Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 „Vid erum kát- ir og sælir” — segir Gudmundur J. Guðmundsson um tillögu borgarstjórnarmeiri- hlutans í vísitölumálinu „VIÐ ERUM kátir og sælir og verði þetta samþykkt í borgarstjórn þá verður þegar í stað aflétt útflutn- ingsbanninu af Bæjarútgerð Reykjavíkur,“ sagði Guð- mundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasam- bands íslands, er Mbl. spurði hann í gær um við- Útgerðarráð BÚH: Fól for- stjóranum að senda upp- sagnarbréf „OKKUR hafði verið uppálagt að scjíja verkstjórunum upp og á fundinum var forstjóra Bæjarút- gerðarinnar falið að senda þeim uppsagnarbréf,“ sagði Páll Jó- hannsson formaður nýs útgerðar ráðs Bæjarútgerðar Hafnarfjarð- ar í samtaii við Mbl. f gær. Páli sagði að fulltrúar verkalýðsfélag- anna hefðu mætt á fund útgerðar- ráðsins f gær og var þess óskað að þau héldu fund um málið f dag, en um það fékkst ekki loforð, en allténd yrði fundurinn haldinn á föstudag. Páll Jóhannsson var kjörinn formaður útgerðarráðsins á þess- um fyrsta fundi og Oliver Steinn Jóhannesson varaformaður. Aðrir í útgerðarráðinu eru: Árni Gíslason, Hrafnkell Ásgeirsson og Bragi Björnsson. Varamenn eru: Magnús Þórðar- son, Jóhann Guðtnundsson, ísleifur Bergsteinsson, Sigþór Jóhannesson og Þorbjörg Samúelsdóttir. brögð Verkamannasam- bandsins við tillögu meiri- hlutaflokkanna í borgar- stjórn í vísitölumálinu. „Þessi tillaga meirihlutans er tiliaga Verkamannasambandsins, sem Vinnuveitendasambandið sleit viðræðum út af,“ sagði Guðmundur. „Hún nær strax til allra almennra taxta verkafólks og einnig eru yfirvinna og vaktaálag óskert og að auki er afnumin lítils háttar skerðing á orlofi og greiðsl- um í lífeyrissjóði." Guðmundur sagðist vita til þess að á „ýmsum stöðum á Austur- landi, á Húsavík, Akureyri og í Vestmannaeyjum eru sveitar- stjórnir í viðræðum um þessi mái. Þau eru frágengin á Neskaupstað og í Siglufirði og í Borgarnesi sömdu þeir manna fyrst. Eg geri mér fastlega vonir um að innan skamms verði okkar tillaga orðin að samningum í mörgum sveitar- félögum," sagði Guðmundur J. Guðmundsson. Skipverjar aí varöskipinu Ægi sækja skipstjórann á Ileimacy VE I er varðskipið stóð bátinn að ólöglegum veiðum austnorðaustur af. Ilvalsnesi 10. júní sl. Ljósm. Jón P. Ásgeirsson. Sölustofnun lagmetis: Samið um sölu á85.250 kössum af gaffalbitum SAMIÐ hefur verið á þessu ári um sölu á 85.250 kössum af gaffalbitum til Sovétríkj- Ársæll Sigurðsson II frá Hafn- arfirði seldi í Hull í fyrradag og gær samtals 86,6 tonn fyrir tæpar 23 milljónir króna; meðalverð var 265 krónur fyrir kílóið. Uppistaðan í aflanum var þorskur. „Sterka aflið” stóð ekki við stóru orðin 99 segir Olafur Jóhannesson „NEI. ég tel nú ekki að sterka aflið í nýja meirihlutanum í borgarstjórn hafi staðið við stóru orðin." sagði Ólafur Jóhannesson formaður Fram- sóknarflokksins er Mhl. leitaði í gær álits hans á tillögu meirihlutaflokkanna í borgar- stjórn í vísitölumálinu. en í viðtali við Tímann fyrir skömmu lét Ólafur þau orð falla að nú fengi sterka aflið í nýja borgarstjórnarmeiri- hlutanum tækifæri til að standa við stóru orðin í sam- handi við kaupgjaldsmálin. „Þetta er að sjálfsögðu í áttina," sagði Ólafur, „en krafan var nú samningana í gildi tafarlaust. Ég er ekki að segja að þetta sé óskynsamleg leið, en hún er ekki í samræmi við það sem menn sögðu fyrir borgar- stjórnarkosningarnar, þegar þeir létu falla stór og þung orð um það sem þeir kölluðu kjara- rán. Meira get ég nú ekki sagt um þetta á þessu stigi.“ anna að verðmæti 3,7 milljónir dollara, sem eru jafnvirði 964 milljóna króna. í fyrra voru seldir til Sovétríkjanna 100.000 kass- ar fyrir 840 milljónir króna en á síðasta ári varð mest aukning í útflutningsiðnaði í sölu lagmetis, en fluttar voru út 1668 lestir fyrir 1209 milljónir króna og var um 70% magnaaukningu að ræða frá árinu 1976 og 99% verðmætaaukningu. Á aðal- fundi Sölustofnunar lagmet- is, sem haldinn var nýlega, kom fram að bjartar horfur eru um útflutning á þessu ári og er gert ráð fyrir því, að verðmæti útflutnings muni tvöfaldast og að flutt verði út lagmeti fyrir á þriðja milljarð króna. A-Évrópa er langstærsti markaður Sölustofnunar lagmetis og fóru þangað 77% útflutningsins í fyrra, á Bandaríkjamarkað fóru um 9%, en 1. júlí 1977 lækkuðu tollar Efnahagsbandalagsland- anna niður í endanlegt mark, sem er 10% nema á rækju, kvaíar og hörpudiski, sem eru tollfrjáls. Er nú í undirbúningi verulegt sölu- átak á V-Evrópumarkaðnum. Þá Framhald á bls. 26. Athugasemd aðgefnu tilefni AÐ gefnu tilcfni hefur Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi óskað að koma því á framfæri, að sjónvarpsþáttur, sem hann kom fram í ásamt Einari Ágústssyni. utanríkisráðherra, og Inga Tryggvasyni í gær- kvöldi var tekinn upp í sjón- varpi síðdegis á mánudag. Þá var ekki annað vitað, með hliðsjón af fréttum fjölmiðla cn núverandi meirihluti borgar- stjórnar Rcykjavíkur hefði í undirbúningi tillögur um fullar vísitölubætur á laun borgar- starfsmanna og orðaði Markús Orn spurningu til Einars Agústssonar út frá því. Síðan hefur það komið í ljós, eins og ítrekað hefur komið fram í fréttum, að meirihlutinn heykt- ist á því og hefur gert tillögur um, að vísitölubætur verði að- eins grciddar að hluta þrátt fyrir gefin loforð um hið gagn- stæða. Vinstri stjórn í Reykjavík: Aðeins 104 af 2.567 borgarstarfs- mönnum fá fullar visitölubætur 1. júlí rr T T T á rt i • «1 1 i fi 1 1 r . . • / 11«/). 1 i 11. / k . #1 . 1 _ 1 _. - ————— ^ TILLAGA meirihlutaflokkanna í borgarstjórn, Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks gerir ráð fyrir því, að Reykjavíkurborg greiði til baka um 30% þess, sem vantar á að kjarasamningarnir séu í fullu gildi — enn vantar því um 70% þess „kaupránsfengs“ sem menn hafa kallað svo. Þá gerir tillaga meirihlutans jafnframt ráð fyrir því, að óskertar vísitölubætur komi á laun borgarstarfsmanna frá og með næstu áramótum. í því sambandi er rétt að geta þess, að lög ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í efnahagsmálum, „kaupránslögin“, sem svo hafa verið kölluð, gera alls ekki ráð fyrir að vísitölubætur séu skertar eftir áramót. Hinn 1. júlí næstkomandi gera iji'áðabirgðalög ríkisstjórnarinnar frá í maí ráð fyrir aö 105.000,- krónu desemberlaun 1977 hafi hækkað um 32.300 krónur. Tillaga borgarstjórnarmeirihlutans gerir ráð fyrir sömu hækkun og veitir því iaunþegum í þessum launa- i'lokki ekki eins eyris kauphækkun. DIOÐVIUINN I t>rg>jndaj(ur U.jAnl 1*78 — «3.árg. — IK.tbl. Meirihlutaflokkarnir I borgarstjórn Samstaða um málefnasamning Ef tekin eru 115.000- krónu desemberlaun er nákvæmlega hið sama uppi á teningnum. Bráða- birgðalögin gera ráð fyrir 34.900 krónu hækkun og tillaga meiri- hlutans einnig — ekki eyri um- fram bráðabirgðalögin. Laun, sem voru í desember síðastliðnum 130.000,-, 150.000.-, 175.000,-, 200.000,-, og 225.000, krónur, hækka öll samkvæmt bráðabirgða- lögunum um 34.900 krónur, en samkvæmt tillögu meirihlutans um 38.900,- krónur. Á þessu bili er tillaga meirihlutans 4.000,- krónum hærri. Ef tekin eru laun, sem eru 250.000 krónur, gera bráðabirgðalögin ráð fyrir 38.500 krónu hækkun, en tillaga meiri- hlutans gerir ráð fyrir 38.900 króna hækkun eða 400,- krónum umfram bráðabirgðalögin. í laun- um, sem eru umfram þessa fjár- hæð er enginn munur á bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar og tillögum meirihlutans. Með öðrum orðum er unnt að segja, að fyrsti áfangi samkvæmt samþykkt meirihluta borgar- stjórnar Reykjavíkur felur ekki í sér neina bre.vtingu á dagvinnu- launum, sem voru 150.000 krónur eða lægri í júní, þar sem full verðtrygging samkvæmt kjara- samningum var þegar komin á þau laun. Á laun þar fyrir ofan kemur svo nokkur hækkun, sem nemur allt að 4 þúsund krónum á laun, sem voru 165 þúsund krónur í júní. Þessi sama hækkun, þ.e. 4.000 krónur, kemur síðan á öll laun upp að 290 þúsund krónum á mánuði í júní. Fyrir ofan þau mörk hefur Kirti «0 Guamunit J. GuOnunifasoii iiti hqaiMðg sem arlla að gófta bun sanktaml samniiigunuiii: Nú sést svart á hvítu að kjörseðill er vopn í kjara- baráttu ' ~ I Úrstitaiíökin um kjttr Uunaléiks I og strfnu Hkisstjórnarinnar | veröa hið hér i Reykjavik I pvv ut OagabrU .jla>»a>ht*«.l M’.y' Mr ctla »6 ftjóru simai ófram Mt et anaira a»Mjr«t * artðuramran atjÉranrdahkana Itdan (JállatiaWnllakkeli >•' 'j-> " •> UV kawiagar <« Þctta er forsíða Þjóðviljans í fyrradag. en eins og sést af lestri þessarar greinar. sem þessi mynd af Þjóðviljanum fylgir, gerir tillaga meirihlutans aðeins ráð fyrir að borgin greiði 30% af „kaupráninu" og að aðeins 104 starfsmenn borgarinnar fái fullar vísitölubætur á laun hinn 1. júlí næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.