Morgunblaðið - 14.06.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.06.1978, Blaðsíða 32
AL’CiLÝSINCí ASÍMINN EK: 22480 JWorflutiblníití) jrcgaattfrifafrife XLYSINCiASIMINN EM: 22480 JRorflmi&liibttt MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1978 Kaupmáttur verkamannalauna: Hærri en nokkru sinni fyrr á heilu ári Kaupmáttur ráðstöfunartekna 2—3% meiri en 1974 l>aA cru 60 ár síðan þessir skóla- (élaKar settu upp hvitu kollana i Menntaskólanum í Reykjavík ok í tilefni þess hittust þeir nú í Reykjavik. Hvítu kollarnir setja ávallt svip á bæjarlifið þar sem stúdentar fatrna settu marki. en marKÍr úr röðum þeirra hafa i KeKn um árin sett svip á íslenzkt samfélaK ok svo er um þessa 60 ára stúdenta sem útskrifuðust á því Herrans ári 1918. Þeir eru stand- andi (rá vinstri, Jón Grfmsson. MaKnús Konráðsson. Einar ólafur Sveinsson. Stefán Jóhann Stefáns- son ok Brynjólfur Bjarnason. Sitjandi cru, Þorvarður Sölvason <>K Guðrún Thulenius. Þrir Kátu ekki komið veKna sjúkleika. þau Dýrleif Árnadóttir. sr. Þorsteinn Gíslason ok Finnur Einarsson. KAUPMÁTTUR verkamannalauna er meiri í ár en hann hefur nokkru sinni áöur verið á heilu ári. Framan af árinu í ár var kaupmáttur launa 15 til 16% meiri en fyrir kjarasamninifana í fyrra og hann verður nokkuð stöðugur, þegar litið er á allt árið eða um 6% meiri að meðaltali en í fyrra. Aukning kaupmáttar á tveimur árum er um 16 til 17% frá 1976 til 1978. Með tilliti til þess, sem sagt var í riti Þjóðhagsstofnunar, Úr þjóðarbúskapnum, sem kom út 20. marz síðastliðinn, þar sem fjallað var um þróun kaupmáttar og með tilliti til áhrifa bráðabirgðalaga ríkis- stjórnarinnar frá því í maí, kemur í ljós að kaupmáttur launa framan af árinu er 15 til 16% meiri en fyrir kjarasamn- ingana í fyrra. Kaupmátturinn verður nokkuð stöðugur, þegar litið er á allt árið og um 6%> Steingrímur vill vinstri stjórn Steingrímur Hermannsson, ritari Framsóknarflokksins, lýsti því yfir á framboðsfundi á Hólmavík á laugardag, að hann teldi nauðs.vn á því, að vinstri stjórn yrði mynduð eftir al- þingiskosningarnar. A framboðsfundum á Bíldu- dal og Patreksfirði daginn eftir sagði Steingrímur fullan vilja til að mynda vinstri stjórn að kosningunum loknum. meiri en að meðaltali í fyrra. Þannig er aukningin á tveimur árum um 16 til \1% frá 1976 til 1978. Með því er t.d. kaupmáttur verkamanna í ár meiri en hann hefur nokkru sinni verið á heilu ári. Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna, þ.e.a.s. tekna einstakl- inga eftir skatt eykst um nálægt 4% í ár frá fyrra ári og í fyrra var aukningin 8 til 9%. Þannig verður kaupmáttur ráðstöfunarteknanna í ár um 2 til 3% meiri en á árinu 1974, en á því heila ári var hann mestur áður. Stjórn BSRB: Afnám kjaraskerðingar áekki að komaí áföngum „ÉG VÍSA til einróma samþykkt- ar stjórnar Handalags starfs- manna ríkis og bæja í dag. þar sem meðal annars er sagt. að stjórnin telji að afnám kjara- skerðingarinnar eigi ekki að koma í' áföngum heldur beri strax að standa við liiglega gerða kjarasamninga." sagði Kristján Thorlacius. íormaður BSRB, er Mbl. spurði hann í gærkvöldi álits á tillögu meirihlutaflokk- anna í borgarstjórn í vísitölumál- inu. Samþykkt stjórnar BSRB fer Birgir ísl. Gunnarsson: Viðurkenníng á nauð- syn viðnámsaðgerða Forysta hins nýja meirihluta stendur ekki vid gefin loford „lljá Alþýðubandalaginu voru mest áberandi í kosninga- baráttunni slagorðin „samn- ingana í gildi“ og „kosningar eru kjarabarátta". Nú hafa þeir tekið forystu í nýjum meirihluta í borgarstjórn og vafalaust hafa margir búist við því að sú ákvörðun yrði strax tekin og samningarnir tækju gildi. Sú tillaga sem lögð var fram í borgarráði í dag gerir hins vegar alls ekki ráð fyrir því. Það sést bezt á því að fullar vísitölubætur frá 1. júní hefðu kostað borgarsjóð og fyrirtæki borgarinnar 770 milljónir króna og ef miðað er við fullar vísitölubætur frá 1. marz hefðu þessi gjöld farið yfir einn milljarð. Tillagan um vísitölubætur í áföngum kostar borgarsjóð 304 milljónir króna á þessu ári. Munurinn er 470 milljónir króna eða 770 milljónir króna eftir því hvor viðmiðunin er tekin," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins er Mbl. ræddi við hann í gær tillögu meirihluta- flokkanna í borgarstjórn um vísitölumálið. „Þessi tillaga er því mikil viðurkenning á nauðsyn við- námsaðgerða ríkisstjórnarinnar og jafnframt að forysta hins nýja meirihluta treystir sér ekki til að gera það sem þeir lofuðu fyrir kosningar. Borgarbúar fá því nú þegar að sjá í gegn um blekkingarvefinn. Það vekur og athygli að síðasti áfangi vísitöluhækkan- anna á fyrst að koma til framkvæmda eftir að hinir almennu kjarasamningar eru runnir út og lögin um vísitölu- skerðinguna eru fallin úr gildi en það verður 1. desember næstkomandi. Með þessum til- lögum er og algjörlega hafnað þeirri launajöfnunarstefnu sem verkalýðshreyfingin hefur haft á orði. Framhald á bls. 18 hér á eftir: „Stjórn BSRB mótmælir enn á ný harðlega efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem felast m.a. í riftun kjarasamninga, vísitölu- skerðingu á laun, samhliða gengis- fellingum og stórhækkuðum vöxt- um, sem hvort tveggja hefur stóraukið dýrtíð á síðustu mánuð- um. Jafnframt skorar stjórn Bandar lags starfsmanna ríkis og bæja á nýkjörna borgarstjórn í Reykjavík og aðrar bæjar- og sveitarstjórnir í landinu að afnema hina ranglátu vísitöluskerðingu og verða við kröfum BSRB og annarra samtaka launafólks um að gera nú þegar gildandi þá kjarasamninga, sem rift hefur verið með lögum. Stjórn BSRB telur að afnám kjaraskerðingarinnar eigi ekki að koma til í áföngum, heldur beri strax að standa við löglega gerða kjarasamninga. Einnig eigi að bæta starfsmönnum refsifrádrátt, sem framkvæmdur hefur verið vegna vinnustöðvana 1. og 2. mars sl.“ Tilkynning frá auglýsingadeild Morgunblaðsins Athygli auglýsenda er vakin á því. að Morgunblaðið kemur ekki út sunnudaginn 18. júni. Auglýsingar í Morgunblaðið 17. júní þurfa að berast fyrir kl. 18 fimmtudaginn 15. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.