Morgunblaðið - 14.06.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.06.1978, Qupperneq 1
32 SÍÐUR 124. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Vinstri stjórnin í Reykjavík: Bætir aðeins 30% af vísitöluskerðingu — eða 300 milljónir af 1050 millj.-þarf samt að draga úr gatna- gerð og verklegum framkvæmdum BORGARRÁÐSFULLTRÚAR meirihlutaflokkanna, Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks lögðu í gær fram tillögu um að Reykjavíkurborg féllist á í áföngum að greiða fullar vísitölubætur á öll laun borgarstarfsmanna og á lokatakmarkinu að vera náð um næstkomandi áramót eða mánuði eftir að almennir kjarasamningar verkalýðsfélaga falla úr gildi. Kostnaðarauki borgarinnar vegna þessara hækkana í áföngum er rúmlega 300 milljónir króna til áramóta, en samningarnir í gildi frá 1. marz eins og stéttarfélögin kröfðust hefðu kostað um 1.050 milljónir króna. Því vantar enn á tillögur meirihlutaflokkanna tæplega 750 milljónir króna til þess að „kaupránið*4 eins og það hefur verið kallað sé þurrkað út gagnvart starfsmönnum borgarinnar. Þetta þýðir, að borgarstjórnarmeirihlutinn bætir aðeins um 30% af vísitöluskerðingunni. Frávikið frá bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar, sem sett voru í maímánuði og fyrsta áfanga tillagna meirihlutaflokk- anna í borgarstjórn Reykjavíkur mun nema á dagvinnulaun um næstu mánaðamót allt að 4.000,— krónum á mánuði. Stafar það af því að bráðabirgðalögin uppfylltu á láglaun kröfur verkalýðsfélaganna svo til að fullu. Þá tóku fulltrúar meirihlutaflokkanna fram, að sá kostnaðarauki, sem þessu fylgdi gerði óhjákvæmilegt — eins og þeir komust að orði, að skera yrði niður gatnagerð og aðrar framkvæmdir í borginni. sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun borgarinnar jafnframt því sem leitazt verður við að spara í rekstri. Þá segir einnig í tillögu meirihlutaflokkannat „ÖIlu starfsfólki borgarinnar verða frá og með næstu áramótum greiddar óskertar verðbætur skv. ákvæðum kjarasamninga." I þessu sambandi skal á það bent að lögin um efnahagsráðstaf- anir gera ekki ráð fyrir að verðbótavísitala sé skert eftir áramót. Greinargerð meirihlutaflokk- anna, Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks er svohljóðandi: „Á fundi borgarráðs í dag lögðu borgarráðsfulltrúar Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks fram eftirfarandi tillögu: „Með hliðsjón af bréfi Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar frá 1. marz s.l. og kröfum annarra launþegasamtaka um greiðslu vísi- tölubóta á laun samþykkir borgar- ráð eftirfarardi: Frá og með 1. júlí n.k. verði öllu Framhald á bls. 19 Fulltrúar meirihlutaflokkanna í borgarstjórn er þeir kynntu tillögu sína í vísitölumálinu í gær. Frá vinstri Björgvin Guðmundsson fulltrúi Alþýðuflokks, Sigurjón Pétursson, fulltrúi Alþýðubandalags, og Kristján Benediktsson fulltrúi Framsóknarflokks. Á fundinum lögðu þeir áherzlu á að fjárhagsstaða borgarinnar væri ástæða þess að ekki væri hægt að greiða fullar verðbætur á öll laun strax. Björgvin Guðmundsson kvaðst telja tillöguna „heppilega lausn“. Kristján Benediktsson kvaðst telja að heppilegra hefði verið að meiri launajöfnunarstefna ríkti í tillögu meirihlutans. Sjá ennfremur frétt um afstöðu BSRB á baksíðunni en þar eru m.a. tillögur borgarstjórnarmeirihlutans gagnrýndar. Líbanon: Bardagar í norðri þeg- ar ísraelsmenn fóru Beirúl. 13. júní. VI* — Reuler. BROTTFLUTNINGI ísraelsks herliðs frá Suður-Líbanon lauk í dag. en nyrzt í landinu geisuðu þá blóðugir bardagar milli hægri manna innbyrðis. Talið er að í hardögunum hafi faliið að minnsta kosti 45 manns, þar á meðal sonur fyrrverandi forseta Líbanons. Suleiman Franjiehs, Njósnastrídid harðnar: Bandarikjamaður tekinn í Mosk vu YVashington. 13. júní Reuter. AP.^ BANDARÍKIN hafa harðlega mótmælt handtöku bandarísks kaupsýslumanns í Moskvu, en lögreglan þar í borg handtók manninn í gaæ og er hann, að því er næst verður komizt, vistaður í Lefortovo-fangelsi, sakaður um smygl. Undan- farna daga hafa samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna farið hríðversnandi, ekki sízt eftir Izvestia-grein í gær, þar scm fram komu ásakanir um njósnir á vcgum handa- ríska sendiráðsins í Moskvu. Francis Jay Crawford, starfs- maður útibús bandaríska fyrir- tækisins International Harvest- er, var handtekinn þar sem hann sat í bifreið sinni við umferðarljós í gær. Unnusta hans var í fylgd með honum, og segir hún að lögreglan hafi ruðst inn í bílinn, umsvifalaust Framhald á bls. 19 ásamt konu sinni og ungu barni. Þótt liðsflutningarnir frá Suð- ur-Líbanon í dag færu friðsam- lega fram er ástandið þar mjög ótrykgt vegna viðskilnaðar ísraclsmanna. sem fólu hægri sinnum yfirráð hernámssvæðis- ins. Allt er í óvissu um hlutverk ga'zlusveita Samcinuðu þjóðanna í Líbanon. ekki si'zt cftir þá yfirlýsingu Emmanuels Erskins. yfirmanns gæzlusveitanna. í dag að ríkisstjórn Líbanons hefði tjáð sér að hér með færu kristnir ha-gri menn með öll völd við landamærin. Þessari yfirlýsingu var skömmu síðar vísað á bug af hálfu stjórnarinnar í Beirút. og sagt að hún „ætti ekki við rök að styðjast.** Yfirlýsingar um yfirráð á landa- mærasvæðinu í Suður-Líbanon stangast mjög á, og er það haft eftir forsvarsmanni friðargæzlu- sveita Sameinuðu þjóðanna, að skömmu f.vrir brottförina hafi Ben Gal, hershöfðingi Israelska liðsins, heitið því að staða gæzlusveitanna yrði tryggð. Af hálfu kristinna hægri manna var því haldið fram að gæzlusveitunum væri ætlað það hlutverk að aðstoða hægri menn við að halda skæruliðunum frá landamærasvæðinu. Óttazt er að bardagarnir nyrzt í Líbanon í dag kunni að draga dilk á eftir sér, en Suleiman Franjieh, f.vrrum forseti, lýsti því yfir er hann hafði spurt fall sonar síns, að Framhald á bls. 18 Zaire: Efnahags- mál undir erlenda stjórn BrUsscl. 13. júní. Reuter AP. FIJLLTRÚAR stjórnar Zaire og tíu vestrænna ríkja hafa í aðal- atriðum komið sér saman um áa'tlun til að rétta við efnahag Zaire. Að sögn áreiðanlegra heimildarmanna í Briissel þar Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.