Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1978 JPflr^tt Útgefandi ttWfifcife hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. i mánuði innanlands. 1 lausasölu 100 kr. eintakið. H vers vegna voru f ebrúar- lögin sett? Hvaða ríkisstjórn grípur inn í kjarasamninga nokkrum mánuðum eða vik- um fyrir kosningar án þess að brýna nauðsyn krefji?" Þessari spurningu varpar Geir Hallgrímsson forsætís- ráðherra fram í lok greinar sem hann skrifaði í Morgun- blaðið í gær um kjaramál. Og forsætisráðherra svarar spurningunni með þessum orðum: „Það er auðvitað langtum auðveldara að leiða vandann hjá sér og takast ekki við hann og reyna að fleyta öllu fram yfir kosning- ar. En það er ekki heiðarlegt gagnvart kjósendum. Kjós- endur eiga skilið að vita um staðreyndir og sannleika málsins." Það er vissulega ástæða til, í ljósi umræðna um kjaramál undanfarnar vikur og mánuði að fólk velti fyrir sér þeirri spurningu sem Geir Hall- grímsson varpaði fram og svari hans við henni. Þegar ríkisstjórn hans hafði frum- kvæði að efnahagsráðstöfun- um í vetur gerði hún sér fullkomlega ljóst að hún mundi kalla yfir sig óánægju. Samt sem áður beitti ríkis- stjórnin sér fyrir þessum aðgerðum. Þessi staðreynd ein ætti að nægja til þess að sannfæra fólk um að það er ekki fjandskapur við laun- þega sem ræður aðgerðum núverandi ríkisstjórnar. Allir stjórnmálamenn vilja vinna sigur í kosningum. Enginn leikur sér að því að grípa til aðgerða sem valda óánægju skömmu fyrir kosningar. En þjóðin kýs sér forystumenn til þess að stjórna. Og hún á kröfu til þess að þeir vinni verk sitt af ábyrgð og fylgi því fram sem nauðsynlegt er fyrir þjóðarheill. Hvað hefði gerzt ef ríkis- stjórnin hefði ekki gripið í taumana í vetur? Geir Hall- grímsson segir í grein sinni: „Það er ávallt neyðarúrræði að setja lög — -sem breyta gildandi kjarasamningum. Æskilegast er, að aðilar vinnumarkaðarins séu ábyrg- ir fyrir kjarasamningum á hverjum tíma. í því felst einnig, að þeir verða að bera ábyrgð á efni þeirra og taka afleiðingunum, ef boginn er spenntur of hátt. Afleiðingin getur raunar ekki orðið önn- ur en stöðvun atvinnufyrir- tækja og þar af leiðandi atvinnuleysi. En þegar svo er komið er sú kráfa gerð til ríkisvaldsins, að það skerist í leikinn og haldi atvinnuveg- unum gangandi." Með bráðabirgðalögunum í maí voru láglaunafólki tryggðar fullar vísitölubætur og verulegar kjarabætur. Samt sem áður halda verka- lýðssamtök og svonefndir „verkalýðsflokkar" áfram andstöðu sinni við efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar. Geir Hallgrímsson ræðir í grein sinni hvað valdi og segir: „Kjarni málsins er sá, að þeir sem hafa hag af því, að hver hækkun, sem lág- launamönnum fellur í skaut, komi til þeirra marghækkuð með margvíslegum álögum, neyta allra bragða til að koma óorði á málið. Það er lærdómsríkt, að forsvars- menn Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins eru tals- menn fyrir þá hærra launuðu í þjóðfélaginu og skilja ekki hagsmuni hinna lægra laun- uðu. Þeir eru á móti launa- jöfnunarstefnu." Ef ríkisstjórnin hefði ekki gripið til aðgerðanna í febrú- ar hefðu atvinnuvegir stöðv- ast og atvinnuleysi skollið á. Ef stefna stjórnarandstæð- inga fær að ráða að kosning- um loknum, mun kostnaður atvinnuveganna stóraukast og til stöðvunar þeirra kemur fyrr en varir. Um þessi viðhorf segir Geir Hallgríms- son í grein sinni: „Þeir sem vilja beita verkalýðsfélögun- um flokkspólitíkst þurfa ekki aðeins að skýra andstöðu sína við launajöfnunarstefnu þá, sem fylgt hefur verið. Þeir, og raunar stjórnarand- stæðingar allir, verða að gera kjósendum grein fyrir því fyrir kosningar, hvernig þeir ætla að koma í veg fyrir atvinnustöðvun að kosning- unum loknum að óbreyttri stefnu sinni." Þessari spurningu hafa foryrstumenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags enn ekki svarað. Þegar Lúðvík og Magnús þverbrutu kjarasamninga Alþýðubandalagið ham- ast þessa dagana gegn því, sem það kallar „kaup- rán“ núverandi ríkisstjórnar. En hvað gerðu ráðherrar Alþýðubandalagsins, þeir Lúðvík Jósepsson og Magnús Kjartansson vorið 1974, þeg- ar Alþýðubandalagið átti aðild að ríkisstjórn? Þeir tóku þátt í því að setja bráðabirgðalög, sem tóku 7,5 vísitölustig af launþegum um mánaðamótin maí—júní 1974. Sú upphæð, sem þá var tekin af launþegum mundi jafngida nú 3—4 milljörðum króna um þau mánaðamót ein. Hvað skyldi slík aðgerð heita á máli Alþýðubanda- lagsins? Kauprán? Björn Jónsson, forseti ASÍ sagði á þeim tíma, að með þeim bráðabirgðalögum hefði þáverandi ríkisstjórn „þver- brotið gildandi kjarasamn- inga“. Hvernig stóð á því, að Guðmundur J. Guðmundsson lét ekkert til sín heyra þá? Hvernig væri að hann gerði launafólki grein fyrir því nú, hvers vegna hann þagði þá? I Reykj aví kurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 10. júní. Er Alþýðu- flokknum treystandi? I upphafi þeirrar kosningabar- áttu sem nú stendur yfir vegna alþingiskosninganna 25. júní n.k. hefur varnarmálin mjög borið á góma. Það er eðlilegt. Úrslit sveitarstjórnakosninganna eru ótvíræð vísbending um að tilraun verði gerð til þess að mynda nýja vinstri stjórn í landinu að kosning- um loknum. Ný vinstri stjórn þýðir nýja tilraun af hálfu and- stæðinga varnarliðsins til þess að rifta varnarsamningnum við Bandaríkin. Fari varnarliðið á brott og hætti ísland aðild sinni að Atlantshafsbandalaginu eru land- ið og þjóðin óvarin með öllu. Því öryggisleysi, sem því mundi fylgja fyrir íslendinga, er tæplega hægt að lýsa. Af þessum ástæðum er nauðsyn- legt að varnarmálin séu rædd í þessari kosningabaráttu. Það er nauðsynlegt að kjósendur viti að hverju þeir ganga. Afstaða stjórn- málaflokkanna til varnarliðsins er afar skýr. Alþýðubandalag og SFV vilja varnarliðið á brott þegar í stað, Framsóknarftokkurinn þegar „fært þykir“, svo að vitnað sé í orð Olafs Jóhannessonar, formanns Framsóknarflokksins, sem í raun þýða, að Framsóknarflokkurinn mun standa að brottför varnar- liðsins ef hann telur það sér henta. Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, hefur hins vegar lýst því yfir að Alþýöuflokkurinn muni standa með því að varnar- samningurinn verði áfram í gildi og öryggi landsins verði áfram tryggt með dvöl bandaríska varn- arliðsins hér. Þetta er ánægjuleg yfirlýsing frá formanni Alþýðu- flokksins og hana ber að meta í sjálfri sér. Engu að síður hljóta spurningar að vakna um afstöðu Alþýðuflokksins því að hér er mikið í húfi. Ástæðan fyrir því að spurningar vakna um afstöðu Alþýðuflokks þrátt fyrir yfirlýs- ingu Benedikts Gröndals er ein- faldlega fyrri reynsla af Alþýðu- flokki í þessum efnum. Það er alveg rétt, sem formaður Alþýðu- flokksins sagði í viðtali við Morg- unblaðið í gær, föstudag, að utanríkisráðherrar Alþýðuflokks- ins, þeir Guðmundur í. Guðmunds- son og Emil Jónsson, héldu vel á varnarmálum í tíð Viðreisnar- stjórnar ög það er metið. En hafa ber í huga, að þá var Alþýðuflokk- urinn í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Framsóknar- flokkurinn hefur farið með utan- ríkismál í núverandi ríkisstjórn og ekki hefur verið fundið að meðferð Einars Ágústssonar á varnarmál- um þann tíma. En þessi fjögur ár hefur Framsóknarflokkurinn verið í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæð- isflokkinn. Þegar þessir tveir flokkar, Alþýðuflokkur og Fram- sóknarflokkur, hafa verið í stjórn- arsamstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn hefur ekkert bjátað á í öryggismálum þjóðarinnar en það er sammerkt með þeim báðum að þegar þeir hafa starfað með öðrum flokkum í ríkisstjórn hafa þeir bilaÓ. Alþýðuflokkurinn átti aðild að vinstri stjórninni 1956—1958 ásamt Framsóknarflokki og Al- þýðubandalagi sem þá var ný- stöfnað. Alþýðuflokkurinn hafði þá frumkvæði að þeirri stefnumót- un að varnarsamningnum skyldi sagt upp og varnarliðið hverfa af landi brott. Þá gerðust hins vegar váleg tíðindi í alþjóðarrtálum. Sovézkir skriðdrekar brunuðu inn í Búdapest og það kviknaði í púðurtunnunni fyrir botni Mið- jarðarhafs. Þessi tíðindi urðu til þess að sú vinstri stjórn hvarf frá áformum sínum um brottför varn- arliðsins. Þessi forsaga Alþýðu- flokksins er ekki traustvekjandi. Á tímum síðari vinstri stjórnar, þegar. allt Iék í lyndi hjá vinstri flokkunum á árunum 1972 og 1973, kom einnig í ljós, hve veikur Alþýðuflokkurinn er fyrir. Þá töldu foringjar Alþýðuflokksins bersýnilega, að það stefnumið vinstri stjórnarinnar að varnarlið- ið skyldi hverfa af landi brott ætti einhvern hljómgrunn meðal þjóð- arinnar. Það varð til þess, að á flokksþingi Alþýðuflokksins haustið 1972 var samþykkt álykt- un þess efnis að athugað skyldi hvort ísland ætti að verða óvopnuð eftirlitsstöð síðar meir á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þessa tillögu fluttu svo allir þingmenn Alþýðu- flokksins á þingi 1973, þar á meðal Benedikt Gröndal og Gylfi Þ. Gíslason. Nú segir Benedikt Grön- dal að þessi tillaga hafi einungis verið hugsuð sem langtímamark- mið. En þessar staðreyndir um forsögu Alþýðuflokksins í varnar- málum sýna að flokknum er vart treystandi í þessum málum nema þegar hann er í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það stendur því óhaggað sem Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra sagði í viðtali við Morgun- blaðið sl. fimmtudag að atkvæði greitt Alþýðuflokknum í þessum kosningum getur verið atkvæði greitt nýrri vinstri stjórn og þar með varnarlausu landi. Þessi staðreýnd þarf að liggja alveg skýr fyrir í þessum kosningum. Fylgisaukn- ing Alþýðu- bandalags Þeir Alþýðubandalagsmenn eru sigurvissir um þessar mundir. Eftir hina miklu fylgisaukningu þeirra í borgarstjórnarkosningun- um í Reykjavík telja þeir sér alla vegi færa. I dag, laugardag, efna þeir enn til Keflavíkurgöngu, sem er út af fyrir sig ágætt því að það undirstrikar með afdráttarlausum hætti nú í kosningabaráttunni að Alþýðubandalagið stefnir mark- visst að því eftir kosningar að koma varnarliðinu úr landi og íslandi úr Atlantshafsbandalag- inu. Keflavíkurganga hálfum mán- uði fyrir kjördag, er tilkynning til kjósenda í landinu um þessi áform Alþýðubandalagsins. Þess vegna getur enginn kjósandi farið í grafgötur um hvað nú er í húfi. En sigurvissa Alþýðubandalags- ins kemur fram í fleiru. í flokka- kynningu í sjónvarpi kom fram spurning til forystumanna Al- þýðubandalagsins þess efnis hvaða flokkum þeir vildu starfa með í ríkisstjórn að kosningum loknum. Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur framkvæmdastjórnar Alþýðu- bandalags svaraði á þann veg, að það væri ekki spurningin um það með hvaða flokki eða flokkum Alþýðubandalagið mundi starfa heldur mundi Alþýðubandalagið leggja fram alla sína stefnuskrá og starfa með þeim sem væru tilbúnir til þess að fallast á þá stefnu. M.ö.o. Alþýðubandalagið gerir ráð fyrir því, að kosningum loknum, að aðrir stjórnmálaflokkar muni koma knékrjúpandi til Alþýðu- bandalagsins og biðja náðarsam- legast um að fá að vera með og fá að fallast á stefnu Alþýðubanda- lagsins. Sá hrdki og sú sigurvissa, sem fram kemur í þessum orðum Ólafs Ragnars Grímssonar er í aðra röndina bráðfyndin eða öllu heldur brosleg. En öllu gamni fylgir nokkur alvara. Hvaða flokkur er það sem gengur svo sigurviss og hrokafullur til þessara kosninga? Hvaða flokkur er það, sem talar á þann veg, að hann sé í raun þegar búinn að taka við stjórnartaumun- um, ekki bara í Reykjavík, höfuð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.