundrað prósent áreiðanlegar upplýsingar). — í greininni misritaðist nafn fiðlusnillingsins Swajatoslav Richter — stóð Jaroslav. Er greinarhöf. beðinn afsökunar. er sameiginlegt með þeim öllum Passatinn er “8tóri,> bíllinn hjá Volkswagen. Sportlegur bíll sem fœst í mísmunandi geröum: 2ja eða 4ja dyra, einnig með stórri gátt að aftan og í “station” útfærslu. Við erfiðustu aksturaakilyrði bregst hann ekki, hvort heldur í snjó, hálku, rigningu eða miklum hliðarvindi. Ekki sakar útlitið: Passatinn er glœsilegur vagn, rýmið mikið, frágangur og innréttingar frammúr8karandi vandaðar. Það er eitt að kaupa bíl annað að reka hann: Þú sem vilt tryggja þér góða þjónustu, VOLKSWA GEN ÞJÖNUSTU, velur því Golf, Derby eða Passat. Einhver þeirra þriggja er bíllinn fyrir þig og þína. HEKLA HF Laugavegi 170-172 Sími 21240 GOLFm Golfinn er léttur og lipur í umferðinni. Hugvitsamleg hönnun hans veldur því að innra rýmið er mikið og drjúgt en ytri mál eru miðuð við að smjúga í umferðinni; það stæði finnst vart 8em Golfinn smeygir sér ekki inn í. Á vegum úti er Golfinn eins og hugur manns. Hœgt er að breyta honum í sendibíl á svipstundu. Það vekur athygli að Loftleiðir völdu Golfinn af öllum þeim aragrúa bíla, sem bjóðast hér á landi fyrir bílaleigu sína. 32 VOLKSWAGENGOLFNÚíNOTKUNHJÁ BÍLALEIGU LOFTLEIÐA! Derby sameinar smekklegt útlit, framúrskar- andi ak8tur8eiginleika og þýska natni í frágangi. Aðrir hel8tu kostir Derbys: Hæð undir lœgsta punkt er 22,5 cm. Sparneytinn svo af ber: hann varð nr. 1 í 8parak8tur8keppninni í október ’77. Farangur8rýmið er óvenju stórt, 515 lítrar. Af þe88u má sjá að Derby er tilvalinn ferða- og fjöl8kyldubíll 8ökum sparneytni, hœðar frá vegi og farangurarýmis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.