Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JUNÍ 1978 Sinfóníuhljómsveit íslands: Að loknu starfsári í sviðsljósinu í ÞVÍ regni upplýsinga er dynur á skynfærum nútímamanna veröur ótal margt þögninni aö bráð þótt undarlegt megi virðast — bæði menn og málefni. Sömu mennirnir og sömu málefnin tröllríða kerfinu. Þeir blasa við á skjánum, marséra um blaðsíð- ur dagblaða, tala sífellt fyrir hönd hins þögla meirihluta. Þessu verður ekki breytt. Menn eru misjafnlega áfjáðir í sviðs- ljósið: Sumir eru haldnir sjúk- legri framagirni, aðrir kæfandi hógværð, og allt þar á milli. Þó er það svo, þegar gengið er á fólk sem oftar en ekki þegir, að ný sjónarmið koma uppúr dúrn- um, nýjar hugmyndir og viðhorf — viðhorf sem eiga eins mikinn rétt til umfjöllunar og þeirra er brölta hærra í samfélagsstigan- um. í öllu stímabrakinu samfara Listahátíð ’78 hefur það ekki ennþá hvarflað að fjölmiðla- mönnum að beina ljóskösturum, hljóðnemum og myndavélum á það „hversdagslega" fólk er skipar sæti í Sinfóníuhljómsveit íslands. Páll Gröndal Fréttamennska íáfræðinnar Og hví ættum við að gera það, spyrja fréttamenn. Þetta fólk er búið að vera að saga á fiðlur í mannsaldur, eða kreista tóna úr tré- og málmhólkum. Hvað er spennandi eða fréttnæmt við það? Sýnum heldur myndir af Rostropovitch, höfum heilsíðu- viðtal við Birgit Nilson, færum Dubliners blómvönd á Keflavík- urflugvelli. Utlendingadekrið hefur lifað góðu lífi á íslandi allt frá miðöldum, er íslenskir fræðimenn og galdrameistarar sóttu alheimsvisku og töframátt í háskóla handan hafsins. Fá- fræðin ýtti undir hleypidóma þeirra sem eftir sátu og einnig nú. Fáfræðin gerir það að verkum, að almenningur í dag kýs að láta mata sig á því fyrir hverju skuii klappað og hverju ekki. Fyrir vikið beinist kast- ljósið sínkt og heilagt framhjá, yfir og undir þá sem allt veltur raunverulega á — hökin í tannhjólinu stóra. Fréttamenn og ritstjórar eru jú þverskurður af þjóðinni og menntun eða fáfræði hennar. Fréttamenn eru fullt eins ginn- keyptir fyrir útlenskum frægð- arljóma og alþýða manna, ef ekki ginnkeyptari. Munurinn er aðeins sá, að fréttamaðurinn er í aðstöðu til að endurtyggja tugguna, og jafnvel bæta við hana áður en henni er slengt framaní alþjóð. Fréttatilkynn- ingar verða lýsingar á ofur- mennum, sem allt geta, allt vita, allir dá og hlýða á. Menn velkjast hver um annan þveran í gagnrýnislausri tilbeiðslu. Orðsporið Ég minnist hingaðkomu Yehudi Menuhins 1972. Þá jaðraði það við landráð eða glæpastarfsemi, er undirritaður lét prenta þann einfalda sann- leika, að meistari Menuhin væri ekki lengur undrabarn, heldur víðförull og þreyttur maður, sem væri farinn að sjá halla undan fæti eftir langa og viðburðaríka starfsævi. Að hon- um væri farið að förlast. En enginn vildi heyra á þetta minnst. Flestir lokuðu eyrunum fyrir öllu nema orðsporinu, og spruttu úr sætum er tónleikarn- ir voru á enda svo þeir misstu ekki af þessu ritúali er gárungar kalla allsherjaruppistand. Minnimáttarkennd og mú mí ma En þetta er að breytast. Listahátíð ’78 markar tímamót. Guðný Guðmundsdóttir Minnimáttarkenndin, sem stað- ið hefur innlendu tónlistarlífi fyrir þrifum, er að hjaðna. Það er sagt að h'ugurinn beri mann hálfa leið. Það er engin furða þótt íslenskir tónlistarmenn hafi ekki notið sín sem skyldi. Hugir þeirra hafa verið sveigðir niður af vanmenntuðum kenn- urum, þó „alvitrum", er hafa lamið því inn í höfuð nemenda sinna, að úti í hinum stóra heimi búi eintómir snillingar og ofur- menni er standi þeim framar í hvívetna. Svo langt hefur verið gengið í þessum heilaþvotti, að söngkennari hér í borg bannaði nemendum sínum að syngja annað en átta takta þjóðlög og „Mú mí ma“ strófur fyrstu fimm til sex námsárin. Og að sjálf- sögðu máttu viðkomandi nem- endur ekki koma fram opinber- lega eða syngja verk erlendra meistara, ekki einu sinni smá- lög, fyrr en að þessu þrælkunar- tímabili loknu! Þetta er því miður ekki ýkjusaga. Þetta gerðist í gær og gerist í dag. Lifir góðú lífi. Cesaro sagði einhverju sinni, að menn skyldu varast að fullyrða að eitthvað sé óframkvæmanlegt þótt þeir treysti sér ekki til þess sjálfir! Hugurinn getur borið mann hálfa leið, en einnig komið í veg fyrir að lagt sé upp. Því fyrr sem við lítum í eigin barm og hættum að glápa forviða útyfir hafsauga í leit að guðlegum fyrirmyndum, miðar okkur áfram á þeirri braut er verða mun tónlistarlífi okkar eyjar- skeggja til blessunar. Kraftur- inn kemur innan frá. Að svo mæltu lýkur þessum dramatíska inngangi að annars ofur venjulegu blaðaviðtali. Starísár á enda Þar sem tónleikarnir í Laugardalshöll í kvöld eru hvort tveggja í senn síðustu hljóm- sveitartónleikar á Listahátíð ’78 og síðustu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands á löngu starfsári, þótti undirrituðum ástæða til að gefa nokkrum hljóðfæraleikurum tækifæri til að tjá sig um árangur og erfiði starfsins. Þeir voru valdir af handahófi, og urðu reyndar fyrir valinu þar sem þeir voru þeir síöustu til að yfirgefa Laugardalshöll að lokinni æfingu um daginn. Spurningar blaðamanns vörðuðu annars vegar starfsárið sem slíkt og hins vegar Listahátíð ’78. Páll Gröndal Páll Gröndal er að því leyti Hclga Hauksdóttir dæmigerður fyrir félaga SÍ, að hann gegnir kennslustörfum samhliða hljóðfæraleiknum. Páll tók við skóiastjórn Tónlist- arskólans í Hafnarfirði haustið 1976, og er jafnframt formaður Félags tónlistarskólastjóra. Hann svaraði því til, að í raun hefðu eftirminnilegustu atvik þessa starfsárs, þ.e. frá hans sjónarhóli séð, gerst í skóla- stjórastarfinu, enda væri hann ekki lengur fastráðinn starfs- maður SÍ. Það vil oft gleymast hversu margskiptir félagar SÍ eru á milli hljómsveitarinnar, skóla og annarra stofnana. Þessi orð Páls eru nokkur hugvekja, sérstaklega með tilliti til þess að á sl. ári munaði minnstu að sett væru ný lög um starfshætti SÍ sem flestir hljóðfæraleikaranna lýstu óánægju með. Starfsskil- yrðin geta vart verið beysin úr því menn kjósa að segja sig úr föstum og fullum stöðum við hljómsveitina til að sinna öðrum störfum. Páll sagði hins vegar, að á þeim sex árum sem hann hefði starfað í hljómsveitinni hefði viðhorf almennings og ráða- manna til hljómsveitarinnar breyst til batnaðar. Mönnum er nú ljóst, sagði Páll, að treysta verður grundvöll hljómsveitar- innar, svo ekki verði litið á hana áfram sem olnbogabarn á ríkis- jötunni. Páll sagðist vona, að nýtt og gallaminna frumvarp yrði borið fram fljótlega, og því framfylgt. Um starfsárið almennt sagði Páll að auki, að tónleikaferðir hefðu færst í vöxt og væri það vel. Um einleikara og stjórnend- ur hafði Páll allt gott að segja. Sagðist þó kunna illa við þegar blaðamenn væru að blanda stjórnmálum saman við tónlist, eins og hefði hent fyrir skömmu. Um Listahátíð ’78 og hlut hljómsveitarinnar í henni sagði Páll, að fremur dræm aðsókn gæfi til kynna að ekki hefði verið rétt að tónleikum staðið. Hitt væri einnig hugsanlegt, en þó ósennilegt, að tónleikagestir hefðu skyndilega misst áhuga á starfsemi hljómsveitarinnar. Páll sagði, að heimsókn erlendra snillinga hefði haft hvetjandi áhrif á sig, sérstaklega Rostro- povich, sem yrði honum ógleym- anleg hvatning um langa fram- tíð. Þrótturinn og tónlistargleð- in sem geislaði frá honum verkaði líkt og áminning. Maður tekur sig til í andlitinu og reynir að gera betur, sagði Páll Grön- dal að lokum. Guðný Guðmundsdóttir Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari sagði, að eftir- minnilegasti atburður ársins væri í sínum huga tónleikaferð SÍ til Færeyja, sem jafnframt var fyrsta tónleikaferð hljóm- sveitarinnar út fyrir landstein- ana. Ferðin var skemmtileg og móttökurnar góðar, sagði Guðný. Eins lýsti Guðný ánægju með hringferð hljómsveitarinn- ar um landið í byrjun starfsárs- ins sem var mjög árangursrík að hennar dómi. Aðspurð sagðist Ásdís borsteinsdóttir Guðný geta nefnt eftirminnilega erlenda einleikara, en sagði að sér yrði einnig lengi minn- isstætt hve Unnur Sveinbjarn- ardóttir hefði leikið með mikl- um glæsibrag á hljómleikum í vetur. Guðný sagði, að starfsemi hljómsveitarinnar hefði verið í allföstum skorðum þau fjögur árin sem hún hefði starfað sem konfeertmeistari, og sl. starfsár keimlíkt fyrri árum. Guðný lýsti óánægju með þetta. Sagði að hægt væri að koma meiru í verk en nú væri gert. Blaðamaður spurði hvar hnífurinn stæði í kúnni og fékk þau svör, að það væri of langt mál og flókið til að ræða í stuttu viðtali. Guðný sagði, að sömu gömlu vandamál- in væru að sjálfsögðu enn til staðar, t.d. mannfæð og fjár- skortur. Takmörkun fastráðinna hljóðfæraleikara hamlar því að leikin séu meiriháttar tónverk, og hamlar því einnig að hægt sé að skipta 'hljómsveitinni í smærri hópa eins og raddir hafa verið uppi um. Samnefnari þessara vandamála fælist í orðinu „aðstöðuleysi". Einnig benti Guðný á, að hljóðfæraleik- arar ynnu önnur störf baki brotnu samhliða hljóðfæra- leiknum, og slíkt kynni ekki góðri lukku að stýra, nema í hófi væri. Guðný sagði, að sér fyndist, hlutur hljómsveitarinnar á Listahátíð ‘78 hefði mátt vera Tónhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON meiri, a.m.k. einir hefðbundnir hljómsveitartónleikar, þar sem hljómsveitin hefði fengið að njóta sín. Og einnig, að slíkir tónleikar hefðu þá verið undir- búnir vandlega eins og gert var hér fyrrum. Að þessu sinni hefði hljómsveitin nær eingöngu haft með höndum undirleikshlutverk og æfingar að mjög skornum skammti. Guðný var einnig óhress með verkefnaval hljóm- sveitarinnar á Listahátíð ‘78. Taldi að til þess hefði verið kastað höndunum af forráða- mönnum hátíðarinnar. Hún benti á t.d., að þetta væri í þriðja skipti á skömmum tíma sem hljómsveitin léki Mendels- sohn-fiðlukonsertinn, og sömu sögu væri að segja um forleik- ina. Guðný benti á, að verkefna- valsnefnd hljómsveitarinnar væri ekki höfð með í ráðum í þessu tilfelli. Með þessari gagn- rýni sagðist Guðný ekki vera að vanþakka heimsóknir erlendra snillinga eins og Rostropovitch, Perlman og Harell. Þvert í mót. Hins vegar hefði hlutfall ein- leikara og hljómsveitarleiks mátt vera hljómsveitinni hag- stæðara, svo ekki væri meira sagt. Jákvæðast við starfsemi hljómsveitarinnar í ár er það, að fá tækifæri til að starfa með afburða hljómsveitarstjórum, Stefán Þ. Stephensen sem sumir hverjir hafa lyft hljómsveitinni í æðra veldi, sagði Guðný Guðmundsdóttir áður en hún kvaddi. Helga Hauksdóttir og Ásdís Þorsteinsdóttir Þær stöllurnar Helga Hauks- dóttir og Áslaug Þorsteinsdóttir áttu leið hjá og voru gripnar glóðvolgar. Helga var fljót að svara því, hvað sér fyndist eftirminnilegast við starfsárið. Það voru nýju lögin um hljóm- sveitina sem lögð var fyrir Alþingi eins og áður segir. Helga sagði að illa hefði verið staðið að frumvarpinu og þakkarvert að það náði ekki fram að ganga. Helga sagðist enn undrast það með sjálfri sér hvernig hægt hefði verið að semja frumvarpið án þess að haft væri nokkurt samráð við hljóðfæraleikarana sjálfa. í frumvarpinu var gert ráð fyrir aukinni vinnuskyldu, sagði Helga, sem er skref 40 ár aftur í tímann. Ásdís sagði í hálfkær- ingi, að óbejnar tillögur al- þingismanna í þá veru, að krefjast þess að hljóðfæraleik- arar lékju á fleiri en eitt hljóðfæri, væri hvort tveggja í senn ógleymanlegasti atburður ársins og mesti brandarinn. Þær Helga og Ásdís voru sammála um, að hringferð hljómsveitar- innar s.l. haust um landið hefði fallið í góðan jarðveg á báða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.