Morgunblaðið - 14.06.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.06.1978, Blaðsíða 19
Framhald af bls. 1 starfsfólki borgarinnar og fyrir- tækja borgarinnar, sem hefur kr. 151.700.— í mánaðarlaun í dagvinnu eða lægra greiddar fullar verðbætur skv. ákvæðum kjarasamninga á öll vinnulaun. Starfsfólki með hærri laun skulu greiddar verðbætur jafnháar í krónutölu og greiðast á ofangreind mörk þó þannig, að þegar verðbætur skv. lögum nr. 3/1978 nema hærri upphæð, þá skal greiða samkvæmt þeim. Þann 1. september n.k. skal með sama hætti greiða öllu starfsfólki borgarinnar og fyrirtækja borgarinnar, sem hefur kr. 170.000.— í mánaðarlaun og lægra, fullar verðbætur og sömu bætur í krónutölu á hærri laun með sama hætti og áður. Þann 1. nóvember hækkar þetta mark í kr. 210.000.-. Ofangreindar upphæðir eru miðaðar við laun 1. júní 1978 án verðbótaviðauka. Öllu starfsfólki borgarinnar verða frá og með næstu áramótum greiddar óskertar verðbætur skv. ákvæðum kjarasamninga." Tillögunni var vísað til borgar- stjórnar og verður tekin til af- greiðslu 15. þ.m. Aðalefni þessarar tillögu er, að frá og með 1. júlí n.k. er fallizt á hugmynd Verkamannasambands íslands, sem sett var fram til athugunar við samninganefndir Vinnuveitendasambands Islands og Vinnumálasambands samvinnu- félaganna um lausn kjaradeilu þessara aðila, sem staðið hefur frá setningu laga um ráðstafanir í efnahagsmálum 17. febrúar s.l. I annan stað stefnir tillagan að því að verðbótaákvæði allra kjara- samninga, sem Reykjavíkurborg á aðild að, öðlist gildi í áföngum og að fullu um næstu áramót. Kosnaðarauki borgarsjóðs á þessu ári, sem leiðir af tillögunni, er talinn vera um 152 milljónir króna, og kostnaðarauki fyrirtækja borgarinnar nemur svipaðri fjár- — Njósnastríð Framhald af bls. 1 dregið Crawford út úr honum og hrundið honum inn í lögreglubíl, sem síðan ók á braut á miklum hraða. Bandaríska sendiráðinu í Moskvu var í dag tilkynnt að Crawford hefði verið handtek- inn þar sem hann hafi gerzt sekur um smygl. Areiðanlegar heimildir herma að starfsmenn sendiráðsins hafi fengið leyfi til að ræða við Crawford í Lofort- ovo-fangelsi í kvöld, en fullyrt er að það sé sama fangelsið og sovézki andófsmaðurinn Anatolí Sjaranskí er vistaður í um þessar mundir. Áreiðanlegur heimildarmaður í Moskvu taldi í dag líkur á því að Crawford hefði að ósekju orðið að bitbeini í deilum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna um njósnamál, en upphaf þeirra að þessu sinni má rekja til þess atburðar er starfsmenn bandaríska sendi- Adoistræti 6 simi 25810 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1978 19 — Rætur stjórn hæð. Eru þá áfangarnir 1. septem- ber n.k. teknar með í útreikninginn, en hins vegar ekki áhrif hugsan- legra hækkana á kaupgjaldsvísitölu 1. september og 1. desember n.k. Áhrif vísitölubreytinga, verð- bótaviðauka samkv. bráðabirgða- lögunum frá 24. maí sl. og sérkjara- samninga frá í marz á launagjöld fjárhagsáætlunar borgarsjóðs 1978 eru samtals 247.0 milljónir króna umfram fjárveitingu. Úrtakskannanir á hækkun tekna milli áranna 1976 og 1977 og endurmat á tekjum borgarsjóðs frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga virðist gefa til kynna um 175 milljón króna hækkun á tekjuliðum borgarsjóðs frá fjárhagsáætlun. Jafnframt verður að endurmeta ýmsa gjalda- liði borgarsjóðs með hliðsjón af verðlagshækkunum öðrum en laun- um og virðist við fyrstu sýn, að talsverðar kostnaðarhækkanir hafi orðið, sem óhjákvæmilegt er að mæta. Þá hafa einnig orðið hækkanir umfram fjárhagsáætlun á framkvæmdum borgarinnar, sem eru nú í gangi. Af öllu þessu samanlögðu er augljóst að taka verður fjárhags- og framkvæmdaáætlun borgarsjóðs til endurskoðunar. Greiðslustaða borgarinnar er einnig ákaflega erfið. Yfirdráttar- skuld við Landsbankann er nú um 500 milljónir króna og ógreiddar kröfur hjá borgargjaldkera um 200 milljónir króna. Þessi greiðslustaða á enn eftir að versna samkvæmt greiðsluáætlun. Það verður því að telja ljóst, að óhjákvæmilegt verður að skera niður gatnagerð og aðrar verklegar framkvæmdir frá því, sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun jafn- framt því, sem leitazt verður við að spara í rekstri. Um þetta mun borgarstjórn taka ákvörðun síðar." ráðsins í Moskvu fundu neðan- jarðargöng úr sendiráðsbygg- ingunni, sem enduðu í kjallara- herbergi, fullu af sovézkum njóísnatækjum. í grein í Izvestía, málgagni Sovétstjórnarinnar, birtist í gær kjarnyrt grein þar sem banda- ríska sendiráðið í Moskvu var sakað um njósnir, og fullyrt að í júlí í fyrra hafi þriðja sendi- ráðsritara verið vísað úr landi fyrir slíkt athæfi. Hafi Sovét- stjórnin á sínum tíma orðið við þeim tilmælum Malcolm Toon, bandaríska sendiherrans, að láta málið liggja í þagnargildi, en ekki væri lengur ástæða til að taka tillit til slíkra óska þar sem Bandaríkjamenn gerðu sér um þessar mundir sérstakt far um að gera hneykslismál úr meintum aðgerðum af hálfu yfirvalda í Sovétríkjunum. Segir Izvestía, að Martha Peterson sendiráðsritari hafi í júlí í fyrra verið staðin að verki þar sem hún hafi verið að koma fyrir hylki með eitri og njósnaútbún- aði á felustað í Moskvu. Hafi hylkið verið ætlað njósnara, sem eitt sinn hafi drepið mann á eitri, en í báðum tilvikum hafi eitrið komið frá CIA, og ber- sýnilega hafi í þetta skipti verið komið í veg fyrir annað morð. Enn er óljóst hversu mikið er hæft í þessum áburði. Hafa bandarísk stjórnvöld viðurkennt að Martha Peterson hafi á sínum tíma verið send heim til Bandaríkjanna af „óvenjulegum ástæðum", en frekari upplýsing- ar hafa ekki fengizt um málið enn sem komið er. Framhald af bls. 5. istaflokks íslands. Eina breyt- ingin, sem þarna hefur á orðið, er tízkubreyting. Alltaf hafa safnazt utan um kommúnista- kjarna ÞjóðvUjans vinstri menn, sem trúðu því, að þeir geti haft í öllum höndum við kommúnistakjarnann — og svo er enn. En þessi hópur hefur alltaf lotið í lægra haldi fyrir kommúnistakjarnanum, eins og sagan hefur margoft sýnt. Ymsir kjósendur í byggða- kosningunum virðast telja, að Alþýðubandalagið hafi varpað marxisma fyrir borð, en af því tilefni er ástæða til að minna á, að formaður flokksins, Lúðvík Jósepsson var eitt sinn einn harðasti og aðgangsmesti félag- inn í Kommúnistaflokki íslands, þegar hann var og hét. Það var áður en hann setti upp grímur Sameiningarflokks al- þýðu-sósíalistaflokksins og Al- þýðubandalagsins. Ef vinstri stjórn verður enn einu sinni mynduð í landinu, þá verður það gert undir forystu þeirra, sem stofnuðu Kommúnistaflokk ís- lands 1930 — og arftaka þeirra. — Kuo Mo-Jo Framhald af bls. 15 og var auk þess varaformaður kínverska þjóðþingsins og ráð- gjafarþings kínversku alþýðunn- ar. en sú stofnun lýsti yfir stofnun kínverska alþýðulýð- veldisins 1949. Vitað var að Kuo hafði átt við veikindi að stríða að undanförnu og sat hann t.d. ekki nýafstaðið rithöfundaþing í Kína, þó að ræða sem hann samdi væri flutt á þinginu. Foreldrar Kuos voru vel stæðir, en hann fæddist í Szechwan-hér- aði í Suðvestur-Kína. Hann hafði mikil áhrif á menntamenn í Kína og þá jafnt menn á sviði sagnfræði sem skáldskapar, auk þess sem Kuo var góðúr áróðursstjóri. Kuo komst í ónáð er menningar- byltingin var gerð í Kína á sjöunda áratugnum, en þrátt fyrir það hætti hann ekki að koma fram opinberlega fyrr en seint á árinu 1971. Hann var aftur tekinn í náð í lok menningarbyltingarinnar og var mjög virtur í Kína hin síðustu ár. Colgate MFP f luor tannkrem tennurnar og ver þær skemmdum Colgate MFP tluor tannkrem er reyndasta tannkremið á markaðnum Þusundir barna um viða veröld hafa um árabil verið þáttakendur i visindalegri Colgate-prófun og hefur hún ótviraett sannað að Colgate MFP fluor tann- krem herðir glerung tannanna við hverja burstun, þannig að tennurnar verða sifellt sterkari og skemmast siður Þess vegna velja milljónir foreldra um heim allan Colgate MFP fluor tannkrem handa börnum sinum. alfí 1. Colgate MFP fluor gengur inn i glerunginn og herðir hann. 2. Þess vegna veröur glerungurinn sterkari Og börnunum líkar bragöið. Pf Z7 ■■ im Tir SOKKA^&a/]]/ UL — mm il BUXUR >V L\}{ llíjbkr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.