Morgunblaðið - 13.06.1978, Page 30

Morgunblaðið - 13.06.1978, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1978 Matthías Sigfússon við nokkur málverka sinna. Matthías Sigfússon listmálari; Þurfti að fela mál- verkin tilþess að getahaldiðsýnmgu MATTHÍAS Sijífússon iistmál- ari heidur um þessar mundir málverkasýningu í sýningarsal Safnahússins á Selfossi. Sýn- intíin var opnuð þann 10. júni s.l. ojí verður opin daglega kl. 14—22. en hcnni lýkur 25. júní. Matthías sýnir að þessu sinni 45 olíumálverk, sem flest eru landslagsmyndir víðsvegar að af landinu. Að sögn Matthíasar hefur hann ekki haldið málverkasýn- ingu síðan hann sýndi í Þjórsár- veri fyrir sex árum. Hann kvaðst eiga örðugt með að safna saman málverkum sínum á sýningu, þar sem þau væri rifin út úr höndunum á honum jafnóðum og þau væru tilbúin. Til þess að koma upp þessari sýningu sagðist Matthías nánast hafa orðið að fela málverkin jafnóðum og hann lauk við'þau, til öð hann missti þau ekki frá sér. Tómas. Nauðsynlegt að samræma hugtakið „stærð íbúðar” Sveit Páls Pálssonar Norðurlands- meistari í bridge Siglufirði 12. júní. SVEIT Páls Pálssonar frá Akur- eyri varð Norðurlandsmeistari í hridge á Norðurlandsmeistara- mótinu sem fram fór í Siglufirði 9. —11. júní. Tíu sveitir tóku þátt í mótinu; tvær frá Akureyri, tvær frá Húsavík og tvær frá Siglu- firði og cin frá hverjum eftirtal- inna staða. Mývatnssveit, Dalvfk, Skagafirði og Blönduósi. Auk Páls voru í sigursveitinni Frímann Frímannsson, Soffía Guðmundsdóttir, Dísa Pétursdótt- ir, Magnús Aðalbjörnsson og Gunnlaugur Guðmundsson. Hlaut sveitin 130 stig. í öðru sæti varð sveit Bjönns Þórðarsonar, Siglu- .firði, með 125 stig, þriðja sveit Alfreðs Pálssonar, Akureyri, með 117 stig, fjórða sveit Stefáns Jónssonar, Salvík, með 116 stig og fimmta sveit Boga Sigurbjörns- sonar, Siglufirði, með 115 stig. Fréttaritari. Trésmiðir mótmæla bráða- birgðalögum Trésmiðafélag Reykjavíkur hélt félagsfund þann 6. júní s.I. Þar var cftirfarandi tillaga sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum. „Félagsfundur í Trésmiðafélagi Reykjavíkur, haldinn þriðjudaginn 6. júní 1978, mótmælir harðlega bráðabirgðalögum ríkisstjórnar- innar frá 24. maí s.l., þar sem endurtekin er lagasetning, sem riftir Iöglega gerðum kjarasamn- ingum verkalýðsfélaga og atvinnu- rekenda. Þessi síðari lagasmíð ríkis- stjórnarinnar felur m.a. í sér, að álag vegna yfirvinnu er verulega skert frá því sem samningar kveða á um og einnig er um að ræða skerðingu á orlofi og lífeyris- greiðslum frá ákvæðum kjara- samninga.“ SKÍÐASKÓLINN í Kerlingar- fjöllum tekur til starfa um miðja næstu viku eða 21. þ.m. og byrjar skólinn með tveimur unglinga- námskeiðum. Er liður á sumarið verða einnig haldin fjölskyldu- og fuilorðinsnámskeið. Valdimar Örnólfsson skólastjóri í Kerlingarfjöllum sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ýta Iðnþróunarstofnun fslands vill að gefnu tilcfni vekja athygli á því að árið 1972 var gefinn út fslenskur staðall „Flatarmál og rúmmál bygginga ÍST 50“ sem nauðsynlegt er að hafa f huga við kaup og sölu á fasteignum. Nú tíðkast það í æ ríkara mæli að telja ýmsa hluta sameignar í fjölbýli með þegar tilgreind er hefði byrjað að ryðja veginn inn í Kerlingarfjöll fyrir helgina og væri nú komin inn í Ásgarð, þannig að nú ætti að vera fært öllum jeppum innúr. Sagði hann, að Kerlingarfjallamenn myndu setja upp skíðalyfturnar nú um helgina og koma allri aðstöðu í gott lag og síðan væri fyr§ti hópurinn væntanlegur inn úr á miðvikudag. stærð íbúðar og þykir því rétt að undirstrika að samkvæmt ÍST 50 er skilgreint á ótvíræðan hátt hvernig meta á stærð séreignar í sambýli. í ÍST 50 er greint frá því, að skiptiflatarmál er reiknað flatar- mál, sem notað er við ákvörðun eignarhluta í sambýli. Þegar finna skal skiptiflatarmál séreignar í byggingu, skal reikna allt flatar- mál innan skilveggja séreignar (að miðlínu) og útveggja. Við stærðar- ákvörðun skiptiflatarmáls skal ekki tekið tillit til þykktar ein- angrunar, heldur reikna frá innri fleti útveggja. Séu útveggir hjúp- veggir (curtain walls), skal reikna frá innri hlið veggjarjna. Þar segir einnig að þegar geymsla tilheyrir íbúð, skal marg- falda flatarmál hennar með 0,6 við ákvörðun skiptiflatarmáls. Fjallað er ennfremur um það hvernig stærð séreignar skuli ákveðin. Ef þeir sem kaupa og selja fasteignir skilgreina á mismun- andi vegu stærðir íbúða leiðir það til þess eins og hugtakið stærð íbúðar verður meiningarlaust, og væri slíkt mjög til óhagræðis. Það er því nauðsynlegt fyrir þá sem kaupa og selja fasteignir að kynna sér efni staðalsins en hann er til sölu hjá Iðnþróunarstofnun Islands. — Sauðárkrókur Framhald af bls. 19 kjörum. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að uppbyggingu varan- legra vega um land allt á næstu 15 árum og í menntamálum er stefnt að auknum tengslum við atvinnulífið og aukinni fullorð- inna fræðslu. Fundarstjóri, sr. Gunnar Gíslason tók til máls og beindi spurningum til Pálma Jónsson- ar þess efnis hvort fyrirhugaður væri aukinn stuðningur ríkis- valds til að byggja upp varma- veitur í dreifbýlinu og hvernig væri háttað uppbyggingu gras- kögglaverksmiðja á landsbyggð- inni. Pálmi Jónsson svaraði því til og sagðist ekki hafa tölur um hvað kostaði að leggja varma- veitur út i héruð, en sagði að þau málefni yrði að athuga, þar sem hér væri um það að ræða að búa í haginn fyrir framtíðina. Hér ylti á kostnaði. Um grasköggla- verksmiðjurnar sagði hann að gerð hefði verið áætlun um uppbyggingu þeirra út um land- iö og byrjað hefði verið á Suðurlandi, en ráðagerðir væru einnig um framkvæmdir í Hólminum. Æskilegt væri að takmarka innflutning á fóður- bæti en hann væri niðurgreidd- ur og því samkeppnisaðstaða innlends fóðurbætis erfið. Kári Jónsson ræddi um stjórnmálaviðhorfið og sagði að menn sæju fram á vinstri stjórn færi Sjálfstæðisflokkurinn illa út úr komandi kosningum. Sagði hann að gera hefði þurft meira úr því við hvernig búi núverandi ríkisstjórn tók og benda meira á þann árangur sem náðst hefði í atvinnu- landhelgis- og varnar- málum. Jón Magnússon spurði hvað gera ætti við raforku þá sem framleidd yrði í Hrauneyjar- fossvirkjun. Otto Michelsen spurði til hvaða ráðherraembætta Sjálf- stæðisflokkurinn myndi gera kröfu um yrði hann í næstu ríkisstjórn. Geir Hallgrímsson svaraði þessum spurningum og sagði að hann hefði álitið það meira virði að halda samstarfsfrið en benda á hvernig síðasta ríkisstjórn hefði skilið við og ræddi hann síðan nokkuð um kjaramálin. Sagði hann að engin ríkisstjórn gerði það að gamni sínu að ganga inní kjarasamninga, en nauðsynlegt væri að draga sem mest úr innlendum kostnaði við framleiðslu og þar vægju launin mest. Um Hrauneyjarfossvirkjun sagði ráðherra að gert væri ráð fyrir að bygging hennar tæki fjögur ár og yrði hennar full þörf fyrir notkun á almennum markaði. Um það til hvaða ráðherraem- bætta Sjálfstæðisflokkurinn hyggðist - gera kröfur til yrði hanii í ríkisstjórn, sagðist Geir Hallgrímsson ekki vera umkom- inn að svara, það byggðist á því hver styrkur hans yrði og e.t.v. yrði farið fram á þau sem flokkurinn hefði ekki haft um langt skeið. — Hástúkuþing Framhald af bls. 3. son, Akureyri, kjörinn stórtempl- ar. í stjórn góðtemplarareglunnar á Islandi eru nú auk Sveins: Stórvaratemplar Bergþóra Jóhannsdóttir, Reykjavík; stór- kanslari sr. Björn Jónsson, Akra- nesi; stórritari Halldór Kristjáns- son, Reykjavík; stórgjaldkeri Arn- finnur Arnfinnssom, Akureyri; stórkapellán Sigrún Oddsdóttir, Garði; stórgæzlumaður unglinga- starfs Hilmar Jónsson, Keflavík; stórgæzlumaður ungmennastarfs Árni Norðfjörð, Reykjavík; stór- gæzlumaður löggjafarstarfs Grét- ar Þorsteinsson, Reykjavík; stór- fregnritari Ólafur Jónsson, Hafnarfirði; stórfræðslustjóri Stefán Halldórsson, Hafnarfirði og fyrrverandi stórtemplar Indriði Indriðason, Reykjavík. Á stórstúkuþinginu var eftirfar- andi samþykkt gerð: 1. Stórstúkuþing 1978 bendir á að fréttaflutningur ýmissa dag- blaða um áfengis- og fíkniefnamál er oft hallur undir hagsmuni seljanda þessa varnings. I frásögn- um er leitast við að varpa dýrðarljóma á neyslu áfengis og annarra vímugjafa. Þingið varar við slíkum fréttaflutningi sem í raun og veru er óbein auglýsing á efnum sem bannað er að auglýsa samkvæmt íslenskum lögum. 2. Stórstúkuþing 1978 varar við síendurteknum tilraunum tals- Byrjaði að stela daginn eftir að honum var sleppt Rannsóknarlögregla ríkisins lagði í gær fram ósk við sakadóm Reykjavíkur um að 27 ára gamall maður yrði úr- skurðaður í gæzluvarðhald fyrir þjófnaði. sem hann hefur framið á undanförnum dögum. Hér er um að ræða síbrota- mann, sem setið hefur í gæzlu- varðhaldi síðan í apríl fyrir endurtekin afbrot. Honum var sleppt 7. júní s.l. og strax daginn eftir var hann kominn á stjá og stal 140 þúsundum úr húsi í Hafnarfirði. Um helgina var maðurinn gripinn með þýfi, sem hann hafði tekið í bústað við Hafravatn. Að athuguðu máli þótti Rannsóknarlögreglunni rétt að óska eftir gæzluvarð- haldi yfir manninum. Á meðan hann sat inni í vor féll dómur í nokkrum fyrri afbrotamálum mannsins í Kópavogí og var hann þar dæmdur í 20 mánaða fangelsi. Maðurinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar og kom því ekki til fullnustu hans. Skíðaskólinn í Kerling- arfíöDum tekur tíl starfa manna erlendra og innlendra bruggfyrirtækja og auðhringa til að koma áfengu öli á markað á Islandi. 3. Stórstúkuþing 1978 vekur athygli stjórnvalda á því að áfengislögunum er í ýmsum grein- um ekki framfylgt sem skyldi. Nærtækasta dæmið eru vínveit- ingar í Þjóðleikhúsi. Einnig má benda á vínveitingar félagasam- taka í ágóðaskyni. 4. Stórstúkuþing 1978 telur að viðurlög við ölvun við akstur séu ekki í samræmi við það glæpsam- lega athæfi sem slíkur verknaður er. Beinir þingið því til stjórnvalda að viðurlög verði hert verulega. 5. Stórstúkuþing 1978 telur óeðlilegt að einkahágsmunir og gróðasjónarmið komi við sögu varðandi áfengissölu í landinu. Bendir þingið í því sambandi á umboðsmannakerfið og launakerfi framreiðslumanna. Þá telur þingið með öllu fráleitt að farmenn, flugliðar og ferða- foðlk fái að taka tollfrjálst áfengi með sér inn í landið. Þingið mótmælir þeirri ákvörð- un Fjármálaráðuneytisins að auka áfengismagn það sem ferðamenn mega taka með sér. Þar sem ákvörðun þessi var gerð í þeirri trú að önnur Norðurlönd ætluðu einn- ig að breyta ákvæðum um þessi efni en þegar er vitað að Norð- menn munu ekki gera það skorar þingið á fjármálaráðherra að breyta reglugerð til samræmis við það sjái hann sér ekki fært að afnema þennan innflutning með öllu. 6. Stórstúkuþing 1978 skorar á viðskiptaráðherra að fella niður heimild til innflutnings á öl- og víngerðarefni og bruggtækjum sem beinlínis eru framleidd með gerð áfengis í huga. 7. Stórstúkuþing 1978 lýsir því yfir að enn sem fyrr hlýtur bindindishreyfingin að stefna að því að sett verði lög sem banna innflutning og sölu áfengis i landinu á sama hátt og bann er á innflutningi og sölu annarra vímu- gjafa. — Olíuinn- flutningsbann Framhald aí bls. 48 hrognum og nokkrum iðnaðar- vörum, eins og skinnavöru þar sem íyrir lá að markaðurinn myndi tapast, ef varan ekki bærist. „Það er svona stund milli stríða núna,“ sagði Guðmundur almennt um stöðuna f kjaramál- unum. Guðmundur sagði að það hefði legið fyrir að Rússar hefðu það stífa áætlun á sjnum olíu- og bensínskipum, að þeir biðu ekkert og breyttu ekkert sinni áætlun. „Það lá fyrir að næsta olíuskip frá þeim er ekki á áætlun hér fyrr en í júlí ög að landið hefði orðið olíulaust í byrjun júlí að öllu óbreyttu. Olíuleysi hefði stöðvað til dæmis fiskiskipaflotann á skömmum tíma. í gær tókst olíufélögunum að fá skip frá Rotterdam með olíu, þannig að það er rétt á mörkunum að endar nái saman, en það er engan veginn okkar kappsmál að stöðva fiski- skipaflotann frekar en okkur hefur verið kappsmál að gera landið bensínlaust." Eins og fram hefur komið í fréttum hafa verið veittar undan- þágur vegna komu tveggja bensín- skipa, en komu gasolíuskips var frestað vegna innflutningsbanns- ins. — Endanleg ákvörðun Framhald af bls. 48 tali við Mbl. í gærkvöldi. Kristján neitaði að öðru leyti að svara spurningum Mbl. um efni mál- efnasamningsins eða aðrar sam- þykktir meirihlutans í borgar- stjórn. Mbl. tókst ekki í gær að ná tali af Björgvin Guðmundssyni borg- arfulltrúa Alþýðuflokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.