Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 1
48 SlÐUR 125. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Briissel, 14. júní. Reuter. STJÓRN Zaire hefur verið heitið aðstoð að upphæð rúmleKa 70 milljónir dollara. í því skyni að Bonn; Bílstjóri sovéska sendiráðsins keyrði niður andófsmann Bt»nn. 11. júní. AP.. VESTUR-ÞÝZKA iögreglan sagði í dag að kæra hefði verið lögð fram á hendur bílstjóra sovézka sendiráðsins þar í borg, og er hann grunaður um að hafa af ásettu ráði keyrt niður andófsmann af Gyðinga- ættum. sem var að mótmæla því að foreldrar hans hafa ekki fengið að flytjast frá Sovétríkjunum. Að því er AP-fréttastofan segir mun bílstjórinn hafa ekið Framhald á bls. 27 Skora á Leone að fara frá Róm. 11. júní. Reuter. EINN áhrifamesti stjórnmála- maður Ítalíu skoraði í dag á Giovanni Leone forseta að segja af sér vegna ásakana um skatt- svik og fjármáiamisferli. Ugo La Malfa leiðtogi Lýð- veidisflokksins sagði fréttamönn- um að hann hefði ráðlagt for- setanum að segja af sér fyrir milligöngu sameiginlegs vinar þeirra beggja. „Ég gerði það í þeirri trú að það mundi auðvelda forsetanum að vcrja sig gegn ásökununum” sagði La Malfa. Framhald á bls. 30. gera henni kleift að reisa við bágborinn efnahag iandsins.. á fundi 10 ríkisstjórna sem eru helztu lánadrottnar hennar. Miklu af þessari aðstoð hefur verið heitið áður. Nokkrir lána- drottnanna, aðallega ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Frakklands, Ítalíu og Bretlands vildu fá nánari upplýsingar áður en þeir skuld- bindu sig til að veita aðstoð. Zairestjórn er talin þurfa 70—80 milljónir dollara til brýnustu þarfa. Vestur-Þjóðverjar munu útvega 40 milljónir dollara samkvæmt gildandi samningum til þess að bæta samgöngukerfið, þar sem mest er þörf á fjárfestingum, og auk þess matvæli. Alþjóðaþróun- arstofnunin mun ráðstafa 14 milljónum dollara til Zaire af 385 milljón dollara framlögum stofn- unarinnar til Afríku. Efnahagsbandalagið lofaði að veita þegar í stað aðstoð að upphæð 11 milljónir dollara og auk þess að senda matvæli. Kanada hét sjö milljónum dollara og Belgar lofuðu að hraða aðstoð sem þeir hafa þegar heitið Zaire. Fundinn sitja einnig fulltrúar Hollands, Japans og Irans og Belgar boðuðu til hans að beiðni Framhald á bls. 30. Myndin er tekin í Ras-El Bayyada í suðurhluta Líhanons í fyrradag. þegar franskir hermenn úr Friðarga'zluliði Sameinuðu þjóðanna voru að taka við á ýmsum stöðum sem Israelar hafa haft á valdi sínu síðan í innrásinni 15. marz. Spenna í N-Líbanon vegna fjöldamorðanna Kyrrt á landamærunum við ísrael Beirut, Tel Aviv, 14. júní — Reuter-AP. MIKIL spenna ríkti í norður Libanon í dag er íbúar bæjanna Ihden og Zgharta fylgdu til grafar um fjörutíu manns sem voru drepnir í áhlaupi sem hægri sinnaðir falangistar stóðu að þar og í nærliggjandi þorpum. Meðal hinna látnu var Tony Franjieh. sonur fyrrverandi forseta Líban- ons. eiginkona hans og ung dóttir. Sulemein Franjieh faðir hans kom til Zgharta í dag að fylgja hinum látnu til grafar. Þá gerðu sýrlenzkir hermenn skyndilega atiögu að þorpi í Frá Ga'ðagerði. Það er nú eini staðurinn þar sem landamæri ísraels og Líbanons eru opin. Callaghan hélt velli á fimm atkvæðum Dollari féll gagn- vart jeni London, 14. júní. Reuter. VERÐ á Bandaríkjadollar gagnvart japönsku jeni lækkaði í dag og var um hríð 214.80. Er þetta lægsta verð á dollar gagnvart japanska gjaldmiðlin- um síðan í lok heimsstyrjaldar- innar síðari. Aftur á móti hélt dollarinn að mestu velli gagn- vart ýmsum helztu gjaldmiðl- um Vestur Evrópu svo sem vestur þýzku marki, sterlings- pundi og svissneskum og frönskum frönkum. Staða doll- ars gagnvart jeni hefur verið mjög á reiki um heim allan síðan á mánudaginn. Verð á gulli hækkaði töluvert í dag, eða um rösklega dollar únsan. norðaustur Líbanon í dag, og leituðu þeir sem óðast morðingja fólksins sem áður er nefnt. Höfðu þeir skriðdreka og voru vel vopn- um búnir. Þessi aðgerð Sýrlend- inga jók enn á þá pólitísku spennu sem er í norðurhluta Líbanons og hefur ekki í annan tíma verið jafn ótryggt andrúmsioft þar síðan borgarastyrjöldin í landinu stóð sem hæst. I suðurhluta Líbanons og að landamærum ísraels var allt með kyrrum kjörum og hafði þar ekki komið til átaka. Líbanskar her- sveitir kristinna hægri manna tóku þar við gæzlu af Israelum svo sem frá hefur verið sagt og er yfirmaður þeirra Saad Haddad major, en við hann hafa tvívegis birtzt viðtöl hér í blaðinu. Nokkur gremja ríkir vegna þess að friðar- gæzlusveitir Sameinuðu þjóðanna skyldu ekki taka við á þessum slóðum eins og frá hefur verið sagt. I fréttum segir að landamær- in við ísrael hafi verið lokuð nema við Gæðagerði, sem er skammt frá þorpinu Metula í Israel. Líbanskt verkafólk frá þessum landshluta sækir vinnu þangað og fer um Gæðagerði. í kvöld var frá því greint að líbanska ríkisstjórnin hefði veitt Saad Haddad major viðurkenn- ingu stjórnarinnar og umboð til að fara með yfirstjórn hersveita hægri sinnaðra kristinna manna í Suður-Líbanon. Sagði Kurt Wald- heim framkvæmdastjóri frá þessu Framhald á bls. 27 London, 14. júní. AP. Reuter. STJÓRN brezka Verkamanna- flokksins hélt naumlcga velli í atkvæðagreiðslu í Neðri málstof- unni í kvöld en Callaghan íorsæt- isráðherra hafði kunngert að tapaði stjórnin í atkvæðagreiðslu um vftur á stjórnina myndi hann segja af sér. Þetta var naumasti sigur Callaghans á ferli hans og munaði fimm atkvæðum, atkvæði féllu 287 gegn 282. Stjórnin ákvað á skyndifundi að úrslit atkvæðagreiðslunnar yrðu skoðuð sem yfirlýsing um traust eða vantraust á stjórnina. Þar með setti Callaghan traust sitt á að 13 þingmenn Frjálslynda flokksins mundu styðja stjórnina í samræmi við samstarfssáttmála Verka- Callaghan hélt velli mannaflokksins og Frjálslynda flokksins. En nokkrir þingmenn Frjáls- lynda flokksins hótuðu því fram á síðustu stundu að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna og allt benti til þess að úrslitin yrðu mjög tvísýn. Búizt var við að stjórnin gæti í mesta lagi sigrað með fjögurra atkvæða mun og úrslitin yrðu ekki ljós fyrr en á síðustu stundu. Reyndist þetta öldungis rétt. Ihaldsflokkurínn kom stjórninni í þessa hættu þegar þingmenn hans lögðu fram frumvarp um vítur á Ðenis Healey fjármálaráð- herra. Healey lagði í síðustu viku fram frumvarp um ráðstafanir Framhald á bls. 27 Kvíði meðal Banda- ríkjamanna í Moskvu Moskva, 14. júní. Reuter. VIRGINIA Olbrir.h. unnusta Bandaríkjamannsins Francis Crawford sem var handtekinn á mánudagskvöldið og færður í fangelsi fyrir smygl að sögn yfirvalda. fékk að heimsækja hann í hið illræmda KGB fang- elsi, Lefortovo, síðdegis. Með henni var bandaríski ra'ðismað- urinn í Moskvu og höfðu þau meðferðis ýmsa persónulega muni og nauðsynjar sem Craw- ford mun hafa vanhagað um. Virginia Olbrish var með Cravv- ford þegar hann var handtekinn í bifreið sinni í hjarta Moskvu-borg- ar. Hún vinnur í bandaríska sendiráðinu í Moskvu. Eins og frá hefur verið sagt er hann sakaður um smygl og gæti því fengið allt að tíu ára fangelsisdóm ef hann verður dæmdur sekur. Vinir hans telja að þessar aðgerðir séu ótvíræðar hefndaraðgerðir af hálfu Sovétríkjanna og hafa látið í ljós miklar áh.vggjur af því hvað Framhald á bls. 27 Stjórn Zaire heitið aðstoð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.