Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNí' 1978 Skúli Möller stýrimannaskólakennari: Stígum á stokk... Nú er liðin rúm vika frá sveitarstjórnakosningum þeim sem óneitanlega breyttu meiru en nokkrar slíkar frá upphafi. Reykjavík er nú komin í hendur þeirra manna sem undanfarin kjörtímabil hafa fundið farsælli stjórn sjálfstæðismanna flest til foráttu og höfðu að sjálfsögðu betri lausnir á öllum málum. Nú er þeirra að sýna þær í verki, en ekki er víst að reykvíkingar verði jafn hrifnir en allt kemur þetta í ljós, þegar málefnasamningur hefur verið soðinn saman og verðum við að vona að ekki verði ástarbragð af grautnum þeim. Við sjalfstæðismenn vöknuðum við vondan draum mánudaginn 29. maí s.l. Það, sem oft áður hafði legið í loftinu, skeði. Sjálfstæðis- menn töpuðu meirihluta sínum í Reykjavík. Strax og þessi staðreynd lá fyrir, byrjuðu menn að leita skýringa á ósigrinum. Andvaraleysi í eigin röðum, svæfingameðferð minnihluta- flokkanna, landsmál, allt voru þetta þættir sem úrslit kosning- anna áttu að hafa ráðist af. Eitt af því sem sjálfstæðismenn bentu á í kosningabaráttunni var hve litlu hefði munað að borgin hefði tapast 1966 og 1970, svo engan þurfti að undra þótt mjótt yrði á munum nú þegar flokkurinn er í mótbyr. Minnu munaði nú en nokkru sinni. Munurinn var bara öfugu megin. Tölfræðingar upplýstu að sjálfstæðismenn hefðu ekki þurft nema um 100 atkv. í viðbót eða alþýðubandalagsmenn 50 atkv. færra til þess að sjálf- stæðismenn hefðu haldið meiri- hlutanum. Næstu fjögur ár verður Reykja- vík undir vinstri stjórn, en við sjálfstæðismenn komum aftur, þó svo fulltrúum verði fjölgað, sem verður gert svo erfiðara verði fyrir okkur að endurvinna meirihlut- ann. Við skulum því hætta að brjóta heilann um hvers vegna við töpuðum í sveitarstjórnakosning- unum og snúa okkur að næstu orrahríð. Landsmálin höfðu án efa áhrif á úrslit sveitarstjórnakosninganna. Síðasta sunnudag þessa mánaðar verður kosið um þau. Orrahríðin sem framundan er verður snörp. Stjórnarandstaðan þykist vel búin til orustu og benda þá tíl nýafstaðinna kosninga og hafa þeir óneitanlega nokkuð til síns máls. Stjórnarflokkarnir eiga því undir högg að sækja og þá ekki hvað síst Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur haft stjórnarforystu síðasta kjörtímabil. Mikils var vænst af þessari ríkisstjórn. Engin ríkisstjórn hefur haft jafn mikinn þingmeiri- hluta og hefði hún því átt að geta gert þá hluti sem gera þurfti í efnahagsmálum, enda var búist við því. Það var ekki fyrr en á síðasta hluta þess að hafist var handa um efnahagsráðstafanir. Þessi ríkisstjórn hafði mikla möguleika í byrjun. Gremja fólks óx út í hana er á leið vegna aðgerðaleysisins. Lánleysi stjórnarinnar felst m.a. í sam- bandsleysi við almenning í landinu. Það hefur komið fram, m.a. í sjónvarpsþætti um efna- hagsmál, að verðlag útflutnings- afurða hefði verið í hámarki árið 1973, en árin 1974 og 75 hríðféll verð útflutningsafurða. Fyrst árið ’76 snérist þessi þróun til betri vegar og hefur verðkúrfan legið upp á við síðan. Þessum staðreyndum var almenningi ekki gerð grein fyrir. Hann ætlaðist til að efnahagsráðstafanir yrðu gerð- ar, en á sama tíma voru ytri aðstæður þannig að ekkert svig- rúm var fyrir ráðstafanir sem hlutu að koma niður á öllum landsmönnum. Ríkisstjórnin er ekki öfundsverð af því ástandi sem nú hefur skapast. Fyrst eru samþykkt lög á Alþingi sem launþega samtökin snúast öndverð gegn. Síðan gengur hvorki né rekur. Gripið er til ýmissa aðgerða, m.a. ólöglegra verkfalla og útflutningsbanns, og frekari aðgerðir boðaðar. Augljóst er að við svo búið má ekki standa. Ríkisstjórnin gefur nú út bráða- birgðalög sem minnka áhrif laganna frá í vetur. Markmið þeirra er launajöfnun og þannig gerir Sjálfstæðisflokkurinn launa- jöfnun að stefnu sinni í launa- málum. Launajöfnun meðal launþega hefur í undangengnum samningum verið aðalkrafa verka- lýðssamtakanna, þó reyndin hafi Pétur Sigurðssun Guftmundur H. Garðarsson Skúli Möller ætíð orðið sú að þeir tekjuhæstu- hafa borið bestan hlut frá borði. Markmið ríkisstjórnarinnar hefði því átt að höfða til verka- lýðsforystunnar, en svo er ekki. Samningana í gildi og ekkert annað var svarið. Það skal viðurkennt að óæski- legt er að ríkisvaldið grípi of mikið inn í samninga á vinnumarkaðin- um, en þegar gera á efnahags- ráðstafanir þá er vart við öðru að búast, en að það grípi inn í gerða launasamninga. Alþingi er lög- gjafarsamkunda þjóðarinnar og er ætlast til þess af þeirri virðulegu stofnun að hún setji aðeins lög sem eru þjóðinni til heilla. I lýðræðisríki eins og okkar gefst alltaf tækifæri til að segja hug sinn um ráðstafanir ríkisstjórna, þ.e. í kosningum. Það verður því að ætlast til þess af verkalýðsleiðtog- um, ef þeir vilja teljast ábyrgir að þeir virði þessar grundvallar leikreglur en stofni ekki til aðgerða sem hristi máttarstoðir þjóðfélagsins. Nú mætti halda að aðgerðir núverandi ríkisstjórnar væru þær sem gengu lengst áðurgerðra efnahagsráðstafana. En svo er ekki. Síðasta ríkisstjórn var svokölluð vinstristjórn og hefði því átt að vera stjórn hinna vinnandi stétta. Þessi ríkisstjórn þurfti að gera efnahagsráðstafanir vorið 1974 og hefði maður haldið að þær yrðu vinveittar verkalýðnum. Ekki aldeilis. Skrefið var þar stigið til fulls, þ.e. vísitalan algjörlega tekin úr sambandi. Verkalýðsforystan hefði, ef hún væri samkvæm sjálfri sér, átt að hvetja til yfirgripsmikilla aðgerða til að mótmæla. Eitthvað munu þeir hafa rætt um gagnaðgerðir, en þá kom flokksforinginn að austan og sannfærði forystumenn ASÍ um að ekkert vit væri í því að laun alþýðunnar hækkaði upp úr öllu valdi. Nei, auðvitað ekki, virðist svar ASÍmanna hafa verið, a.m.k. varð ekkert úr mótmælaaðgerðum. Sanngirni þ'eirra nær jafnlangt og pólitískir hagsmunir þeirra. Þá hentaði þeim vel að sitja aðgerða- lausir, en nú er við völd ríkis- stjórn, sem þeim þykir ástæðu- laust að þóknast. Svona henti- stefna er óleyfileg mönnum, sem vilja teljast ábyrgir. Það er augljóst mál, að ef vinna á bug á verðbólgunni þá verður það ekki gert nema það komi við alla landsmenn. Það er jafn augljóst að aðgerðum verður að haga þannig, að þær komi minnst við þá tekjulægstu. Bráðabirgða- lög ríkisstjórnarinnar eru einmitt í þeim anda. Þeir tekjulægstu fá áfram fullar verðbætur á dag- vinnulaun, en þeir tekjuhærri skertar og þeir tekjuhæstu engar. Þannig stuðla lögin að launajöfn- un. Ríkisstjórnin hefur með þessum lögum stigið skref sem aðilum vinnumarkaðarins hefur ekki tekist að stíga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið kallaður auðvalds- og íhalds- flokkur og þó sækir hann fylgi inn í raðir allra stétta þjóðfélagsins, enda hefur flokknum auðnast að starfa eftir kjörorði sínu Stétt með stétt. Flokkurinn hefur, m.a. vegna þessa, beitt sér fyrir atvinnu- öryggi í stað atvinnuleysis og hefur þetta orðið til þess að ísland er næstum eina landið í Vest- ur-Evrópu þar sem nánast ekkert atvinnuleysi er. Ef þetta er ekki í anda kjörorðs flokksins, hvað þá. í röðum sjálfstæðismanna eru margir forystumenn í verkalýðs- hreyfingunni, í röðum sjómanna, iðnaðar- og iðnverkafólks, verslunarmanna og opinberra starfsmanna. Það er hrein fásinna og um leið móðgun við þessa forystumenn að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé and- snúinn verkalýðshreyfingunni, því þá væru þeir að vinna gegn hagsmunum félaga sinna með því að vera í Sjálfstæðisflokknum, en þeir hafa með störfum sínum sýnt hið gagnstæða. Eg hef áður vikið að því hve fáir verkalýðsleiðtogar eru ofarlega á framboðslistum stjórnmálaflokk- anna og eru þeir næstum allir hér í Reykjavík. Af þéim eru tveir sjálfstæðismenn, þeir Guðmundur H. Garðarsson og Pétur Sigurðs- son og skipa þeir baráttusætin á lista flokksins. Þeir félagar, Guðmundur og Pétur, hafa með löngu starfi sínu í verkalýðshreyfingunni áunnið sér traust félaga sinna og hafa þeir sýnt með störfum sínum, innan þings og utan, að þeir eru traustsins verðir og er því til mikils að vinna að þeir skipi áfram þingflokk sjálfstæðismanna að loknum kosningum. Sjálfstæðismenn. Að okkur er vegið. Verum minnugir þess hvers vegna við aðhyllumst stefnu flokksins. Frelsi einstaklingsins til orðs og æðis er æðsta markmið hans. Við vitum að vinstri öflin vilja þetta markmið feigt, því ella fær sósialismi ekki þrifist hér. Stígum á stokk og fylkjum liði gegn vinstri stefnu. Það gerum við aðeins með því að styðja Sjálf- stæðisflokkinn og þann stuðning sýnum við í verki sunnudaginn 25. júní n.k. með því að kjósa V-H Nú fæst (^Pinotex <A*gráfeldurhf. #% WNGHOLTSSTRÆTI2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.