Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 ......—— ....... 5 Vísitölutillögur meirihlutans: Á hverjum strandaði? CH (íurtrún llclKadúttir. hristján Honcdikts- I>ad náðist okki sam- •‘íuní I>ad strandadi komulaK um gildis- okki á Framsóknar töku strax. mönnum. Guðrún Helgadóttir borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins upplýsti í bókun á fundi stjórnar BSRB að ekki hafi náðst samkomulag innan meiri- hluta borgarstjórnar um að greiða fullar verðbætur á öll laun strax. I bókun Guðrúnar kemur ekki fram á hverjum þetta strandaði, en Kristján Benediktsson borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins hefur lýst yfir í samtali við Mbl. að hafi strandað á einhverjum þá hafi það ekki verið á fulltrúum Framsóknar- flokksins. Björgvin Guð- mundsson borgarfulltrúi Alþýðuflokksins vildi ekki í samtali við Mbl. ræða „á þessu stigi hvernig þessi lausn varð til“ en á blaða- mannafundi þar sem tillög- ur meirihlutans í vísitölu- málinu voru kynntar sagði hann þær heppilega lausn að hans mati. Mbl. náði tali af Sigurjóni Péturssyni borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins í gær og spurði hann, hvort Alþýðu- bandalagið hefði verið því mótfallið að greiða strax fullar verðbætur á öll laun. Hjiirgvin (iuómunds- Sigurjón l'étursson. son. Strandaói málió Var Alþvóuhanda á honum? lagió mótfallió Kildistöku stra.x? „Þessi tillaga okkar er það sem samkomulag náð- ist um. Það er rétt sem segir í bókun Guðrúnar Helgadóttur að samkomu- lag varð ekki um annað, hvorki að engar breytingar yrðu gerðar né heldur að allt yrði gert strax," sagði Sigurjón. „Tillagan er það sem ‘samkomulag varð um og ég vil ekki fara að ræða það nú með hvaða hætti það var leitt fram.“ Verðtrygging út- lána eykur greiðslu- byrði lántaka þeg- ar frá líður í sjónvarpsþætti í fyrrakvöld. þar sem tveir frambjóðenda Alþýðubandalagsins. Ólafur Ragnar Grímsson og Ragnar Arnalds, sátu og svöruðu spurn- ingum um stefnu flokksins. kom fram að Alþýðubandalagið stefndi að verðtryggingu útlána og vildi hins vegar lækka vexti. Morgunblaðið hefur kannað hvernig verðtrygging og vextir hafa áhrif á greiðslubyrði lántak- enda. Ef rætt er um verðtryggingu á lán, þá má reikna með um 40% verðbólgu á ári eins og nú er ástatt og sé hún borin saman við 33% vexti, kemur í ljós að slíkir vextir eru óraunhæfir. En sé velt fyrir sér greiðslubyrði og verðtryggingu þá er hún að visu lægri fyrstu ár lánstímans, en strax á 3. ári yrðu eftirstöðvar lánsins — sé upphaf- lega reiknað með 1.000.000 króna — 1.100.000 krónur. Þá yrðu hins vegar eftirstöðvar lánsins með 33% vextina 400.000 krónur, en slíkt lán er vaxtaaukalán. Ljóst er að verðtrygging með þessum hætti er t.d. mun óhag- stæðari húgbyggjendum, þar sem greiðslubyrðin eykst eftir því sem lengra líður. Eitt mesta hags- munamál húsbyggjenda hlýtur að vera að lækka greiðslubyrðina og lengja lánstimann. Hvernig það er gert skiptir hins vegar minna máli. Unnt er að hafa vextina háa og reikna lánið síðan þannig út að vextir og afborgun myndi jafnar ársgreiðslur út allan lánstímann — annuitetslán. Unnt er að láta slíka ársgreiðslu fylgja kaupgjaldi og ætti greiðslubyrðin þá að verða svipuð alian lánstímann. Greiðslubyrði af vaxtaaakalán- um er mjög þung fyrsta árið. Af láni, sem í upphafi var 1.000.000 króna, greiðir lá'ntakandi lántöku- gjald, afborgun og vexti samtals að upphæð 523.500 krónur, þar af í vexti 313.500 krónur. Ljóst er að full verðtrygging er þó óhagstæð- ari en slíkt lán, þar sem höfuðstóll verður orðinn eftir 3. ár 100.000 krónum meiri en upphafleg láns- fjárhæð. Miðað við verðbólguna í dag er það lánsform því óhagstæð- ara þegar til lengdar lætur. Ef verðtrygging getur hins vegar orðið þess valdandi að lánstíminn verði lengdur og greiðslubyrðin létt, getur það orðið húsbyggjend- um til bóta — hvort sem um annuitetslán verður að ræða, eða ekki. Haraldur Blöndal: Neðanjarðar hag- kerfið og Vil- mundur Gylfason Vilmundur Gylfason líkist Merði Valgarðssyni í að hag- ræða sannleika og gera lygi að sennilegum hlut. Þó vona ég að Vilmundarnafnið hverfi ekki eins og Marðarnafnið. I sjónvarpsþætti var Vil- mundur spurður einfaldrar spurningar af Víglundi Þor- steinssyni. Hann var spurður að því, hvernig hægt væri annars vegar að stórefla verðjöfnunar- sjóði fiskiðnaðarins og hins vegar greiða fullar vísitölubæt- ur á sama tíma og frystihúsin væru rekin með tíu milljarða króna halla á ársgrundvelli. Vilmundur svaraði ekki þess- ari spurningu en fór að tala um annað. Þegar hún var ítrekuð, sagði hann, að til væri í landinu svokallað neðanjarðarhagkerfi og þar væri að finna nægjan- lega peninga til þess að greiða öllum allt svo að allir yrðu ánægðir. Enginn veit betur en Vil- mundur Gylfason að þetta er lygi. íslenzkur peningamarkað- ur er að því leyti sérstakur, að íslenzk mynt er ekki gjaldgeng erlendis. Maður, sem stingur peningum undan á íslandi, getur því ekki komið þeim undan til útlanda eins og t.d. Bandaríkjamaður eða Þjóðverji. Af þessu leiðir ennfremur, að peningamarkaðurinn er þekkt stærð, og stærð hans markast af fjölda seðla í umferð. Ef kenning Vilmundar Gylfa- sonar er rétt og neðanarðarhag- kerfi til í landinu, af þeirri Haraldur Blöndal stærð sem Vilmundur á við, þá yrði þar að nota sérstaka mynt, sem væri í engum tengslum við íslenzka myntkerfið, — og jafnvel Vilmundur gæti ekki trúað því. Vilmundur Gylfason veit vel, að ekki er öllum mönnum gefið að vera heiðarlegir. Meirihluti íslendinga er heiðarlegur. Þessi meirihluti óskar eftir því að menn hafi heiðarieg vinnubrögð við og geri sér ekki not af óhamingju annarra. Þessi meirihluti hefur ekki trú á mönnum, sem ætla að treysta völd sín og áhrif með gróusög- um um spillingu og óheiðar- leika. Hljómbur einmitt eins og þú óskar þé hann... (mótsetningu viðöll önnurstereo-heyrnar- tæki getur þú á KOSS Technican/VFR stjórnað hljómburðinum alveg eftir þínu höfði. fstaðinn fyriraðþúhlustiráuppáhalds tónverkin eins og aðrir heyra þau, nýtur þú þess að geta framkallað þann hljómburð sem er þér að skapi- aðeins með því að færa til VFR-stillinn. Tæknilegar upplýsingar: 50 mm aflhátalarar • Mótstaða : 230 ohm/1 kHz • Tíðnisvið: 10-22000 Hz • Næmleiki: 95 V-rms/1 kHz • Bjögun: Minni en 0,4%/1 kHz/100 dB SPL • Hljóðstyrkur við 1% bjögun: 108 dB/1 kHz • 3 metra gormlaga aðtaug • „Pneumalite" eyrnapúðar. • Tenging fyrir gálgahljóðnema • Þyngd: 483 g (u/aðtaug) -f Verdkr.29.25S.- L FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 S2KOSS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.