Morgunblaðið - 13.06.1978, Side 22

Morgunblaðið - 13.06.1978, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978 Erlendar fréttir í stuttu máli Evrópubikarkeppnin í frjálsum íþrúttum DREGIÐ heíur verið í riðla í karlaflokki fyrir Ebikarinn í frjálsum íþróttum 1979 og mun ísland keppa með Danmörku, írlandi. Luxemhurg og Portúgal. Keppnin fcr fram í Luxemburg 16. og 17. júní. Fyrstu 3 þjóðirnar komast áfram í milliriðla sem verða 30. júní og 1. júlí. Úrslita- keppnin fer svo fram 4.-5. ágúst í Torino á ítah'u. Undankeppnin í kvennaflokki fer aðeins fram í milliriðlum, þar Sex ára gamalt heimsmet slegið PÓLSKA stúlkan Grazyna Rabstyn setti um helgina nýtt heimsmet í 100 metra grinda- hlaupi, hljóp vegalengdina á 12,48 sek. Gamla metið 12,59 sek hafði staðið í sex ár. Var það sett á Olympfulcikunum í Miinchen 1972. Rabstyn setti metið á miklu frjálsíþróttamó-ti í Fuerth í V-Þýskalandi. sem aðeins 24 þjóðir taka þátt í henni. ísland er i riðli með Austurríki, Danmörku, Frakk- landi, V-Þýskalandi, Bretlandi, Ungverjalandi og Júgóslavíu. Keppnin fer fram í CWMBRAN (nálægt Cardiff) í Englandi 30. júní og 1. júlí. Úrslitin fara svo fram í Torino á Ítalíu 4.-5. ágúst. Evrópubikarkeppni í þrautum 1979 Með íslandi í riðli eru: írland, Frakkland, Þýskaland, Bretland, Ítalía, Sviss og Júgóslavía. Keppn- in fer fram 14.—15. júlí en ekki er búið að ákveða hvar hún verður, en hún fer fram í einhverju af þeim löndum sem eru í þessum riðli. Úrslitin fara svo fram í Dresden 1. og 2. september. 10. Evrópumeistaramótið innan- húss fer fram í Vín 24. og 25. febrúar. Eyrarsunds-leikarnir fara fram í Helsingborg 8.-9. júlí 1978. Þetta er keppni fyrir börn og unglinga fædd 1958 og síðar. Állar upplýsingar um leikana eru veittar á skrifstofu FRÍ. J • Henry Rono frá Kenya hefur nú á skömmum tíma sett þrjú stórglæsileg heimsmet. Hér sést Rono sýna glæsilcgan stíl þar sem hann stekkur yfir vatnsgryfjuna í 3000 m hindrunarhlaupi. Stórkostlegt heimsmet STÓRIILAUPARINN Henry Rono frá Kenya setti nýtt heimsmct í 10 km hlaupi í Vínarhorg á sunnudag. Rono hljóp á 27.22.47 mín og bætti gamla metið um heilar átta sekúndur. Mjög hagstæð skilyrði voru er hlaupið fór fram. Fyrstu 1000 mctrana hljóp Rono á 2.47.5. Millitími hans á 5 km var 13.49.0 som er fullboðlegur tími í 5 km á hvaða stórmóti sem er. Síðustu 400 metrana hljóp Rono eins og spretthlaupari síðasta hringinn á 57.0 sek. Tími hans í hlaupinu er í einu orði sagt frábær. Rono á einnig heimsmetin í 5 km hlaupi og 3000 metra hindrunarhlaupi. Y > • Nýbakaður heimsmeistari í hnefaleikum. Larry Holmes. Stutt gaman hjá Ken Norton ÞAÐ VAR stutt gaman fyrir Ken Norton, nýlega skipaðan heims- meistara af öðru af tveimur hnefaleikasamböndum í heimin- um. Hann lék sinn fyrsta leik sem heimsmeistari gegn Larry Holmes, sem gerði sér lítið fyrir og sigraði Norton á stigum. Leikurinn var afar jafn, en með góðum spretti í síðustu lotunni, tókst Holmes að tryggja sér sigur en þá var hann nærri því að leggja Norton með syrpu af hægri handar höggum. Sigurinn var naumur, tveir af þremur dómurum dæmdu Holmes sigurinn og hlutlausir meðal áhorfenda voru ekki á eitt sáttir með dóminn. Þrátt fyrir sigurinn fær Holmes aðeins 500.000 dali fyrir þátttöku sína á móti 2,5 millj. dala sem Norton fær. En Holmes hlýtur titilinn og Fréttamenn velja HM-úrval ERLENDIR fréttamenn, sem fylgjast með HM í Argentínu, hafa valið eftirfarandi úrvalslið eftir fyrstu umferð keppninnar. Liðið skipa þeir Ronnie Hallström (Svíþjóð) í marki, varnarmenn eru þeir Claudio Gentile (Ítalíu), Ruud Krol (Hol- landi), Hector Chumpitas (Perú) og Maxime Bossis (Frakklandi). Tengiliðir eru Osvaldo Ardiles (Argentínu), Romeo Benetti (Italíu) og Herbert Prohaska (Austurríki) og framlínuna skipa Juan Munante (Perú), Hans Krankl (Austurríki) og Didier Six (Frakklandi). Þrír danskir handknattleiks- menn valdir í heimslið í SUMAR verður sovéska hand- knattleikssambandið 50 ára og i tilefni þess mun heimslið leika gegn sovéska olympiuliðinu, scm einnig varð í öðru sæti á HM í Danmörku sællar minningar. Lcikið verður í Kænugarði 13. júlí. Hvorki fleiri né færri en þrír leikmenn úr danska liðinu sem kom svo mjög á óvart í HM hafa verið valdir í heimsliðið og eru Danir eins og vænta má í skýjunum yfir tiðindunum. Það voru þcir Michel Berg, Anders Dahl Nielsen og markvörðurinn frábæri. Mogens Jcppesen, sem hlotnaðist fyrrnefndur hciður. Þeir félagarnir eru að sögn allir tilbúnir í slaginn. möguleika á að græða fleiri milljónir í ljóma hans. Þetta var 28. leikur Holmes sem atvinnu- maður í hnefaleikum og enn hefur hann ekki tapað leik. • Tennisstjarnan Björn Borg var ekki í vandræðum með að sigra í opna franska meistara- mótinu í tennis með miklum yfirburðum. „Björn Borg er klettuf ÍTALSKI tennisleikarinn Carrado Barazutti lét orðin hér að ofan falla um Björn Borg, er sá síðarnefndi hafði burstað þann fyrrnefnda 6:0, 6:1 og 6:0 í undanúrslitum Opna franska tennismótsins. Barazutti sagði einnig: „Hann er langbestur, það á enginn möguleika gegn honum." Björn Borg vann sér leið í úrslitaleikinn gegn Argentínu- manninum Guilermo Vilas án þess að tapa hrinu og hann vann Vilas örugglega 6:1, 6:1 og 6:3. Vilas þótti þó leika svo vel, að dugað hefði gegn hverjum sem var, nema Birni Borg. Með sigrinum bætti Borg 48000 döium í buddu sína og var þó varla í hana bætandi. Veömangarar veðja á Argentínumenn VEÐMANGARAR í Lundúnum veðja nú ílestir á gestgjafana, Argentínumenn, scm væntanlega heimsmeistara. í öðru sæti koma ítalir og Brasiliumenn, sem f byrjun keppninnar voru álitnir sigurstranglegastir, eru í þriðja sæti ásamt Vestur-Þjóðverjum. Næst á eftir þeim koma Pcrú- menn sem í byrjun var ekki einu sinni reiknað með, að kæmust í átta liða keppnina. irleikslok ÍBÍ og KR léku á ísafirði á laugardag í 2. deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu. Lauk leiknum með jafntefli lil, og skoruðu ísfirðingar jöfnunarmark sitt 10 sek. fyrir leikslok. Þetta er eina markið sem KR hefur fengið á sig til þessa. Leikið var við mjög góðar aðstæður á Isafirði, veður var gott og malarvöllur ísfirðinga eins og best verður á kosið. I fyrri hálfleik var svo til alger einstefna að marki ÍBÍ en þrátt fyrir það gekk KR-ingum illa að skora. Var það ekki fyrr en á 28. mínútu að Stefán Örn Sigurðsson einlék frá miðju vallarins fram hjá hverjum varnarmanninum á fætur öðrum og er hann kom inn á markteig og átti aðeins markvörð- inn eftir lét hann gott skot ríða af og skoraði örugglega. Var þetta glæsilega gert hjá Stefáni. I síðari hálfleik léku Isfirðingar mun betur en í fyrri hálfleik og tókst að skapa sér nokkur marktækifæri þó ekki tækist þeim að skora. Um of reyndu ísfirðingar þó að senda langspyrnur fram á Jón Oddsson, sem átti að reyna að vinna úr þeim, en tókst það ekki sem skyldi. Er um það bil 10 mínútur voru til leiksloka var dæmd vítaspyrna á ísfirðinga. Björn Pétursson sem var alveg nýkominn inn á var látinn taka spyrnuna en ekki tókst Birni betur til en svo með þessa fyrstu spyrnu sína í leiknum að hann skaut framhjá. Á lokamín- útu leiksins fengu ísfirðingar innkast við endamörk, og kastaði Jón Oddsson langt inn í vítateig KR-inga, þar náði einn ísfirðing- urinn að skalla knöttinn inn í markteig. Magnús Guðmundsson markvörður náði til knattarins en hélt honum ekki og náði Haraldur Leifsson að skora af stuttu færi við gífurleg fagnaðarlæti heima- manna. Ekki voru eftir af leiknum nema 10 sek. er markið var skorað. Lið KR átti frekar slakan dag, þar var meðalmennskan allsráðandi. í liði ÍBV var Jón Oddsson bestur. Mega Isfirðingar vel við una að ná öðru stiginu út úr leiknum, ekki síst vegna þess að í lið þeirra vantaði fimm fasta leikmenn sem ekki gátu tekið þátt í leiknum vegna anna. OG/ÞR • Stefán örn Sigurðsson skoraði mark KR eftir að hafa lcikið á hvern ísfirðinginn eftir annan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.