Morgunblaðið - 14.06.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.06.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1978 15 Tunglið nœsti hveiti- akur Sovétríkjanna? Moskva 13. júní. Reuter. SOVÉSKIR vísindamenn gcrðu fyrir nokkru þá merku upp- götvun. að hægt er að rækta hveiti. gulrætur og aðrar teg- undir grænmetis með góðum árangri á tunglinu. Samkvæmt íréttum frá Tass mun þessi uppgötvun koma væntanlegum tunglförum í góðar þarfir, því þeir geta þá borðað grænmeti skorti þá aðrar tegundir mat- væla. Vísindamennirnir komust að þessum niðurstöðum eftir til- raunir þar sem fræjum var sáð í jarðveg, sem svipar til jarð- vegsins á tunglinu. Sakir þess að einn tungldagur er iafnlangur og 15 sólarhringar á jörðu niðri urðu vísindamennirnir að taka þann þátt með í reikninginn og niðurstöðurnar urðu sem fyrr segir, að hægt er að rækta nokkrar tegundir grænmetis á tunglinu. Hveitið sem vísindamennirnir uppskáru er nokkuð smágerðara en hveiti sem ræktað er á jörðinni, en litill bragðmunur var þar á. Hver veit nema vísindamennirnir hafi nú ráðið bót á hveitiskorti þeim, sem hrjáir Sovétríkin og hefur vald- ið því að þau hafa neyðzt til að ksupa hveiti frá Bandaríkjunum á undanförnum árum. Kínverjar segja Rússa hafa vitað um innrásina inn í Shaba-hérað llonK KonR. 13. júní. AP. KÍNVERJAR hafa ásakað Sovét- ríkin um að hafa keypt mikið af kóbalti fyrr á árinu, vegna þess að þeir hafi verið að undirhúa innrás Angólamanna inn í Zaire og viljað vera undirbúnir undir kóbaltskortinn, sem í kjölfar innrásarinnar fylgdi. Veður I 1 heim Amsterdam 17 skýjaó Apena 33 bjart Berlín 15 skýjað Briissel 17 skýjaö Chicago 25 bjart Frankfurt 16 rigning Genf 19 skýjaö Helsinki 15 skýjaó Jóhannesarb. 16 sólskin Kaupmannah. 15 akýjað Lissabon 20 skýjað London 15 skýjað Los Angeles 30 bjart Madríd 28 sólskin Malaga 26 bjart Miami 29 skýjað Moskva 18 skýjað New York 27 bjart Ósló 18 aólskin 1 ? o' 1 23 bjart París 18 skýjað Róm 24 skýjað Stokkhólmur 14 skýjaö Tel Aviv 29 sótskin Tókýo 27 sólskin Vancouver 18 skýjað Vín 20 skýjað Vaganian og Niksic. Júgóslavíu 13. júní. AP. SOVÉSKU stórmeistararnir Rafael Vaganian og Boris Gulko hafa forystuna á alþjóða stór- meistaraskákmótinu hér í Niksic að sex umferðum loknum. í sjöttu umferð gerði Vaganian jafntcfli við Svíann Ulf Andersson í 28 leikjum og Gulko sigraði Uhl- mann frá Austur-Þýzkalandi. Bæði Vaganian og Gulki voru með svart í skákum sínum í sjöttu umferð. Önnur úrslit í sjöttu umferð urðu: Gligoric vann Ljubojevic, Ribly og Hort gerðu jafntefli, en skákir þeirra Timmans og Ivanov- í grein í „Dagblaði Alþýðunnar“ segir að nú sé ljóst hvers vegna Sovétríkin hafi keypt firnin öll af kóbalti á árinu því að málaliðar frá Kúbu og Sovétríkjunum „gerðu innrás inn á svæði þar sem 75% alls kóbalts í heiminum er unnið úr jörðu,“ eins og segir í greininni. Segir í greininni að kóbalt-kaup Sovétmanna séu ótvíræð sönnun þess að þeir hafi vitað um innrásina fyrirfram. „Arás á hið auðuga Shaba-hérað er vísbending um að Sovétríkin hafa tekið upp nýja stefnu í hernaði," segir að lokum í Dag- blaði Alþýðunnar. Kjamorku- sprenging í Sovétríkjunum l'ppsölum. SvíþjóA 11. júní. Reutor. AP. SÆNSKIR vísindamenn til- kynntu í dag að Sovétmenn heíðu sprengt öfluga kjarnorku- sprengju í Vestur Síberíu á sunnudag. Sprengingin, sem var neðanjarðar. mældist 6.8 stig á richter og er því öflugasta sprengjan scm Sovétmenn hafa sprengt á árinu. Þetta er jafn- framt í fjórða sinn sem þeir sprcngja á þessu ári. Kuo Mo-Jo látinn PckinK. 13. júní. Reuter. KUO MO-JO, einn kunnasti, núlifandi rithöfundur Kínverja og forseti kínversku vísindaaka- demíunnar lézt í dag, 86 ára að aldri, að því er heimildir í Peking hermdu. Kuo átti sæti í miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins Framhald á bls. 19 Gulko efstir ics og Portiesh og Velimirovic fóru í bið. Staðan á mótinu er því þessi: I. —2. Vaganian og Gulko fjóra og hálfan vinning. 3. Timman þrjá og hálfan vinning og biðskák. 4. -5. Hort og Uhlmann þrjá og hálfan vinning. 6. Portisch tvo og hálfan vinning og biðskák. 7. -9. Gligoric, Anderson og Ribly tvo og hálfan vinning. 10. Velimirovic tvo vinninga og biðskák. II. Ljubojevic tvo vinninga. 12. Ivanovic einn vinning og biðskák. VILTU SELJA? VILTU KAUPA? Komdu í Chrysler-salinn. Þar er bílaúrval á boðstólnum. Ef þú vilt ekki notaðan bíl, þá eigum við einnig nýja bíla frá CHRYSL- ER. Við getum einnig selt notaða bílinn fyrir þig í okkar bjarta og glæsilega sýn- ingarsal. Ekkert innigjald. Þvottaaðstoða fyrir viðskiptavini. CHRYSLER VjSlf* SIMCA|ö°c/ge Suðurlandsbraut 10. Símar 83330 - 83454 BENSNSIDÐIM VIWORGI I gamla austurbænum, við eina elstu götu borgarinnar: Lindar- götu. Nýir þjónustuhættir á gömlum og þekktum stað. Velkomin á Vitatorg. OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.