Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1978 — Atti ekki von á að verða hálfgerður frumskógar- maður... Framhald af bis. 15 að þvo möl og virðist þessi aðferð ætla að reynast vel, — þótt aðferðin sé frumstæð og einföld. Sigurbjörn hefur líka fundið aðferð til að þvo sand, sem oft vili vera leirkenndur og ónothæfur til steypu. Regntíminn tefur framkvæmdir Þá má og geta eins atriðis sem örugglega á eftir að tefja fram- kvæmdir en það er regntíminn. Þá koma hér úrhelli og flóð, þannig að leirinn og moldin kringum vinnu- svæðið verða að einni forarvilpu og eftir mestu skúrirnar er allt á floti. En allt eru þetta tímabundin vanda- mál, sem við sjáum fram á að við getum leyst, þegar við höfum fengið meiri reynslu,“ segir Vífill. — Áttirðu von á þessum erfið- leikum þegar þú tókst við starfi hér? Svipað og í Mexico „Já, ég bjóst fastlega viö þessum erfiðleikum. Aðstæðum hér svipar mjög til vinnusvæða, sem ég vann á í Mexicó. Þar var einnig erfitt að fá innfædda til aö vinna vel, í báöum þessum löndum er fólkið náttúrufólk og býr í loftslagi sem veitir því mögulegt að lifa án mikillar fyrir- hafnar. Það bókstaflega tínir matinn í skóginum og veiðir dýr. Þá byggir það hús úr frumstæðu efni og ekki þarf að hugsa svo mikið um föt á þessum slóðum. Hér íiefur fólk búið í sátt við sitt umhverfi og þar er ekki fyrr en vestræn iönvæðing og „menning'* ryður sér til rúms að allt breytist hjá því. Flestir Nígeríumenn sem búa á þessu svæði, eru alls ekki undir það búnir að taka við þessum ósköpum og það sýnir sig glöggt í meðferð þeirra á tækjum og þungavinnuvél- um, hin tíðu slys af þessum sökum sýna að þeir eiga enn eftir langan aðlögunartíma." Vífill sagði að á svæðinu í Okitipupa ættu þeir að reisa 1212 íbúöir í raðhúsum, hver grunnur er 47 metrar og alls verða íbúöirnar á 101 grunni. Hver íbúð er 40 fermetrar og í þeim eru 2 herbergi, baö og eldhús. Hlýtur að hafa kólnað „Okkur var sagt áður en við fórum út, að við gætum átt von á geysimiklum hitum og raka. Margir kviðu Nígeríuferð af þessum sökum, en þetta hefur ekki háð neinum að ráði. Við erum orðnir svo vanir hitanum hér, að sumir okkar hafa haft orð á því, að loftslagiö hljóti að hafa kólnaö frá því að við komum hingað, en það bendir vissulega til þess að við séum farnir að venjast því. Vissulega er sólin heit um miðjan dag og um hádegi er hún við hvirfil manns. Þegar svo er segja innfædd- ir að byrðin sem þeir beri á höfðinu verði miklu þyngri vegna þess að sólin þrýsti svo fast á. Annars hafa íslendingar aölagast öllum aöstæö- um vel hér, en alltaf eru til undantekningar, eins og við er að búast í svona stórum hópi. Margir höfðu hins vegar unnið við virkjanir heima og því vanir einangrun. Annars reikna ég með að viö byrjum að steypa upp húsin um miðjan júní, en þá verða mótin komin að heiman, þetta getur þó dregist til mánaðarloka ef rigningin verður mikil. Eftir að búið er að steypa húsin upp veröur gengiö frá húsunum, en frágangur er þó tiltölulega Iftill, miðað viö það sem viö eigum aö venjast heima, gluggar og dyrakarmar veröa steyptir í mótin, viö þurfum þó aö ganga frá þökum, vöskum, eldhúsi, sturtuböð- um og salerni, skápar verða settir upp og húsin máluð." — A ísiendlngum eftir að fjölga á þessu svæði? Verða 12—16 pegar stálmótin koma „Þegar stálmótin verða komin, má búast viö að hér verði 12—16 íslendingar og þá vérður valinn maður í hverju rúmi. Núna erum við 5 auk 250 svertingja. Við höfum verið heppnir hvað sjúkdóma snert- ir, það sem af hefur aðeins einn maður veikst, af malaríu líklega, og fór hann heim. Vífill sagði mér frá því að það hefði komið fyrir að fólk hefði reynt að selja sér sama malarhauginn mörgum sinnum. Á þessu þyrfti að vara sig. Það væru ekki karlmenn- irnir sem sæju um verzlunina og prúttið, heldur kvenfólkið. Oft væri rifist, en þegar samkomulagi væri náö, væri fólkið hiö elskulegasta, það hefði sína siði, sem maður þyfti aö læra. „Eitt það versta við að vera hér í Okitipupa er að fá varahluti og vélarolíu á tækin. Annars á þetta eftir að batna mikið þegar skipulag kemst á innkaupin. Hér hafa menn þurft að þreifa sig áfram í tækja- kaupum, bæöi hvaö til er á markaðnum og eins verð og þjón- ustu.“ — Nú ert þú búinn að vera meðal indíána í Mexicó og starfað með þeim. Áttiröu von á að fólkið væri jafn frumstætt hér og raun ber vitni áður en þú komst hingað? „Ég hafði ekki gert ráð fyrir jafn frumstæðu fólki hér. Þetta svæöi er sagt með frumstæöustu svæðum landsins og það sem ég á viö með því, er að í mörgum tilfellum er fólkið vart fært til að sjá sér fyrir mat og þaö hefur ekki áhuga á aö bæta sinn hag. Gott dæmi um það er, að ef við höfum boðið því ákvæðisvinnu, þá hættir það einfaldlega að vinna,“ sagði Vífill að lokum. Opinbert uppboð Eftir beiöni Innkaupastofnunar Reykjavíkurborg- ar f.h. Vélamiöstöövar Reykjavíkurborgar fer fram opinbert uppboö í geymslu Vélamiöstöövar Reykjavíkurborgar aö Baldurshaga viö Suður- landsveg, þriöjudaginn 13. júní, 1978 kl. 17.15. Söluhlutir veröa til sýnis á staönum frá kl. 15.00 sama dag. Selt verður m.a.: Vélar og varahlutir í ýmsar geröir bifreiöa m.a. Volvo, Scania og Ford Trader. Olíuverk í ýmsar geröir dieselvéla. Margs konar áhöld fyrir viögeröarverkstæöi. Nýir hjólbaröar fyrir lyftara. Rafmótorar, ýmsar stæröir. Snjósleöi. Notaöar mótordrifnar garösláttuvélar ásamt ýmsu ööru. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiösla nema meö samþykki uppboöshaldara eöa gjaldkera. Greiösla viö hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Reykjavík. | RR BYGGINGAVÖRUR HE^ Suöurlandsbrau t 4. Sími 33331. (H. Ben. húsiö) ARCITECTURAL SOLIGNUM er besta fáanlega fúavarnamálningin á markaðnum í dag. Suðurlandsbrau t 4. Sími 33331. (H. Ben. húsiö) FNI SEM HLEYPIR RAKA í GEGNUM SIG OG VER VIÐINN FÚA. FJOLBREYTT LITAVAL. ■ RR BYGGINGAVÖRUR Hf| Nú kynnum við nýja tegund af úrvals kaffi — Colombia kaffi. Hráefnið er kaffibaunir frá Colombiu í hæsta gæðaflokki. Margir kaffiunnendur telja þetta heimsins besta kaffi, en það er auðvitað smekksatriði. Við hvetjum alla til þess að reyna þetta nýja kaffi, því það er aldrei að vita nema það sé einmitt kaffið, sem þú hefir alltaf beðið eftir. NIBI LO ft JOHNSON & KAABEI Nýtt ftá Kaaber

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.