Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1978 ^ Tilkynning Húsasmíöameisturum, byggingaverkfr., arki- tektum og öörum sem áhuga hafa, er hér meö boðið á vörukynningu firmans NORSK WALLBOARD A/S., sem er stærsti framleiðandi í Noregi á trefjaplötum (harötexi) af ýmsu m geröum. Sölustjóri og verksmiöjustjóri firmans munu kynna vörurnar. Vörukynningin veröur í húsa- kynnum Byggingaþjónustu A.Í., Grensásvegi 11, þriöjud. 13. júní kl. 5. PÁLL ÞORGEIRSSON & CO Ármúla 27 — Raykjavfk. Símar 34-000 og #6-100. Viö útvegum dieselvélar og fylgihluti til ísetningar í ýmsar geröir bifreiöa. Frekari upplýsingar gefur DIESEL LAU GA RHO LL HREINUETISTÆKI fjölbreytt úrval Ármúia 21 sfmi 864 55 á Hvolsvelli Tilboö óskast í aö reisa og gera fokhelda heilsugæslustöö á Hvolsvelli. Verkinu skal vera lokiö 1. ágúst 1979. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavík gegn 20.000 - kr. skilatryggingu. Tilboö veröa opnuö á sama staö þriöjudaginn 4. júlí 1978 kl. 11.00 f.h. HAFRAFELL HF VAGNHÖFÐA 7, SÍMI 85211 INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Sumar- ferða- lag um Strandir 24. júní 1977 lögðum við 40 talsins upp frá Reykjavík í hóp- ferð, eins og leið liggur norður um Holtavörðuheiði og út Strandir. Við höfðum heyrt að þangað væsi gaman að koma og margt að sjá. Enda brást okkur það ekki, strax er við ókum út með Hrúta- firði blasti við okkur fögur sveit og myndarleg bændabýlj, og mun það vera rétt mælt að hvergi sé betur uppbyggt á landinu en einmitt í þessum afskekktu sveitum á Ströndum. Gistingarstaður var ákveðinn á Laugarhóli í Bjarnarfirði, sem er skóli á vetrum en gistingar- og veitingastaður á sumrum, og get ég ekki annað en rómað þær móttökur sem við fengum þar og fyrirgreiðslu, það gekk svo langt að forstöðukonan gekk úr rúmi fyrir fullorðin hjón sem áttu erfitt með að liggja í svefnpokum. Þá fengum við vel framreiddan morgunverð, bæði kaldan og heit- an, og kaffi á brúsa fyrir alla sem vildu uppá daginn, því þann 25. júní var lagt af staö lengra úteftir og haldið alla leið í Munaðarnes við Ingólfsfjörð. Eftir vel heppnaða ferð um Strandir tóku veitingakonurnar á Laugarhóli móti okkur með ljúfu geði og brosi á vör. Heitur matur beið okkar á borðum. Leiðsögumaður okkar var full- orðinn Strandamaður, Jóhannes Jónsson, sem kennir sig við Asparvík og gerði hann okkur ferðina ógleymanlega skemmti- lega, því þegar hann ekki lýsti hinu fagra landslagi þá annað- hvort bjó hann til stöku, eða dró hana uppúr tösku sinni fyrir utan öll skopyrði sem hresstu uppá mannskapinn. 26. júní var lagt af stað heim og allir komu hressir og kátir til Reykjavíkur. Bílstjóri okkar var hinn trausti Einar Valdimarsson sem nú hefur Selfoss-rútur. Öllu þessu fólki sendi ég kveðju mína og þakkir fyrir samfylgdina, og fyrir hönd okkar allra sendi ég hlýjar kveðjur til veitingakvenn- anna að Laugarhóli fyrir góða þjónustu og fyrirgreiðslu, með virðingu fyrir öllum. Ottó Þorvaldsson fararstjóri. Bókin Frjálshyggja og alræöishyggja er hlutlæg skiigreining á tveimur megin- stefnum stjórnmálanna fyrr og síöar — annars vegar hvort einstaklingurinn eigi aö ákveöa sjálfur markmiö sín, orö og athafnir, eöa hvort ríkisvald og stjórn- endur eigi aö ákveöa þaö fyrir hann. Gerö er grein fyrir fræöilegum grund- velli þessara andstæöu stefna og hvaöa þjóöfélagslegum forsendum þær hljóta aö byggja á hvor fyrir sig. Aö lokum er gerö nokkur úttekt á íslenzku þjóöfélagi á okkar dögum á grundvelli þeirra niöurstaöna, sem komizt er aö í bókinni. „Bókin er skrifuö í þeirri von“ segir höfundur formála, „aö þau sjónarmiö, sem þar eru sett fram, geti stuölaö aö málefnalegri umræöum um grundvallar- atriöi efnahags- og félagsmála en nú tíökast á vettvangi íslenzkra stjórnmála." Almenna bókafélagið Austurstræti 18. Bolholti 6. sím'i 19707 sími 32620 Ferming FERMING í Brjánslæk og Haga 11. júní. Guðrún Sigfríður Samúelsd., Hvammi. Hulda Hjördís Gísladóttir, Rauðsdal, Sigríður Sveinsdóttir, Innri-Múla, Þórhildur Guöbjörg Kristjánsd., Breiðalæk, Árni Friðjón Árnason, Krossi. Friðrik Örn Andersen, Arnórsstöðum. Friðþjófur Jóhannsson, Litlu-Hlíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.