Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1978 25 fyrir mynni Ólafsfjarðar og vestur um Siglunes. Sáum við aðeins rofa í Siglufjörð og kaupstaðinn. í 7500 feta hæð Þegar við komum vestur á Skagafjörð stefndum við skáhalt inn og vestur yfir fjörðinn og flugum rjett norðan við Drangey. Hækkuðum við nú enn flugið, yfir Skaga og fórum upp í 7500 feta hæð. Flugum við rjett norðan við Tindastól og þar þvert yfir Skaga til Skagastrandar. Var þá bjart veður og dýrlegt útsýni yfir landið. En úti í Húnaflóa voru þokubólstr- ar miklir. Rjeðum við af að fljúga í sömu hæð yfir þveran flóann og fljúga yfir land milli Bitrufjarðar og Gilsfjarðar. Þetta gekk nú alt eins og í sögu, en vegna þess hvað við flugum hátt mun enginn hafa tekið eftir okkur og þess vegna hafa engar fregnir borist til Reykjavíkur um ferðalag okkar. Við flugum nú út yfir fjörðinn, vestur fyrir Salt- hólmavík, en þar styttum við okkur leið og flugum þvert yfir Dalasýslu yfir að staðarfelli og þaðan þvert yfir Hvammsfjörð yfir á móts við Skógarströnd og ætluðum síðan að halda beina stefnu til Reykjavíkur. Höfðum við þá vindinn á eftir okkur, en urðum hans ekki varir inni í flugvjelinni. Leið hún ljett og þægilega, eins og í logni. Áttum við von á að koma til Rvíkur kl. 9,20, eða eftir rúmlega tveggja stunda ferð frá Akureyri og vorum að sjálfsögðu mjög ánægðir með ferðalagið. Hreyfivjelin bilar Þegar við vorum komnir rúm- lega miðja vega yfir Snæfellsnes og vorum rjett fyrir vestan Rauðamel, heyrðum við alt í einu mjög einkennilegt hljóð í hreyfi- vjelinni. Við vorum þá í 6000 feta hæð. Walter segir undir eins og vjelin sje biluð og við munum þurfa að leita nauðlendingar. Jeg ætlaði ekki að trúa því, en í sama bili fer flugvjelin með 150 km. hraða niður á við og alt niður í 3300 feta hæð. Varð mjer þá litið niður og sá ekkert fyrir annað en stórgrýti og kletta. Fór mjer þá ekki að iítast á blikuna, en Símon flugmaður leit til okkar brosandi, eins og ekkert væri um að vera. Var hann ekki sjerlega smeykur. í sama bili stöðvaðist hreyfivjelin algerlega og var þá um stund eins og flugvjelin sæti kyr í loftinu. En framundan sá nú á sjó og all-langt í burtu sáum við kirkjuna á Ökrum. Rendi Simon nú flugvjel- inni með þægilegum hraða skáhalt í áttina þangað. Settist hann á sjóinn skamt fyrir utan Akraós og tókst það prýðilega. Komumst við alla leið upp á grynningar og fórum þar fyrir borð. Var ekki dýpra en rúmlega í mitt læri. Drógum við nú flugvjelina inn í ósinn og suður undir rifið, þangað til hún tók niðri á sandi. Þar festum við henni við akkeri og síðan fórum við Walter að leita bæja. Koman að Ökrum Við settumst kl. 9,05, en klukkan mun hafa verið orðin nær 11 er við höfðum gengið frá Súlunni og fórum heim að Ökrum. Var þar alt fólk í fasta svefni, og vöktum við upp. Var okkur tekið þar ágætlega; fengum við þar undir eins kaffi og síðan sendimann upp að Brúar- fossi með skeyti, en Helgi bóndi Dr. Alexander Jóhannesson var frumkvöðull að stofnun Flug- félags íslands 1928 og fyrsti formaður og framkvæmdastjóri félagsins. fór sjálfur með okkur þangað sem Súlan lá og var nú gengið svo frá henni, að hún gat ekki haggast. Síðan skildum við hana þar eftir og fórum allir heim að Ökrum. Mun þá kl. hafa verið að ganga 2 um nóttina. Fengum við allir rúm og sváfum þar fram á dag. Þá fengum við skeyti frá Reykjavík um að vjelbátur kæmi upp eftir kl. 3 um daginn að sækja okkur. Frá Ökrum til Reykjavíkur Þegar báturinn kom, var að falla að, og komst hann hvergi í námunda við Súluna fyrst i stað, því að útfiri er þar mikið. Gekk það í talsverðu basli fyrir okkur að koma kaðli milli bátsins og Súlunnar, því að þótt að fjelli, var rif á milli, sem báturinn komst ekki yfir. Þó tókst það á endanum með aðstoð Helga á Ökrum og var „Súlan" nú dregin út úr ósnum. En ekki höfðum við langt farið, er við mættum svo mikilli kviku, að Walter leist ekki ráðlegt að halda áfram. Snerum við þá aftur og inn í ósinn og lágum þar þangað til klukkan 9 i gærkvöldi. Þá var aftur lagt á stað og farið mjög hægt. Var kvikuna nokkuð farið að lægja, en þó mátti ekki vera verra í sjó til þess að „Súlan" þyldi það. Við vorum allir í vjelbátnum og hjeldu þeir Walter og Wind í böndin, sem höfð vpru á „Súlunni". Þurfti að hafa nákvæma aðgætni við það, þegar kvikurnar riðu undir hana. Stóð Walter þannig í 8 stundir samfleytt og slepti aldrei tauginni. Komum við hingað til Rvíkur kl. 5 og var þá komið besta veður og sljettur sjór. Dr. Alexander hrósaði mjög viðtökunum, sem þeir fjelagar fengu á Ökrunu Var þeim veitt þar ágæt lega og unninn allur sá beini er hægt var, og vildi bóndi ekki þiggja borgun fyrir. Bilun hreyfivjelarinnar stafaði af því, að leki hafði komist að smurningsolíugeyminum. Er það mjög einkennilegt og sjaldgæft tilfelli og ekki unt að segja hvernig á því stendur. En á þessa vjel verður ekki treyst framar, þótt hægt sje að gera við hana. Var hún rifin úr „Súlunni" í gær og varavjel, sem Lufthansa hafði sent hingað, sett í hana í staðinn. Mun Súlan halda áfram að fljúga eins og ekkert hafi í skorist, en vera má þó, að þessi reynsluför hafi sýnt forgöngumönnum flugsins, að heppilegra sje að haga ferðum nokkuð á annan hátt en gert var ráð fyrir í fyrstu. Kort af Akraós og nágrenni er til sýnig í glugga Morgunblaðsins í dag.“ Fyrsta iarþegaflugið Þrátt fyrir þetta óhapp létu dr. Alexander og þýzku flugmennirnir ekki deigan síga. Súlan fór í reynsluflug til Vestmannaeyja laugardaginn 9. júní og gekk allt að óskum. Var þeim félögum tekið með kostum og kynjum í Eyjum eins og nærri má geta. Og svo rann upp 11. júní og þann dag var lagt upp í fyrsta farþega- flugið hér innanlands, sem kallast má því nafni. Er frá þessu skýrt í Mbl. daginn eftir eins og vænta mátti enda var blaðamaður frá Morgunblaðinu einn þriggja far- þega, sem fóru í þetta fyrsta flug, Árni Óla. Fréttin var svohljóð- andi: „I gær byrjaði flugfjelagið á farþegaflugi. Fór Súlan hjeðan til Akureyrar og til baka aftur. Fjórir farþegar ætluðu að taka sjer far, ungfrú Sesselja Fjeldsted, Maggi Júl. Magnús læknir og blaðamenn- irnir Árni Óla og Skúli Skúlason. En er flugmennirnir ætluðu að hefja sig til flugs hjeðan af ytri Framhald á bls. 30. Súlan við Bryggju í Reykjavík. En þad er sama hvernig reynt er „Súlan” situr blýföst á sjónum Árni Óla segir frá ferdarinnar til A BLAÐAMAÐUR Morgunblaðs- ins, Árni óla, var með í flugferðinni til Akureyrar 11. júní 1928 eða fyrir réttum 50 árum. Eins og vænta mátti skrifaði Árni í'tarlegar greinar í Morgunblaðið og Lesbókina um þctta merka flug. Árni er enn í fullu fjöri þótt hann verði 90 ára í haust og fyrir skömmu gekk hann frá handriti að nýrri bók, sem væntanlega kemur út í haust. Árni Óla var fyrsti blaðamaður Morgun- blaðsins og hann skrifaði flest- ar flugfréttirnar, sem rifjaðar eru upp í yfirlitinu hér í opnunni. Árni hcfur góðfús- lega veitt Mbl. leyfi til þess að birta kafla úr bók sinni „Land- ið er fagurt og frítt“ um upphaf flugferðarinnar til Akureyrar. Fer kaflinn hér á eftiri „Það var ákveðið að leggja af stað frá Reykjavík kl. 9.30 að morgni, fljúga til Akureyrar og þaðan aftur samdægurs til Reykjavíkur. Burtförin frá Reykjavík tafðist nokkuð vegna þess, að eldsneytið (bensínið) kom ekki á réttum tíma. Veður- skeyti hermdu að dimmt veður væri fyrir norðan, snjóaði í fjöll, og var því jafnvel gert ráð fyrir upphafi flug- að fljúga utan við Vestfirði og koma við í ísafirði. En' úr því varð þó ekki. Þegar bensínið var komið, var lagt á stað. Farþegar voru fjórir. Rúm það, sem þeim er ætlað, er viðkunnanlegt og þægilegt mjög. Er það svipað og í bifreið, lágt undir loft, tveir hægindastólar að framan og mjúkur bekkur aftan við. Klefi þessi er hitaður (hiti allt að 20°) og fer þar prýðilega um mann. „Súlan“ skríður út höfnina. Fyrir óvana er líkt að sitja í henni og í bifreið. Þegar út úr hafnarmynninu kemur mætir henni svolítið gjalp, og hoppar hún þá og skoppar, en særok hvín yfir undirstöðurnar (bát- ana). Var nú stefnt út Engeyjar- sund, en þrátt fyrir norðangolu, sem gaf byr undir báða vængi, gat „Súlan“ ekki gripið flugið. Þá var snúið við, inn með Engey, inn fyrir eyjartaglið, norður sundið milli Viðeyjar og Engeyj- ar og út á móts við Viðeyjar- enda. En það er sama hvernig reynt er. „Súlan“ situr blýföst á sjónum! Hún snýr við og gerir annað tilhlaup út með Engey, rétt við land, þar sem norðan andvarans gætir helzt, en það kemur í sama stað. Hún nær ékki flugi — nær því ekki einu sinni að flytja kerlingar. Hvað er að? Jú, bensínið er ekki gott. Loftskrúfan nær ekki tilætluð- um snúningshraða og flugvélin getur ekki lyft sér með þeim þunga, sem í henni er. Það er hugarléttir að heyra það, að nú verði einhver farþeginn að fara úr flugvélinni til þess að létta á henni. Hver á að verða fyrir því? Öllum fjórum er það mesta áhugamál að fá að vera í flugvélinni, einmitt þessa ferð, í fyrsta skipti sem þess gefst kostur að fara tvívegis milli Reykjavíkur og Akureyrar sama daginn. Við erum þarna tveir blaðamenn, og okkur finnst, að blaðamenn hafi meiri réttindi en aðrir. Og það er af og frá að annar vilji fara og láta hinum það eftir að hann sitji einn að ánægju ferðalagsins og því sem gerist. Það er ekki aðeins forvitni okkar sjálfra og ævin- týraþrá sem ræður því, heldur miklu fremur hitt, að geta sagt lesendum blaðs okkar frá því hvernig er að fljúga, og hvernig þessi nýju samgöngutæki séu. Þriðji farþeginn var ung stúlka. Ekki kom til mála að hrekja hana í land, ef hún vildi fara. Kvenfólkið hefur ávallt sín forréttindi. Fjórði farþeginn var M. Júl. Magnús læknir. Hann skildi fljótt hvað okkur blaðamönnun- Árni Óla. um leið, og nú bauðst hann til þess að verða eftir. Það var drengilega gert og sjálfsafneit- un mikil, þvi að ekki efast ég um að hann hafi langað eins mikið til þess og okkur að fljúga norður. Norðan sundið kemur örlítill kaldi. „Súlan“ snýr beint upp í hann á fleygiferð. Það hvín óþægilega nokkuð í skrúfunni. Særok fer yfir bátana. Hreyfill- inn hefur erfiði mikið og það er eins og áreynsla hans lendi á manni sjálfum. En allt í einu er eins og flugvélin varpi öndinni léttilega, og sitji um leið graf- kyrr. Hún hefur sleppt sjónum, hafið sig til flugs. Viðbrigðin eru mikil. Nú finnst manni áreynsla flugvél- arinnar engin, finnur ekki að hún stefnir skáhalt upp í loftið, en finnst sem maður sitji heima hjá sér og láti fara vel um sig. Ég get ekki lýst því betur á annan hátt. Að eðlisfari er ég ákaflega lofthræddur. Það er því um að kenna, að þroskaár mín ólzt ég upp á sléttlendi. Horfi ég út um glugga á þriðju eða fjórðu hæð í húsi, þá svimar mig. Ég býst við svima líka í flugvélinni. En hann gerir ekki vart við sig. Eftir því sem við flugum hærra, því betra þótti mér. Maður kennir ekki sömu tilfinningar í flugvél eins og þegar maður kemur fram á fjallsgnýpu og horfir niður fyrir sig. Allt umhverfi verður ein- hvern veginn öðru vísi. Venju- legur m^elikvarði augna á fjar- lægð og hæð, er að engu orðinn. Úr þúsund metra hæð horfir maður niður fyrir sig eins og ekkert sé, eins og maður standi á pallskör, og dettur ekki í hug að sundla. Fyrir neðan mann liggur landið eins og litað landabréf, eyjar og annes, tjarn- ir og vötn, hólar og hæðir, fjöll og dalir. Sitt með hverjum lit eins og á landabréfi, sem maður hefir á borði fyrir framan sig.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.