Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 Gunnar Thoroddsen: Tvær hitaveitur Hitaveita Suðurnesja Það merka mannvirki, sem var framarlega í fregnum nú fyrir helgina, Hitaveita Suður- nesja á sér athyglisverða sögu. Við stjórnarskiptin í ágústlok 1974 var hitaveita Suðurnesja eitt þeirra stórmála, sem lá óleyst. Gufuboranir í Svartsengi spáðu góðu um, að þar mætti fá næga orku fyrir hitaveitu byggðanna á Suðurnesjum. Sjö sveitarfélög höfðu bundist sam- tökum um að hrinda þessu máli í framkvæmd og hafið tæknileg- an undirbúning. En málið var í strandi. Fyrrverandi iðnaðar- ráðherra, Magnús Kjartansson, neitaði að styðja málið nema ríkið ætti að minnsta kosti 50% í fyrirtækinu. Það vildu sveitar- félögin af eðlilegum ástæðum ekki sætta sig við. Hitaveitur hafa verið eign sveitarfélaganna og þessi krafa Magnúsar um ríkisforráð var hvorki studd sögulegum né fjárhagslegum rökum. Krafa hans var kreddu- festa við kommúnistahugmynd- ir um ríkisrekstur og um leið vantraust á sveitarfélögunum. Hann hafði tafið málið og komið því í algjöra sjálfheldu. Núverandi iðnaðarráðherra tjáði sveitarfélögunum, að ekk- ert væri því til fyrirstöðu, að þau ættu meiri hluta í þessu fyrirtæki. I rauninni mátti spyrja, hvort ekki væri eðlileg- ast, að sveitarfélögin ein ættu hitaveituna eins og tíðkast hefur um aðrar hitaveitur á landinu. En hér var sú sérstaða, að Keflavíkurflugvöllur, lang- stærsti notandinn, er eign ríkis- ins, og þess vegna væri talið eðlilegt, að ríkið yrði meðeig- andi. Niðurstaðan varð sú, í samræmi við óskir sveitarfélag- anna, að þau skyldu eiga 60%, en ríkissjóður 40%. Þegar þessu samkomulagi var náð, var flutt stjórnarfrumvarp um hitaveitu Suðurnesja. Það var lagt fram á Alþingi fyrri part desember 1974 og afgreitt fyrir jól. Sveitarfélögin skipuðu þrjá menn í stjórn og iðnaðarráð- herra og fjármálaráðherra hvor sinn mann. Innan stjórnarinnar hefur samstarf verið ákjósan- legt og allar framkvæmdir og fjármögnun gengið með þeim hætti, að • til fyrirmyndar er. Fjármálaráðherra, Matthías A. Mathiesen, hefur greitt götu hitaveitunnar í sambandi við aðflutningsgjöld. Hagnaður af hitaveitunni Hagnaður af hitaveitunni er mikill fyrir íbúana á Suðurnesj- um. Hagurinn fyrir þjóðina er ekki minni. Þegar hitaveita Suðurnesja er komin 4 fulla notkun eftir tvö ár, þá verður gjaldeyrishagnaður þjóðarbús- ins af hitaveitunni að minnsta kosti eitt þúsund milljónir á ári. Hitaveita • Akureyrar Ibúa Akureyrar hefur um ára skeið dreymt um hitaveitu. En horfurnar voru ekki álitlegar. Nægilegur jarðhiti virtist ekki fyrir hendi þar í grennd. Helst kom til orða að leiða vatn um langa vegu frá Hveravöllum eða Bjarnarflagi. En þetta voru dýrir kostir, og vafamál, að slíkt gæti borið sig. Árið 1973 hafði bæjarstjórn Akureyrar kosið nefnd til að vinna að húshitunarmálum Ak- ureyringa og voru menn það bjartsýnir að þeir kölluðu nefndina hitaveitunefnd Akur- eyrar. En stjórnvöld voru ekki jafn bjartsýn né jákvæð í þessu efni. Magnús Kjartansson iðnaðar- ráðherra lagði fram greinargerð og tillögur um nýtingu inn- lendra orkugjáfa á Alþingi vorið 1974, þar sem Akureyri var dæmd úr leik og talin á rafhit- unarsvæði. Eftirmaður Magnúsar á stóli iðnaðarráðherra vildi ekki sætta sig við þessa niðurstöðu. Hann taldi, að kanna yrði til hlítar alla möguleika á heitu vatni í Eyjafirði, helst nærri Akureyri. Frumskilyrði var að auka könn- un jarðhita og efla borkost landsmanna. Fyrir árslok ’74 var ákveðið að kaupa stærsta og mikilvirkasta jarðbor, sem til landsins hafði komið, og gat hann náð niður á 3600 metra dýpi. í samráði við bæjaryfir- völd á Akureyri var borinn sendur til Eyjafjarðar og skyldi freista þess að finna nægilegt heitt vatn fyrir Akureyri. Áður en Iangt leið fékkst heitt vatn á Syðra-Laugalandi, sem nægði fyrir hluta af Akureyri, og gaf þessi árangur svo góðar vonir um framhald, að ákveðið var að ráðast í Hitaveitu Akureyrar. Með áræði og framkvæmda- hug tókst því á hálfu öðru ári að breyta vonleysi í bjartsýni og láta draum Akureyringa verða að veruleika. Að framkvæmdum og fjármögnun hefur verið unnið af festu og fyrirhyggju og hitaveita Akureyrar er tekin til starfa. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri: Húsnæðismála- stofnun ríkisins Skrípaleikur frá tímum hafta? Naudsynleg stofnun? Kennsla í prettum? Eða bara nátttröll, sem dagað hefur uppi frá gamla úthlutunartímabilinu? Hver er stefna Sjálfstæðisflokksins? Tilgangur Sýnilegur tilgangur Húsnæð- ismálastofnunar ríkisins er í dag vandfundinn. Það fé sem nú er lagt í lánveitingar er það ríflegt að almennar reglur eiga að gilda um úthlutun þess og óþarfi að binda fjölda dugandi manna yfir þessum þætti; sem Veðdeild Landsbanka Islands gæti annað án teljandi viðbótarmannafla. Pósturinn Sagt er bæði í gamni og alvöru að þessi stofnun gæti hæglega sparað sér öll póstburð- argjöld. Af hverju spyr einhver, sem aldrei hefur fengið lán eða þurft á því að halda? Hvað kemur pósturinn þessu við? Jú, hér kemur kaflinn, sem allir eru sammála um að tala ekki um. Einhverra hluta vegna eru allir, sem fá lán frá Húsnæðismálastofnun ríkisins búnir að frétta af því áður en bréfið kemur, sumir jafnvel úr fleiri en einni átt. Skiptareglan Húsnæðismálastjórn er kosin pólitískri kosningu af Alþingi. Hér eru allir sekir eða saklausir eftir því hvernig við viljum hafa hlutina. Viljum við viðhalda þessum pólitíska skrípaleik — leyfa þessum „trúnaðarmönn- um“ flokkanna að stunda sínar símahringingar í friði eða vilj- um við að vitleysan taki enda. Þeir fjármunir sem þjóðin ver nú til húsnæðislána eru miklir og með þeim reglum er ráðu- neytið hefur sett er auðvelt fyrir Veðdeild Landsbankans að ann- ast öll mál sem Húsnæðismála- stjórn „vinnur" að í dag og það án „símhringinga". ,mm 1 rvfiiinsia í prettum? Reglur Húsnæðismálastjórn- ar um lánshæfni húsa og íbúða hafa margar haft einkennileg áhrif á hönnun húsa. Hver þekkir ekki gang og geymslu með lágri lofthæð af því að rými undir 220 mz er .ekki reiknað með — Hver þekkir ekki verk- fræðistofur og hvers konar vinnustofur í íbúðarhúsnæði — Allt þetta cr gert til þess að ná lánum út á stærra húsnæði sem reglur mæla fyrir um. Nýsettar reglur um skerðingu eru til mikilla bóta. Þak yfir höfuðið Lánakerfi til íbúðabygginga er komið í það fastar skorður að óþarfi er að hafa fjölmenni í pólitískt kjörinni nefnd til þess eins að tilkynna lánveitingar. Veðdeild Landsbanka Islands ræður vel við þetta verkefni. Það hefur verið „kratakeimur" af þessari stofnun of lengi — mál er að linni. Takmarkið er að allir sem þess óska geti eignast þak yfir höfuðið. Stefna Sjálf- stæðisflokksins Síðasti landsfundur Sjálf- stæðisflokksins sagði m.a. um húsnæðismál: „Leggja ber áherzlu á þá grundvallarstefnu Sjálfstæðis- flokksins, að fólk með almennar tekjur geti ætíð eignast eigið íbúðarhúsnæði með aðgengileg- um lánum. Því er það óhjá- kvæmilegt, að lánastarfsemi Byggingarsjóðs ríkisins verði hagað þannig, að það fólk, er kaupir eða byggir sína fyrstu íbúð, fái umtalsverða hækkun lána frá því sem nú er og unnið verði að því í áföngum á næstu 5 árum (1977), að lánaréttur þess verði allt að 80% af byggingarkostnaði. Lánveiting- ar til kaupa á notuðu húsnæði verði auknar verulega. Ef um er að ræða fyrstu íbúð, verði lánsfjárhæð í sama hlutfalli og við nýtt húsnæði." Hér skilur á milli: Sjálfstæð- isflokkurinn vill gera fólki auðvelt að eignast eigið hús- næði. Alþýðubandalag vill að stóri bróðir eigi allt húsnæði, og allir séu leiguliðar ríkisins. Hvort kjósið þið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.