Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.06.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1978 Að flæma Evrópnmenn í burtu - in þeirra lifirZaire ekkiaf Djibouti: 4500 Senegal: 1300 Chad: 1300 Fílabeins- ströndin: 500 Gabon: 500 Reunion: 2000 og Maotte- eyjar: 1800 Frönsk afskipti 11900 manns (og um 2000 viö hernaöarráögjöf) Kúbönsk afskipti 33000 í tveimur löndum Angóla: 21000 Eþíópía: 12000 ALGERIE SOUOAN SEVCHILLES 21 land meö samband viö Frakka TANZANIE herstöövar Sovétmanna .tOMORFS ILES GLORIEUSES ZAMBIE utanaökomandi hernaöar íhlutun ‘RHODESIE lönd þar sem Frakkar hafa gripiö inn í BOTSWANA' hernaöaraöstaöa SWA2ILAN0 RÉPUBUQUE OÍSOn SUO- AFRICAINE^f^ ? NIGERIA /S ■fc CAMEROUNÍ í miðri Afríku er landsvæði á stærð við Frakkland, sem fyrr- um hét Katanga, en Mobutu Sese Seko skýrði Shaba. Þarna, í 1500 km fjarlægð frá höfuð- borginni Kinshasa, eru saman- komin öll auðæfi Zaire. Þar hafa líka undanfarin 18 ár safnast að öll þau öfl, sem ógnað hefur þessu ríki, sem fékk sjálfstæði 1960. Þá ákvað Moise Tschombe, af kynstofni héraðsins, Lunda- mönnum, þegar að nýta sér hina miklu þjóðernisvakningu eftir að völdum Belga lauk og reyndi að koma á aðskilnaði Katanga frá Zaire. Tschombe lék á strengi alls þess, sem greindi Lundamenn frá öðrum lands- mönnum, og tengdi þá í störfum hinum miklu efnahagslegu auð- fæum. Yfirmenn belgíska námu- félagsins óttuðust mjög met- orðagirni þessara nýju svörtu stjórnenda lancjsins. Katanga- ævintýrið stóð í 3 ár. Þrjú ár borgarastríðs, ýmiss konar utanaðkomandi afskipta — friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna gegn evrópskum leigu- hermönnum, sem hlutu viður- nefnið „hinir skelfilegu." Þriggja ára óstjón og morð, sem settu sín spor á Afríku. Hersveitir Tschombes, eða „Katanga her“, var nokkur þúsund manna þjálfað lið úr ýmsum áttum. Árið 1963 fór það í útlegð og reyndi tvisvar sinnum að koma aftur, 1966 og 1967, og velta stjórninni. Tsch- ombe dó árið 1969 í Alsír. Þar með hófust kynleg ævintýri hjá þessum flóttahersveitum. Flóttamennirnir settust að í Angóla og lögðu lið portúgölsk- um hermönnum, sem börðust við þjóðernissinna í landinu. Nokkrum árum síðar skiptu þessar hersveitir um húsbænd- ur, þó enn væru þær í Angóla. I þessari gömlu nýlendu Portúgala stóðu tvær þjóðernis- sinnaðar fylkingar hvor gegn annarri, FNLA, sem er vestrænt þenkjandi og hefur stuðning frá Zaire, og MPLA, sem er sovét- þenkjandi og hefur stuðning af hermönnum frá Kúbu. „Katangahermennirnir" skip- uðu sér nú við hlið Kúbumanna. Þeir höfðu nú alveg snúið við blaðinu og urðu bandamenn Kúbuhermannanna. í aprílmánuði 1977 gerðu þeir í fyrsta skipti tilraun til að ráðast inn í Shaba. Það tókst ekki. Eftir að hafa unnið auð- veldan sigur á stjórnarher- sveitunum, voru þeir hraktir á flótta af hermönnum frá Marokko, sem Frakkar fluttu flugleiðis á staðinn. Það var raunar endurtekning á þeirri innrás, sem var reynd aftur í maímánuði. I Zaire, þar sem ríkir öryggis- leysi, ofbeldi og eymd, þar sem uppbyggingin er veik og ótal þjóðflokkar berjast um völdin, þar eyðir nú, 18 árum eftir að erfiðri frelsisbaráttu er lokið, Evrópumaðurinn meiru í eina máltíð á miðlungsveitingahúsi en svartur maður vinnur sér inn fyrir venjuleg störf á heilum mánuði. Við þær aðstæður eiga fyrrum hermenn Katanga og þeir sem nú marka þeim stefn- una, Sovétmenn og Kúbumenn,' ekki í vandræðum með að kveikja eldana. Þeim mistókst á síðastliðnu ári að ná Shaba. En síðan hefur þróunin orðið ör og ókyrrðin í Áfríku vaxið. Zaire þraukar þó í heilu lagi. Þá var stofnað FNLC (Front National de Liberation du Congo) í þeim tilgangi að þjóna málstaðnum og búa undir næstu árás. Og rétt handan landamæranna, í Angóla, var komið upp þjálfunarbúðum Kúbumanna og Angólabúa. Þar var undirbúin svokölluð „Operation Colombe", sem framkvæmd var 13. maí sl. Sá sem stjórnaði aðförinni var Nathanael M‘Bumba, fyrr- verandi liðsforingi i herliði Zaire. Skipun hans var að taka Shaba eins og þroskaðan ávöxt og setja upp byltingarstjórn í í blaðinu Express í Frakklandi birtist petta kort, í tilefni bess aö Frakkar sendu lió til Kolwesi. Það á aö sýna hernaðarítök í Afríku, og fylgdi grein, sem sérstaklega greinir frá áhrifum Frakka Þar. Þar segir aó sunnan hvarfbaugs hvíli aðstaða Frakka á fjórum herstöðvum; í Djibouti, Libreville, Abidjan og Ouakam (Senegal). Að auki á ráðgjöfum, sem starfi meö heimamönnum í nær tveimur tugum Þjóölanda á meginlandi Afríku. 17 lönd hafa undirritað samninga viö Frakka um tækniaðstoð fyrir heri sína. Fimm beirra (Fíla- beinsströndin, Gabon, Miðaf- ríkulýðveldið, Senegal og Togo) eru tengd fyrra nýlendu- veldi með varnarsamningi, sem veitir Þeim möguleika á að kalla til franskar hersveitir sér til varnar, ef Þörf er á. þeím tilgangi að veita stjórn Mobutus í Zaire, sem er skuldum vafin, banahöggið. Ef það tækist ekki áttu innrásar- mennirnir, samkvæmt skipun M'Bumba, að eyðileggja, drepa og ræna til að flæma fyrir fullt og allt burtu úr þessum lungum efnahagslífsins í Zaire alla Evrópumenn, en án þeirra getur Zaire varla lifað. Þar sigruðu „tígrisdýrin" hans Bumba. Fallhlífahermenn- irnir frönsku, sem sendir voru íbúum Kolwezi til bjargar, halda eftir draugaborg og óstarfhæfum námum. Þó að hersveitir sameinaðra Afríku- ríkja taki við af Frökkum, þá leysir það ekki vandann. Hvernig eiga þeir án Evrópubúa að koma starfseminni, sem landið lifir á, aftu>- í samt horf, eftir að þeir hafa stillt til friðar? Og jafnframt vaknar spurningin: Getur her samein- aðra Afríkuríkja staðið gegn kúbönskum her? Frakkar þóttu hika nokkuð lengi. Innrásin var gerð laugar- daginn fyrir hvítasunnu, ein- mitt þegar erfiðast var að ná í nokkurn ábyrgan mann, bæði í Kinshasa og París. Jafnvel eftir að ljóst var að verið var að myrða alla Evrópubúa og mis- þyrma fólki, hikaði forsetinn, Gisgard d‘Estaing, þar sem hann hafði hvorki tryggt stuðning Belgíumanna né Bandaríkjamanna. Og það var ekki fyrr en föstudaginn 19. maí, sem Frakkar tóku borgina og hröktu innrásarmenn brott. Kúbumenn í Afríku Um fjórðungur hers Castros í Afríku ATBURÐIR undanfarið í Zaire. þar sem innfæddir inn- rásarmenn í Shaba-hérað réðust í þetta sinn með tilstyrk Kúhumanna inn í landið og þjálfaðir af þeim Angólamegin landamæranna. svo og heim- sókn Mengistu Ilaile Mariam frá herstjórninni í Eþiopiu til Kúhu nýlega. hafa vakið athygli heimsins á umsvifum Castros í Afríku. Ef litið er á landahréf af Afríku og farið yfir afskipti Kúhumanna í hverju landi, sést hve mikið herverldi þeir eru orðnir. Nýjar tölur um liðstyrk þeirra í þessari heimsálfu. fjarri þeirra eigin landi. sýna að um 50 þúsund Kúbumenn, hermenn og óeinkennisklæddir ráðgjafar eru þar að störfum í 11 löndum. að því er James N. Goodsell skrifar í Christian Science Monitor. Þetta gefur til kynna að Kúbumenn hafi nú liðlega fjórðung af liðstyrk sínum í Afríku, þar sem stærsti hlutinn af Kúbuhermönnum og flugliði er í tveimur löndum — Angóla og Eþíópíu. Talið er aö meirihluti Kúbu- manna í Afríku sé annað hvort hernaðarráðgjafár eða menn sem taka beinlí'nis þátt í hern- aði. Að minnsta kosti 39 þúsund falla undir þá skilgreiningu, en þó gætu tölurnar verið nokkru hærri. Að auki eru þúsundir hjúkrunarliða, þjálfaðra flutningamanna og bílstjóra og þess háttar. Kúbumenn hafa aldrei gefið neitt upp um þátttöku sína í Afríkumálum, en Castro gortar í síríkari mæli af árangri hermanna sinna þar. Hann gerði mikið úr hlutverki Kúbu- manna í Eþíópíu í febrúar og marzmánuði sl., sem varð til þess að Eþíópía náði aftur Ogaden-eyðimörkinni frá reglu- legum her Sómalíu og sjálfboða- liðum þeirra. I 17 þúsund manna liði Kúbumanna í Eþíópíu eru m.a. fyrrverandi og núverandi hermenn frá Angóla auk fieiri þjálfaðra og vel vopnum búinna hermanna, sem aldreí hafa fyrr lent í bardögum. I Angóla eru Kúbumenn flæktir í borgarastyrjöld, sem hefur lagt allt landið á fótum illa búnum skæruliðasveitum, en Kúbumenn, sem styðja MPLA (Movement Populair pour la Liberation d’Angola) eiga í mestu erfiðleikum með að hafa stjórn á landsvæðunum. Afleiðingin er sú, að herlið Kúbumanna er í sívaxandi mæli bundið í bardögum, meðan óbreyttir Kúbumenn taka við mikilvægum þjónustustörfum, eins og flutningum. Þessi vaxandi þörf fyrir óbreytta Kúbumenn, svo sem áætlunarbílstjóra, hefur valdið vissum erfiðleikum heima fyrir. Almenningur á Kúbu er farinn að kvarta yfir því, jafnframt því sem bardagarnir í Afríku og dauði og örkuml ungra Kúbu- manna valda vissum óróa. Að minnsta kosti 23 þúsund eöa kannski 26 þúsund Kúbu- menn eru í Angóla, skv. upplýsingaþjónustufréttum. Ríflega helmingur eða jafnvel þrír fjórðu virðast vera í hernum. Sömu hlutföll — a.m.k. helmingur hermenn og helming- ur óbreyttir — eru í Eþíópíu. Hermenn og óbreyttir liðsmenn Kúbumanna í Afríku skiptast sem hér segir á löndin: Alsíri 35 til 50 ráðgjafar Angólai milli 23.000 og 26.000 liðsmenn, þar af 19 þúsund sem gegna hernaðarstörfum þó ekki séu þeir allir hermenn. Benini 20 ráðgjafar. Kongo-lýðveldiði 400—500 ráðgjafar, þar af 300 hermenn. Miðbaugs-Guinca milli 100 og 400 ráðgjafar, líklega um helmingur við hernaðarstörf. Eþíópiai 17000—18000 og um helmingur beinlínis við hernað- arstörf. Guinea-Bissaui Einhvers staðar á milli 300 og 500 ráðgjafar, mest hernaðarráð- gjafar. Libýai 125—150 hernaðarráð- gjafar og líklega um hundrað starfsmenn heilbrigðisþjónustu. Mozambiquei milli 850 og 1000 ráðgjafar, flestir úr hern- um. Sao Tome og Principei um 100 Kúbumenn, flestir úr heil- brigðisstétt. Sierra Leonei lítill hópur ráðgjafa sem vinna í öryggis- þjónustu, ekki vitað hve margir. Tanzaniai milli 200 og 400 ráðgjafar. Cap Verde-eyjari 15 til 20 Kúbumenn úr heilbrigðisstétt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.