Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JUNÍ 1978 Italía: Nedri málstofan gerd skotheld Róm. 9. júní. AP. SKOTIIELDUM ííIukkuih og dyrum heíur verið komið fyrir í Montecitorio-höllinni í Róm, þar sem neðri málstofa ítalska þingsins hefur aðsetur, en það er þáttur í öryKgisráðstöíunum sem fylgja í kjölfar ránsins og morðsjns á Aldo Moro fyrrver andi forsætisráðherra. Þegar er búið að ganga frá skrifstofu Giulio Andreottis forsætisráðherra og skrifstofu forseta málstofunnar. Andreotti hefur mótmælt yfirlýsingu fjöl- skyldu Moros um að stjórnin hafi hafnað beiðni hans um skothelda bifreið á sínum tíma. Eiginmaöur minn, + VALGARÐ THORODDSEN, fyrrverandi andaöist 10. þ.m. rafmagneveiluatjóri ríkisins, Marie Thoroddsen. t Útför móöur okkar og tengdamóöur, ELÍSABETAR SIGFÚSDÓTTUR, Bárugötu 13, fer frám frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 13. júní kl. 13.30. Unnur Jónsdóttir, Sigfús Jónsson, Úlfar Þóröarson, Guörún Þorvaldsdóttir. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, INGIBJÖRG SVAVA JÓHANNESDÓTTIR. fyrrv. forstöóukona, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. júní kl. 15.00. Þeir sem vildu minnast hennar eru beðnir aö láta Líknarstofnanir njóta þess. Jóhannes Ágústsson, Sigurbjörg Guömundsdóttir, Ágústa Ágústsdóttir, Jóhannes Sævar Jóhannesson, Svavar Þór Jóhannesson, Sigrún Jóhannesdóttir, Svava Jóhannesdóttir, Styrkár Jóhannesson, Alda Lára Jóhannesdóttir, Útför systur okkar, HELGU JÓNSDÓTTUR, Laugavegi 82, veröur gerö frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 12. júní kl. 2 e.h. Þórunn Jónsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö, vinarhug og virðingu vegna andláts og jaröarfarar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, t MARIE BRYNJÓLFSSON, Magnús M. Brynjólfsson, Elsa Magnúsdóttir, Sigrún Guömundsdóttir, Skafti Benediktsson, Magnús Magnússon, Matthildur, María og Sigrún Skaftadætur. t Innilegar þakkir færum viö öllum sem sýndu okkur vinarhug og samúð við fráfall, LOFTS GESTSSONAR, Sesselja Guöjónsdóttir, María Loftsdóttir, Þórarinn Baldursson, Guömundur Loftsson, Óskar Loftsson. t Þökkum samúð og hlýhug viö andlát og útför, PÁLS ÞÓRODDSSONAR, Sérstakar þakkir færum viö Starfsfólki deildar E 6, Borgarspítalanum fyrir góöa umönnun í veikindum hans. Einnig þökkum viö stjórn Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar fyrir viröingu honum sýnda. Elín Björnsdóttir, Hallgeróur Pálsdóttir, Halldór B. Stefánsson, Páll Halldórsson, Sólveig Ásgrimsdóttir, Ásta Halldórsdóttir, Einar Erlendsson, Elín Ýrr Halldórsdóttir, Ólöf Eir Halldórsdóttir, og barnabarnabörn. Zaire á barmi nýs öngþveitis? Franskir fallhlíðarhermenn í Kolwesi yfirheyra innfædda þegar leitin að innrásarmönnunum frá Angóla stóð sem hæst. Kinshasa. Zaire, AP. ÁRUM saman hefur verið talað um grimmd og spillingu í Zaire og að stjórn Mobutu Sese Seko sé völt í sessi. Ilins vegar virðist enginn vita hver gæti komið í stað Mobutu forseta. Vestrænir þjóðarleiðtogar standa frammi fyrir þessum vanda nú þegar þeir verða cnn þá einu sinni að senda honum aðstoð til að halda honum við völd. Mobutu sem er fyrrverandi liðþjálfi í bclgíska hernum er sá eini sem tekizt hefur að koma á sæmi- legri reglu í Zaire, en ætt- flokkaerjur. spilling, samsæri og erlend afskipti hafa þar lengi leikið Ijósum logum. Mobutu hefur hingað til tekizt að bægja kommúnistum frá Zaire en leyft Belgum og að nokkru leyti Frökkum, Japönum og Bandaríkjamönnum að reka hinar auðugu koparnámur og hagnýta aðrar málmauðlindir landsins. Engu að síður hefur hinn 47 ára gamli forseti fótum troðið mannréttindi í landifiu, tekið öll völd í stjórninni og hernum í sínar hendur og komið undan miklu fjármagni á erlenda bankareikninga. En nú er ástandið þannig í landinu eftir atburðina í Shaba- héraði, að námunum í Kolwesi hefur verið lokað, landið logar í uppreisnum og óvissa ríkir um hversu lengi vesturveldin geta haldið áfram að styðja Mobutu. „Við eigum fárra kosta völ,“ er haft eftir vestrænum fulltrúa í Kinshasa. En ef ekki er til staðar sambandsstjórn með sterku miðstjórnarvaldi sem nýtur vestrænnar aðstoðar er hætta á að ástandið í landinu yrði svipað og fyrsta áratuginn eftir að það hlaut sjálfstæði, þegar algjört glundroðaástand ríkti, og lands- menn bárust á banaspjót. Og þar sem að nú ligga fyrir sannanir um aðstoð Kúbu- manna og Sovétríkjanna við innrásarmennina, gæti landið horfið inn á hagsmunasvæði Sovétríkjanna. Ef Mobutu missir völdin geta afleiðingarnar orðið meiri háttar efnahagsleg röskun fyrir við völd nema með hjálp utan- aðkomandi herja. Herlið hans í Kolwesi leystist upp, þegar það mætti innrásarliðinu og síðan hefur Mobutu fordæmt yfirhers- höfðingjann fyrir hugleysi og dæmt hann í ævilangt fangelsi. Vestrænir sérfræðingar benda á að fimmtíu þúsund manna her Zaire er betur búinn hergögnum en herir flestra annarra Afríku- ríkja, en við sama vanda er að stríða í hernum og á öðrum sviðum þjóðlífsins í Zaire: Spillingu, agaleysi og sundrungu. Zaire er geysistórt land, erfitt yfirferðar, það er u.þ.b. áttatíu sinnum stærra en Belgía að flatarmáli og íbúarnir um 26 milljónir. Zaire skiptist í fimm gerólíka landshluta. í landinu búa tvö hundruð ættflokkar, sem hver um sig hefur sín sérkenni, og töluð eru um þrjú hundruð tungumál og mállýzkur í landinu, Malbikaðir vegir ná aðeins um þrjú hundruð og fimmtíu kílómetra vegalengd frá Kinshasa og nánast engar samgöngur eru milli stærstu borga og bæja. Kongómenn voru illa undir það búnir að fá sjálfstæði, þegar nýlendustjórn Belga lauk 1960 og þá hófust svo að segja strax blóðugar ættflokkaóeirðir og átök ólíkra stjórnmálaafla. Mobutu var þá yfirmaður hersins og tók fyrst völdin nokkrum mánuðum eftir sjálf- stæðistökuna en hélzt ekki lengi við völd þá. Síðan tók hann aftur völdin 1965 í kjölfar meira öngþveitis og blóðsúthellinga og í það skiptið ætlaði hann sér alls ekki að sleppa völdunum. Hann naut styðnings lífvarðar sem Israelsmenn þjálfuðu og harðsnúinnar leynilögreglu og á næstu árum vann hann krafta- verk að dómi erlendra stjórn- málasérfræðinga honum tókst að sameina sundraða þjóð sína að nokkru marki og lægja öldurnar um sinn. Honum tókst að laða erlent fjármagn til landsins á ný og tók upp þjóðlega stefnu, sem miðaði að því að Zaire yrði fyrir Zaire- menn. Þessi stefna varð til þess Framhald á bls. 29. Mobutu Sese Seko Vesturveldin, sem þar eiga hagsmuna að gæta og þá sér- staklega Belga. En Belgar réðu landinu þegar það hét Kongó og fjárfestingar þeirra í Zaire nema um sex milljörðum Bandaríkjadala, sem eru í höndum þrjátíu þúsund Belga. Innrásin í Shaba sýndi glöggt að Mobutu getur ekki haldist Mobutu Sese Seko í hermanna- búningi athugar ástandið á flugvellinum í Kolwesi 18. mai s.l., eftir að Zaireher hafði náð flugvellinum aftur á sitt vald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.